Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 ✝ Sjöfn Magn-úsdóttir fæddist í Ási í Vestmanna- eyjum 3. desember 1929. Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Ísa- firði þriðjudaginn 23. desember síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Hannesínu Þorgerðar Bjarna- dóttur, f. á Stokks- eyri 1.12. 1907, d. 21.2. 1982 og Magn- úsar Jónssonar, f. á Ísafirði 5.1. 1909, d. 29.8. 1979 og var elst fimm barna þeirra. Systkinin eru Jón, f. 5.9. 1931, d. 13.2. 1968, Margrét, f. 17.9. 1933, Bragi, f. 6.8. 1936 og Sig- urlaug, f. 11.6. 1938. Auk þess átti Sjöfn þrjú hálfsystkini samfeðra, þau Ingibjörgu, Guðmund og Haf- dísi. Sjöfn giftist 7.6. 1951 Jóhannesi Þorsteinssyni, f. á Stað í Stein- grímsfirði 25.9. 1926. Hann er son- ur hjónanna Laufeyjar Tryggva- dóttur, f. á Seyðisfirði 16.12. 1900, d. 30.12. 1990 og Þorsteins Jóhann- essonar, f. í Ytri-Tungu á Tjörnesi 24.3. 1898, d. 17.4. 2001. Sjöfn og Jóhannes eignuðust fimm börn og þau eru: 1) Magnús, f. 23.3. 1949, maki Ragnheiður Hermannsdóttir, f. 15.5. 1949. Börn þeirra eru: a) gagnfræðaprófi 1946. Einnig stundaði hún nám í hannyrðum við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Að loknu gagnfræðaprófi hóf hún störf á Skattstofu Ísafjarðar þar sem hún vann í rúm tvö ár eða þar til hún eignaðist sitt fyrsta barn. Sjöfn og Jóhannes hófu búskap í Aðalstræti 13 á Ísafirði, en árið 1953 flutti fjölskyldan á Hlíðarveg 4, þar sem þau hafa búið síðan. Auk heimilisstarfanna sinnti Sjöfn ýmsum störfum utan heimilis á meðan að börnin voru að vaxa úr grasi, svo sem við matvælafram- leiðslu (rækjuvinnslu) og garð- yrkju í skrúðgörðum Ísafjarðar og var leiðbeinandi í vinnuskóla bæj- arins við gróðursetningar í Tunguskógi nokkur sumur. Um 1970 hóf hún á ný störf við skatta- endurskoðun á skattstofunni á Ísa- firði sem þá þjónaði orðið öllum Vestfjörðum. Hún starfaði þar fyrst sem fulltrúi en síðar sem deildarstjóri og staðgengill skatt- stjóra. Hún starfaði á Skattstofu Vestfjarðaumdæmis til ársins 2002. Sjöfn hafði ætíð brennandi áhuga á málefnum bæjarfélagsins og bar hag þess mjög fyrir brjósti og sat m.a. í heilbrigðisnefnd Ísa- fjarðar í 12 ár frá 1974 til 1986. Eftir að hún hætti störfum á skatt- stofunni starfaði hún með félagi eldri borgara á Ísafirði og sat um tíma í stjórn félagsins. Útför Sjafnar fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Bergþóra Svava, f. 1977, óskírð dóttir hennar og Þórarins Þórarinssonar, f. 2008 og b) Jóhannes Páll, f. 1978, unnusta Berglind Ósk Páls- dóttir, f. 1981. 2) Þor- steinn, f. 11.5. 1951, maki Margrét Kristín Hreinsdóttir, f. 1.9. 1958. Börn: a) Jó- hannes, f. 1978 af fyrra hjónabandi, móðir Friðný Jóhann- esdóttir, maki Ágústa Vigfúsdóttir, f. 1977. Dóttir þeirra er Sólveig Júlía, f. 2005. b) Magnús Þórir, f. 2000 og c) Þuríður Krist- ín, f. 2002. 3) Þórir, f. 18.1. 1956, maki Helga Gunnarsdóttir, f. 5.9. 1957. Börn þeirra eru Sjöfn, f. 1982, Gunnar Freyr, f. 1985 og Jó- hannes Már, f. 1990. 4) Hanna, f. 31.5. 1959, maki Andrés Krist- jánsson, f. 22.2. 1957. Börn þeirra eru Sjöfn Eva, f. 1982, Kristján, f. 1987, Jóhanna, f. 1991, og Jóhann- es Aron, f. 1996. 5) Laufey, f. 1.1. 1966. Börn hennar eru Elías, f. 1988, Þorsteinn, f. 2001, og Úlf- hildur, f. 2007. Sjöfn ólst upp hjá foreldrum sín- um á Ísafirði og gekk í Barnaskóla Ísafjarðar og síðan í Gagnfræða- skóla Ísafjarðar þar sem hún lauk Þegar Ísfirðingar voru að hefja lokaundirbúning að komu jólanna með sinni þekktu skötuveislu á Þor- láksmessu þá kvaddi elskuleg móðir mín. Hún var mikið jólabarn, hún var fædd á aðventunni og jólin voru henni alltaf einstök hátíð. Þá naut dugnaður hennar, gestrisni og umhyggja fyrir fjölskyldunni sín vel. Á jólunum vildi hún helst hafa alla stórfjölskylduna hjá sér svo hún gæti útdeilt elsku sinni til okkar allra. Hún var frábær móðir, amma og langamma. Það reyndi á okkur öll að fylgjast með henni berjast við illvígan sjúkdóm, en mamma tókst á við veikindin eins og hennar var von og vísa, hetjulega og af miklu æðruleysi. Að mömmu stóðu sterkir stofnar frá Vestfjörðum og Suðurlandi, en hún var alla tíð mikill Ísfirðingur. Henni var mjög umhugað um sam- félagið á Ísafirði, vildi veg þess sem mestan og hvergi annars staðar gat hún hugsað sér að búa, þó að hún saknaði þess oft að hafa ekki alla fjöl- skylduna nærri sér. Mamma var af þeirri vinnandi kynslóð sem lagði grunn að velferð íslensku þjóðarinn- ar. Einkunnarorð hennar voru dugn- aður, samviskusemi og ósérhlífni. Auk þess hafði mamma til að bera ríka réttlætiskennd og taldi heiðar- leika meðal helstu dyggða. Myndar- skapur og gestrisni foreldra minna á Hlíðarvegi 4 voru rómuð og það var einstök tilfinning að heimsækja þau og dvelja á heimili þeirra. Stundum fannst mér með ólíkindum hvernig mamma komst yfir allt það sem hún gerði, en hún var einstaklega vel skipulögð í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur og kom því mörgu í verk. Mér er sérstaklega minnisstæð berja- vinnsla á haustin þegar við feðgarnir tíndum kynstrin öll af berjum, mamma hreinsaði berin, sultaði og saftaði af ótrúlegum dugnaði og sendi hluta af afurðunum til ættingja og vina. Á meðan við krakkarnir vorum ungir greip mamma oft í vinnu sam- hliða heimilisstörfum, m.a. í fram- leiðslufyrirtækjum á Ísafirði til að létta undir með heimilinu. En síðar eða um það leyti sem við eldri bræð- urnir fórum að heiman til náms hóf hún störf á Skattstofu Ísafjarðar en þar hafði hún unnið stuttan tíma áður en hún stofnaði heimili. Hún vann á skattstofunni í rúm þrjátíu ár og vann þar störf sín af mikilli kostgæfni og samviskusemi, þótt slík störf hafi ekki alltaf verið til vinsælda fallin. En þar eins og í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur lagði hún sig fram og kunni vel hinar flóknu reglur skattalaganna. Mamma var mjög félagslynd og naut mannamóta í ríkum mæli. Hún hafði áhuga á þjóðmálum og hafði ákveðnar skoðanir á þeim. Þegar hún hætti störfum gekk hún til liðs við Fé- lag eldri borgara á Ísafirði og sat þar í stjórn í nokkur ár. Kom þar í ljós frumkvæði hennar og vilji til að láta gott af sér leiða. Hún beitti sér þar m.a. fyrir því að komið yrði upp golf- holuvelli fyrir aldraða á Ísafirði og var völlurinn formlega tekinn í notkun sl. haust. Mesta gæfa mömmu var að kynn- ast pabba fyrir rúmum 62 árum. Þau voru miklir vinir og félagar og studdu hvort annað í blíðu og stríðu og sam- búð þeirra var afar farsæl. Einstök umhyggjusemi pabba í veikindum hennar, þegar hann var vakinn og sof- inn yfir velferð hennar, fyrst á heimili þeirra og síðan nú síðustu vikurnar á Sjúkrahúsinu á Ísafirði bar vott um þá miklu vináttu og ást sem með þeim var alla tíð. Guð blessi minningu móður minnar og gefi pabba og fjölskyldunni styrk til að takast á við lífið án hennar. Magnús Jóhannesson. Elskuleg móðir mín er látin. Það er erfitt hlutskipti að greinast með eitt krabbamein, en að greinast með tvö á sama ári verður að teljast kaldhæðni örlaganna og vera teikn þess sem ör- lagadísirnar hafa ætlað manni. Þrátt fyrir þessa vísbendingu tók móðir mín skapadægri sínu með jafnaðar- geði, aldrei kvartaði hún, aldrei fann maður til beiskju né sárinda. Kannski bar hún harma sína í hljóði? Á kveðjustund fljúga ótal minning- ar í gegnum hugann, mamma í eld- húsinu, við gamla fótstigna saumavél að sauma á okkur börnin upp úr not- uðum flíkum. Í þvottahúsinu að þvo, fyrstu árin í höndum, á þvottabretti og síðan soðið í eldkynta þvottapott- inum. Mamma með prjóna í hönd eða úti í garði á hnjánum að reyta arfa úr matjurtagörðunum, í sláturgerð með ömmu og Láru, að sauma rúllupylsur og lundabagga, búa til kæfu, berja- saft, aðalbláberjasultu, eða taka upp kartöflur þvo þær og flokka. Að pilla rækjur hjá Böðvari. Að skrafa við Sissu, Millu, Úffu eða Láru í eldhús- inu heima. Mamma að smyrja ofan í okkur þegar við komum glorsoltin heim eftir erfiði leikja og útiveru. Að bjóða okkur góða nótt á kvöldin og vekja okkur að morgni til morgun- verðar. Líta eftir því að námi og heimavinnu væri sinnt, árétta við okkur vinnusemi, mikilvægi náms. Innræta okkur kurteisi en umfram allt jöfnuð og heiðarleika. Mamma að gildna, kona kemur utan úr bæ og brátt heyrist barnsgrátur ofan af lofti, bróðir fæddur. Mamma komin á stjá næsta dag og sinnir heimilinu sem fyrr. Mamma gildnar aftur, sama konan kemur í heimsókn, ég orðin eldri og vissi að þetta væri Stína ljósa. Eldri bróðir og ég í landaparís úti í garði, barnsgrátur heyrist, pabbi stoltur tjáir okkur að systir sé fædd. Þegar við bræðurnir komum heim eftir ball og foreldrar okkar enn á fót- um, var oft sest við eldhúsborðið yfir heitri jólaköku og mjólkurglasi. Lífið og tilveran rædd í þaula og mamma ekki lengur bara sú sem fæddi okkur og klæddi, huggaði þegar þurfti, skammaði okkur vegna óknytta og strákapara, heldur orðin félagi og vin- ur sem leitað var til þegar vandamál daglegs lífs gerðust flókin. Mamma orðin amma, sama umhyggjan, sama væntumþykjan, bernskudagar upp- lifðir á ný, prjónarnir á fullt, hjálpa til við allt, börnin síspyrjandi „megum við heilsa upp á ömmu og afa?“. Ný umferð hafin! Er ekki lífið undursam- legt? Móðir mín var frumburður og bar því nokkra ábyrgð á yngri systkinum, afi skipstjóri oft fjarri í langan tíma, en amma útivinnandi. Mamma fann snemma til ábyrgðarkenndar, sem einkenndi fas hennar alla tíð. Hún var vel gefin og hefði viljað menntast meira en tíðarandinn og kringum- stæður leyfðu það ekki. Hún gat ekki hugsað sér að við færum á mis við menntun og var því vakin og sofin yfir að við sinntum námi. Mesta gæfa hennar í lífinu var þeg- ar pabbi bauð henni í bíltúr að Skrúði í Dýrafirði á 5. tug síðustu aldar en það var upphafið að gleðiríku og far- sælu sambandi, sem sjaldnast bar skugga á. Þau voru samhent hjón í einu og öllu sem báru ómælda virð- ingu hvort fyrir öðru og áttu sér að- eins það markmið eitt að gera börnin sín að gegnum samfélagsþegnum. Ég á móður minni mikið að þakka! Þorsteinn Jóhannesson. Elsku mamma mín. Það er erfitt að hugsa sér tilveruna án þín. Að koma heim á Hlíðarveg, og engin mamma sem bíður með út- breiddan faðminn og svo mikið af ást, gæsku, gestrisni og gleði. Mamma mín þú varst mér allt sem mæður geta orðið þú fæddir mig og klæddir mig og fannst mér stað við borðið. Með örfáum orðum langar mig að þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig og fjölskyldu mína. Allar höfðinglegu móttökurnar heima á Hlíðarvegi, öll ferðalögin saman, þegar þið heimsóttuð okkur til Svíþjóðar og þegar við fjórar mæðg- urnar fórum til Kaupmannahafnar fyrir rúmum þremur árum. Þú þá 75 ára en slóst ungu konunum í hópnum við með röskum göngum á milli helstu ferðamannastaðanna og lést engan bilbug á þér finna þrátt fyrir fleiri kílómetra göngutúra, og þú slóst okk- ur öllum við með dönskukunnáttunni. Þú leiddir mig um lífsins veg og laumaðir að mér brotum um dyggðir, dugnað, lífsgildin sem daglega við notum. Þið pabbi hafið líka alltaf verið svo dugleg að láta sjá ykkur í höfuðborg- inni til að samgleðjast okkur á hinum ýmsu tímamótum í lífi okkar og barna okkar . Þá hefur þú oftar en ekki haft í farteskinu kræsingar af Hlíðarvegin- um, og ekki hefur þú vílað fyrir þér að baka heilu kransakökurnar og taka með í önnur byggðarlög. Takk fyrir öll skiptin sem krakk- arnir fengu að vera hjá ykkur og hvað þið hafið gefið börnunum okkar mik- inn tíma og haft áhuga á öllu því sem þau hafa tekið sér fyrir hendur. Og amma varst þú allra best sem alltaf hafðir tíma og hrósa, hossa, lesa bók eða hlusta bara í síma. Það er svo margt að minnast, en alltaf stendur upp úr hvað þú varst dugleg og óeigingjörn, hafðir mikla réttlætiskennd og varst áhugasöm um málefni líðandi stundar. Gestrisn- in var einstök og þá var sama hvort mig heimsóttu unglingar eða hvort fullorðnir gestir ættu í hlut, öllum var boðið til stofu og síðan bornar fram veitingar og alltaf var „nóg til frammi“. Eftir að þú hættir að vinna þá var nú ekki slegið slöku við heldur dreifstu þig á útsaumsnámskeið og saumaðir eftir það út heilu listaverkin í harðangurssaumi og helltir þér líka í félagsmálin, þannig varst þú bara, hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni. Nú sorgin hefur snert mitt líf með söknuði þetta skrifa, ég kveð þig elsku mamma mín en minningarnar lifa. Takk fyrir allt, elsku mamma. Hanna. Í dag er til moldar borin tengda- móðir mín, Sjöfn Magnúsdóttir. Það var mikið gæfuspor sem ég tók sum- arið ’76 þegar ég ákvað að fara í Menntaskólann á Ísafirði. Þar kynnt- ist ég ást lífs míns, dóttur Sjafnar og Jóhannesar. Þegar ég fór að venja komur mínar á Hlíðarveginn mætti mér frá fyrstu stundu mikil gestrisni, hlýja og vin- semd þeirra Sjafnar og Jóa. Þannig hefur það verið allar götur síðan og ávallt tilhlökkunarefni og gleðistund að hitta þau, hvort sem það var við að heimsækja þau vestur eða fá þau í heimsókn suður. Að Hlíðarvegi 4 var rekið stórt og myndarlegt heimili. Húsbóndinn vann mikið og lengi, og því kom það í hlut Sjafnar að sinna heimilisstörfun- um að mestu og sjá um börnin fimm. Sjöfn lét ekki þar við sitja heldur vann alla tíð utan heimilis, fyrst í hluta- starfi, en um fertugt var hún komin í fullt starf á Skattstofu Vestfjarða. Skemmtileg saga er af því hvernig það kom til að hún var ráðin þangað til starfa. Þannig var að ömmubróðir minn, Jón Á. Jóhannsson skattstjóri á Ísafirði, var staddur í Kaupfélagi Ís- firðinga þegar hann varð vitni að því að afgreiðslustúlka ætlaði að gefa vit- laust til baka til viðskiptavinar sem var ung kona. Hann heillaðist af valdi ungu konunnar á hugarreikningi og rökfestu hennar við að leiðrétta af- greiðslustúlkuna. Í kjölfar þessa var ungu konunni boðið starf á Skattstof- unni, en þessi unga kona var Sjöfn Magnúsdóttir, þá nýútskrifaður gagnfræðingur, 16 ára að aldri. Sjöfn var síðar á starfsævinni staðgengill skattstjóra og sinnti því með miklum sóma, eins og öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Til marks um hversu dugleg hún var að fylgjast með nýj- ungum í skattamálum, sótti hún oft námskeið til Reykjavíkur, allt þar til hún hætti störfum 73 ára að aldri. Sjöfn var notaleg í viðmóti og gef- andi kona í alla staði. Manni leið vel í návist hennar og það var hægt að spjalla við hana um allt milli himins og jarðar. Hún var rökföst en réttsýn og hlustaði og virti skoðanir annarra óháð stétt, stöðu, aldri eða kyni. Það var það sem hver og einn gat og gerði sem hún mat mest. Sjöfn var einstaklega vel gerð kona, bæði glæsileg og vel gefin. Hún hafði í fari sínu eiginleika sem hvað eftirsóknarverðastir eru. Hún hafði mikinn styrk sem lýsti sér m.a. í dugnaði hennar og samviskusemi. Visku átti hún nóg af og átti auðvelt með að tileinka sér nýja hluti og miðla af þekkingu sinni. Kærleikurinn var henni eðlislægur og umvafði hún alla sem voru henni nálægir ást og hlýju. Nú þegar ég kveð tengdamóður mína er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir vinsemd, hlýhug og stuðning sem hún sýndi okkur Hönnu og börnunum alla tíð. Mikill er missir Jóhannesar tengdaföður míns og fjölskyldunnar allrar. Megi algóður guð styrkja okkur öll. Blessuð sé minning Sjafnar Magn- úsdóttur. Andrés. Elsku amma mín. Mig dreymdi þig nóttina áður en þú kvaddir þennan heim, þú sast hjá mér á rúmstokknum í rauðu peysunni þinni með ljósa hárið þitt og brostir til mín, síðan vaknaði ég. Þegar mamma sagði mér að þú hefðir kvatt þennan heim nokkrum klukkustundum síðar streymdu minningarnar um þig fram. Ein fyrsta minningin mín um þig er þegar við fórum í kartöflugarðinn ykkar afa að taka upp kartöflur, fyrir litla borgarstelpu var þetta mikil upp- lifun og hef ég eflaust gortað mig af því að amma mín og afi ættu kart- öflugarð. Það var alltaf jafn notalegt að fara til ykkar afa. Þú varst sko algjör kraftakona, alltaf svo góð við mann og snillingur þegar kom að mat og bakstri og einkenndi það heimsókn- irnar á Hlíðarveg 4. Ég man ekki eftir mér öðruvísi hjá þér og afa en borð- andi. Fyrst var það morgunmatur, stundum morgunkaffi, hádegismatur, miðdegiskaffi, kvöldmatur og aldrei mátti maður fara að sofa öðruvísi en að fá sér kvöldkaffi. Það er mér sérstaklega minnis- stætt þegar þið afi ákváðuð að bjóða mér 8 ára gamalli út að borða á ítalsk- an pitsustað í Svíþjóð þegar ég bjó þar ásamt fjölskyldunni. Við þrjú rölt- um saman á litla staðinn og settumst niður, ég hafði oft borðað þar áður og vissi að ein pitsa væri alveg nóg fyrir okkur en það var ekki mikið hlustað á mig og tókuð þið ekki annað í mál en að fá eina pitsu á mann. Ég gleymi ekki svipnum á þér þegar pitsurnar komu og þú áttaðir þig á hversu stór- ar þær voru, við gátum ekki torgað þeim og varla staðið upp vegna ofáts. Þetta er eflaust í eina skiptið sem ég leifði matnum mínum í þinni návist. Í þessari sömu heimsókn ykkar fórum við fjölskyldan til Kaupmannahafnar og var mjög heitt í veðri. Við vorum á röltinu á Strikinu og þér var svo heitt að þegar þú sást gosbrunn á torginu, skelltir þú þér úr sandölunum og sett- ir fæturna í gosbrunninn. Það var ógleymanleg sjón að sjá ömmu sína standandi í gosbrunni eins og ekkert væri eðlilegra. Þegar ég varð eldri kynntist ég nýrri hlið á þér þar sem ég áttaði mig á að þú hafðir mikinn áhuga á við- skiptalífinu. Einnig sá ég að þú varst eldklár og mikill dugnaðarforkur á Skattinum á Ísafirði. Símtölin okkar voru ófá og alltaf jafn skemmtileg og fræðandi, það var eins og að spjalla við vinkonu sína og skipti engu hvort við ræddum um viðskiptalífið, stráka- mál eða gamla tíma. Mér finnst svo sárt að þurfa að kveðja þig núna því ég hélt að við hefðum meiri tíma. Ég ætlaði að heimsækja ykkur afa miklu oftar en lífið er óútreiknanlegt. Þú sem varst alltaf svo hraust og hress, veiktist og náðir ekki að yfirstíga þau veikindi. Það verður skrítið að koma á Hlíð- arveginn án þess að þú sért þar en ég vil trúa því að þú verðir með okkur í anda. Elsku amma, þín er virkilega sárt saknað. Blessuð sé minning þín. Þín ömmustelpa, Sjöfn Eva. Elsku amma. Það voru sorgarfréttir sem bárust okkur á Þorláksmessumorgun, þegar við fréttum af andláti þínu. Ég trúi því varla að þú sért farin. Það verður Sjöfn Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.