Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Side 74
72
MADURA
STJAHNAV
Madura.
Hvílíkt samræmi í söng!
Inst í hofsins Iielgidómi
var hljótt, og þrungið loftið lýðsins ást,
hin vígðu ljós af fjálgleik fjöldans blöktu.
Höfugt er loft af ilmi anganfórna.
Hirðulaust klerkur sönglar sálmalag.
í hvikulli skímu glitra goð á stöllum
og sýnast reika, sem þau sjeu þreytt
á lýðsins tónum, lofi og bænum.
Það er sem þögnin haldi anda og hlusti.
Og skyndilega óma lærir tónar,
hreimfagur söngur, heilagt hjartans mál.
Mjer vökna hrár, jeg hlýði og liöfði lýt.
Kona í livítum klæðum
syngur um lijartans dýrstu, æðstu ást,
óþektan unað, þraut og þjáning móður;
um grát og hlátur barns við móður barm,
um ást, sem fæddist aðeins til að deyja,
um trega og tóm við barnlaust hús að búa,
um einmanans döpru æfi um vökunætur,
um ófrjótt líf i aldinskrúði jarðar.
Urðu eitt
okkar hjörtu,
harmur hennar varð minn.
Hjelt hún á brott úr helgidómi,
lýsti von, er ljetti harm.
Hjer gat hún jafnan í helgifriði
svalað hreldu hjarta.
Fylgi jeg henni um eilífð endalausa.
Ó, ást mín,
ligg'ja nú saman leiðir okkar
um falslausrar ástar víða vegu.
Við munum aldrei, aldrei framar skilja.