Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-18:00 - sun 13:00-18:00 - Bæjarlind 12 - S: 544 4420 - www.egodekor.is 20-70% AFSLÁTTURÚTSALANER HAFIN hö nn un :w w w .s ki ss a. ne t Skenkur Stærð: Br:150cm D: 50cm H: 90cm Verð áður: 114.000,- VERÐ NÚ: 79.800,- Skenkur Stærð: Br: 200cm D:50cm H:90cm Verð áður: 128.000,- VERÐ NÚ: 89.600,- Borð Stærð: 160cmX90cm Verð áður: 85.000,- VERÐ NÚ: 59.500,- CLASSIC GEGNHEIL EIKARLÍNA -30% Sófaborð 120cmX70cm Verð áður: 42.000,- VERÐ NÚ: 29.400,- Einnig fáanlegt í stærðinni 65cmX65cm Sjónvarpsskenkur Br:180cm D:50cm H:50cm Verð áður: 98.000,- VERÐ NÚ: 68.600,- Einnig fáanlegur í stærðinni Br:120cm D:50cm H:50cm Lotus stóll Fáanlegur í svörtu, hvítu og brúnu Verð áður: 13.400,- -35% VERÐ NÚ: 8.710,- Glerskápur Stærð: Br:100cm D:40cm H:190cm Verð áður: 128.000,- VERÐ NÚ: 89.600,- Borðstofuborð Stærð: 200cmX100cm Verð áður: 114.000,- VERÐ NÚ: 79.800,- ALLIR PÚÐAR -30% Verð áður: 3.900,- VERÐ NÚ: 2.730,- LAMPI -70% Verð áður: 7.800,- VERÐ NÚ: 2.340,- Caviar tungusófi Stærð: 315cmX160cm Fáanlegur í nokkrum litum Verð áður: 168.000,- -20% VERÐ NÚ: 134.400,- Comfort sófasett 2ja sæta Verð áður: 112.000,- -20% VERÐ NÚ:89.600,- 3ja sæta Verð áður: 123.000,- -20% VERÐ NÚ: 98.400,- Palma leðurtungusófi Stærð: 250cmX175cm Fáanlegur í brúnu leðri Verð áður: 195.000,- -20% VERÐ NÚ: 156.000,- Palma leðursófasett Fáanlegt í brúnu leðri 2ja sæta Verð áður: 114.000,- -30% VERÐ NÚ: 79.800,- 3ja sæta Verð áður: 123.000,- -30% VERÐ NÚ: 86.100,- ÍSLENDINGAR tóku við for- mennsku í Nor- rænu ráðherra- nefndinni nú um áramótin. Í tilkynningu segir að meg- inatriðin í for- mennskuáætlun Íslendinga séu að stórefla rann- sóknir og nýsköpun, ekki síst á sviði loftslags-, orku-, og umhverfismála, og að efla samstarf um verndun Norður-Atlantshafsins og málefni norðurskautsins. Liður í því er að hrinda í framkvæmd gerð vákorts yfir Norður-Atlantshafið sem á að vera grundvöllur fyrir aðgerðir komi til umhverfisslyss. Björgvin G. Sigurðsson er samstarfsráðherra Norðurlanda. Íslendingar taka við formennsku Björgvin G. Sigurðsson NÖKKVI Bragason hefur verið skipaður skrifstofustjóri fjár- málaráðuneytisins. Nökkvi hefur próf í hagfræði frá The University of Texas í Banda- ríkjunum. Hann starfaði á hagdeild Vegagerðar ríkisins árin 1986-1992 og hefur síðan þá starfað á fjár- lagaskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins. Skrifstofustjóri FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ og embætti sýslumanns Snæfellinga hafa undirritað samning til tveggja ára um að sýslumaður Snæfellinga annist tiltekin verkefni við umsýslu þjóðlendumála og vatns- og jarð- hitaréttinda í eigu ríkisins. Meðal verkefnanna er umsjón með skráningu þjóðlendna í fast- eignaskrá og þinglýsingu þeirra, móttaka erinda um nýtingu þjóð- lendna ásamt gagnaöflun, og annar undirbúningur fyrir umfjöllun og afgreiðslu forsætisráðuneytisins. Annast umsýslu vegna þjóðlendumála MIKIL aukning hefur orðið á út- köllum björgunarsveita á höf- uðborgarsvæðinu í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarna- félaginu Landsbjörg. Um er að ræða 60% heildaraukn- ingu á þessu svæði síðan í fyrra. Mest hefur aukning orðið í flokkn- um „Verðmætabjörgun og aðstoð á landi“ sem jókst um 122%. „Leit- araðgerðir á landi“ hafa aukist um 86%. Leit og aðstoð á landi hafa aukist um 13%. Aðkoma að umferð- arslysum og björgunum hefur auk- ist um 8%, en engin aukning varð í náttúruhamförum. Morgunblaðið/Frikki Nóg að gera hjá björgunarsveitum. Töluverð aukning neyðarútkalla VIÐAR Már Matthíasson prófessor hefur verið skipaður varadómari við Hæstarétt Íslands. Viðar situr sem varadómari í tímabundnu leyfi Páls Hreinssonar hæstaréttardóm- ara, en Páll gegnir starfi formanns rannsóknarnefndar sem á að rann- saka hrun bankakerfisins. Nýr varadómari STUTT ÁRSHITINN var vel yfir meðallagi á Íslandi á liðnu ári, skv. bráðabirgðayfirliti Veðurstofu Ís- lands. Þrettánda árið í röð var hiti yfir meðallagi í Reykjavík og það tíunda á Akureyri. Árið var jafnframt það sautjánda hlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga í Reykjavík árið 1870 og fjórtánda í Stykkishólmi, en þar hefur verið mælt síðan 1845. Úrkoma var nálægt meðallagi norðan- og austanlands en yfir meðallagi um sunnan- og vestanvert landið. Snjór var ívið meiri en verið hefur frá aldamótum og voru alhvítir dagar í Reykjavík 64. Það er níu dögum meira en að meðaltali 1961 til 1990, en í tæpu meðallagi sé miðað við 1971 til 2000. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 1463 og eru það 195 stundir umfram meðallag. Sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni munaði mest um óvenju sólríkan júnímánuð. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 1089 og eru það 44 stundir umfram meðallag. Hiti var óvenjulegur um sunnan- og vest- anvert landið í mánuðunum maí til júlí og voru þeir mánuðir samtals þeir hlýjustu frá upphafi mælinga. Þá féllu hitamet í síðari hluta júlí- mánaðar allvíða. Á Þingvöllum mældist hitinn 29,7 stig þann 30. júlí og er það mesti hiti sem mælst hefur á staðlaðri sjálfvirkri stöð hér á landi frá upphafi mælinga. Ný met voru einnig sett í Reykjavík sama dag þegar hitinn á mönn- uðu stöðinni fór í 25,7 stig og 26,4 stig á þeirri sjálfvirku. Hiti vel yfir meðallagi 30. júlí 2008 Tveir ungir drengir kæla sig í grasagarðinum á heitasta degi síðasta árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.