Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Í HNOTSKURN » Fyrrverandi forstjóri Talssamdi í desember við Sím- ann um aðgang Tals að dreifi- kerfi Símans. » Meirihluti stjórnar Talsrifti samningnum og rak forstjórann vegna trún- aðarbrests, að sögn Þórdísar Siguðardóttur, stjórnarfor- manns Tals. » Tal varð til við samrunaHive og Sko og gerði þá samning við Vodafone um þjónustu til 5 ára. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is SÍMINN lítur svo á að samningur sem fyrirtækið gerði í desember síð- astliðnum við þáverandi forstjóra Tals, Hermann Jónsson, sé í gildi, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, for- stjóra Símans. „Við teljum að riftun á samningn- um standist ekki,“ segir Sævar. „En við viljum hins vegar tryggja að við- skiptavinir Tals verði ekki fyrir barðinu á þeim ágreiningi sem verið hefur í hluthafahópi Tals. Þess vegna lokuðum við ekki á viðskiptavini fyr- irtækisins um áramótin, eins og við hefðum getað gert, en þá væru þeir í ákveðnum tilvikum utan gsm-sam- bands þar sem þjónustusvæði Voda- fone nær til um 70-75% landsins.“ Sagt upp vegna trúnaðarbrests Ragnhildur Ágústsdóttir, sem tók við starfi forstjóra Tals í lok desem- ber í kjölfar þess að fyrrverandi for- stjóra, Hermanni Jónssyni, var sagt upp, segist hafa rætt við forstjóra Símans um þessi mál og þau verði út- kljáð á næstu dögum. Hún segir hugsanlegt að Tal muni semja aftur við Símann. Það sé þó ekki endilega eina mögulega niðurstaðan. „Hug- myndir voru komnar fram í samræð- um við Póst- og fjarskiptastofnun um lausnir. Það þarf hins vegar að klára það mál og það verður gert.“ Þórdís Sigurðardóttir, stjórnar- formaður Tals, segir að fyrrverandi forstjóra Tals hafi verið sagt upp vegna trúnaðarbrests. Hann hafi gert samning við Símann, án sam- ráðs við stjórn Tals, þó svo að í gildi sé fimm ára samningur við Vodafone um þjónustu, þar sem meðal annars sé kveðið á um að fyrirtækið geti ekki samið við annað símafyrirtæki á meðan samningurinn sé í gildi. Í desember gerði Tal samning við Símann um að frá og með áramótum myndi Tal verða á dreifikerfi Sím- ans. Tal hefur til þessa verið á dreifi- kerfi Vodafone. Þar sem dreifikerfi Vodafone sleppir hefur Tal færst sjálfkrafa yfir á dreifikerfi Símans. Síminn telur samn- ing við Tal í gildi Hefðu getað lokað á viðskiptavini Tals en gerðu það ekki Morgunblaðið/Golli Samningur Tal er með fimm ára samning við Vodafone um þjónustu. '()* '()*!   !" "# '()*" #*+) $%!# & "! "$ ,-*. /  0 %&! $%& " &"! 1234 ,5) %! %'& " &" '()*$ '()*% $% !! " " &'()             *+ ,-.  567 *86 +  9:*%:&*86 ;7  !:*%:&*86 ( :*86 3: & &:$+&:< :*1 :6=*86 >&:*86 / +01& 5 !7*5!:- ? 5 !7*@:& *@A1 4!*+ ! 1B:? *+  6*4! ! 6C *D   E &F!*+ *86 /G8: !*86 3@H'/ *  %2'13  #&:?*5& !& *# +*%:  !*86 !< *86 4   5 " "!& $&" ''"# $"#' #" $'" !" $"! $$" $"& ( $" $" $&!!" $" !"                       I!<!! ! 2!=<* ** " ****E &********3             $ $ $    $ $ $    $ $ $ J  J  J    J  J J $ $ $   $ $ J  J  J  J   J  $ $    1 9 ! !<!       $ $   $ $ $  $ $ , ! !<:<                          $           52 52 52 ICELANDAIR varð fyrir valinu til að sjá um flug með danska rík- isstarfsmenn á milli Kaup- mannahafnar og New York. Fé- lagið bauð hag- stæðasta verðið á þessari flugleið í útboði á vegum danska fjármálaráðuneytisins. Samtals voru boðnar út 22 flug- leiðir í útboðinu og varð norræna flugfélagið SAS og samstarfsaðilar þess fyrir valinu til að sjá um flugið á 12 þessara flugleiða. Segir í frétt á danska flugfréttavefnum take- off.dk, að það komi ekki á óvart að SAS og samstarfsaðilar hafi reynst bjóða hagstæðasta verðið á meiri- hluta flugleiðanna. Sú staðreynd að Icelandair hafi hins vegar slegið SAS við á flugleiðinni á milli Kaup- mannahafnar og New York komi þó verulega á óvart, en fram að þessu hafi SAS alla jafna séð um nær allt flug fyrir danska ríkið. Þá segir í fréttinni að það veki einnig athygli að Finnair bauð besta verð- ið á flugleiðinni á milli Kaup- mannahafnar og Bangkok. Alls var átta flugfélögum út- hlutað flugleiðum fyrir danska rík- ið í kjölfar útboðs fjármálaráðu- neytisins, Auk Icelandair, SAS og Finnair voru það Estonian Air, air- Baltic, Air Berlin, Brussel Airlines og Air France/KLM. gretar@mbl.is Flug Danir velja Icelandair. Icelandair hefur bet- ur en SAS Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÓHÆTT er að segja að hlutabréfa- markaðir hafi byrjað nýja árið á bjartsýnni nótum en margir bjugg- ust við miðað við horfur í efnahags- málum í heiminum. Í frétt Wall Street Journal eru lík- ur leiddar að því að fjárfestar séu að endurskipuleggja eignasöfn sín á nýju ári og hafi því keypt meira í gær en þeir gerðu fyrir áramót. Þá séu vextir svo lágir að erfitt sé fyrir fjár- festa að ávaxta fé sitt á öðrum mörk- uðum en hlutabréfamörkuðum. Breska FTSE vísitalan hækkaði um 2,9%, þýska DAX um 3,4% og franska CAC vísitalan um 4,1%. At- hyglisvert er að gengi hlutabréfa banka og fjármálafyrirtækja hækk- aði einna mest í gær, en belgíski Dexia bankinn hækkaði um 10,6% og svissnesku bankarnir UBS og Credit Suisse hækkuðu um 2-3%. Hækkanir á Norðurlöndum Að íslensku úrvalsvísitölunni und- anskilinni hækkuðu norrænar hluta- bréfavísitölur umtalsvert í gær. Samnorræna OMX vísitalan hækk- aði um 4,6%, sænska vísitalan um 4,8% og sú danska um 5%. Þá hækk- aði norska OBX vísitalan um 6,3%. Félög tengd flutningum og orku- vinnslu hækkuðu mest í Noregi. Hrávörur hækkuðu sömuleiðis í verði, en heimsmarkaðsverð á Brent norðursjávarolíu hækkaði um ein 14% og stóð í lok dags í 47,6 dölum á fatið. Er hækkunin annars vegar rakin til átakanna fyrir botni Mið- jarðarhafs og deilu Rússa og Úkra- ínumanna um gas. Hins vegar telja sumir að botninum hafi verið náð í samdrætti á eftirspurn eftir olíu og að hún muni aukast eitthvað á næst- unni. Verð á náttúrugasi hækkaði til samræmis við olíuverð, en verð á gulli lækkaði eilítið og stendur nú í 877 dölum únsan. Gengi bandaríkja- dals styrktist gagnvart evru og pundi, en pundið hélt áfram að veikj- ast. Markaðir hefja árið með hækkunum Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði um 14% og nálgast 50 dali á fatið Reuters Þreyttur Miðlari hvílir sig eftir strangan dag í kauphöllinni. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is SLÓVAKÍA tók upp evru sem gjald- miðil um áramótin. Slóvakía varð þar með sextánda Evrópulandið til að taka upp evru. Samkvæmt erlendum vefmiðlum fögnuðu um hundrað þús- und manns á götum úti í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, á nýársnótt þegar nýtt ár gekk í garð með nýjum gjaldmiðli. Evrópusambandið samþykkti í júlímánuði síðastliðnum með form- legum hætti að bjóða Slóvakíu inn- göngu í myntbandalag Evrópu. Um þessar mundir eru 10 ár frá því evran var fyrst kynnt til sögunn- ar en fyrstu evru-peningarnir kom- ust í umferð fyrir réttum sjö árum, eða í janúar 2002. Löndin sem hafa tekið upp evru sem gjaldmiðil eru, Austurríki, Belgía, Finnland, Frakk- land, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Slóvenía, Spánn, Þýska- land og nú síðast Slóvakía. BBC-fréttastofan greindi frá því í fyrradag, að um 71% Breta eru and- víg því að taka upp evru í staðinn fyr- ir pundið, samkvæmt könnun frétta- stofunnar, sem náði til um eitt þúsund manns. Um 23% voru hlynnt því að skipta um gjaldmiðil. Þess má geta að á sama tíma og Slóvakar tóku upp evru tóku Tékkar í fyrsta skipti við formennsku í Evr- ópusambandinu, en 15 ár eru nú síð- an ríkin tvö voru aðskilin. Slóvakía sextánda landið sem tekur upp evru Yfir 70% Breta eru andvíg því að skipta á pundi og evru ● EFNAHAGSKREPPAN á Íslandi hefur kostað breska athafnamanninn um 125 milljarða króna. Í grein breska blaðsins Times segir að Kaupþing hafi lánað Tchenguiz háar fjárhæðir, m.a. til að fjármagna kaup hans í kráarfyrirtæk- inu Mitchells & Butler og verslanakeðj- unni Sainsbury’s. Kaupin gerði Tchenguiz um mitt ár 2007, rétt áður en fjármálabólan sprakk með eft- irminnilegum hætti. Rúmu ári síðar, í október 2008, krafði Kaupþing Tchenguiz um endurgreiðslu lánanna og þurfti hann þá að selja hluti sína í áðurnefndum fyrirtækjum tveimur, með umtalsverðu tapi. bjarni@mbl.is Tchenguiz tapaði ● TALIÐ er að allt að fjögur hundruð starfsmenn Bakkavarar í Bretlandi geti misst vinnuna í þremur verksmiðjum félagsins í Lincolnskíri. Kemur fram í frétt BBC að Bakkavör sé að end- urskipuleggja rekstur fyrirtækisins en alls starfa um tvö þúsund manns hjá Bakkavör í verksmiðjunum þremur. Haft er eftir talsmanni Bakkavarar að nú ríki viðsjárverðir tímar í matvæla- vinnslu og að fyrirtækið fylgist grannt með gangi mála á tímum versnandi efnahagsástands. guna@mbl.is Fimm hundruð störf í hættu hjá Bakkavör ● VELTA á fasteignamarkaði á höf- uðborgarsvæðinu 26. desember 2008 til og með 1. janúar 2009 nam 272 milljónum króna, en alls var 13 kaup- samningum þinglýst á tímabilinu. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli, 2 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðar- húsnæði. Á sama tíma í fyrra var 75 samningum þinglýst og var veltan rúm- ur 2,1 milljarður króna. bjarni@mbl.is Töluverður samdráttur ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar OMX á Íslandi veiktist um 0,04% í viðskiptum gærdagsins, en um er að ræða nýja hlutabréfavísitölu. Gamla vísitalan, OMXI15, var í 352,16 stigum við lokun markaða 30. desember síðastliðinn. Um áramótin tók hins vegar ný vísitala, OMXI6 við og var upphafsgildi hennar 1.000 stig. Eftir viðskipti gærdagsins er þessi vísitala komin í 999,59 stig. Bréf Icelandair hækkuðu um 1,13%, Straums um 0,54% og Bakkavarar um 0,4%, en Össur lækkaði um 1,20%. bjarni@mbl.is Ný vísitala lækkar ÞETTA HELST…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.