Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 21
Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is VONIR Björgólfs Guðmundssonar um að fá allt að 250 milljónir punda, jafnvirði um 44 milljarða íslenskra króna, fyrir breska úrvalsdeildar- knattspyrnuliðið West Ham eru óraunhæfar við núverandi aðstæður í efnahagsmálum. Þessu er haldið fram í grein í breska blaðinu Guardi- an. Þar kemur einnig fram að Björg- ólfur hafi nú einungis tvo mánuði til að selja félagið, þar sem yfirvofandi sé gjaldþrot eignarhaldsfélagsins Hansa, sem er í eigu Björgólfs. Segir í greininni að samkvæmt ónafngreindum heimildarmönnum hafi samtals níu aðilar sýnt áhuga á því að kaupa West Ham. Viðræður um mögulega sölu á félaginu hafi hins vegar ekki skilað miklum ár- angri til þessa. Að hluta til sé það vegna jólahátíðarinnar, en einnig hafi sitt að segja hvað verð- hugmyndir hugsanlegra kaupenda og Björgólfs séu mismunandi. Hugs- anlegt sé að sæst verði á verð sem sé um helmingur af því sem Björgólfur hefur gert sér vonir um. Þó er tekið fram í greininni að hann sé reiðubú- inn til að bíða þar til rétt verðtilboð berist. Greiðslustöðvun til 6. mars Björgólfur keypti West Ham í gegnum félag sitt Hansa ehf. fyrir 85 milljónir punda á árinu 2006. Hef- ur West Ham nú verið til sölu í um tvo mánuði. MP banki, sem er einn af lánardrottnum Hansa, fór fram á það í desembermánuði síðastliðnum, að félagið yrði tekið til gjald- þrotaskipta, en heildarskuldir þess nema um 38 milljörðum króna. Hér- aðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að Hansa gæti verið í greiðslu- stöðvun til 6. mars næstkomandi. Eru því nú rúmir tveir mánuðir eftir af greiðslustöðvunartímanum. Í greininni í Guardian segir að ef allt fari á versta veg verði West Ham sett í greiðslustöðvun til að halda félaginu gangandi. Það hafi hins vegar slæm áhrif á stöðu fé- lagsins í ensku úrvalsdeildinni, því félagið muni þá missa samtals níu stig. Það hefði mikil áhrif, því þá myndi félagið falla niður í eitt af neðstu sætum deildarinnar. Óraunsætt mat Enn hefur ekkert gengið með sölu á breska fótboltaliðinu West Ham, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar Associated Press Mikilvægt Mikið er í húfi fyrir liðsmenn West Ham, eins og fyrir ýmsa aðra, að það takist að koma í veg fyrir að félagið fari í greiðslustöðvun. !  " 5'05 -       6 - 06  ,0 ',0 (5 (7889 K*D*!&*+ 9:6*%&< &  : K*3 *%= *  !*L3% K**& *F:!< &8&* *=  & *+ 9:66< :*! *3%  K*+ 9:66< :*&*?6!:* *:*8&* *=  & *<&:** <*8 *6C +*%= *3 : + 9:6&:*%&< &  (*#:!*M  3: & &:*6 :6! = +?:A(@*= ! 1 :6! :6*%:!: M  = ! 3 *! :8  6 N 6 <!:*O!: 5<:!: 3   3& !: %  !<! +6P:*!:<! & & *: & A *: *: *: *: Q Q Q 9( (7 (8 ( 7( ( 8 9 7(  9(87 ! !: ! !: ! !: ! !: ! !: ! !: ! !: ! !: ! !: ! !: ! !: K K Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MIKIL verðbólga og samdráttur í einkaneyslu mun þjaka bandaríska hagkerfið á næstu árum, rætist spár nokkurra hagfræðinga og fjármálamanna, sem spáðu fyrir um hrunið, sem orðið hefur á fjármálamörkuðum heimsins. Í grein Wall Street Journal er farið yfir spár manna eins og Peter Schiff, sem spáði fyrir um hrunið á fast- eignamarkaðnum og fall lánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac, og Jeremy Grantham, sem spáði fyrir um hrun bankanna í haust er leið. Þessir menn hafa af því áhyggjur að sú staða gæti komið upp að ríki heimsins keppist við að fella gengi gjaldmiðla sinna til að styrkja útflutningsgreinarnar. Það muni hins vegar leiða til auk- innar verðbólgu í þessum ríkjum. Bob Rodriguez, sjóðstjóri hjá fjármálafyrirtækinu FPA, segir markað með bandarísk ríkisskuldabréf bera öll merki bóluhegðunar. Verð á bréfunum sé allt of hátt og að hrun sé yfirvofandi. Bendir hann á að miðað við ávöxtunarkröfu á 30 ára ríkisskuldabréfum geri fjárfest- ar ráð fyrir því að verðbólga á þessum þrjátíu árum verði að meðaltali 1%, sem sé fjarstæðukennt. Segist hann ekki treysta bandaríska ríkinu og neiti því að kaupa ríkis- skuldabréf. Hann vilji ekki lána fé til aðila sem fari með jafnóábyrgum hætti með efnahagsreikning sinn. Staðið á eldsneytisgjöf og bremsu á sama tíma Rodriguez segir bandaríska stjórnmálamenn ekki enn hafa skilið þá breytingu sem orðið hafi í hegðun banda- rísks almennings á síðustu mánuðum. Bandaríkjamenn muni í auknum mæli leggja fyrir fé og draga úr eyðslu. Stjórnmálamenn muni hins vegar reyna að ýta undir einkaneyslu til að viðhalda hagvexti. Næsti forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, muni standa á eldsneyt- isgjöfinni en bandarískur almenningur þrýsta á brems- una. Þetta sé uppskrift að óstöðugleika í efnahagsmálum og að gera megi ráð fyrir því að kreppan muni dýpka á næstu átján mánuðum. Segja að kreppan muni dýpka á næstu mánuðum Þeir sem spáðu fyrir um yfirstandandi kreppu eru svartsýnir um framhaldið fyrir hagkerfi heimsins á næstu misserum BANN við reykingum á öllum op- inberum stöðum, til dæmis í húsnæði í eigu hins opinbera, veitingastöðum og öðrum samkomustöðum, í borg- inni Pueblo í Colorado í Bandaríkj- unum hefur leitt til þess, að sjúkra- hússinnlögnum vegna hjartaáfalls hefur stórfækkað. Í nálægum sveit- arfélögum þar sem ekkert bann er við reykingum varð aftur á móti ekki vart við neina breytingu. Rannsóknin stóð í fimm ár eða frá 1. júlí 2003 þegar bannið gekk í gildi. Er hún sú umfangsmesta hingað til og bendir eindregið til þess, að óbeinar reykingar séu miklu skað- legri en talið hefur verið. Áætlað er, að um 46.000 manns, sem ekki reykja, deyi árlega af völdum hjarta- sjúkdóma og um 3.000 vegna lungna- sjúkdóma. Níunda rannsóknin sem sýnir það sama „Niðurstöður rannsóknarinnar eru mjög sláandi,“ sagði dr. Michael Thun, starfsmaður hjá bandarísku krabbameinssamtökunum. „Hún er raunar níunda rannsóknin, sem sýn- ir, að reykningabann er áhrifarík- asta og ódýrasta aðferðin við að draga úr hjartasjúkdómum.“ Í rannsókninni var fylgst með inn- lögnum sjúklinga vegna hjartasjúk- dóma á sjúkrahúsum í Pueblo og til samanburðar á tveimur öðrum svæð- um, einu skammt frá borginni og öðru nokkru fjær. Niðurstaðan var sú, að á þremur árum eftir að bannið gekk í gildi fækkaði innlögnum af þessum ástæðum í Pueblo um 41%. Áður var hlutfall hjartaáfalla 257 fyrir hverja 100.000 íbúa en fór á þessum stutta tíma niður í 152. Talsmenn ýmissa samtaka, sem berjast gegn reykingum, hafa eðli- lega tekið niðurstöðunni vel og segja rannsóknina sýna hve mikla áherslu verði að leggja á að vernda fólk fyrir óbeinum reykingum. Þótt rannsóknin sé sú umfange- mesta til þess þykja þó vera á henni nokkrir hnökrar og hefur hún verið gagnrýnd fyrir það. Til dæmis voru þeir, sem þurftu að leggjast inn vegna hjartaáfalls, ekki sundur- greindir eftir því hvort þeir reyktu eður ei og því er erfitt að meta áhrif óbeinna reykinga á heilsu þeirra. Þá er líka á það bent, að á rannsókn- artímanum hafi almennt dregið úr reykingum. svs@mbl.is Róttæk áhrif af reykingabanni 41% færri hjartaáföll á þremur árum Morgunblaðið/Ásdís Í kófinu Ekki er ofsögum sagt af óhollustu tóbaksreykinga. HÚN lyftist heldur en ekki brúnin á erfingjum aldraðs læknis í Gosforth á Englandi þegar þeir ákváðu að líta inn í bílskúrinn hans. Þar blasti við þeim rykfallinn fjársjóður, bif- reið af gerðinni Bugatti 57S Atal- ante. Var hún smíðuð árið 1937 og aðeins 17 eintök. Talið er að henni hafi síðast verið ekið um 1960. Víst er að fyrir hana muni fást mikið fé á uppboði en Bugatti-fyrirtækið ítalska er frægt fyrir að framleitt sum mestu bíladjásnin á árunum fyrir síðasta stríð. Eftir það fór að halla undan fæti og nú hefur Volkswagen einkarétt á nafninu. AP Gimsteinninn í bílskúrnum KARAKAS, höfuðborg Venesúela á þann vafasama heiður að vera höf- uðborg morðanna, en þar er mest tíðni morða í heiminum. Í desembermánuði einum voru að minnsta kosti 510 morð framin í borginni. Samkvæmt skýrslu tíma- ritsins Foreign Policy er Karakas ekki bara efst á listanum því morð þar voru áberandi fleiri en í þeim borgum sem fylgdu í kjölfarið. Næstu borgir á lista voru Höfðaborg í Suður-Afríku, New Orleans í Bandaríkjunum og Moskva, höfuð- borg Rússlands. Samkvæmt skýrslunni voru fram- in 130 morð á hverja 100.000 íbúa í Karakas en í borginni búa um fjórar milljónir manna. „Karakas hefur orðið mun hættu- legri en aðrar suðuramerískar borg- ir á liðnum árum og slær jafnvel út hina alræmdu Bogotá, höfuðborg Kólumbíu,“ sagði í skýrslunni. Morðin í Karakas eru talin enn fleiri þar sem fjöldi morða kemst aldrei á skrá hjá lögreglu. Ofbeldið í Karakas er talið tengjast fátækt þar sem flest morðin eru framin í fá- tækrahverfum. Flest þeirra eru framin meðal ungs fólks undir þrí- tugu og tengjast yfirleitt eiturlyfjum og gengjabardögum. Frá áttunda áratug síðustu aldar og fram á þann tíunda þrefaldaðist fjöldi fátækra en yfirvöld hyggjast berjast af auknu kappi gegn ofbeldi á nýju ári. jmv@mbl.is Flest morð í heimi framin í höfuðborg Venesúela
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.