Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Allt eru þetta ríkuleg verðmæti, raunverulegar auðlindir sem ættu ásamt hæfileikum landsmanna sjálfra og dugnaði að gera okkur kleift að vinna fljótt og vel bug á erfiðleikum. Til að nýta þessi fjölþættu tæki- færi, færa öllum skapandi vinnu og fjölskyldum viðunandi efnahag, þurf- um við Íslendingar sem fyrst að ná samstöðu um endurgerð þjóðfélags- ins, um réttlátara og lýðræðislegra samfélag, um sáttmála sem mótaður yrði í krafti hinnar öflugu umræðu sem einkennt hefur viðbrögð þjóð- arinnar. Slíkir sáttmálar voru kjarninn í hugmyndum sem heimspekingar fyrri alda gerðu að grundvelli hins vestræna lýðræðis, þjóðfélagssýnar sem óf saman gildin sem hafa ætti að leiðarljósi. Sjálfstæðisbarátta okkar Íslendinga var öðru fremur háð með vísan í formlegan rétt, ákvæði í stjórnarskrá, uppgjör við Dani, deilur um ríkisráð og sambandslög, en um- ræðunni um gerð og grunngildi sam- félagsins vikið um of til hliðar. Nú þurfum við í kjölfar hinnar erf- iðu reynslu að gefa okkur tíma til að móta sáttmála um samfélagið, ræða efni hans og áherslur á opnum fund- um, á vettvangi skóla og atvinnulífs, í félagasamtökum, sveitarstjórnum, á Alþingi og í fjölmiðlunum, sækja í smiðju annarra þjóða, meta eigin sögu, arfleifðina, hugmyndir heim- spekinga sem lögðu grundvöll að lýð- ræðinu. Í slíkri umfjöllun hefðu allir ótví- ræðan rétt til að láta í sér heyra, bæði málfrelsi og tillögurétt. Ef vel tækist til kæmi til greina að sáttmálinn yrði svo staðfestur í sérstakri atkvæða- greiðslu því gerð hans myndi byggja á valdinu sem er hjá fólkinu í landinu, þjóðinni sjálfri. Á þann hátt myndi sáttmálinn efla samstöðu og gagnkvæmt traust, fela í sér samkomulag kynslóðanna, styrkja áherslur á gildin sem mölur og ryð fá eigi grandað, hófsemi, heið- arleika, aðhald og hyggindi, festa í sessi þá hugsjón um samhjálp sem ávallt hefur verið leiðarljós Íslend- inga þegar áföll og hamfarir valda tjóni, lögmálið sem á rætur í stofnun hreppanna á þjóðveldisöld. Í slíkum sáttmála gætum við hafið til vegs áherslur á hið opna, gagnsæja og lýðræðislega samfélag þar sem rétturinn til upplýsinga er ávallt virt- ur við ákvarðanir, stefnumótun og stjórnarhætti. Sáttmálinn yrði vegvísir sem öllum bæri að virða; eins konar hljómbotn nýrrar sjálfsmyndar og siðferðilegur burðarás í hinu nýja Íslandi sem skapað yrði í kjölfar kreppunnar. Endurreisnin, verkefni dagsins og næstu ára, myndi öðlast traustar undirstöður í þjóðarsamræðu af þess- um toga, sáttargjörð um grunnþætti samfélagsins. En endurreisnin þarf líka að fela í sér þjóðarátak um öfluga sókn. Auðlindirnar sem ég nefndi áðan og hæfileikar landsmanna allra, verk- vit og bókvit ættu að gera okkur kleift að ná á fáeinum árum fyrri styrk. Útflutningur á matvælum, tækni og hugbúnaði hefur haldið áfram; fjölmargir sprotar iða af frjórri nýsköpun. Glæsileg starfsemi Marels og Össurar, svo að dæmi séu nefnd, fyrirtækja sem enn sækja fram um víða veröld, átti sér einmitt upphaf í litlum garði. Við ættum kannski líkt og sumar þjóðir sem lent hafa í stríði að kapp- kosta að gera sérhvern vinnustað að vettvangi sóknar, öll fyrirtæki, vel- ferðarstofnanir, skóla og fé- lagasamtök, alls staðar þar sem við göngum til verka, sinnum daglegri önn. Við þurfum að sækja fram í sér- hverjum firði, hverjum dal, í byggð- arlögum, stórum og smáum, í hverf- um Reykjavíkur og nágrennis, í sveitum landsins, sjávarbyggðum; horfa til nýrra tíma, sjá tækifærin sem eru að skapast – og þau eru mörg; nýta hugvit og hæfni; efla enn frekar það sem reynst hefur traust. Við verðum að læra af mistökunum en muna um leið að Ísland er ríkulega búið að einmitt þeim auðlindum sem hin nýja öld gerir sífellt verðmætari, muna að saman lyftum við grettistaki í anda skáldsins: „Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur.“ Þjóðarátak til nýrrar sóknar, til dæmis bundið við næstu tvö ár, gæti ásamt sáttmálanum um hið réttláta samfélag orðið viðspyrnan sem dygði, aflvaki sem leysti úr læðingi ótal krafta. Það er mikið í húfi, framtíð og vel- ferð Íslendinga. Fundirnir sem ég hef á undanförnum vikum átt með þús- undum landsmanna hafa sannfært mig um að þjóðin er reiðubúin að snúa vörn í sókn. Nú þurfa allir að leggjast á árar og ég hef ákveðið að gera hvað ég get, heimsækja á næstu mánuðum og misserum alla landshluta og sem flest byggðarlög til að efla samstöðu um slíkt þjóðarátak. Við getum sem betur fer sótt hvatningu í fjölmargt sem vel var gert á liðnu ári, í sigrana sem þús- undir unnu, ungir og aldnir. Íslensku landsliðin í knattspyrnu kvenna og handknattleik karla gerðu garðinn frægan og eru í þessum efn- um fordæmi. Hjá þeim réð úrslitum samstaða og baráttuandi, agi og þjálf- un, úthald og gleði. Hver og einn gerði skyldu sína, vissi að án hinna yrðu engin mörk skoruð. Höfum þessi frábæru landslið að fyrirmynd, gerum árangur þeirra að hvatningu um að taka höndum sam- an, færa Íslandi, börnum okkar og óbornum kynslóðum heill og heiður; bæði nú og ávallt; um alla framtíð. rinnar er brýn vakning hæfni í atvinnulífi leiðir til var- anlegrar stöðnunar, vonleysis og um síðir til uppgjafar. Þá leið skulum við ekki fara. Við skulum heldur halda áfram að fylgja nágrönnum okkar, eiga samleið með þeim og byggja hér samfélag sem veitir öllum tækifæri til að reyna sig og finna kröftum sínum viðnám. Og nú þekkjum við þau sker sem við þurfum að forðast. Það er ekki þar með sagt að sú leið verði áfallalaus; þannig er lífið ekki. Við þurfum að læra af okkar erfiðu reynslu nú og hagnýta okkur hana í stað þess að láta hana hneppa okkur í fjötra ótta og vonleysis. Við þurfum að hafa það skipulag í fjármálalífi landsins sem er venjulegu fólki skilj- anlegt en forðast þá flækju í við- skiptum og þá feluleiki sem vekja vantrú og tortryggni venjulegs fólks. Með gagnsæi í viðskiptalífinu má þannig draga betur fram hin gömlu og góðu gildi sem okkur voru kennd í æsku og við höfum alist upp við: dugnað, heiðarleika, fyrirhyggju og útsjónarsemi samhliða auðmýkt og þakklæti fyrir það sem okkur hefur verið gefið. Góðir landsmenn. Tengsl okkar Íslendinga við aðrar þjóðir hafa verið mjög til umræðu undanfarin ár. Það er ekki nýtt. Ein- hvern veginn er það svo að Íslend- ingar eru tortryggnari gagnvart er- lendu valdi en gildir um margar aðrar þjóðar. Ástæðunnar er auðvitað að leita í sögu okkar og hvernig við höf- um túlkað hana. En það er mikilvægt fyrir okkur að eiga í senn góða banda- menn og að tillit sé tekið til okkar þegar ákvarðanir eru teknar í þess- um hluta heimsins. Nú er fjallað um það hvort Íslend- ingar eigi að stíga skrefið til fulls og gerast aðildarríki Evrópusambands- ins. Þegar við tókumst síðast á um slík mál, um og upp úr 1990, var margt öðruvísi umhorfs í heiminum. Niðurstaðan varð sú að stíga það skref að gerast aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Ég tel að það hafi gefist vel. En ástæðan fyrir því að ekki var lengra farið á sínum tíma var fyrst og fremst sú að við Íslendingar vildum standa tryggan vörð um auð- lindir okkar, hafa fullt forræði yfir þeim sjálfir. Vissulega er tímabært að taka þetta mál til yfirvegunar að nýju. Mat á því hvernig hagsmunum Íslands er best borgið er sífellt viðfangsefni stjórnmálanna. Við eigum ekki að nálgast það með fordómum. En ekki heldur halda því fram að hér sé ein- hverja töfralausn að finna. Nóg er að benda á löndin í kringum okkur til að sjá að þar er líka við margvíslegan vanda að etja, bæði samfélagslegan og efnahagslegan. Mjög mikilvægt er að sú samstaða sem náðist á sínum tíma um varðstöðu um auðlindir landsins haldi og ég tel að málflutn- ingur allra forustumanna stjórn- málaflokkanna bendi til að svo geti verið áfram. Það eru margar hliðar á þessu máli, hagsmunir einstakra at- vinnugreina, einstakra landsvæða, gjaldmiðillinn, fullveldishugtakið, for- ræði auðlinda o.s.frv. Og svo er auð- vitað það sjónarmið uppi að sú hug- myndafræði, sem Evrópusambandið byggist á, sé ekki eftirsóknarverð. Hér er um langtíma viðfangsefni að ræða og þjóðin sjálf verður að skera úr um það hvert skal haldið í þessum efnum. En það er á ábyrgð okkar stjórnmálamanna að haldið sé uppi vönduðum málflutningi um hugsanlega aðild að Evrópusamband- inu, þannig að kostirnir séu skýrir og réttir. Kæru landsmenn! Sigurbjörn Einarsson biskup lést síðsumars. Fáir nutu viðlíka virð- ingar og vinsælda með þjóðinni og hann. Fyrir jólin kom út bók með sálmum hans og ljóðum, Eigi stjörn- um ofar. Þar er margt vel sagt og snilldarlega ort: Ó, vertu, Guð, í verki manns, í vilja, draumi, anda hans, í þrá og starfi þjóða, að sagan verði sigur þinn og signi jörðu himinninn sem gróðurreit hins góða. Ég á mér þá ósk í kvöld, góðir landsmenn, að guð gefi okkur öllum þrek og bjartsýni til að takast á við þau verkefni sem nýtt ár færir okkur. Það er ásetningur minn og þeirra sem með mér starfa í stjórnmálum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að treysta þá umgjörð sem almenn- ingur þarf að hafa um daglegt líf sitt til að geta á eigin forsendum skapað gróðurreit hins góða. Við erum góðu vön, Íslendingar, og höfum vanið okkur við samfellda framfarasókn. Sem betur fer þýða áföllin, sem við höfum orðið fyrir, ekki meiri efnalega afturför, þegar á heildina er litið, en sem nemur fáum árum. Það munum við vinna upp á næstu árum. Það er ekki bara von heldur líka bjargföst vissa. Fögnum nýju ári í þeim anda. Góðar stundir. nskrar þjóðar Þar sem auglýsingin nær til neytenda F í t o n / S Í A *annan hvorn miðilinn eða báða, skv. fjölmiðlakönnun Capacent Gallup á tímabilinu ágúst–október 2008, allir landsmenn 20 til 70 ára 77% þjóðarinnar lesa Morgunblaðið og mbl.is daglega* Þess vegna eru auglýsendur öruggir um athygli einmitt í Morgunblaðinu eða mbl.is. Það er gott að vera í miðli sem þjóðin les.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.