Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 3. J A N Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 1. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Leikhúsin í landinu >> 49 AUKABLAÐ UM HEILSU ANDLEG OG LÍKAMLEG VELLÍÐAN Á NÝJU ÁRI HALLDÓR NGUYEN Orðabók varð til á einu og hálfu ári LESBÓK Menningarárið 2008 er gert upp í Lesbók í dag. Blaðamenn og gagn- rýnendur fjalla um það sem mark- verðast gerðist í bókmenntum, kvikmyndum, leiklist, myndlist og tónlist á árinu. Áramótauppgjör Sögusagnir einar megna ekki að upplýsa mál, segir Stefanía Ósk- arsdóttir í fjölmiðlapistli en hún bendir einnig á snilldarbragð for- setans þegar hópur grímuklæddra mótmælenda heimsótti hann. Fréttamat Það hlýtur eitthvað að vera í vatns- bólunum í Bristol því bæjarbúum virðist með öllu ómögulegt að búa til það sem við dauðlegir köllum „venjulega“ tónlist. Arnar Eggert hlustar á Bront Industries Kapital. Vatnsbólin í Bristol Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra segir sterk rök hníga að því að kjósa til Alþingis um leið og efnt yrði til þjóðaratkvæðis um aðildarvið- ræður að Evrópusambandinu, yrði slík kosning ofan á. Kosningarnar gætu orðið í apríl eða maí. Í áramótagrein sinni í Morgun- blaðinu sagði Geir H. Haarde forsætis- ráðherra koma til greina að ríkisstjórnin fengi „skýrt umboð fyrirfram í þjóðaratkvæðagreiðslu til að ganga til aðildarviðræðna við ESB“, ef til þess kæmi. Ingibjörg Sólrún segist þeirrar skoðunar að kostirnir verði að vera mjög skýrir þegar mál eru lögð í þjóð- aratkvæði. „Ég óttast að það skorti upp á það þegar þjóð- aratkvæðagreiðsla fer fram um að fara í viðræður. Þann- ig að ég hef vissar áhyggjur af því að fara þessa leið.“ Hún heldur áfram: „En ef þetta er leiðin sem menn vilja fara og sem einhver sátt næst um finnst mér eig- inlega að það hljóti að koma til skoðunar hvort ekki ætti þá að efna til þingkosninga samhliða.“ Hún tekur undir að febrúar gæti verið raunhæfur tími fyrir lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og Geir leggur til í grein sinni, verði um það sæmileg sátt og eftir það þurfi ákveðinn tíma til að kynna málið fyrir þjóðinni. Kosningar gætu farið fram með vorinu. „Það gæti ver- ið, ef mönnum sýnist svo, í apríl, maí. Mér finnst að ef á annað borð er verið að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu í landinu og kalla alla að kjörborðinu séu sterk efnisleg rök fyrir því að þá fari fram þingkosningar samhliða. Það hefur verið kallað eftir því að umboðið sé endurnýjað og ef við erum að fara í að sækja umboð til þjóðarinnar til að fara í svona viðræður eru einhvern veginn sterk rök sem hníga að því að það sé haft víðtækara.“ | 6 Kosið yrði til Alþingis Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „ÞETTA var ótrúlegt ár hjá mér, jafnt líkamlega sem andlega. Ég er af- ar þakklátur fyrir það,“ sagði Ólafur Stefánsson sem Samtök íþrótta- fréttamanna kusu í gær íþróttamann ársins 2008. Landsliðsfyrirliðinn í handknattleik fékk fullt hús stiga, 480 stig, og er þetta í þriðja sinn sem hann er efstur í þessu kjöri. Þorsteinn Gunnarsson, formaður SÍ, afhenti Ólafi verðlaunagripinn stæðilega á Grand Hóteli í gær. Það mátti lesa úr svip Ólafs að honum þótti gripurinn talsvert þungur, en hann er um 17 kíló. | Íþróttir „Þetta var ótrúlegt ár hjá mér“ Morgunblaðið/Ómar Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is NÆSTUM fjórða hver króna af skattpeningum Íslendinga fer í vaxtagjöld samkvæmt fjárlögum fyrir árið í ár. Áætlað er að vaxta- gjöld verði 86,9 milljarðar króna á þessu ári en heildartekjur ríkisins verða rúmlega 402 milljarðar króna. Vaxtagjöldin nema um 22 prósentum af heildartekjum. Aldrei fyrr hefur vaxtakostnaður verið eins hár samkvæmt fjárlögum. Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ljóst að árið 2009 verði þungt í rekstri fyr- ir ríkið. Inni í fjárlögunum er ekki reiknað með vaxtakostnaði vegna lána fyrir útgreiðslu af innlánsreikn- ingum erlendis. „Það er auðvitað mjög íþyngjandi fyrir ríkið þegar vaxtagjöld eru 22 prósent af heildar- tekjum. Þetta er há upphæð og það kæmi sér vel að geta nýtt þessa fjár- muni í annað, í því árferði sem nú ríkir. Það er alltaf áhyggjumál, hvort sem það er ríki, fyrirtæki, heimili eða sveitarfélag sem á í hlut, þegar ein króna af hverjum fjórum fer í greiða fjármagnskostnað,“ segir Gunnar. Vaxtatekjur ríkisins eru áætlaðar um 22 milljarðar á þessu ári. Nokk- urrar óvissu gætir um bæði vaxta- gjöldin og vaxtatekjur þar sem þró- un efnahagsmála á árinu ræður miklu. Auk þess er enn ósamið um vaxtakjör vegna ábyrgðar íslenskra skattgreiðenda á Icesave-innláns- reikningum Landsbankans. Vextir 22% af skattfé  Mikil vaxtabyrði ríkissjóðs verður íþyngjandi fyrir skattborgara á árinu Í HNOTSKURN » Vaxtagjöld ríkisins í fyrravoru 32,7 milljarðar króna. Í fyrstu var reiknað með 20,8 milljörðum en vegna hruns bankanna varð kostn- aðurinn meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. » Lán sem íslensk stjórn-völd tóku vegna hruns fjármálakerfisins hafa ekki verið notuð nema að litlu leyti enn sem komið er.  Fréttaskýring | 28  Ísraelar hleyptu nokkrum hundruðum Pal- estínumanna yfir landamærin til Ísraels frá Gaza- svæðinu í gær. Þá var miðum dreift úr lofti þar sem íbúar voru hvattir til að yf- irgefa heimili sín. Það er talið merki um að árásir á landi hefjist innan tíðar en vika er síðan Ísraelar hófu linnulausar loft- árásir á Gaza-svæðið. »22 Auknar líkur á land- hernaði á Gaza-svæðinu Mótmæli við landa- mæri Ísraels.  Sjö fílar í dýragarðinum í San Diego í Bandaríkjunum hafa sam- tals misst yfir fimm tonn frá því að þeir voru settir í megrunarkúr fyr- ir átta árum. Fílar í dýragörðum eiga yfirleitt við ofþyngd að stríða en með minna brauðáti og meira heyi náðist prýðisárangur. Auk þess voru fílarnir látnir hafa fyrir því að finna matinn sjálfir. Misstu rúm fimm tonn með breyttu mataræði Samkvæmt skoð- anakönnun sem unnin var fyrir Samtök iðnaðar- ins í desember vilja 65,5 prósent svarenda taka upp aðildar- viðræður við Evr- ópusambandið en tæp 20 prósent eru því andvíg. Færri vilja þó ganga í Evrópusam- bandið en mældist í könnunum sam- takanna í október og nóvember. „Þjóðin er nú sem fyrr þeirrar skoð- unar að það eigi að ganga til aðild- arviðræðna,“ segir Jón Steindór Valdimarsson hjá SI.|8 Meirihluti vill viðræður Jón Steindór Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (03.01.2009)
https://timarit.is/issue/333546

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (03.01.2009)

Aðgerðir: