Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Side 51
STJARNAN
ERINDI FLUTT 1 LONDON
49
Erindi
flutt í »The friend meeting house« London, 31. mars 1928.
Jeg ætla aðeins að tala í þrjá stundarfjórðunga og vildi jeg
heldur að þjer legðuð mælikvarða liinnar rannsakandi skynsemi
á orð mín, en að þjer tækjuð við þeim með blindri trúgirni.
Jeg vildi gjarnan að þjer samþyktuð ekkert á meðan jeg tala,
því ef þjer samþykkið eitthvað, án þess að skilja það vel, er
liætt við að það leiði yður afvega frá rjettum skilningi á lifinu.
Jeg ætla í kvökl að skýra yður frá mínu sjerstaka sjónar-
miði, og til þess að þjer fáið á þvi skýrari og skynsamlegri
skilning, vildi jeg að þjer athuguðuð orð mín með rannsóknar-
hug i stað þess að trúa i blindni.
Þar eð jeg ætla aðeins að tala stundarkorn get jeg ekki
farið út í smáatriði; jeg ætla aðeins að draga útlínur og svo
verðið þjer að hugsa málið, þegar þjer komið heim til j'ðar
aftur. Aðeins vil jeg biðja yður að hafna engu og samþykkja
ekkert; notið dómgreind j'ðar og rannsóknarhæfileika i því
skyni að finna sannleikann.
Þá vil jeg halda áfram eftir þennan formála. Alstaðar, í
öllum löndum, með öllum þjóðum, býr þráin eftir að finna
eitthvað, sem er hulið, eitthvað, sem menn hyggja að seðji
liungur þeirra eftir þekkingu og fullnægi þrá þeirra eftir skiln-
ingi á lífinu. Allir i heiminum leita sannleikans og hyggja að
hann sje utan við liið daglega líf, en sannleikurinn er lifið.
Skilningur á lífinu gefur þekkingu á sannleikanum og um leið
og þjer skiljið gang lífsins, farið þjer og að skilja veg sann-
leikans. Nú á tímum liyggja flestir að sannleikurinn komi livergi
nálægt hugsanalífi og tilfinningum hversdagsmannsins, þeir
imynda sjer að þeir þurfi að yfirgefa heiminn tii þess að ná
sannleikanum, að þeir þurfi að ganga i gegnum sjerstaka
reynslu, sorgir og gleði, og öðlast sjerstaka eiginleika. Mig lang-
ar nú að benda yður á, að um leið og þjer skiljið lífið, eins og
það kemur fram umhverfis yður, hvern um sig, — skiljið þjer
sannleikann, og þegar þjer skiljið sannleikann, fáið þjer um
leið úrlausn á viðfangsefnunum i lífi yðar.
Enginn guð er til, nema hinn lireinsaði maður, og enginn
máttur utan við manninn sjálfan sem stjórnar honum, enginn
4