Morgunblaðið - 17.12.2008, Side 41

Morgunblaðið - 17.12.2008, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008 Á borðinu hjá mér er gríð-arlegur kassalaga doðr-antur, Myndlist í þrjátíu þús- und ár – Listsköpun mannkyns í tíma og rúmi. Titillinn hæfir um- fanginu – það er eins gott að enginn missi gripinn á tærnar á sér. Og enginn ætti að reyna að lesa þessa bók í rúminu, það gæti verið hættu- legt. Hinsvegar er þetta stórmerkilegt og fræðandi rit. 1.000 meist- araverk frá ólíkum löndum, sið- menningu og samfélögum birt í tímaröð – á jafn mörgum blaðsíðum. Heimurinn sem opnast þeim sem fer í gegn- um verkið hefst á fyrstu hellamálverkum manna fyrir um 30.000 árum og fróðleikurinn endar í kulnuðum eldgíg í núinu, þar sem James Turrell mótar rými inni í fjalli.    Eins og segir í inngangier hér að finna „heims- þekkt listaverk, önnur síður kunn og að auki ýmislegt sem kemur á óvart“. Í textunum sem fylgja verkunum er fjallað um mikilvægi hvers og eins, hvað gerir það dæmigert fyrir þá menn- ingu sem það er sprottið úr, og stöðu þess í þróun listasögunnar. Hvert verk og gripur flýtur út- klipptur á hvítri síðu og nýtur sín vel. Umbúnaðurinn hæfir listinni. Við að fletta í gegnum þetta mikla verk (það er ráðlegt að gera það í nokkrum áhlaupum, upplýs- ingamagnið er þvílíkt) fræðist mað- ur um hina ólíklegustu hluti í mynd- rænni sköpunarsögu. Smágripir, mörgþúsund ára gamlir, eru birtir í raunstærð og sýna færni listamanna fornaldar; gripir sem tengjast trú, samræðu við guði og látna eru áber- andi, og svo eru öll þessi verk gerð mannlegum guðum og konungum til dýrðar. Oft vill lesandinn fræðast meira um skaparana en að sjá þetta eina verk, en þá virkar bókin sem lykill að upplýsingum; lesandinn leitar einfaldlega að bók- um með viðkomandi listamönnum eða list- stefnum. Eða leitar á netinu. Reyndar finnst mér þetta bók- verk sýna mér enn og aftur muninn á því að skoða list á bók eða neti; það er svo miklu áhugaverðara og gefandi að staldra við verk og njóta þegar þau eru vel prentuð í bók, en netið veitir manni aðgang að nið- ursoðnum skjáglóandi upplýsingum sem nýtast vel en eru skammgóður vermir. Bókin er fugl í hendi – sjö kíló í þessu tilviki – en skjáverkið flögrar strax burt.    Vitaskuld spyr maður sig sífelltvið yfirferð yfir bókina hvers vegna þessi verk en ekki önnur eru valin eftir þá listamenn sem maður þekkir vel til. Yfirleitt tekst höf- undum að svara því í textanum sem fylgir, eða það má lesa í skýringuna út frá öðrum verkum sem sýnd eru og eru frá sama tíma; reynt er að draga upp myndir af ólíkum hug- myndum sem fæddu af sér listaverk á ólíkum stöðum samtímis. Þegar flett er inn yfir miðja 19. öldina fer fjarvera eins yngsta list- miðilsins, ljósmyndarinnar, þó að verða æpandi. Auðvitað á að sýna verk eftir Eakins, en líka Carleton Watkins. Rétt eins og við sjáum verk eftir Monet ætti að vera ljósmynd eftir Atget, og við sjáum verk eftir Magritte frá 1933; þá var Cartier- Bresson að umbylta götuljósmynd- uninni, hvar er verk eftir hann? Þriðja síðasta myndverkið af 1.000 er ljósmynd eftir Jeff Wall – það er eins og miðillinn hafi fyrst þá náð flugi í heimi listarinnar. Sem er auð- vitað ekki raunin. Þessi skalli í frá- sögninni er ritstjórunum til skamm- ar, söguskoðun í nútíma listasögu er alls ekki svona. Þessi úrvinnsla vek- ur líka athygli þar sem Phaidon Press, sem setur bókina upphaflega saman og selur til samprentunar víða um heim, hefur gefið út fjölda merkra rita þar sem fjallað er um listræna notkun ljósmynda.    Mikið hlýtur að hafa verið gam-an að vinna við að setja þessa bók saman,“ sagði vinur minn sem sá hana á borðinu hjá mér og byrj- aði að fletta. Sú hefur örugglega verið raunin. Ritstjórarnir hafa þurft að kafa í allar hugsanlegar tegundir myndsköpunar, alls staðar að úr heiminum, með það að mark- miði að finna verk sem stæðu sem fulltrúar fyrir það besta og athygl- isverðasta. Lesandinn nýtur góðs af því. Þessi mikli hlunkur er virkilega áhugaverður gripur; dyr inn í heima sem Íslendingar þurfa að vera miklu betur að sér í. efi@mbl.is AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson » Við að fletta í gegn-um þetta mikla verk (það er ráðlegt að gera það í nokkrum áhlaup- um, upplýsingamagnið er þvílíkt) fræðist mað- ur um hina ólíklegustu hluti í myndrænni sköp- unarsögu. 1937 - intímismi/módernismi Nakin í baði, eftir Frakkann Pierre Bonn- ard. Olía á striga, 93 x 147 cm. Musée d’Art Moderne de la Ville de Paris. Um 25.000 fyrir Krist - Gravetti- tímabolið Venus frá Willendorf, Austurríki, eftir óþekktan höfund. Málaður kalksteinn. Hæð: 11 sm. Naturhistorisches Museum, Vín. 30.000 ár í sjö kílóum 1873 – Raunsæisstefna Prammamenn við Volgu, eftir Il’ya Yefimovich Repin, frá Rússlandi. Olía á striga, 132 x 281 sm. Rússneska ríkissafnið. / AKUREYRI/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA / KEFLAVÍK / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK Jólamynd fjölskyldunnar er komin, geggjuð grínmynd sem kemur öllum í rétta jólaskapið! SVALASTA MYND ÁRSINS EMPIRE TIL AÐ VERÐA FRJÁLS ÞURFA ÞAU AÐ KOMAST AÐ 200 ÁRA GÖMLU LEYNDARMÁLI. KLUKKAN TIFAR OG ÞEGAR HÚN STÖÐVAST ER TÍMA OKKAR Á JÖRÐINNI LOKIÐ! EKKERT GETUR UNDIRBÚIÐ ÞIG FYRIR ... KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI VIP SALURINN ER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA THEDAYTHEEARTH... kl. 6D - 8D - 10:20D B.i. 12 ára DIGITAL CITY OF EMBER kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára MADAGA. 2 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL MADAGA. 2 m/ensku t. kl. 8 - 10:20 LEYFÐ BODY OF LIES kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára BODY OF LIES kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUSVIP TWILIGHT kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára DIGITAL HIGH SCHOOL M... kl. 5:50 síðasta sýning LEYFÐ TWILIGHT kl. 6D - 8D - 10:30D B.i. 12 ára CITY OF EMBER kl. 6 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6D LEYFÐ MADAGASCAR 2 m/ensku tali kl. 8:30D LEYFÐ W. kl. 10:10 B.i. 12 ára FERÐIN TIL TUNGLSINS sýnd laug. og sun. LEYFÐ TWILIGHT kl. 8 B.i. 12 ára TRAITOR kl. 8 B.i. 12 ára BODY OF LIES kl. 10:20 B.i. 16 ára PRIDE & GLORY kl. 10:20 B.i. 16 ára CITY OF EMBER kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára TWILIGHT kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára MADAGA. 2 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ MADAGA. 2 m/ensku t. kl. 6 LEYFÐ THE DAY THE... kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára NIGHTS IN... kl. 8 LEYFÐ NICK&NORAH'S... kl. 10 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, - S.V., MBL SÝND Í KRINGLUNNI - ROGER EBERT - SÆBJÖRN, MBL ÁSGEIR - SMUGAN - GUÐRÚN HELGA, RÚV KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, FRÁ FRAMLEIÐANDANUM TOM HANKS KEMUR STÓRKOSTLEG ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Í ANDA THE GOONIES. ATH. SÝND MEÐ ÍSLEN SKUT ALI OG E NSKU TALI - Roger EbertS.V. Mbl KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, SÝND Í ÁLFABAKKA ZACH EFFRON OG VANESSA HUDGENS GERA ALLT VITLAUST Í HIGH SCHOOL MUSICAL 3!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.