Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Qupperneq 84
82
NEISTINN OG BÁLIÐ
STJARNAN
hyggja og elska á sínu aðskilda sjálfi, sem smátt og smátt á að
klifa af sljettunni upp á fjallstindinn og göfgast og verða mátt-
ugt á þeirri leið, þar lil það að síðustu eyðist og rennur saman
við bálið eilífa. Á meðan menn skilja ckki tilgang lífsins, hugsar
liver einasti maður of mikið um sjálfan sig og sitt eigið verð-
mæti, en af því fæðist hrokinn, sem gerir mennina grimma.
Grimd hugarfarsins gerir mennina ónærgætna og af því sprettur
kvnflokka og stjettadramhið, auðvalds- og lærdómshrokinn. Sá
sem því vill þroska hið skapandi afl lniga síns, verður fyrst og
fremst að skilja það að frelsi og fullsæla er takmark allra og
aðeins með því að stefna að því marki fær hann vakið inn-
sæi sitt.
Ef hið skapandi afl vitsmunanna á að þroskast, verðið þjer
að gefa yður tima til að hugsa, njóta einveru og drauma og taka
vður íhugunarstundir. Þjer verðið að fá vald yfir huganum, gera
Iiann að starfandi, en þó auðsveipu verkfæri; og þegar sam-
stilling likamanna þriggja er fullkomnuð, þá mun rödd innsæis-
ins taka við stjórninni og leiða yður til frelsis og fullsælu. Frels-
ið og fullsælan er í yðar eigin liöndum, enda þótt alt sje eining
þegar það er fengið. Þetta er ávöxtur framtaks einstaklingsins
enda þótt þeir sameinist allir að lokum. Ríki frelsis og fullsælu
finna menn aðeins fvrir eigin orku og haráttu, en í því riki
munuð þjer hitta allra þjóða menn, sem eins og þjer liafa sigrað
og náð fullkomnun. Þegar hugur vðar, hjarta og líkami er orðið
samstilt munuð þjer sameinast Ástvininum, lífinu eilífa, hálinu,
sem þjer allir eruð neistar af.