Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Side 111
STJARNAN
JEG ER ALT
109
jeg er alt.
Jeg er bláloftsins blik,
jeg er brúnaþungt ský,
jeg er fossinn og fallvatnsins gnýr.
Jeg er helgimynd forn,
jeg er steinn við þinn veg,
jeg er rósin og hrynjandi, bliknandi blöð.
Jeg er hagablóm fölt,
heilög lótus jeg er,
jeg er hjalandi lind, og hið heilaga vatn.
Jeg er voldugur meiður
við fjallanna faðm,
jeg er laufið liið smæsta um gróandi völl.
Jeg' er vorblómið veikt,
jeg er laufskrúðsins skart,
sem er sígrænt, jafnt vetur og vor.
1 Jeg' er víkingur og villimaður.
Jeg er dýrlingur helgur og lirotti.
Jeg er guðsmaður og guðleysingi.
Jeg er hórkona og lieilög mær.
Jeg er alfullkominn og augnabliksius barn.
Jeg er meinlætamaður og miljónadrottinn.
Jeg er fallvaltur bjegómi og eilifðar auður.
Jeg er bvorki þetta nje það.
Jeg er bvorki frjáls nje fjötraður.
Jeg er ltvorki himinn nje helvíti.
Jeg er hvorki heimspeki nje kreddur.
.Teg er hvorki lærifaðir nje lærisveinn.
Ó, vinur minn,
í mjer er alt.
Tær er jeg eins og tárlirein fjallalind.
Einfaldur líkt og laufið fyrsta á vori.
Fáir þekkja mig,
sælir eru þeir, sem mæta mjer.
ooOOOOo