Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Geir H.Haardeforsætis-
ráðherra og for-
maður Sjálfstæð-
isflokksins velti
upp þeirri hug-
mynd í áramótagrein sinni hér
í blaðinu á gamlársdag að hafa
tvöfalda atkvæðagreiðslu um
aðild Íslands að ESB; fyrst um
það hvort sækja eigi um aðild
og svo um sjálfan aðildarsamn-
inginn.
„Sjálfgefið er að niðurstöður
hugsanlegra aðildarviðræðna
verði bornar undir þjóðina í at-
kvæðagreiðslu. En vegna al-
vöru og mikilvægis málsins tel
ég einnig koma til greina að
ríkisstjórnin fái, ef til þess
kemur, skýrt umboð fyrirfram
í þjóðaratkvæðagreiðslu til að
ganga til aðildarviðræðna við
ESB,“ skrifaði Geir.
Hann telur eðlilegt, verði
þetta niðurstaðan, að setja sér-
stök lög um slíka atkvæða-
greiðslu strax í febrúar og
ganga til þjóðaratkvæðis
nokkrum vikum síðar. „Yrði
niðurstaðan sú að ganga til að-
ildarviðræðna þyrfti þegar að
hefja undirbúning þeirra með
aðkomu allra stjórnmála-
flokka.“
Miðað við nýjustu skoð-
anakönnun Capacent Gallup
fyrir Samtök iðnaðarins, sem
sagt er frá í Morgunblaðinu í
dag, er nokkuð ljóst hver úrslit
slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu
yrðu. Yfir 65% aðspurðra segj-
ast hlynnt því að sækja um að-
ild að ESB, en tæplega 20% eru
á móti.
Það eru bæði kostir og gallar
við að efna til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um þá spurn-
ingu, hvort sækja eigi um aðild
að ESB. Einn kosturinn er sá,
að ríkisstjórnin fengi alveg
skýrt umboð til þess að leggja
fram slíka umsókn. Hægt er að
rökstyðja slíkt með tilvísun til
þess að annar ríkisstjórn-
arflokkurinn gekk til síðustu
kosninga með stefnu, sem var
andsnúin ESB-aðild.
Annar kostur er sá að enginn
getur þá sagt síðar að umsókn-
arferlið hafi ekki verið eins lýð-
ræðislegt og kostur var á. Það
er samstaða um það meðal
stjórnmálaflokkanna að nýta
kosti beins lýðræðis í auknum
mæli í stórum málum. Og málin
gerast ekki mikið stærri en
þetta.
Og svo getur það verið kost-
ur, út frá hagsmunum Sjálf-
stæðisflokksins, að þurfa ekki
að taka skýra afstöðu til Evr-
ópusambandsins á landsfund-
inum sem hefst í lok mánaðar-
ins. Formaður flokksins gæti
verið að undirbúa málamiðlun,
sem yrði á þennan veg.
Ef horft er á málið út frá
hagsmunum Sjálfstæðis-
flokksins, getur það hins vegar
líka verið galli að láta þannig
forystuna í málinu frá sér. Það
gera menn varla nema þeir
treysti sér ekki til
að halda flokknum
saman ella. Með
því að nota þessa
aðferð og taka ekki
efnislega ákvörðun
á landsfundinum,
drægju sjálfstæðismenn úr
eigin áhrifum á umsóknarferlið
og samningsniðurstöðuna og
væru ekki í neinu forystu-
hlutverki.
Hugsanlega er það líka
ókostur við að efna til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um aðild-
arumsóknina að umræður um
málið færu þá ekki fram með
hliðsjón af staðreyndum um að-
ild Íslands, sem lægju fyrir í
aðildarsamningi. Ákveðin
hætta er á að stuðningsmenn
aðildar fari þá að lofa of miklu
og andstæðingarnir að mála
skrattann á vegginn. Stað-
reyndin er auðvitað sú að bæði
kostir og gallar eru við aðild að
Evrópusambandinu. Menn
geta margt ályktað fyrirfram
út frá núverandi sáttmálum
sambandsins og aðildar-
samningum núverandi aðild-
arríkja um það hvernig aðild-
arsamningur við Ísland gæti
litið út, en endanleg niðurstaða
fæst ekki fyrr en aðild-
arviðræðunum er lokið. Það er
að minnsta kosti mikilvægt að
hafa það í huga, verði þessi leið
farin.
Annar ókostur er að verði
niðurstaða atkvæðagreiðslu sú
að þjóðin vilji að sótt verði um
aðild að ESB, er staða samn-
ingamanna Íslands gerð veik-
ari. Menn hafa löngum getað
fengið fram tilslakanir og und-
anþágur frá sáttmálum ESB
með þeim rökum, að aldrei
verði hægt að koma tilteknum
atriðum í gegnum þjóð-
aratkvæðagreiðslu heima fyrir.
Ef þjóðin hefur hins vegar þeg-
ar sagt já við aðildarumsókn,
er hætta á að samningamenn
ESB bendi á að þjóðarviljinn
liggi þegar fyrir; Íslendingar
hafi myndað sér skoðun á ESB.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
utanríkisráðherra og formaður
Samfylkingarinnar, segir í
Morgunblaðinu í dag að verði
efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu
um aðildarumsókn, séu sterk
rök fyrir því að efna um leið til
þingkosninga.
Auðvitað eru þetta alveg
sjálfstæð viðfangsefni; annars
vegar hvort efna eigi til þjóð-
aratkvæðis um ESB og hins
vegar hvort slíta eigi núver-
andi stjórnarsamstarfi og efna
til þingkosninga. Það að for-
maður Samfylkingarinnar
tengi þetta saman með þessum
hætti, bendir ekki til þess að
mikil heilindi séu í stjórnar-
samstarfinu lengur af hennar
hálfu.
Hitt er svo annað mál að
verði efnt til þjóðaratkvæða-
greiðslu um aðildarumsókn,
skiptir það engum sköpum
lengur í málinu hvaða flokkar
sitja í ríkisstjórn.
Bæði kostir og
gallar eru við þjóðar
atkvæðagreiðslu um
aðildarumsókn}
Einfalda eða tvöfalda?
Þ
að byrjaði með flís, stórri flís og
eitraðri. Svo fór það yfir í gler-
brot. Fyrir jól rak ég fótinn í rauf
í gömlu gólfinu heima hjá mér og
særði fram brot sem stóð upp úr
fjölinni. „Þetta þarf að laga strax“ hugsaði
ég. En þar sem ég var á kafi í öðru þjóðþrifa-
máli breyttist „strax“ í „seinna“. Það næsta
sem ég vissi var skaðræðisvein kærustunnar
minnar. Úr il hennar teygði sig risastór flís.
Hún náðist út en næstu daga bólgnaði fót-
urinn og hitnaði og varð illur viðureignar.
Læknir skar en fann ekkert og mælti með
sýklalyfjum. Viku seinna eftir ógleði og verki
kallaði annar læknir þetta bólgur og mælti
með hvíld. Enn síðar skar þriðji góði lækn-
irinn í fótinn en fann ekkert nema vellandi
gröft. Mælt var með nýjum breiðvirkari sýklalyfjum, í
gömlu gólfi leyndust illvígar bakteríur. Kærastan mín
neitaði nýjum fúkkalyfjaskammti, innra með henni var
vissan um að í fæti leyndist framandi aðskotahlutur.
Ekkert lagaðist þar til við höltruðum til góðrar vin-
konu sem er í senn hómópati, hjúkrunarfræðingur og
eins konar engill. Á meðan ófrískur sjúklingurinn
veinaði og beit í handklæði og gröfturinn spýttist úr
sárinu fann ég hið innra að ég yrði sterk í fæðingunni
og það mundi ekki líða yfir mig. Og þá kom hún. Á
leifturhraða þeyttist út önnur tæplega þriggja senti-
metra flís og lenti beint á brjósti hómópatans okkar.
Hvílíkur léttir! En sá fögnuður! Öll jólin búin að fara í
óþarfa sársauka. Í upphafi nýs árs hafði
okkur einnig verið boðin flatkaka með osti
og glerbroti. Það bjargaðist. Takk, þú nýár-
sengill!
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Fljúg-
andi flís tryggði ánægjulegt nýárskvöld, nú
var loks hægt að stíga örlítið í fót og anda
léttar. Og þar sem við sátum þarna saman,
með lítið spriklandi barn okkar í maga sem
ætlar vonandi að koma í heiminn í apríl,
tvær aðrar lesbískar konur með litla dreng-
inn sinn og önnur ein með nýfæddan son, þá
varð ég aftur þakklát fyrir íslenskt sam-
félag. „Í fjölda ríkja sem við berum okkur
saman við – eða ekki“ væri þetta nánast
óhugsandi. Takk, Ísland, þú meingallaða,
ljúfsára draumaland.
Lexían er e.t.v. þessi: Stundum er lækningin verri en
meinið, „björgunin“ verri en hrunið, stundum eru
fúkkalyf gagnslaus og útskýringar hreinar getgátur,
greiningin röng og niðurstaðan úti á túni. Þótt íslenskt
samfélag sé í byrjun árs 2009 með risastóra eitraða flís
í ilinni og glerbrot í munninum þá býr samt í hjarta
þess og iðrum iðandi nýr kraftur sem vill brjótast út.
Það mun gerast, á endanum, sama hvað hver segir sem
ekki enn þorir að opna sárið heldur situr sem fastast á
þykkildinu. En mikið væri það gott ef það gerðist fyrr
en síðar. Góðir lesendur, megi nýja árið verða ykkur
gjöfult og gott og margvíslegir englar verða á vegi ykk-
ar. liljagretars@gmail.com
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Pistill
Lítil sjúkrasaga
Ein króna ríkisins
af fjórum fer í vexti
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magush@mbl.is
V
axtagjöld ríkisins á árinu
verða 86,9 milljarðar
króna eða sem nemur
um 22 prósentum af
heildartekjum sam-
kvæmt fjárlögum ársins. Vaxtabyrðin
nemur samanlögðum útgjöldum
menntamála-, utanríkis-, iðnaðar-,
viðskipta- og umhverfisráðneytis.
Vaxtagjöld ríkisins hafa aldrei verið
eins há og áætlað er á þessu ári. Þau
skýrast öðru fremur af hruni fjár-
málakerfisins og endurfjármögnun
þess.
Inni í þessari tölu er ekki vaxta-
kostnaður vegna lántöku fyrir
greiðslum á innlánsreikningum er-
lendis, Icesave-reikninga Lands-
bankans og Edge-reikninga Kaup-
þings. Um mikla breytingu er að
ræða milli ára. Í fyrstu var ráðgert að
vaxtagjöld á árinu 2008 yrðu um 20,8
milljarðar en heildarkostnaður var að
lokum um 32,7 milljarðar. Viðbótin er
að stærstum hluta til komin vegna
lántöku í kjölfar bankahrunsins.
Gunnar Svavarsson, formaður fjár-
laganefndar Alþingis, segir vaxta-
gjöldin vera íþyngjandi. „Það er auð-
vitað mjög íþyngjandi fyrir ríkið
þegar 22 prósent af tekjum þess fara í
að greiða niður vexti af lánum. Þetta
er há upphæð og það kæmi sér vel að
geta nýtt þessa fjármuni í annað, í því
árferði sem nú ríkir. Það er alltaf
áhyggjumál, hvort sem það er ríki,
fyrirtæki, heimili eða sveitarfélag
sem á í hlut, þegar ein króna af hverj-
um fjórum fer í greiða fjármagns-
kostnað.“
Horft á hverja krónu
Samkvæmt fjárlögum er ekki gert
ráð fyrir að ríkið muni greiða niður öll
vaxtagjöld ársins. Af 86,9 milljörðum
mun ríkið greiða 76,6 milljarða, miðað
við áætlað sjóðstreymi. Til þess að
mögulegt verði að borga vextina nið-
ur þarf ríkið því að horfa á hverja
krónu og beita stífu aðhaldi á öllum
vígstöðvum, til að tryggja að sjóð-
streymi verði að minnsta kosti í takt
við áætlanir.
Gylfi Magnússon, dósent í hag-
fræði við Háskóla Íslands, segir
óvissu gæta um hver fjármögn-
unarkostnaður ríkisins verður í árs-
lok. „Ég á nú von á því að þegar rykið
sest verði vaxtabyrðin eitthvað
minni,“ segir Gylfi. „En þetta er mikil
og þung byrði. Það hefur ekki enn
verið samið um vaxtagjöld vegna inn-
lánsreikninga og það má ljóst vera að
fjármögnunarkostnaður vegna þeirra
verði nokkur, til viðbótar við það sem
nú er áætlað.“
Vaxtatekjur á móti
Áætlaðar vaxtatekjur ríkisins eru
rúmlega 22 milljarðar króna. Ekki er
þó gert ráð fyrir að um 21 milljarður
skili sér, sé horft til áætlaðra sjóðs-
hreyfinga. Nokkurrar óvissu gætir
um vaxtatekjurnar líkt og með gjöld-
in. Lán sem hafa verið tekin, meðal
annars frá Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum, hafa ekki verið notuð enn
nema að litlu leyti. Vaxtatekjur af
þeim geta verið meiri en gjöld á með-
an þau eru ónotuð. Að sama skapi
geta gjöldin orðið hærri ef nauðsyn-
legt verður að nota lánin meira en
áætlanir gera ráð fyrir. Meiri erf-
iðleikar en reiknað er með í for-
sendum fjárlagafrumvarpsins geta
haft neikvæð áhrif á byrðina en að
sama skapi getur betri staða, til
dæmis minna atvinnuleysi og minni
samdráttur í landsframleiðslu en
spár gera ráð fyrir, haft þau áhrif að
vaxtagjöld verða minni.
Líklegt er að vaxtakostnaður rík-
isins verði meiri en áætlanir gera ráð
fyrir vegna kostnaðar við útborgun af
innlánsreikningum erlendis.
Morgunblaðið/Golli
Fjárlagagerð Aldrei fyrr hefur vaxtakostnaður ríkisins verið eins mikill og
áætlað er í fjárlögum þessa árs. Þingmenn sjást hér ræða fjárlögin.
R< * :*: !!
1:P!:<&?!
( :<&?!
N : !:<&?!
3 :$**
= < ::
, $**!: & :<&?!
1C $**:?! :
!=:!<!:<&?!
1 : :<&?!
3 9&:<&?!
;< < ::<&?!
I!<! :<&?!
N 8:6!:<&?!
I O 9
*: ! <
* ! & *:
H: :$
:&&:*
3 <$
8:?6!*
&%'#&"
%$"$
!#%#$"
$%!"
$'%!"#
&%!"
$$&%$"!
$$!%!"'
!!%&"
!%'"#
%#"!
%'$!"&
%&$"#
#%"
&%'#&"
%$"$
!#%#$"
$%!"
$'%$"#
&%!"
$$%!"!
$$!%!"'
'%'$"
!%#'"#
%#"!
%'$!"&
%&$"#
'%!'"