Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Page 38
36
VITURLEG, UPPREISN
STJARNAN
lokaður inni í búri. Mig langar ekki til þess að knýja yður í
neina akveðna átt, því að lausnin er takmark allra manna,
hvernig sem útlit þeirra og skapgerð er, hvaða trúflokki sem
þeir tilheyra og liverrar stjetlar sem þeir cru, æðri eða lægri,
hvitir eða litaðir. Lausn frá öllum hlutum, allri hverfulli gleði
og stundaránægju, frá öllum hjegómatilfinningum; lausn, sem
er raunveruleg og eilíf. Mig langar til þess að gefa yður þessa
hamingju og lijálpa yður til þess að stöðva lijól yðar, en eins
og jeg sagði áðan, er mjer ekki unt að gera það. í yður sjálfum
verður sá ásetningur að fæðast að stöðva örlagahjól yðar. Af
því að þetta litla „jeg“ sem í mjer bjó, hvert lífið af öðru,
hverja kynslóð eftir aðra, af því að sjálf mitt liefir brunn-
ið upp í kærleikseldi ' Ástvinar míns, vildi jeg feginn veita
yður hlutdeild i því, sem jeg hefi öðlast. Jeg vildi geta gefið
yður kærleika lians og gróðursett liann í yður öllum, svo að
cngar stormkviður fái sveigt yður frá þeirri stefnu, sem þjer
hafið valið. Heimurinn mcð allri sinni óliamingju, kvíðaæsingu
og kvöl, ást og liatri er bundinn á lijólið, alveg eins og sjerhver
yðar. Og ef þjer hafið ekki náð lausninni, þá eruð þjer ekki
fróbrugðnir öðrum, þó að sjónarmið yðar sje stærra. Þjer eruð
þá eins og allir aðrir, fastir í netinu. Það er ekki ásetningur
minn að láta yður drekka af annara lindum, eða láta yður
hvilast í neinum sjerstökum lundi, sem jeg hefi ræktað, heldur
að gefa yður fullvissu um hvert takmark yðar og allra manna
er. Jeg er þess fullviss að eins og Ástvinur minn geymir mig í
hjarta sínu, þannig verðið þjer að geyma mig í hjörtum yðar,
ef þjer þráið lausnina. Þjer verðið að halda þeirri þrá sívak-
andi og brennandi sterkri í lijartanu, því að það er enginn
annar fræðari, ekkert annað takmark. Sá, sem hefir náð því
takmarki, verður fræðari eins og jeg. Af því að jeg liefi fengið
vissu, af því að jeg hefi öðlast gleðina og kærleikann, langar
mig til að gefa yður, sem ennþá eruð hikandi, óvissir og fálm-
andi í myrkrinu, þá vissu og það ljós, sem frelsar yður. Það er
erindi allra kennara, það er erindi Hans, sem er mestur allra
fræðara.
Erindi mitt er þá þetta, að hrjóta niður hindranir, sem að-
skilja, sem tefja mennina á leið þeirra að takmarkinu. Þessar
hindranir eru afleiðingar af fáfræði, þröngsýni og hleypidóm-
um. Til þess að skilja þetta og brjóta niður hindranir þær,
sem lialda yður frá takmarkinu, þurfið þjer engan millilíð,
engan túlk milli mín og yðar. Þjer þurfið enga guði, þjer þurfið
engin musteri. Alt slíkt eru ytri hlutir og þegar hin sanna þrá
er einu sinni fædd innra með yður, eins og ilmurinn í blóminu,
þá er enginn efi til framar, engar spurningar, engir skuggar