Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 45
Velvakandi 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞAÐ RIGNIR
ÖRUGGLEGA
JIBB JIBB JIBB JIBB
JIBB
JIBB
JIBB
JIBB
OG ÞEIR SEGJA
AÐ FÓLK KUNNI
EKKI AÐ HALDA
UPPI SAMRÆÐUM
ÞÁ FANNST
MÉR EINS OG
ÉG SKIPTI
EKKI MÁLI
VIÐ SKULUM
RÆÐA ÞETTA
BETUR Á MORGUN.
SJÁUMST ÞÁ
TAKK,
MAMMA
„MAMMA“?!? ÉG VIL AÐ SJÚKLINGARNIRMÍNIR LÍTI Á MIG SEM
EINS KONAR FORELDRISÁLFRÆ
AÐSTOÐ
50 kr. 50 kr.
PABBI, VILTU
GEFA MÉR
HUNDRAÐKALL
EF ÉG BORÐA
PÖDDU?
ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BORÐA
HEILA FÖTU AF PÖDDUM
TIL ÞESS AÐ ÉG MYNDI
GEFA ÞÉR HUNDRAÐKALL
HEILA
FÖTU?
EN ÉG SKAL
GEFA ÞÉR
HUNDRAÐKALL
FYRIR AÐ TÍNA
UPP SPÝTURNAR
Í GARÐINUM
AF HVERJU VILL HANN EKKI
BORGA MÉR FYRIR AÐ GERA
ÞAÐ SEM ÉG ER GÓÐUR Í
VILTU SYNGJA AFMÆLISSÖNGINN
MEÐ HINUM STRÁKUNUM?
ÉG Á AFMÆLI
Í DAG!
SÆLL! BÍDDU,
ERT ÞÚ EKKI
DRAUMA-
PRINSINN?
JÚ, EN ÉG HEF
EKKI TÍMA TIL
AÐ SPJALLA
ÉG ÞARF AÐ FARA MEÐ DVERG-
ANA HENNAR MJALLHVÍTAR Í
SKÓLANN, KAUPA MORGUNMAT
HANDA ÖSKUBUSKU OG VERA
KOMINN AFTUR ÁÐUR EN
ÞYRNIRÓS VAKNAR
HANN ÆTTI
FREKAR AÐ KALLA
SIG FJÖLKVÆNIS-
PRINSINN!
JÁ, HANN
ER Í ANSI
MÖRGUM
ÆVINTÝRUM
ÆTLI VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ
SEGJA SIGGA OG MAJU AÐ
ÞAU GETI EKKI KOMIÐ MEÐ
OKKUR Á TÓNLEIKANA
ÞAU HAFA VERIÐ
BESTU VINIR OKKAR
LENGI... ÞAU EIGA
EFTIR AÐ SKILJA ÞETTA
ARG!
HALLÓ! ÞÚ HEFUR
NÁÐ SAMBANDI
VIÐ SIGGA
OG MAJU...
EF VIÐ ERUM EKKI
HEIMA ÞÁ ER ÞAÐ VEGNA
ÞESS AÐ VIÐ SITJUM Á
ÞRIÐJA BEKK AÐ HORFA
Á NEIL YOUNG MEÐ
BESTU VINUM OKKAR,
LALLA OG ÖDDU
ERTU VISS UM AÐ ÞÚ VILJIR LEIKA
MARVELLU Í FRAMHALDSMYND?
ÞÚ GÆTIR
FESTS Í HLUT-
VERKINU
ELSKAN, FYRIR
SUTTU SÍÐAN VANN
ÉG Í TÖLVUBÚÐ
ÉG MUNDI LEIKA
ÖMMU DRAKÚLA TIL
AÐ FÁ AÐ LEIKA
Í KVIKMYND
ÞAÐ ER RÉTT!
ÉG GET EKKI
BEÐIÐ HANA
AÐ FÓRNA
DRAUMINUM
SÚ hefð að skjóta upp flugeldum er skemmtilegur siður sem hefur verið í
hávegum hafður síðastliðna áratugi. Vítt og breitt um bæi horfir fólk til
himins og kveður gamla árið með fallegum flugeldum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugeldar í Kópavogi
Kór Fjarðabyggðar
biður að heilsa
VIÐ hjónakornin feng-
um kærkomna og gleði-
ríka sendingu heiman
að um jólin þar sem var
fallegur hljómdiskur og
vel gjörður með ljúfum
og hreimþýðum söng
Kórs Fjarðabyggðar á
lögum hins ástsæla tón-
skálds og Austfirðings,
Inga T. Lárussonar.
Auðvitað heitir disk-
urinn: Ég bið að heilsa
og geymir 13 lög þessa
mikla hljómasnillings,
hvert öðru yndislegra.
Það er sannarlega vel að Inga T.
skuli þannig minnst á heimaslóðum
og það svo ágætlega sem raun ber
vitni og eyru okkar ná glöggt að
nema. Söngurinn er ljómandi og vek-
ur hlýjar og einlægar kenndir, fram-
tak sem þetta er dýrmætt, utan efa
dýrmætast þeim mörgu sem svo
myndarlega koma að verki, en ekki
síður okkur hlustendunum sem unn-
um þessum söngperlum. Öll kór-
stjórn og samstilling radda er mjög
góð og einsöngur Tinnu Árnadóttur
prýðir sannarlega. Það er vissulega
ástæða til að vekja athygli á framtaki
sem þessu, listrænu framtaki fólks
sem leggur á sig ómælda fyrirhöfn í
sínu daglega amstri og skilar því til
okkar á þann fallega hátt sem Kór
Fjarðabyggðar gjörir. Lokaorðin á
bakhlið disksins á svo Þorsteinn
Valdimarsson í hinum undurfögru
ljóðlínum um Inga T.:
Sumir kveðja
og síðan ekki
söguna meir.
Aðrir með söng
er aldrei deyr.
Hafið fyrir heila þökk.
Helgi Seljan og
Jóhanna Þóroddsdóttir.
Kosning um
íþróttamann ársins
BIRTUR hefur verið listi yfir 10
efstu menn í kosningu samtaka
íþróttafréttamanna um íþróttamann
ársins 2008. Úrslit hafa ekki verið
birt þegar þessar línur eru ritaðar,
en allir 10 hafa náð frábærum ár-
angri í sínum greinum. Þó sakna ég
tveggja manna á þessum lista. Þeir
eru Benedikt Hjartarson, sem synti
yfir Ermarsund, fyrstur Íslendinga
og Gunnlaugur Júlíusson, sem m.a.
hljóp 217 km. á 24 tímum á Borgund-
arhólmi.
Þarf að synda í upphitaðri sund-
laug? Þarf að hlaupa á 400 m. tartan
hlaupabraut? Gott væri að heyra frá
samtökum íþróttafréttamanna hvaða
skilyrði þarf að upp-
fylla.
Sigfús Gunnarsson.
Að hafa uppi
á sannleika
AÐ hafa uppi á sann-
leika er erfitt í veru.
Það heppnast svo
fáum að leita hvar
hlutirnir eru. En
byggir þú skoðun á
bjargfastri sannfær-
ingu þinni, ber það
glöggt vitni um upp-
gjöf í sannleiksleitinni.
Þessa daga leita all-
ir sannleikans. Það er erfitt fyrir
hinn almenna borgara að átta sig,
þegar fræðingarnir segja ýmist
hækka eða lækka stýrivexti og
menn eru bornir sökum, ýmist sekir
eða saklausir. Flestir gleyma að
hluti af hruninu stafar af erlendum
áhrifum, þótt vissulega hefði verið
hægt að halda betur á spilunum hér
heima. Það er víst ávallt auðveldara
að vera vitur eftirá. Ég heimsótti
dóttur mína í Florida um jólin og sá
mér til furðu að einhverjir hér
heima vildu efna til skrílsláta og
skemmdarverka í verslunum Bón-
uss á aðfangadag. Akkúrat þar sem
fátækir Íslendingar hafa helst tæki-
færi til að fá bónus á sultarkjörin.
Þótt flestir Íslendingar séu læsir og
skrifandi, verðum við víst að taka
tillit til hinna, sem eru hvorugt og
láta reiði sína bitna á þeim sem
standa þeim næst. Þótt ég sé ágæt-
lega greindur veit ég ekki hvað
Bónusfáninn á Alþingishúsinu átti
að tákna. Þann 29. desember 2008
er einn Íslendingur, Jón Ásgeir Jó-
hannesson, að bera hönd fyrir höfuð
sér með heilli opnu í Morg-
unblaðinu. Ég las alla greinina og
mér þykir Jón Ásgeir trúverðugri
en Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún
og Davíð Oddsson samanlagt. Er
furða þótt Íslendingar séu ráðvilltir
þessa daga, sérstaklega þeir sem
hvorki eru læsir né skrifandi. Ég
læt alla njóta vafans, en auðvitað
mismikið, eftir átrúnaði.
Þórhallur Hróðmarsson.
Hringur tapaðist
KARLMANNSGULLHRINGUR
(frímúrarahringur), mikið skreyttur
með bláum stöfum, tapaðist í vest-
urbænum í desember. Finnandi er
vinsamlegast beðin að hafa sam-
band í síma 695-2028, fundarlaun í
boði.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi
kl. 9 og Hana nú-ganga kl. 10, kynning á
fyrirhugaðri dagskrá í Gjábakka til vors
verður mánudaginn 5. janúar kl. 14. Þar
mun m.a. FEBK kynna sína starfsemi
sem og nokkrir hópar, skráning á nám-
skeið er á sama tíma, allir hvattir til að
kynna sér hvaða möguleikar eru í boði.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi
kl. 9 og Hana nú-ganga kl. 10.
Lífeyrisþegadeild Landssambands
lögreglumanna | Fyrsti sunnudags-
fundur ársins hjá lífeyrisþegadeild
Landssambands lögreglumanna á morg-
un 4. janúar kl. 10 á Grettisgötu 89. Fé-
lagar, fjölmennið.