Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Síða 61
STJARNAN
SAMSTILLING LÍKAMANNA
59
verða líkamir mannsins, hug, geð og efnislíkami að vera í
besta ásigkomulagi, þar verður að ríkja fullkomin samstilling.
Við fullkomnun þessara þriggja starffæra, verður að lokum
upphaf og endir mannlegs Jjroska að órjúfanlegri einingu. Hið
sistreymandi fljót safnar óaflátanlega reynslu á leið sinni til út-
liafsins. Það tekur á nióti og gefur, fæðir grös og grundir og
svalar þyrstum og þjáðum, en þegar það i upphafi hefur göngu
sína frá uppsprettunni, er það ljóst að áður en takmarkinu er
náð mætir það margvíslegum áhrifum og aflar auðgandi reynslu
á leið sinni til sjávar.
Þannig verðum vjer og að vaxa og þroskast og skapa með
oss algert samræmi líkamanna þriggja, áður en vjer náunt tak-
marki frelsis og fullsælu. Ef til vill er efnislíkami vor ágætur,
en hugurinn á reiki og tilfinningarnar veikar og vanstiltar. Og
ef til vill er geðlíkaminn lengst á leið kominn, en huglíkami
og efnislíkami sitja á hakanum o. s. frv., en ósamræmið orsakar
illa líðan og lieilsubrest. Einmitt þetta ósamræmi þessara
þriggja starffæra er sá erfiðleiki, sem fjöldinn hefir við að
stríða.
Maður sá, er leitar frelsis og fullsælu, verður að fara að
líkt og kafarinn, sem leitar að dýrmætum perlum og kannar
hættuleg dýpi hafsins, likami hans og tilfinningar verða að lúta
stjórn hugans, sem einheittur vill kanna hið ókunna djúp. Þeir,
sem finna vilja frelsi og fullsælu verða að vera látlausir eins
og perlukafarinn, og ljettir á sjer eins og fjallgöngumaðurinn,
sem sækir upp á hæstu tinda.
Þó framþróunin sje margbrotin, og margvíslegar sorgir,
þjáningar og liverful gleði mæti oss á leiðinni, þá er þó til
gangur liennar að gera mennina látlausa, einfalda cins og börn,
en um leið vitra eins og spekinga. Sá maður, sem i sannleika
er göfugur, sem hefir öðlast lausn, eða sem stefnir að því marki,
er látlaus og einfaldur, en villimaðurinn og hinir óþroskuðu,
sem engar hugsjónir eiga og hafa ekki komið auga á frelsið og
fullsæluna, eru hlaðnir áhyggjum og óþörfum lilutum. Tímar
líða, og villimaðurinn lifir livert jarðlifið á fætur öðru, liann
þráir og vonar, hryggist, gieðst og girnist, en alt ])elta verður
hann að yfirvinna, áður en takmarkinu er náð. Framþróun er
það, að brjótast undan oki hins liðna, og öðlast fullkomið lát-
leysi og einfaldleik spekingsins.
Villimaðurinn og liinn óþroskaði maður, sá sem hvorki
hefir náð takmarkinu nje langar lil að slíta af sjer fjötrana,
bvggir velferð sína á ytri hlutum, þá tignar liann og tilbiður,
andleg og likamleg hamingja lians er undir öðrum komin, öll
lians hverfula velferð er á valdi annara, jafnvel elska hans er