Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 39
Föðurbróðir minn, Steini frá Heiði, hefur fengið hvíldina. Kom- ið er að kveðjustund. Ég og systir mín nutum þeirra forréttinda að alast upp í næsta húsi við hann og ég var mjög hænd að honum, leit upp til hans og vissi ekkert skemmtilegra en að fá að fylgjast með í útiverkunum. Stundum var samt nóg að fá að lauma litlum lófa í lófann hans og leiða hann milli húsa. Ein minning situr mjög sterkt í mér. Við systur, sennilega milli 4-6 ára, vorum úti að leika. Okkur sinnaðist eitthvað og ég grætti hana. Ég skammaðist mín alveg óskaplega og hljóp í burtu og faldi mig en hún fór heim. Steini hefur líklega séð til okkar því stuttu seinna heyri ég hann kalla á mig. Ég greindi engan skamm- artón í röddinni svo ég ákvað að gefa mig fram. Hann rétti út höndina og tók mína í sína en sagði ekki neitt, hann þurfti þess ekki. Það var gaman að segja Steina frá prakkarastrikum og skemmti- legum tilsvörum tvíburanna minna, sem og systurdætra minna. Það var gaman að hlusta á hann segja frá sínum hugðarefn- um, t.d. mununum sem hann gerði upp síðustu árin. En stund- um þurftum við ekki að segja neitt eða tala um neitt, það var bara gott að vera í návist hans. Takk fyrir samfylgdina, kæri frændi. Samúðarkveðjur til af- komendanna og nánustu ættingja. Anna Sigríður Hjaltadóttir. Á seinni hluta síðustu aldar tók íslenskur landbúnaður stórstígum framförum á nánast öllum svið- um. Þorsteinn Oddsson frá Heiði var einn af þeim sem ruddu brautina, tók virkan þátt í að móta þessa framþróun. Hugur hans stóð ávallt til að verða bóndi og hann skynjaði að fræðileg þekking um landbúnað var góð forsenda þess. Hann fór því til náms við Bændaskólann á Hvann- eyri og lauk þaðan prófi með miklum ágætum. Fljótlega að námi loknu stofnaði hann nýbýli við Heiðarbæinn sem þau hjónin nefndu Heiðarbrekku. Þeir Oddur faðir hans höfðu nána samvinnu um rekstur búanna til fjölda ára. Sambýli þeirra fjölskyldna var einkar farsælt og hagstætt báðum aðilum. Faðir hans var framúr- skarandi útsjónarsamur og dug- legur bóndi. Þegar saman fór framfarahugur þeirra feðga var ekki að undra þó að hjá þeim tæki búskapurinn hraðfara umbótum. Skömmu eftir að Þorsteinn hafði lokið námi kynnist hann konu sinni Svövu Guðmundsdótt- ur og hófu þau búskap árið 1945. Það var mikið gæfuspor og varð sambúð þeirra einkar farsæl alla tíð. Um sama leyti réðst Þor- steinn í það stórvirki að fjárfesta í dráttarvél og jarðvinnslutækjum í samvinnu við Búnaðarfélagið í sveitinni. Fór Þorsteinn víða um til að brjóta land og vann einnig mikið fyrir Sandgræðslu ríkisins. Þeir feðgar stóðu í framvarða- sveit við uppgræðslu landsins enda baráttan hörð við landeyð- ingaröflin. En það var ekki bara á vettvangi jarðræktar sem áhugi þeirra beindist. Á sviði fóðurverk- unar ruddu þeir brautina. Þeir voru einir af þeim fyrstu sem komu sér upp súgþurrkunarkerfi. Vélvæðingin óx jafnt og þétt og leysti hestaverkfærin af hólmi. Því fylgdi margt í senn. Afköstin við heyskap jukust og í kjölfarið stóraukin fóðurgæði og afurðir. Ekki var samt flanað að neinu í þeim efnum heldur málin rædd frá ýmsum sjónarhornum áður en ákvörðun var tekin. Þegar þessi umbylting varð í vélvæðingu kom sér vel að Þorsteinn var sérstak- lega laginn bæði við að beita vél- um rétt og við viðgerðir. Oft leit- uðu menn aðstoðar hjá Þorsteini í þessum efnum enda ávallt sjálf- sagt að greiða götu hvers og eins. Jafnt og þétt var unnið að end- urbótum á húsakosti. Ekki var látið staðar numið fyrr en öll hey komust í hús og nánast öll gripa- hús endurbyggð. Þorsteinn var ekki síður en fað- ir hans var ákaflega glöggur á búfé. Þessi glöggskyggni kom ekki síst að góðum notum þegar farið var í göngur sem á þeim tíma voru erfiðar. Þá eins og svo oft kom sér vel að vera vel ríðandi. Þorsteinn átti jafnan góða hesta, hafði gam- an af tamningum og allri um- gengni við þá. Þorsteinn hafði ákaflega létta lund, var mann- blendinn og fljótur að kynnast fólki. Hann tók virkan þátt í fé- lagsstörfum og sat í ýmsum nefnd- um sveitarinnar. Þegar tóm gafst til á efri árum var hann eftirsóttur fararstjóri um Rangárvallaafrétt enda gjörkunnugur þar og fjöl- fróður. Með Þorsteini er genginn góður drengur sem skilaði farsælu ævistarfi. Vil ég að lokum senda fjölskyldu hans mínar dýpstu sam- úðarkveðjur með þakklæti fyrir allar góðar samverustundir. Grétar Einarsson. Steini á Heiði er nú látinn. Þorsteinn Oddsson bóndi á Heiði (Heiðarbrekku) er fallinn frá. Ég kynntist Steina eins og hann var alltaf kallaður, þegar ég 13 ára gutti kom í sveit á Heiði og vissi ekkert út í hvað ég var að fara . Einhver misskilningur hafði þó verið á milli Steina og Svövu konu hans því Svava var búin að ráða strák í sveitina án þess að Steini vissi af. Steini frétti það svo í gegnum Heiðu í Haukadal að ég vildi komast í sveit, haft var sam- band við mömmu og ákvað hún í samráði við mig að á Heiði skyldi ég vera þetta sumarið. Ég hafði sem barn verið í mörg ár í sumarhúsi sem afi gamli Klein átti í Selsundslandi og oft heyrt talað um Heiði en vissi ekkert um fólkið sem þar bjó en ég var samt mjög spenntur að komast í sveit þangað. Þegar ég sá Heiði í fyrsta skipti fannst mér það falleg sjón, gamli bærinn og sá nýi. Þegar við fjölskyldan gengum í hlað og fór- um að heilsa fólkinu fékk ég strax svona notalega tilfinningu, sem sagði mér að ég væri velkominn. Þarna á hlaðinu var margt manna og mikið af börnum, það voru börn Steina og Svövu, fimm að tölu. Og í austari bænum bjó Hjalti bróðir Steina.Á bænum kölluðu börnin Odd og Helgu afa og ömmu. Afi vildi nú fá eitthvað fyrir að vera kallaður afi, af borgarbarni og fékk hann þá undanþágu að kalla mig Pusa. Þetta sumar er mér ógleyman- legt, það gekk ýmislegt á en það var alltaf hægt að leysa úr öllum flækjum sem upp komu. Ég hef oft verið spurður að því hvort ég hafi ekki fengið stóran vinning í happadrætti og ég alltaf svarað því þannig að það hafi ver- ið minn stærsti vinningur að kom- ast í sveit að Heiði á Rangárvöll- um. Það voru forréttindi að fá að kynnast Steina, Svövu konu hans og þeirra fjölskyldu og er ég fyrir það ævinlega þakklátur. Kæri Steini, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og ómetanlegu stundirnar sem við höfum átt sam- an, þær mun ég varðveita í hjarta mínu. Takk fyrir allt, Sophus Klein og Áslaug. Ég var 16 ára þegar ég kom að Heiði á Rangárvöllum til að vera þar vinnumaður sumarlangt. Þá þekkti ég engan af heimilisfólkinu en komst fljótt að því að þarna bjó gott fólk. Áður en varði var ég far- inn að finna mig heima á þessum stað. Við Þorsteinn náðum vel saman. Hann hafði frá mörgu að segja og var fús til að fræða mig um búskaparhætti fyrri tíma, sveitina, fjallferðirnar, Land- græðsluna og starf hennar á Rangárvöllunum svo eitthvað sé nefnt. Búskapartaugin fannst í okkur báðum og því var auðvelt að tala um skepnur, gróður, veður og annað sem búskapnum tengist. Þá hafði Þorsteinn gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og öðlast með því reynslu í mannlegum samskiptum sem síaðist til þeirra sem með honum voru. Síðast en ekki síst var Þorsteinn góður félagi og allt- af var stutt í glettnina. Það var því mannbætandi að starfa með hon- um og má líkja því við skólagöngu. Það er góður vitnisburður um fólk þegar þeir sem hafa kynnst því vilja halda sambandinu þó leiðir skilji. Þeir voru margir samferða- menn Þorsteins sem vildu halda sambandi við hann þó leiðir skildu. Ég vil þakka Þorsteini og fjöl- skyldu hans mjög góð kynni og mikla velvild í minn garð. Slíkt verður aldrei fullþakkað. Guðni Þorvaldsson. Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 ÁSKIRKJA | Messa kl. 14. Sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Margréti Svavarsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Sunnudagaskólinn byrjar á ný sunnudaginn 11. janúar kl. 11. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Barna- messur hefjast næsta sunnudag kl. 11. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Kór Bú- staðakirkju syngur undir stjórn Renötu Ivan. Eftir messu er heitt á könnunni. DIGRANESKIRKJA | Þrettándinn. Tón- listarguðsþjónusta á vegum Kjartans Sigurjónssonar, organista Digra- neskirkju, og sóknarnefndar. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar, Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Frið- riksson. Djákna- og prestsvígsla kl. 14. FELLA- og Hólakirkja | Þriðjudaginn 6. janúar kl. 14 verður áramóta- guðsþjónusta á vegum Ellimálaráðs og Fella- og Hólakirkju. Prestar sr.Svavar Stefánsson og sr Þórhildur Ólafs. Djákni Ragnhildur Ásgeirsdóttir. Organisti Hilm- ar Örn Agnarsson. Söngfuglar syngja og leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkj- unnar. Allir velkomnir. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédik- ar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti: Hákon Leifs- son. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10. Bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Samskot til ABC-barnahjálpar. Prest- ur sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Björn Steinar Sólbergs- son. HÁTEIGSKIRKJA | Barnaguðsþjónusta og messa kl. 11. Umsjón með barnag. Erla Guðrún og Páll Ágúst. Maríerlukór Háteigskirkju syngur undir stjórn Berg- lindar Björgúlfsdóttur kórstjóra. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Prestur Tóm- as Sveinsson. Jólin dönsuð út með þátttöku eldri og yngri strax að messu lokinni. Þorvaldur Halldórsson stjórnar söng. Jólasveinar og léttar veitingar. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sunnudagaskóli kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18. Sjá einnig á www.hjallakirkja.is. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20. Umsjón hefur Elsabet Daníelsdóttir. Þrettándagleði herfólks- ins þriðjudag 6. jan. kl. 19. Matur, skemmtun o.fl. á dagskrá. Þátttökugjald kr. 1.000. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Guðs- þjónusta kl. 13.30. Söngkór Hraungerði- sprestakalls undir stjórn Ingimars Páls- sonar leiðir almennan safnaðarsöng. Vænst er þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra. Kristinn Ágúst Frið- finnsson. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Jólin kvödd. Prestur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, kór Langholts- kirkju syngur, Eiríkur Hreinn Helgason syngur einsöng, organisti Jón Stef- ánsson. Kaffisopi eftir messu. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prófastur Kjalarnessprófastsdæmis dr. Gunnar Kristjánsson mun setja sr. Skírni Garðarsson inn í embætti prests safnaðarins. Þjónandi með prófasti er sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sóknarprestur Lágafellssóknar. Kór Lágafellskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Jónasar Þóris organista. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Guðsþjón- usta og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Lindakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Keiths Reed. Einsöng syngja þau Vígþór Sjafnar Sóphaníasson og Ashley Wheat. Prestur Guðmundur Karl Brynj- arsson. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng, organisti Steingrímur Þór- hallsson og sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messu- þjónar aðstoða. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söng- ur, sögur, brúður og leikir. Umsjón Sig- urvin, María, Andrea, Ari og Alexandra. Samfélag á Torginu eftir messu. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17, ,,Horft fram á veginn“. Ræðumaður er sr. Kjartan Jónsson. Lofgjörð, fyr- irbæn og barnastarf. SELTJARNARNESKIRKJA | Orgeltónlist kl. 11. Friðrik Vignir Stefánsson org- anisti leikur á orgel kirkjunnar og Sig- urður Grétar Helgason les ritningartexta og flytur bæn. STAFHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Elínborg Sturludóttir. Org- anisti Sverrir Guðmundsson. VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma kl. 14. Inga Hanna Ragnarsdóttir prédik- ar. Brauðsbrotning, lofgjörð og fyrirbæn. Aldursskipt barnakirkja. Kaffi og sam- félag á eftir. www.vegurinn.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Stóradalskirkja, Rangárvallasýslu Orð dagsins: Flóttinn til Egiftalands. (Matt. 2) MESSUR Á MORGUN Þó ekki sé nema rúmur áratugur síðan kynni okkar Böðvars komu til, þá fannst mér fljótlega að ég hefði þekkt manninn alla ævi. Það er ein af nákvæmari lýs- ingunum sem hægt er að gefa af honum. Þegar við kveðjum Böðvar Guðmundsson úr þessum heimi er tvennt sem mér er efst í huga og halda ber á lofti á þessari stundu. Ekki veit ég af hverju Böðvar tók mér og mínu fólki svona vel þegar við komum þar í heimsókn eitt sinn með Líneyju heitinni Pálsdóttur sem var að hitta æsku- vinkonu sína og þáverandi eigin- konu hans, Hildegard Durr. Tók Böðvar okkur og sýndi okkur nátt- úrufegurðina bestu í Grímsnesinu sem á Kvíanesinu var. Vorum við svo heilluð af þessu að ég spurði hann hvort hann vildi ekki selja okkur pláss fyrir sumarhús og svo- litla skógrækt yst á nesinu, úr ósnortnu skákinni sem þar var. Og enn þann dag í dag skilur enginn af hverju Böðvari leist bara vel á það. Í það minnsta ekki ég. Varð það úr og enn síðar keyptum við af honum aðra samliggandi sneið af Kvíanesinu til skógræktar og hugsanlega sumarbúða fyrir Sálar- rannsóknarfélagið og skólann í framtíðinni. Svo sannarlega ber að þakka þennan höfðingsskap og aðra hjálpsemi Böðvars við okkur við þessar hálfbarnalegu hugsjónir okkar þá og nú. Því eins og ég sagði honum tveimur dögum fyrir burtför hans héðan úr þessu heimi, var hann svo sannarlega einn af bestu velgjörðarmönnum lífs míns. Og það voru og eru engar ýkjur. Í annan stað var það, eftir á Böðvar Magnús Guðmundsson ✝ Böðvar MagnúsGuðmundsson fæddist á Efri-Brú í Grímsnesi 8. nóv- ember 1935. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands á Selfossi 4. desember síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Sel- fosskirkju 13. desem- ber. hugsað, eins og að kynnast Bjarti í Sumarhúsum í eigin persónu að kynnast bóndanum á Efri- Brú. Þar giltu engin venjuleg lögmál nú- tímans, hvorki lögmál viðskiptalífsins né bogaraðalsins sem nú ber svo mikið á í þjóðfélagi voru. Böðvar hélt sínum bóndahugsunarhætti í þess bestu orðs merkingu, á hverju sem gekk. Og því miður gekk all- mikið á í lífi hans stundum. En aldrei bar hann sorgir sínar á torg, né nokkurn tímann hallmælti hann nokkrum manni í okkar eyru, þó ærin tilefni hefðu verið. Undraðist ég það stórum er allir vindar virt- ust stundum standa í fang honum og hans fjölskyldu. Alltaf var það sama hjálpsemin, ljúfmennskan og gamansemin sem mætti manni á Efri-Brú er mann bar þar að garði. Síðasta skiptið er við hittum Böðvar í sveitinni var síðla sumars er við vorum eitthvað að baksa með nokkrar trjáhríslur á Kvía- nesinu og út úr rigningarmugg- unni kom siglandi bátur á Úlfljóts- vatninu með hálfgerðri eingengisvél og maður þar í stafni veifaði okkur góðlátlega. Og jafn- undarlega og þessi maður og bátur kom út úr muggunni þá hvarf hann þangað aftur að vitja um netin sín dýpra í vatninu. Sáum við það ekki fyrir þokunni, en heyrðum hljóðin deyja út hægt og hljótt í fjarska. Eftir á finnst mér eins og þessi stund hafi fremur verið draumur en raunveruleiki í ljósi þess að ferjumaðurinn mikli kom stuttu síðar að ná í Böðvar yfir móðuna miklu. En sannarlega hefur verið auð- velt og ánægjulegt fyrir ljúfmenn- ið á Efri-Brú að hitta sitt fólk á grænum grundum Sumarlandsins og rifja upp gamlar stundir þar og hlæja vel og karlmannlega og inni- lega. Magnús H. Skarphéðinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.