Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Síða 57
STJARNAN
55
ERINDI FLUTT í LONDON
afbrýðisöm gegn öllu. En smátt og smátt þroskast liún við
þrautir og þjáningar, þenst út og umvefur fleiri og fleiri. Þegar
þjer svo virðið fvrir yður ástúðina upp til æðstu fullkomnunar,
munuð þjer sjá að liún umvefur alt en er þó fvllilega sjálfstæð.
Þá er líkaminn, hvað er honum nauðsynlegt, til þess að
öðiast samræmið? —■ Fvrst og fremst fegurð. Litið á lieiminn!
Öld eftir öld hafa mennirnir leitað fegurðai’. Gangið um ein-
hverja götu í London, og lítið í húðargluggana, og þjer munuð
sjá óteljandi fegrunarsmyrsl. Við það er ekkert að athuga. En
það er þýðingai’lítið að fegra aðeins ystu húðina. — Tökum
skel í fjörunni, liún getur verið falleg, en það sem skó]) hana
er horfið, og þess vegna er hún líflaus. Þannig er fagur líkami
girnilegur, en vanti samstillingu alls eðlis mannsins, þá er
hann ekki imynd allífsins. —- Þar næst er sjálfsagi, sem má þó
ekki byggjast á kúgun, lieldur á skilningi. Þá er einfalt líf. —
Þegar jeg var á ferðinni á Indlandi, sögðu margir við mig: „Þú
segir að við eigum að lifa einföldu lifi. Ifvers vegna ert þú þá
i hreinum fötum, þokkalegur og nýrakaður?“ Einfalt líf er alt
annað en afturför. Þjer megið ekki nota 2000—3000 ára gamlar
venjur fvrir mælikvarða á einfalt líf. Hverfið ekki 3000 ár aftur
í tímann, þegar líkami mannsins var óþroskaðri en nú. — Oss
liefir farið fram, — það cr hættulegt að segja það, en jeg ætla
að gera það i þetta sinn.
Takmark hugans er þá að hreinsa sjálfið og þroska sam-
vitundina og einingareðlið, sem er alt annað en að gereyða
sjálfinu. — Takmark tilfinninganna — hjartans, er að vera
innilega ástúðlegur, en halda þó fullu sjálfstæði. — Takmark
líkamans er fegurð, siðfágun, menning og göfugmannleg hegð-
un, því rjettlætið sýnir sig í hreytninni. Þegar þjer hafið náð
tökum á þessu þrennu, þá er samræminu náð, en þar sem sam-
ræmi rikir, þar er hamingja.
Þegar þjer hafið loks "gert yður fyllilega ljóst, að takmark
yðar er frclsi og fullsæla, og eruð fvrir reynslu orðnir óháðir
öllum hlutum, þá sjáið þjer leiðina sjálfir, af því að þá hafið
þjer náð samræmi innra með yður. Þá þurfið þjer engar trúar-
setningar framar, nje trúarbrögð, nje alla þessa óteljandi út-
skýrendur; og þá þarfnist þjer lieldur ekki allrar þeirrar við-
hafnar, sein trúarhrögðunum fvlgir. Þjer hafið sjálfir áhvrgð á
sjálfum vður, þjer hafið komið á samræmi innra með yður.
Þá munuð þjer skilja með þeim skilningi, sem af revnslu er
fæddur, — að livorki er til gott nje ilt, heppni eða glappaskot;
það sem nefnt er þessum nöfnum er mismunandi stig reynsl-
unnar. — Safnið því saman öllu afli yðar, til þess að öðlast
fullkomnun þá, sem hýr innra með hverjum manni.