Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Blaðsíða 56
54
ERINDI FLUTT í LONDON
STJARNAN
Þannig eru einstaklingar þessa lieims. Af þvi að þcir hafa ekk-
ert takmark týna þeir sjálfum sjer í ölduróti hugsananna, og til
þess að taka ákveðna stefnu, verða þeir að setja sjer vist tak-
mark, en það takmark verða þeir að liafa sett sjer sjálfir en
ekki aðrir. — Eins og jeg sagði, vilja allir verða liamingjusam-
ir, það er hið eina eftirsóknarverða, liinn eini sannleikur, og
þegar þjer liafið setl yður það takmark, þá er það sem stýri á
skipi yðar. — Gerum ráð fvrir, að þjer hefðuð allir sett yður
þetta takmark. — Þá spyrjið þjer: „Hvernig á jeg að fara að
því að rótfesta innra með sjálfum mjer þessa eilífu hamingju?“
Hver einasti einstaklingur hefir þrjá líkami: huglíkama, til-
finningalíkama og efnislíkama. Munuð þjer sjá að það eru þrjár
mismunandi verur, sem vinna hver uin sig að sínum eigin þörf-
um, og skapa þannig ósamræmi. Það er eins og þú sætir i vagni
og beittir þrem hestum fyrir, en liefðir enga stjórn á þeim. Þeir
mundu reyna að hlaupa sinn i hverja áttina. En ef þjer hefðuð
stjórn á þeim, og ákveðið markmið, þá munduð þjer fljótlega
ná takmarkinu, og alt ganga að óskum. — Allir hafið þjer þessa
þrjá líkami: lmglíkama, tilfinningalikama og efnislíkama; og
hver þeirra þriggja verður að vera fullkominn ef fullkomið
samræmi á að nást. — Að livaða marki á hugurinn að stefna?
—- Eins og þjer setjið vður sjálfum hamingjuna sem markmið,
þannig verðið þjer einnig að setja huganum markmið. Það
markmið er lireinsun sjálfsins. — Það er ekki hið sama og að
gereyða því, eins og margir Iiyggja, lieldur að þroska einstakl-
ingseðlið. Þjer getið aldrei evðilagt sjálfið, þjer getið hreinsað
það og göfgað og á þann hált flutt það nær Iiinu þráða tak-
marki. — Tökum til dæmis litmvnd, litirnir eru óteljandi, en
mynda þó allir sjerstaka heild, svo sem málarinn óskaði, en ef
hver litur út af fyrir sig er ekki eins og hann á að vera, þá
skortir á samræmið. Þannig verður liver maður að þroska með
sjer einingartilfinningu og samvitund, og þegar honum liefir
tekist að ná fullkomnun, þá er hann um leið sameinaður öllu.
Gerum snöggvast ráð fyrir að þinn litur sje grænn en minn
rauður o. s. frv. Ef þjer gerið yðar liti fullkomna og jeg geri
minn lit fullkominn, og allir litirnir renna saman, þá er hver
einstakur litur liorfinn, þvi eins og vjer vitum, renna allir litir
saman í liið eina hvíta ljós. Þegar þeir falla saman, er algerð
sameining, engin aðgreining, enginn aðskilnaður. Þetta er æðsta
takmark liugans.
Þá verðið þjer einnig að setja tilfinningunum takmark. —
Og hvert er það takmark ? — Það er að vera einlæglega ástúð-
legur, en fara þó sína eigin götu. Gefið gaum að hvernig ástúðin
þroskast. — í fyrstu er hún öfundsjúk, þröngsýn, takmörkuð og