Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Góðir Íslendingar. Við Dorrit óskum ykkur öllum gleðilegs árs og vonum að nýir tímar verði hverjum og einum og þjóðinni allri farsælli en liðið ár. Hátíðardagar, jól og áramót, hafa minnt okkur á hin traustu gildi, mik- ilvægi fjölskyldunnar, vináttubanda, samstöðunnar þegar áföll og erf- iðleika ber að garði. Helgihald, vin- agleði, nálægð og kyrrð í kirkju eða á heimili veita okkur innri styrk, þrótt til að glíma við breytta tilveru og hefj- ast handa á nýjan leik. Þúsundir fjölskyldna horfast nú í augu við atvinnuleysi, tekjutap, eignamissi. Óvissan um afkomuna eða húsnæðið er nístandi á hverjum degi, sárt að þurfa að neita börnum sínum og ástvinum um margt sem áð- ur var sjálfsagt og eðlilegt. Við höfum líkt og aðrar þjóðir lent í hringiðu hamfaranna í hagkerfi heimsins en þó beðið meira tjón en flestir aðrir, að nokkru leyti vegna mistaka og vanrækslu á heimaslóð, en einnig vegna þess að stoðir fjár- málakerfisins sem hafið var til vegs á Vesturlöndum á undanförnum ára- tugum reyndust fúnar, hreyfiaflið skyndigróði, skammtímafengur, en aðhaldi, sparnaði, varfærni og al- mannaheill einatt vikið til hliðar. Á slíkum vegamótum ríkir réttlát reiði í brjóstum margra, almenningur krefst reikningsskila, fjöldafundir eru vettvangur mótmælenda, víðtæk hreyfing berst fyrir gagngerum breytingum. Í lifandi umræðu, á torg- um og á borgarafundum, í fjölmiðlum og í netheimum er kallað eftir nýjum siðferðisgrunni, endurmati sem byggir á gagnsæi og ábyrgð, trausti, heiðarleika og trúnaði. Lýðræðisaldan sem risið hefur meðal þjóðarinnar er brýn vakning, vísar veginn til hins nýja Íslands sem krafist er á útifundum, og í samræð- um og hjörtum fólksins. Hún er nauð- synlegur undanfari endurreisnar, vitnisburður um að með fólkinu í landinu býr afl til sóknar, ríkur vilji til að ná áttum á ný, skapa samstöðu um réttlátara sam- félag og leggja grund- völl að traustu hag- kerfi og varanlegri velferð á komandi tím- um. Á liðnum árum hafa margir gert mistök, stór og smá, og það er áríðandi að hver og einn leiti þeirra og við- urkenni, dragi af þeim lærdóma. Það hef ég reynt að gera, meta heiðarlega hvernig ég gekk of langt í málflutningi og liðsinni við starfsemi íslenskra banka og fjármálafyr- irtækja erlendis, fundið hve áríðandi er að gaumgæfa betur gagnrýn- israddir og grasrótina, að efinn verð- ur ætíð að vera með í för, einkum þegar hætt er við að kappið skyggi á forsjána; mikilvægt að muna þann gamla sannleik að hin raunverulegu verðmæti eru jafnan traustari en pappírsgróði. Slík sjálfsrýni gerir vonandi mig og aðra betur búna til að axla ábyrgð í framtíðinni, þjóna fólkinu í landinu í anda þess trúnaðar sem okkur er fal- inn. Þó er rétt að árétta að skylda for- setans hefur í vaxandi mæli verið að veita íslenskum hagsmunum, vís- indum og listum brautargengi í ver- öldinni, leggja lið á mörgum sviðum. Það var þáttur í kjöri mínu, umboðinu sem þjóðin veitti mér í sérhverjum kosningum. Ráðherrar í ríkisstjórnum og fulltrúar á þjóðþinginu þurfa einnig að líta um öxl, skoða á gagnrýninn hátt margvíslegar ákvarðanir, löggjöf og regluverk. Sama gildir um stjórn- endur í stofnunum fjármála og eft- irlits, forystusveitir í bankarekstri og fyrirtækjum sem gleymdu að gæta sín í siglingu sem fór á stund- um með himinskautum. Heiðarleiki, hógværð og auðmýkt þurfa að vera leiðarljós okkar allra sem höfum á und- anförnum árum borið ábyrgð. Fulltrúar sem þjóðin valdi til forystu eiga að sýna einlægan vilja til samræðna um lærdómana sem draga má af mistökunum. Eng- inn sem falinn er trún- aður getur skorist úr leik. Þjóðin biður um upp- lýsingar og uppgjör, opnar og hisp- urslausar umræður. Ef sá vilji er ekki virtur mun reynast torsótt að skapa nýjum tímum traustan grundvöll. Þó var ánægjulegt að finna á fjöl- mörgum fundum sem ég hef sótt í skólum landsins, á vinnustöðum, í vel- ferðarstofnunum og byggðarlögum að þrátt fyrir hið mikla áfall ríkir víða baráttuandi, sóknarhugur, jafnvel eftirvænting gagnvart því risaverk- efni sem bíður okkar: „Nú öðlast mín kynslóð sögulegt hlutverk,“ sagði ungur maður við mig á Akureyri. Hann sá í erfiðleikum tækifæri til að skapa þjóðinni nýja framtíð, eiga þátt í ákvörðunum um réttlátara og betra samfélag. Sú unga og menntaða kynslóð sem haslaði sér völl á undanförnum ára- tug naut þekkingar og reynslu frá öðrum löndum. Hún er þjóðinni dýr- mæt auðlind og áríðandi að þrátt fyr- ir þrengingar haldi hún áfram að velja Ísland sem heimavöll en fari ekki burt eins og hent hefur víða í Mið- og Austur-Evrópu. Í þessu efni er vert að muna að hin svonefnda útrás var ekki aðeins verk- efni fáeinna bankastjóra eða athafna- manna. Í henni tóku þátt með öfl- ugum hætti þúsundir ungra Íslendinga, hámenntað fólk í ólíkum fræðum, vísindamenn og sérfræð- ingar, hönnuðir og listamenn. Hún setti sterkan svip á nýsköpun í at- vinnulífi, vöxt háskólanna, gróskuna í menningunni. Sú samvinna tókst á margan hátt afar vel, skóp reynslu sem nýtast mun á komandi árum. Þótt illa færi í hinum alþjóðlega bankarekstri eru enn mörg íslensk fyrirtæki með öflugan rekstur, starf- semi víða erlendis, einkum þau sem byggja á þekkingu, reynslu og rann- sóknum. Þau framleiða á hverjum degi verðmæti og vörur, hugbúnað og tækjakost sem eftirsótt eru um allan heim. Sagan sýnir að eyþjóð í norðri þarf að vera athafnasöm á alþjóðavelli ef hún ætlar að tryggja börnum sínum blómlegan hag. Íslendingum hefur jafnan vegnað best þegar samskipti við umheiminn voru gefandi og greið; einangrunin leiddi ætíð til langvar- andi fátæktar. Árangur sjálfstæðisbaráttunnar festist í sessi þegar vélskip og tog- araútgerð urðu grundvöllur al- þjóðlegra fyrirtækja. Sölusamtök í sjávarútvegi og árangur Loftleiða í flugi milli heimsálfa skutu svo sterk- um stoðum undir hið unga lýðveldi. Það var útrás þeirra tíma; Íslend- ingum nauðsynleg. Þá var ungt fólk í fararbroddi líkt og að undanförnu. Víðtæk reynsla, þekking og hæfni sem þúsundir hafa aflað sér þarf nú að nýtast á sama hátt til ábyrgrar sóknar; brýnt að standa vörð um það sem vel var gert. Mannauðurinn er lykilþáttur í end- urreisn Íslands, virkjun hans for- senda þess að hagsæld og velferð verði hlutskipti allra. Því er kappsmál að sérhver fái sem fyrst fulla vinnu, að leitað sé allra leiða til að aðstoða þá sem um sinn búa við atvinnuleysi. Það er ekki neinum til vansæmdar að verða fyrir barðinu á uppsögnum, síst á tímum alþjóðlegrar kreppu sem skellur á okkur með fullum þunga. Þótt hún boði um sinn verri kjör sýnir sagan að kreppa getur líka leyst úr læðingi sterka krafta, falið í sér sókn- arfæri eins og Kínverjar hafa með visku aldanna bundið í sérstök let- urtákn: hætta á aðra hönd en tæki- færi á hina; minna okkur þannig á tvíeðli kreppunnar. Mikilvægt er að missa ekki sjónar á ríkulegum auðlindum Íslands, verð- mætum sem við eigum umfram margar aðrar þjóðir. Orkan í iðrum jarðar og þekkingin á nýtingu jarðhita og vatnsafls eru eftirsótt þegar glíman við breytingar á loftslaginu kallar á byltingu í orkubúskap heimsins. Nú spyrja Bandaríkjamenn – og munu enn frek- ar gera þegar nýr forseti tekur við völdum – en líka Kínverjar, Indverj- ar, Evrópubúar, þjóðir í Afríku sem og Mið- og Suður-Ameríku: Hvernig getum við náð samvinnu við Íslend- inga og nýtt víðtæka reynslu þeirra á þessu sviði? Það áréttaði hið heims- þekkta tímarit Time fyrir fáeinum vikum og hlóð árangur okkar miklu lofi. Fiskistofnar sem við höfum varð- veitt betur en flestir aðrir verða líka áfram grundvöllur að útgerð og mat- vælavinnslu. Hið sama á við um land- búnaðinn, sem veitir okkur öfluga viðspyrnu, fæðuöryggi á óvissum tím- um. Við þurfum ekki að ráðstafa gjaldeyri til innflutnings á matvælum né orkugjöfum í sama mæli og marg- ar aðrar þjóðir. Náttúra landsins, öræfin, fagrir staðir, víðáttan eru á hverju ári að- dráttarafl fyrir hundruð þúsunda ferðamanna og tækifærum í þessari atvinnugrein mun áfram fjölga. Ís- land er líka eitt stærsta forðabúr af fersku drykkjarvatni sem fyrirfinnst á Vesturlöndum. Það er dýrmæt auð- lind enda vatnsskortur vandamál ver- aldar í náinni framtíð. Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands Lýðræðisaldan sem risið hefur meðal þjóða Ólafur Ragnar Grímsson Gott kvöld, góðir Íslendingar. Gleði- lega hátíð! Í kvöld rennur árið 2008 skeið sitt á enda. Við kveðjum það með blendn- um huga. Í efnahagslegum skilningi má tala um hörmungarár. Fjár- málakerfi þjóðarinnar varð fyrir miklu áfalli og kjör almennings hafa versnað frá því sem áður var. Þeir at- burðir sem hér urðu í fjármálaheim- inum á síðasta ársfjórðungi gnæfa yf- ir annað sem gerðist á árinu. Eigi að síður var fyrri hluti ársins á margan hátt góður og gjöfull, sumarið ynd- islegt og við eigum flest einhver gull í minningakistunni frá þeim tíma og reyndar einnig silfur í handbolta frá Ólympíuleikunum í Kína. Látum ekki yfirstandandi erfiðleika, sem eru tímabundnir, yfirskyggja alla okkar tilveru; leyfum okkur að gleðjast í kvöld og horfum vongóð til framtíðar. Það er ljóst að árið nýja sem bíður okkar verður erfitt mörgum ein- staklingum og fjölskyldum ekki síður en atvinnulífi og ríkissjóði, en mestu skiptir hvernig við tökum á vand- anum. Við skulum ekki láta bugast, heldur ganga til móts við nýtt ár sem nýja áskorun um að koma hlutum í betra horf því Íslensk er vonin af bjartsýni full, eins og segir í kvæði Margrétar Jónsdóttur Ísland er land þitt. Sú bjartsýni og sú von er á traustum grunni reist að mati þeirra sem best þekkja til, bæði hér heima og erlendis. Þegar við berum okkur saman við aðrar þjóðir og öllu er til skila haldið er það hvorki glýja né falsvon, heldur fullkomin vissa að það birti til í efnahags- og atvinnulífi Ís- lendinga áður en langt um líður. Auð- lindir okkar eru miklar eins og al- þekkt er, í landinu sjálfu og umhverfis það. Mikilvægust er sú mikla auðlind sem er arfborin Íslendingum, baráttuandinn, það að sigrast á þeim erf- iðleikum sem við er að fást. Á fyrri hluta ársins, sem nú er kvatt, hlóð- ust upp óveðursský yf- ir efnahagslífi heims- ins og skall það óveður á Íslandi á haustmán- uðum eftir að hafa fellt mörg stór fyrirtæki, banka og fjár- málastofnanir austan hafs og vestan. Því miður reyndust innviðir fjármála- lífs hér á landi ekki nógu sterkir til að standast þetta áhlaup. Ég gerði grein fyrir þessu í ávarpi mínu til þjóð- arinnar þann 6. október sl. Síðan þá höfum við Íslendingar allir sem einn unnið hörðum höndum að því að ná tökum á ástandinu. Ég flyt þakkir þeim fjölmörgu sem lögðu nótt við dag í stofnunum ríkisins, fyr- irtækjum, félagasamtökum, skólum og á heimilum til að þjóðfélagið okkar gæti starfað eðlilega við þær óeðli- legu aðstæður sem hér sköpuðust. Ís- lenska þjóðin sýndi þá enn og aftur hvað í henni býr. Frá því að áfallið reið yfir okkur Ís- lendinga hefur ástandið versnað víða um heim og því miður er raunveruleg hætta á því að heimsbyggðin eigi eftir að sogast enn neðar í svelg efnahags- kreppu af óþekktri stærð. Við þessar aðstæður er það nokkur bót fyrir okkur Íslendinga að hafa þegar í haust gripið til aðgerða og ráðist að okkar vanda í samstarfi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og nokkrar vinaþjóðir. Hitt er ljóst að forystumenn stærstu ríkja heims og ríkjabandalaga verða að setjast niður og smíða þau ráð sem duga til að forða heimsbyggðinni frá slíkum áföllum af manna- völdum. Við höfum trúað því að síaukin þekking manna á gangverki efna- hagslífsins dygði til að forða heimsbyggðinni frá áföllum sem þessum. En vandinn virðist einnig sá að tækni þeirra sem hafa hag af því að koma hlutum í uppnám, spila á kerfið og veðja gegn hagsmunum almennings, hefur líka fleygt fram. Þess vegna er mjög brýnt að herða reglur um hegð- an á fjármálamarkaði og taka fast á öllum brotum. Við Íslendingar verðum að draga réttan lærdóm af því sem gerst hefur, varðveita það sem gafst vel og breyta því sem miður fór. Mér er þrennt efst í huga: Í fyrsta lagi verðum við að sníða okkur stakk eftir vexti. Við verðum að sjá til þess að í engan þátt efnahagslífsins hlaupi ójafnvægi eða óviðráðanlegur ofvöxtur eins og gerð- ist í bankakerfinu. Í öðru lagi verður efnahagur okkar að byggjast á raun- verulegri verðmætasköpun. Ég á þar ekki aðeins við fiskveiðar, álfram- leiðslu og hefðbundinn landbúnað heldur líka margs konar aðra fram- leiðslu og þjónustu sem við stundum og getum stundað, eins og ferða- mennsku, og þekkingariðnað af margvíslegu tagi sem byggist á skyn- samlegri nýtingu auðlinda þjóð- arinnar, menntun og mannauði. Í þriðja lagi þurfum við að temja okkur nýtt hugarfar í atvinnulífinu. Æv- intýramennska og óhóf eiga að heyra sögunni til. Forystumenn í atvinnulífi verða að finna meira til ábyrgðar sinnar í samfélaginu. Frelsi fylgir ábyrgð. Margar aðgerðir bankanna og forystumanna þeirra báru ekki vitni þeirri ábyrgð sem með réttu mátti af þeim krefjast. Hégómleg meðferð fjármuna þeirra sem fremst- ir fóru, bæði í bönkum og atvinnulífi, er móðgun við þann fjölda manna sem lagt hefur sitt af mörkum til að skapa þann auð sem þannig var sóað og spillt. Íslenska þjóðin, fjölskyldurnar í landinu og ófæddar kynslóðir Íslend- inga, eiga skilyrðislausan rétt á því að allur aðdragandi bankahrunsins verði rannsakaður til hlítar. Samstaða og sátt í íslensku samfélagi byggist á trausti og þeirri viðamiklu rannsókn, sem nú er hafin á vegum Alþingis og er ætlað að skapa forsendur fyrir því að traust skapist á nýjan leik í þjóð- félaginu. Ég vil á þessari stundu segja beint og milliliðalaust við ykkur, kæru landsmenn, að ég ber sem forsætis- ráðherra ábyrgð á stjórn landsins og þá ábyrgð axla ég, hvort sem siglt er um lygnan sjó eða þungan. Sá dagur líður ei hjá að ég spyrji mig ekki hvort stjórnvöld hefðu getað komið í veg fyrir þá atburði sem urðu hér á landi í haust. Okkur hafa vissulega orðið á mistök í þeim hamförum sem riðið hafa yfir en það er engu að síður ljóst í mínum huga, að það var ekki á færi íslenskra stjórnvalda að afstýra hruni íslensku bankanna eftir að heimskreppan skall á af fullum þunga. Allar aðgerðir stjórnvalda að undanförnu hafa miðað að því að tak- marka það tjón sem íslenska þjóðin mun óhjákvæmilega verða fyrir vegna bankahrunsins. Sú barátta hef- ur staðið dag og nótt og henni er hvergi nærri lokið. Í Íslendingum býr kraftur, þor, áræði og hugmyndaauðgi, en ljóst er af undangengnum atburðum að slíkir kostir geta snúist upp í andhverfu sína ef ekki fylgir auðmýkt. Á miklum uppgangstímum geta örar framfarir og breytingar byrgt mönnum sýn. Hafi mér orðið á hvað þetta varðar þá þykir mér það leitt. Góðir Íslendingar. Við stöndum að sumu leyti á kross- götum í þjóðmálum. Það þjóðfélag sem við höfum byggt upp á und- anförnum árum, að mestu eftir fyr- irmynd nágranna okkar á Norð- urlöndum, í Evrópu og Norður-Ameríku, hefur fært okkur mikinn vöxt og bætt kjör okkar til mikilla muna. Það hefur verið góð samstaða í þjóðfélaginu um að við værum á réttri braut. En við þau áföll, sem orðið hafa nú í haust, hljót- um við að staldra við, spyrja áleitinna spurninga og meta kosti okkar að nýju. Við getum annars vegar haldið áfram að feta braut viðskiptafrelsis og náinnar alþjóðlegrar efnahags- samvinnu eins og gert hefur verið eða dregið okkur til hlés, einangrað okk- ur að þessu leyti og horfið til fyrri við- skiptahátta. Við höfum reynslu af hvoru tveggja. Einangrun og ein- Áramótaávarp Geirs H. Haarde forsætisráðherra Mikilvægasta auðlindin er baráttuandi ísle Geir H. Haarde
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.