Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Síða 29
STJARNAN
GAKK ÞÚ í LJÓSI
27
Gakk þú í ljósi kærleika míns.
Vefjum við þig að vinarhjarta
ástvinur minn og eg.
Orð mín opni þjer
hjarta mins lielgidóma.
Jeg er eitt með ástvini minum.
.Teg er sem blaðið er hlikandi rós.
Jeg er sem ilmurinn anganblómi.
Ástvinur minn og jeg
erum óaðgreinanlegir, óaðskiljanlegir.
Eins og máninn endurvarpar
dagsólar dýrðarljóma,
eins spegla jeg dýrð
ástvinar míns.
Mild eins og bjarmi mánaskinsnætur
er ást mín til þín, aldavinur.
Sem stormhvel, er sópar sæ og lönd,
svo er elska min, er svifta skal
húmi er veg þinn vefur.
Sem fjallalækir, er falla með dyn
og streyma um djúpa dali,
eins lát um liug þinn
elsku mína streyma.
Eins og einmana trje
hátt á hrikafjöllum
æðistorma stendur,
svo skal elska mín
vörn þjer vera
á þjáningadögum þrauta.
Eins og hafsjór, óstöðvandi,
viðnámi öllu ej'ðir,
svo skal og sigra máttur elsku minnar
livert mein, hvert höl og harm, sem þjakar þjer.
Já, vinur minn,
elska min til þín er óendanleg.
Bergðu á henni,