Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Síða 70
68
NAUÐSYNIN Á BREYTINGUM
ST.TARNAN
í karli eða konu. Sorgir heimsækja jafnt karl og konu og þján-
ingin býr í báðum; þess vegna er það frá upphafi vega rangt að
gera nokkurn mun karla og kvenna. Það er álitið að karl og
kona eigi að búa við mismunandi lög og fá mismunandi mentun,
af þvi að líkamir þeirra eru ólíkir. En þjáist ckki konan á sama
liátl og' maðurinn? Berjast ekki konurnar við samskonar efa,
samskonar erfiðleika og sorgir, eins og karlmennirnir? Frá æðra
sjónarmiði lilýtur því kj’iiferðið að bverfa. Lífið verður miklu
einfaldara, ef vjer liættum að luigsa oss mannheima bygða af
tveimur ólíkum flokkum, körlum og konum, en leysum vanda-
málin frá sjónarmiði mannkynseiningarinnar.
Lítum nú á erfðakenningar vorar hjer á Indlandi, lifnað-
arliáttu, venjur og lífsfyrirkomulag, sem oft eru orsakir til svo
mikilla sorga, niðurlæginga og þjáninga. Fyrst verð jeg þó að
taka það fram, — af þvi að þjer kunnið að ætla, að jeg sje orð-
inn vestrænn í hugsunarhætti, að jeg er hvorki Indverji nje
Vesturlandamaður; jeg er að eins ferðamaður á jörðinni, ferða-
maður, sem athugar alt, sem fyrir augun ber. Og el' jeg sje eilt-
livað, sem (frá minu sjónarmiði) er rangt, þá reyni jeg að
laga það.
Skoði maður hlutina frá algerlega óhlutdrægu sjónarmiði,
livaða málefni vekja þá mesta athygli? Það eru uppeldismálin
og rjettarafstaða konunnar. Eins og þjer vitið, er konan miklu
fastheldnari við fornar venjur, en karlmaðurinn. Ef að konurn-
ar tækju sig saman um að breyta heiminum, þá gætu þær kom-
ið þeim breytingum í framkvæmd á morgun. Þær eru miklu
fórnfúsari en karlmennirnir, og þar af leiðandi sterkari. En sú
kona, sem varðveitir fornar venjur og erfðakenningar, verður
að brevta afstöðu sinni til lífsins, ef hún á að öðlast skilning
á því. Hún má ekki vera þræll lengur. .Teg nota orðið þræll af
ásettu ráði, af því að konurnar leyfa að lála kúga sig. Jeg veit,
að margar yðar, sem hjer eruð saman komnar, eruð mjer sam-
mála, á meðan þjer sitjið lijer, langt frá eiginmönnum yðar, en
þegar þjer komið lieim aftur, byrja erfiðleikarnir að nýju. Þá
látið þjer aftur mennina drotna yfir yður. Hvers vegna eigið
þjer að lúta þeim? Þjer eruð eins góðir menn og þeir; þjer eruð
þar að auki sterkari! í ýmsum skólum í Ameríku bafa stúdent-
ar gert verkföll, af því að prófessorarnir beittu þá rangindum.
Þjer ættuð að mynda kvennasambönd í stað einstakra fjelaga,
og' gera svo verkföll, til þess að koma fram þýðingarmiklum
umbótum.
Nú vil jeg segja yður, livað það er, sem rnáli skiftir, því á
yður hvílir framtíðarheill Indlands; þar sem yður hefir hlotn-
ast það Aæglega Iilutverk, að ala börn þess. Eitt hið grimmasta í