Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Qupperneq 40
38
VITURLEG, UPPREISN
STJARNAN
og óviturlega uppreisn. Skynsemin er ávöxtur reynslu, sem þjer
hafið safnað j'ður hvert lífið eftir annað; hún er ávöxtur af
liðnum sorgum, sársauka, erfiði og gleði, hún er það sem reynsl-
an skilur eftir. Þvi er það, að þegar þjer látið vitsmuni og upp-
reisn vinna saman, þá rótið þjer við og eyðileggið hina ýmsu
felustaði sjálfsins, eins og þegar stöðupollur er ýfður, þá
kemur gruggið upp á yfirborðið og sólin brennir það og vind-
urinn dreifir því. Með uppreisninni rótið þjer við sjálfi yðar
og flettið ofan af því fyrir augum skynseminnar, þannig ber
yður að eyða því upp. Sumir verða að halda áfram að leita
sjer að reynslu lif eftir lif, aðrir sjá endalokin og ná takmark-
inu. En hvar sem þjer standið í röðinni, náið þjer ekki lausn
nema gegnum reynslu. Þjer getið eklci gengið inn i bálið, ekki
brunnið upp í þeim loga, sem er kjarni skynseminnar, kjarni
lausnarinnar, nema þjer sjeuð auðugir af reynslu. Eins og jeg
hefi gengið inn í það bál og er orðinn hluti af því, vegna þess
að sjálf mitt er ekki framar til, þannig verður hver, sem
lausnina þráir að leggja sig fram til þess að evða sjálfinu, og
það tekst aðeins með stöðugri prófun, með því að afhjúpa það
sífeldlega fvrir sól og vindi. Við tilraunirnar að ná takmarkinu
verður þrá yðar svo sterk að þjer sameinist því að lokum, verð-
ið liluti af bálinu og getið þvi kveikt ljósið hjá öðrum og hjálp-
að þeim til að ná takmarkinu.
• o oOOOOO o •
Leirkerasmiðurinn.
Likt og leirkerasmiður
leirinn mótar að vild,
og glaður við iðju unir,
eins mátt þú einnig skapa
örlög og framtíð þína
til sæmdar sjálfum þjer.
Sem markabúi
um mjTkviði
ryður beina braut,
svo mátt þú og