Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 30
30 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
KEIKÓISMI um-
hverfisráðherra, sem
tekið hefur á sig ýmsar
undarlegar myndir og
kristallaðist í hvíta-
bjarnarumstanginu í
sumar, er dekurstefna
sem ekki er hægt að
bjóða neinum nema
hugsanlega í blússandi góðæri en
þegar kreppir að er hún með öllu
óviðeigandi. Velferð þjóðarinnar er
undir því komin að stjórnvöld nýti
náttúruauðlindirnar með skyn-
samlegum hætti.
Í þetta sinn ætla ég ekki að fjalla
um verðmæti hinnar óbeisluðu orku
sem gufar upp úr jörðinni eða rennur
til sjávar á hverjum einasta degi,
þótt það sé út af fyrir sig verðugt
umræðuefni, heldur hvalina í sjónum
sem sumir Íslendingar umgangast
eins og strangtrúaðir hindúar um-
gangast heilagar kýr.
Hafi ástæðan verið sú að viðhalda
einhverri ímyndaðri ímynd Íslands
eða halda vinum okkar Bretum góð-
um eru það hvort
tveggja röksemdir sem
eiga ekki lengur við,
hafi þær nokkurn tíma
átt við, sé hliðsjón höfð
af atburðum efnahags-
hamfaranna í haust.
Ekki þarf heldur að
hafa áhyggjur af því að
hvalveiðar geti haft
slæm áhrif á framboð
Íslands til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna.
Sú tilraun rann út í
sandinn án þess að
hvalveiðar spilltu fyrir.
Nú er nóg af hval í sjónum. Veiði-
stofnarnir eru sterkir og hafa ekki
verið sterkari í annan tíma. Mark-
aður hefur opnast fyrir hvalkjöt í
Japan. Íslendingar hafa um aldir
stundað hvalveiðar og geta ekki
lengur leyft sér þann munað að friða
veiðidýrin í friðþægingarskyni við
dýravini. Með hvalveiðum yrðu til
nokkur hundruð störf, sem er ekki
vanþörf á miðað við atvinnuleys-
isspár næstu ára, og hvalaafurðir
geta enn á ný orðið gjaldeyrisskap-
andi útflutningsvara.
En hvað stendur í veginum fyrir
skynsamlegri nýtingu á þessum sjáv-
arnytjum? Skyldi það vera keikóism-
inn í Samfylkingunni? Samfylkingin
hefur farið mikinn í gagnrýni á sam-
starfsflokk sinn í ríkisstjórn og virð-
ist ekkert þrá heitar en að ganga í
eina sæng með vinstri grænum.
Saman gætu svo vinstri flokkarnir
reynt að sjóða saman trúverðuga
áætlun um eflingu ullariðnaðar á Ís-
landi sem er þungamiðjan í tillögum
vinstri grænna til atvinnusköpunar.
Allar efnislegar forsendur fyrir
því að hefja raunverulegar hval-
veiðar á nýjan leik liggja fyrir. Ég
skora á sjávarútvegsráðherra að
taka á sig rögg og gefa út hval-
veiðikvóta fyrir árið 2009 svo að hval-
veiðimennirnir geti farið að undirbúa
veiðarnar og starfsemina. Við eigum
ekki að hika lengur við að hefja sjálf-
bæra nýtingu á hvalastofnunum. Um
þá gilda sömu rök og þorskinn en
ekki þau sem gilda um heilagar kýr á
Indlandi.
Hefjum hvalveiðar
Gunnar I. Birgisson
segir að allar efnis-
legar forsendur til
að hefja hvalveiðar
liggi fyrir
Gunnar I. Birgisson
»Ég skora á sjáv-
arútvegsráðherra að
taka á sig rögg og gefa
út hvalveiðikvóta fyrir
árið 2009.
Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
ÞAÐ var með mikilli
ánægju sem ég las
grein Adolfs Guð-
mundssonar formanns
LÍU um að hann væri
sammála mér að það
væri ekki rétt að Ís-
landsmið myndu fyllast
af erlendum togurum ef
Íslendingar myndu
ganga í Evrópusam-
bandið. Um leið bið ég forláts á því að
hafa með óljósu orðalagi í grein minni
spyrt hann við þessa skoðun. Það er
löngu tímabært að kveða niður þessa
lífseigu flökkusögu og fagna ég lið-
sinni formanns LÍÚ í því máli.
Hins vegar er ég ekki sammála
Adolfi að ég hafi á einhvern hátt haft
hann fyrir rangri sök varðandi um-
mæli hans um atvinnuleysi í Evrópu-
sambandslöndum. Ég get ekki séð
hvaða eðlismunur er á orðalaginu að
„atvinnuleysi yrði hér viðvarandi“
eða að „atvinnuleysi myndi stórauk-
ast við inngöngu.“ Ljóst er að for-
maðurinn er hér að beita gömlum
hræðsluáróðri fyrir sig til að gera al-
menning á Íslandi fráhverfan því að
ganga í ESB. Sem betur fer áttar
meirihluti almennings sig á því að
þessi rök standast ekki.
Það er nefnilega ekki til
neitt sem heitir ein
stöðluð atvinnuleys-
istala í Evrópusam-
bandslöndunum.
Er formaðurinn að
tala um lægstu töluna,
þ.e. 3,9 % í Danmörku
og Hollandi, eða 13,9%
þar sem atvinnuleysið
er hæst, í Póllandi og
Slóvakíu? Eða er hann
að tala um hve það hef-
ur minnkað í flestum
löndum Evrópusambandsins. For-
manninum til upplýsinga þá var at-
vinnuleysi í Finnlandi og Spáni um
20% þegar þau gengu í ESB en er nú
meira en helmingi lægra. Atvinnu-
leysi á Írlandi árið 1995 var 16,2% en
var komið niður í 5% tíu árum síðar.
Þannig gæti ég haldið áfram nánast
endalaust að bera saman tölur á milli
ára og mismunandi landa.
Þessar tölur um atvinnuleysi hér
og í Evrópu eru þess vegna á engan
hátt samanburðarhæfar. Með sömu
hundalógík gætum við Evrópusinnar
til dæmis haldið því fram að með því
að ganga í Evrópusambandið myndi
hitastig hækka hér á landi því hitastig
í Evrópu er að meðaltali hærra en á
Íslandi!
Með þessu er ég alls ekki að gera
lítið úr því böli sem atvinnuleysið er.
Við Íslendingar erum nú að finna fyr-
ir þungri krumlu þess bölvalds. Nú er
það um 5% og samkvæmt spá Vinnu-
málastofnunar verður það komið ná-
lægt 10% í maí 2009. Þar fór nú þessi
blessaði sveigjanleiki íslensku krón-
unnar sem ýmsir forystumenn í
stjórnmálum hafa dásamað á und-
anförnum árum.
Það hlýtur að vera markmið hags-
munasamtaka eins og LÍÚ að hér á
landi ríki stöðugleiki í efnahagslífinu.
Við búum nú við hæstu vextina,
mestu verðbólguna, hæsta fall gjald-
miðils og við stefnum hraðbyri í efstu
sætin varðandi atvinnuleysi líka. Það
sjá allir hugsandi menn að ekki geng-
ur að halda áfram á sömu braut. Við
þurfum því að leita nýrri leiða í efna-
hagsstjórnun. Evrópusambandsaðild
og upptaka evru er raunhæf leið sem
getur aðstoðað okkur að halda uppi
samkeppnishæfi þjóðarinnar.
Meira: mbl.is/esb
Fagna liðsinni formanns LÍÚ
Andrés Pétursson
svarar grein Adolfs
Guðmundssonar
» Það sjá allir hugs-
andi menn að ekki
gengur að halda áfram á
sömu braut.
Andrés Pétursson
Höfundur er formaður
Evrópusamtakanna.
NÝLEGA auglýsti bankaráð
Landsbankans eftir innri endur-
skoðanda. Þessi auglýsing segir
margt um nýju
vinnubrögðin inn-
an ríkisbankanna
og er því miður
ekki til að auka á
traust eða trúverð-
ugleika hins
flokksskipaða
bankaráðs. Það
sem vekur mesta
furðu er að ekki
skuli vera krafist
sérstakrar endurskoðunarreynslu
og ekki er ljóst að umsækjandi
þurfi að vera löggiltur endurskoð-
andi. Einu sýnilegu faglegu kröf-
urnar sem gerðar eru, er að um-
sækjandi skuli hafa
háskólamenntun í viðskiptafræði
eða sambærilegu fagi.
Innri endurskoðun í banka er
mikilvægt starf og sérstaklega
mikilvægt í því ástandi sem nú
ríkir. Því ber eiganda bankans,
ríkinu, skylda að vanda vel til
þessarar ráðningar og sjá svo um
að hæfasti einstaklingurinn veljist
í starfið, sem er ekki það sama og
að velja „hæfasta“ umsækjandann.
Í raun má segja að þessi auglýs-
ing sé móðgun við endurskoð-
endastétt landsins. Hvernig getur
einstaklingur með „sambærilega
háskólamenntun“ borið ábyrgð á
innri endurskoðun bankans án
þess að hafa formlega menntun,
löggildingu og reynslu sem endur-
skoðandi?
Erlendis þar sem undirritaður
hefur meiri reynslu í þessum efn-
um væri undantekningarlaust
krafist að umsækjendur hefðu: a)
a.m.k. 15 ára reynslu sem löggiltir
endurskoðendur, b) hefðu starfað
bæði hjá stærri fyrirtækjum sem
og á endurskoðunarstofu, c) hefðu
lokið háskólaprófi í viðskiptafræði
af endurskoðunarsviði. d) hefðu
ekki starfað hjá endurskoðanda
Landsbankans síðustu 2 ár. Þetta
væru lágmarkskröfur. Hitt er svo
athyglisvert að ekkert kemur fram
hvaða einstaklingur stýrir þessu
ráðningarferli eða tekur ákvörðun
um ráðningu. Það er yfirleitt einn
einstaklingur sem ber ábyrgð á
ráðningarferli þó svo að fleiri
komi að því. Hver innan hins nýja
bankaráðs fer fyrir þessu ferli?
Hverjir munu hafa viðtöl við um-
sækjendur og hafa þeir jafnan at-
kvæðisrétt gagnvart öllum um-
sækjendum?
Því meir sem maður byrjar að
hugsa um þessa auglýsingu því
fleiri spurningum er ósvarað. Það
hefði verið mun faglegra og
traustvekjandi ef hið nýja banka-
ráð hefði ráðið óháða ráðning-
arstofu sér til halds og traust í
þessu ferli. Það hefði sent út sterk
skilaboð um að hlutleysis væri
gætt við þessa ráðningu, nokkuð
sem flokksskipað bankaráð þarf að
huga vel að. Því má ekki gleyma
að þó erfiðir tímar ríki um þessar
mundir er uppgangstími hjá end-
urskoðendum og þeir ekki á lausu.
Þannig hefði „óháð“ auglýsing
einnig aukið líkurnar á að bankinn
fengi sem hæfastan einstakling í
starfið. En ef til vill var það alls
ekki ætlunin með þessari auglýs-
ingu? Spyr sá sem ekki veit.
ANDRI ARINBJARNARSON,
starfar sem ráðgjafi.
Hvaða reynslu þarf innri
endurskoðandi Lands-
bankans að hafa?
Frá Andra Arinbjarnarsyni
Andri
Arinbjarnarson
YFIR hátíðisdagana voru fréttir af
því að á meðan kirkjusókn dvíni hröð-
um skrefum í langflestum Erópu-
löndum þá aukist
kirkjusókn hér á
landi. Þökkuðu inn-
lendir prestar og
aðrir kirkjunnar
menn sér og stofn-
unum sínum þessa
aukningu þegar að
var spurt. En er það
nú svo þegar betur
er að gáð?
Svarið við því er
örugglega margþættara en svar for-
svarsmanna kirkjuvaldsins var og er.
Án efa er eitt meginsvarið við aukinni
kirkjusókn það að hér á landi er trú á
líf eftir dauðann sem og á merkilegan
og æðri tilgang lífsins því samfara,
langtum meiri en í öllum öðrum Evr-
ópulöndum og fer vaxandi, þökk sé
m.a. hinu öfluga starfi sálarrannsókn-
arfélaga landsins og guðspekifélaga,
– að ógleymdum mörgum öðrum and-
ans hreyfingum hérlendis. Trú á ann-
an heim og æðri tilgang lífsins er ekki
bara miklu meiri hér á landi, heldur
margfalt meiri skv. flestum rann-
sóknum í þeim efnum. En sú stað-
reynd er ekki kirkjunni að þakka,
öðru nær. Hún hefur við flest tæki-
færi varað við og smánað og í besta
falli tómlátið flestar þessar hreyf-
ingar skipulega. Einkum og sér í lagi
starf og afar merkilegar niðurstöður
sálarrannsóknarhreyfingarinnar,
sem öðrum fremur hefur nært
kirkjur landsins og kristni af andlega
hugsandi fólki. Þess vegna má miklu
fremur segja að kirkjusókn hér á
landi sé svona góð þrátt fyrir mis-
skilið og að mestu leyti mislukkað
boðunarstarf kirkjunnar sjálfrar und-
anfarna áratugi, en ekki vegna þess.
Og auðvitað koma allmargir í kirkj-
una hér á landi vegna hinnar fögru
tónlistar og söngs sem þar er að
finna, sem og friðarins og mögnunar-
innar sem fylgir þeirri kyrrðarstund
að dvelja þar. En örugglega er það
ekki vegna boðskapar prestanna, því
þeir hafa ekkert lengur að segja. Eða
réttara sagt þora ekkert lengur að
segja vegna hins miðstýrða og lág-
reista biskupsvalds sem beint og
óbeint vomir yfir mestöllu kirkjulífi
hér á landi.
Meðan svo er færi best á því að
prestarnir þögnuðu að mestu í kirkj-
unni og létu þann hluta safnaðarins
sem eitthvað hefur fram að færa í sið-
ferðilegum efnum, eða bara eldsins
menn utanúr bæ – um að flytja stól-
ræðuna. Það gæti hugsanlega opnað
eyru safnaðarins örlítið aftur fyrir
mæltu máli í kirkjunni, því í dag er sú
eftirspurn alveg við frostmark, enda
er framboðið þar í dag nánast við al-
kul.
Eitt er víst, að ekki munu orð
prestanna opna eyru safnaðarins héð-
an af, því langflestir þeirra hafa ekki
neitt lengur að segja, né þora neitt að
segja heldur, – þeir eru fáir sem hafa
einhverja slíka hugsun í hinum skít-
hrædda og doðafulla heila hins op-
inbera starfsmanns ríkisins, í þessum
hálfhlægilegu ríkisreknu trúar-
brögðum sem Lúthers-Evangelíska
þjóðkirkjan er orðin í dag illu heilli.
Hún ætti miklu frekar að taka form-
lega upp nafnið Trúarstofnun ríkisins
(sbr. Ratsjárstofnun ríkisins). Það
væri mun nær sanni í dag og rétt-
nefni.
Að lokum legg ég til að hluta af
trúarpeningum ríkisins verði skipt að
einhverju leyti á milli þeirra andlegu
hreyfinga landsins sem í dag raun-
verulega sinna þessari þörf þjóð-
arinnar, ef á annað borð á að rík-
isstyrkja trúarhugsun í landinu, sem
flestar siðmenntaðar þjóðir hafa
ávallt gert í gegnum söguna. Og það í
fullri alvöru. Elds er þörf.
MAGNÚS H.
SKARPHÉÐINSSON,
formaður Sálarrannsóknarfélags
Reykjavíkur.
Elds er þörf
Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni
Magnús H.
Skarphéðinsson
ÁRLEGT eldvarnaá-
tak Landssambands
slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamanna fór
fram í nóvember um
land allt. Átakið felst í
því að nemendur 3.
bekkjar allra grunn-
skóla landsins eru
heimsóttir af slökkvi-
liðsmönnum sem fræða börnin um
eldvarnir á heimilum og hvernig eigi
að bregðast við eldsvoða. Í 3. bekk eru
rúmlega 4.500 nemendur sem leiðir af
sér að frá upphafi átaksins hafa um
100.000 börn fengið þessa fræðslu hjá
slökkviliðsmönnum. Rannsóknir sýna
að átakið hefur áhrif. Börnin fara
heim með þessa nýju þekkingu og
fræða aðra í fjölskyldunni, og sala
reykskynjara eykst.
Hitt er ekki síður mikilvægt fyrir
börnin að fá að hitta
slökkviliðsmann í fullum
skrúða. Barn sem lendir
í eldsvoða gæti tekið það
til bragðs að fela sig
þegar „skrímslið“ nálg-
ast. Til eru heimildir um
slík tilfelli sem hafa leitt
til alvarlegra afleiðinga.
Slökkviliðsmaður í full-
um búnaði getur verið
óárennilegur að sjá þeg-
ar hann veður í gegnum
reykfyllta íbúð. Könnun
sem Capacent Gallup gerði fyrir
Landssamband slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamanna (LSS) og Bruna-
málastofnun sýnir að eldvörnum er
verulega áfátt á mörgum íslenskum
heimilum. Enn taka um fimm prósent
heimila áhættuna af því að hafa engan
reykskynjara og aðeins einn slíkur er
á nær 30 prósentum heimila að auki.
Eldvarnaátakið er í samvinnu við
TM, slökkviliðin í landinu, Bruna-
málastofnun, Neyðarlínuna og fleiri
og samkvæmt könnun Gallup telja
97% landsmanna átakið mikilvægt.
Könnunin sýnir jafnframt að svipað
hlutfall ber mikið traust til slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamanna. Tök-
um höndum saman um að verja það
dýrmætasta sem við eigum, fjölskyld-
una okkar. Hægt er að sækja sér
fræðslu til LSS og hjá slökkviliðunum
eða með því einfaldlega að banka upp
á hjá einhverjum af þeim 1.300
slökkviliðsmönnum sem starfa á Ís-
landi.
Eldvarnaátak LSS
Sverrir Björn
Björnsson skrifar
um eldvarnir
» Tökum höndum sam-
an um að verja það
dýrmætasta sem við
eigum, fjölskylduna
okkar.
Höfundur er formaður Lands-
sambands slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamanna.
Sverrir Björn Björnsson