Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Qupperneq 10
8
LAUSNIN ER TAKMARKIÐ
STJARNAN
ig sem hann birtist öðruvísi og þeir munu lirista höfuð sin
snauð af skilningi. Hvort það er jeg eða annar, sem boðar sann-
leikann, kemur hann að luktum dyrum hjartna og huga þeirra
manna. Þess vegna mundi jeg, ef jeg gæti, skapa nýtt tungumál,
sem losaði oss við allar utan að lærðar setningar, gauðslitin orða-
tiltæki, sem troðið hefir verið í oss, öll tákn, hókfræði, lielgar
ritningar, myndir og tilheiðslu, svo að vjer gætum með ferskum
huga teygað af lindum sannleikans, hreinir og ósnortnir eins og
vjer vorum i árdaga og munum verða við endalok alls hins
skapaða.
Þjer verðið að anda frjálslega og óhindraðir ef þjer viljið
njóta hlómailms. Ef jeg gæti, mundi jeg tæta i sundur hlekk-
ingavef þann, sem þjer hjúpið yður í, virki þau, sem þjer hlaðið
á leið sannleikans og gera honum erfiða för. Því að líkt er um
sannleikann og ljósið, þjer fáið ekki horið það i skjólum í hús
jrðar. Hann er svo viðkvæmur að þeir einir, sem eru hjarta-
hreinir fá nálgast hann og notið lians að fullu, án þess að lim-
lesta liann og umliverfa liónum, eins og jeg óttast að alment sje
gert. Menn heimta að sannleikurinn hirtist í ákveðnu gerfi, vaf-
inn í ákveðin orðatiltæki. En sannleikurinn kemur eins og þjóf-
ur á nóttu, hljóðlátlega og óvörum; en ef orðagjálfur yðar,
hugmyndir og hleypidómar halda vörð í liverju hliði huga yðar
og hjartna, fær hann eigi inn komist. En sökum þess að jeg get
því miður eigi skapað nýtt tungumál, hið jeg yður, sem heyrið
orð mín, að leggja af orðagjálfnr, þröngsýni og kreddufestu,
svo að sannleikurinn birtist yður eins og hann er, lireinn og
nakinn.
Eins og úthafið tekur í faðm sjer allar elfur jarðar, svo er
og lausn takmark allra manna. Uthafið lekur í faðm sjer vatns-
litlar ár, sem lagt hafa leið um skrælnuð lönd, um eyðimerkur,
um lönd, þar sem hvergi er forsælu að finna; um lönd, sem
háð eru harmkvælum og drepsóttum. Það tekur i faðm sinn
straumþung fljót, sem líða um skuggasæla skóga, iðgræn engi,
fagra dali og friðsæl hjeruð. Það vaggar i værð mikillátum fall-
vötnum, sem hendast fram af hengiflugum, geysast fram í
gljúfraþröngum, freyða um flúðir, dynjandi og niðandi, og
varpa sjer loks i faðm hafsins með gný miklum. Hafið lykur
i faðm sjer elfur þær, sem streyma frá einni verksmiðju til ann-
arar, sem falla um horgir og fjölbygð lönd, fleyta hundruðum
og þúsundum skipa, mengaðar og saurgaðar ólyfjani og óhrein-
indum.
Eins er um mennina. Hvort sem þeir heyra til þessum
fiokki eða öðrum, livort sem skapgerð þeirra er þessi eða hin,
— úthaf lausnarinnar lykur þá að siðustu alla í faðmi sjer.