Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Qupperneq 103
STJARNAN
Astvinurinn er í öllu
101
fjelögum þínum,
fjölskyldu og vinum,
föður og móður,
systur og bróður.
Já,
öllum afneita skaltu.
Eyða skaltu algerlega
sjálfur þínu sjálfi,
ef þú vilt Ástvininn finna.
Vinur minn,
viltu ganga
í litlu kertaljósi,
er jeg gef þjer ljós
Ástvinar míns?
Enn jeg segi þjer
eitt erum við
Ástvinur minn og jeg.
Veit jeg' veginn.
Ivomdu með mjer,
fylgja skal jeg þjer
i fvlgsni lijarta míns,
þar Ástvinurinn er.
Er þar margt endurskin,
sem óðum fölnar og deyr,
cn jeg á
trausta trú,
sem lifir eilíflega.
Veiti jeg þjer hana,
vinur minn.
Af hverju er efi
inni í þínu hjarta?
Ertu ánægður inni í skugga?
Geta menn gefið þjer
eitthvað, er seður
alt þitt hungur?
Þú leikur við elfur,
þar lygnt er vatn,
en það getur ekki
þorsta slokkið.
Ertu ánægður
með alla þá linignun?
Vinur minn,
andi minn er þrunginn
af ást til þín.
Kom til mín,
mun jeg miðla þjer
af minni ást,
sem aldrei breytist,
ekki þverrar,
og' aldrei kólnar,
því að eilt erum við
Ástvinur minn og jeg.
Jeg kem frá honum,
og kunngeri þjer,
livar leiðin liggur,
að hjarta liins elskaða Ástvinar.
Eg' skal fyrir þjer
opna hliðið,
leiðin um það liggur,
að inni Ástvinar míns.
Skuggi er i dali
af skýi svörtu,
en uppi er jeg
á efsta tindi.
Já,
eitt erum við,
~Ást.yinur minn og jeg'.