Morgunblaðið - 17.12.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.12.2008, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008 ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 Leki göngustafir fyrir þá sem gera kröfur Verð frá 6.990 parið HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Fjölskylduhjálp Íslands Jólasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands er hafin Þúsundir fjölskyldna eiga um sárt að binda fyrir jólin. Þeir sem eru aflögufærir fyrir þessi jól geta lagt inn á reikning Fjölskylduhjálpar Íslands 101-26-66090 kt. 660903-2590 Tökum á móti matvælum og fatnaði alla miðvikudaga að Eskihlíð 2-4 frá kl. 12.00 til 18.00. Símar 551 3360 og 892 9603 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is EKKI verða lagðar niður neinar námsbrautir við Háskóla Íslands á vormisseri, en vera kann að gripið verði til slíkra aðgerða næsta haust. Starfsfólk HÍ virðist þó nokkuð ein- huga um að mæta auknum nem- endafjölda eftir bestu getu þótt ljóst sé að 13% fjölgun nemenda á sama tíma og framlög eru skorin niður um rúmar 950 milljónir muni að ein- hverju leyti bitna á gæðum námsins. „Við stöndum frammi fyrir miklum vanda. Það á eftir að verða þrautin þyngri að láta enda ná saman á næsta ári, hvað þá ef við ætlum að opna skól- ann upp á gátt og taka við þessum stóra hópi,“ segir Guðmundur R. Jónsson, formaður fjármálanefndar HÍ. 1.625 umsóknir höfðu borist skól- anum er umsóknarfrestur um nám á vormisseri 2009 rann út á mánudag og er það metfjöldi umsókna um nám á vormisseri. „Við ógnum algjörlega innra starfi skólans ef við neyðumst til að taka við svona mörgum ný- skráningum og fáum það ekki með einhverjum hætti bætt.“ Fái skólinn ekki greitt samkvæmt samningi rík- isins um eflingu kennslu og rann- sókna við HÍ fyrr en 2010 hljóti það að hafa áhrif á gæði kennslu og rann- sókna. Meira um fyrirlestra Þeir Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindasviðs, og Ástráður Ey- steinsson, forseti hugvísindasviðs, samsinna því að niðurskurðurinn hljóti að koma niður á gæðum kennsl- unnar. „Álagið á kennara verður meira og stórum námskeiðum fjölgar og fyrir vikið færast þau meira yfir í fyrirlestraform,“ segir Ástráður. Á hugvísindasviði hefur þegar verið gripið til þeirra ráðstafana að fella viss námskeið niður verði þau ekki nógu fjölmenn eða breyta fyrir- komulaginu til að gera þau ódýrari. „Við lítum á þetta sem tímabundið neyðarástand,“ segir Ólafur. „Við er- um langfjölmennasta svið háskólans og höfum búið við að vera með til- tölulega marga nemendur á kennara í mörgum greinum. Við höfum því ekki getað veitt nemendum eins persónu- lega þjónustu og við hefðum viljað.“ Minna hafi t.d. verið um umræðutíma og stefna HÍ hafi verið að bæta þetta verulega. Niðurskurðurinn nú þýði að af því verði ekki. Ekki í hópi þeirra bestu? Niðurskurðurinn nú stefnir enda, að mati Guðmundar, í þveröfuga átt við það markmið að koma HÍ í hóp bestu háskóla í heiminum. „Við þurfum að skera töluvert nið- ur í launaliðnum. Hingað til hefur heilmikið af kennslunni farið fram í gegnum stundakennslu.“ Mörg und- anfarin ár hafi skort kennara til að mæta aukinni kennsluþörf og því ver- ið mætt með yfirvinnu. „Núna geng- ur síðan barátta okkar út á að halda í núverandi mannskap og minnka frek- ar yfirvinnuna.“ Leitað verði allra leiða til að hag- ræða á næstu mánuðum og því kunni einstök námskeið eða greinar að verða felld niður næsta haust. Allir segja þeir starfsfólk HÍ ósátt við hversu mikill niðurskurðurinn er. Menn séu hins vegar ákveðnir í að ganga til móts við þjóðina eins og kostur er og horfa þá frekar til al- mennings en hinnar pólitísku hliðar. „Á þessu stigi málsins lítum við á þetta sem neyðarmál og hljótum þá bara að taka við umsækjendum og gera allt sem við getum til að koma til móts við þá og tryggja að kennsla verði með jafngóðum hætti og unnt er miðað við fjármagn. Það er hins vegar ekki hægt að reka Háskóla Ís- lands þannig í mörg ár til fram- búðar,“ segir Ólafur. Bitnar á gæðum námsins Morgunblaðið/Ásdís Á skólabekk Erfitt verður að taka við þeim mikla fjölda nemenda sem hefja nám við Háskóla Íslands á vorönn. 1625 umsóknir hafa borist um skólavist.  Metfjölgun nemenda við HÍ á vorönn  Niðurskurður fjármagns samhliða fjölgun nemenda ógnar innra starfi skólans  Starfsfólk lítur á málið sem tímabundið neyðarástand sem bregðast verði við Sjóðir Háskóla Íslands skiptast í Styrktarsjóði HÍ og Háskólasjóð Eimskipafélagsins og voru í þeim síðarnefnda rúmir þrír milljarðar kr. fyrir bankahrun, en þar var tapið mest að sögn Sigurðar J. Hafsteins- sonar, fjármálastjóra HÍ. „Við erum að upplifa svipað tap og lífeyris- sjóðirnir. Rýrnun sem nemur 20- 25% og samsvarar tveggja til þriggja ára ávöxtun,“ segir Sig- urður og kveður fjárfestingarstefnu skólans hafa verið íhaldssama. Háskólasjóður Eimskipafélagsins var rúmir tveir milljarðar er honum var hleypt af stokkunum 2005 og er nú væntanlega kominn niður í svipaða upphæð aftur. „Hann óx og dafnaði og var kominn í rúma þrjá milljarða þrátt fyrir að greiddar hefðu verið 500 milljónir í upp- byggingu á Háskólatorgi, sem og hátt í 200 milljónir í styrki til dokt- orsnema,“ segir Sigurður sem telur sjóðinn geta staðið við skuldbind- ingar sínar. HÍ hafi þó, í ljósi síðustu atburða, óskað eftir að fá fulltrúa í stjórn, en hana skipa nú Björgólfur Guðmundsson, Halldór J. Krist- jánsson og Kjartan Gunnarsson. Hvað styrktarsjóðina varðar þá samanstanda þeir af 50-60 smærri sjóðum sem í voru 1.100-1.200 milljónir kr. fyrir hrun og eru þeir nú misjafnlega á vegi staddir. Sums staðar er lækkunin það mikil að gengið hefur á bundna höfuð- stólinn, og munu þeir sjóðir ekki geta úthlutað á næstu árum. Aðrir hafi hins vegar verið lengi til og hafa því myndað lausan höfuðstól sem hægt er að úthluta úr. Mest tap af Háskólasjóði Eimskipafélagsins Kennslukostnaður í þús- undum króna fyrir nemanda sem skilar fullu námi á ári FÉLAGS- OG MANNVÍSINDI 501 TÖLVU- OG STÆRÐFRÆÐI 793 HJÚKRUNARFRÆÐI 891 KENNARANÁM 846 VERK-, TÆKNI-, EFNAFRÆÐI OG ARKITEKTÚR 1.139 LÆKNISFRÆÐI 1.588 TANNLÆKNINGAR 2.650

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.