Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 22
22 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 BÚIST er við, að 60.000 eftirlits- myndavélar verði settar upp í Danmörku á þessu ári og munu þá bætast við þær rúmlega 300.000 vélar, sem nú fylgjast með Dönum á degi sem nóttu. Þótt mynda- vélunum fjölgi ár frá ári eru Danir ekki á einu máli um ágæti þeirra. Reynslan í Bret- landi virðist hins vegar vera öll á eina leið, sem sagt, að myndavél- arnar komi í veg fyrir glæpi og skemmdarverk. Á það einkum við um skóla og opinberar byggingar, sem allir vita að eru vaktaðar. svs@mbl.is Undir eftirliti nótt sem dag Reykvísk eftirlits- myndavél. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ÍSRAELSKAR orrustuvélar héldu áfram árásum á skotmörk á Gaza í gær en margt bendir til, að Ísraelar muni einnig ráðast inn á svæðið með landher og skriðdrekum. Er mann- fall meðal Palestínumanna komið á fimmta hundraðið og ástandið sagt skelfilegt. Þrátt fyrir árásirnar hafa liðs- menn Hamas haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael og hvatt til sjálfsmorðsárása í Ísrael. Hafa þeir svarið þess eið að hefna grimmilega dauða Nizar Rayans, eins helsta leiðtoga Hamas, en hann, nokkrar eiginkonur hans og börn féllu í árás Ísraela á nýársdag. Ástandið á Gaza hefur valdið miklu uppnámi meðal fólks í araba- ríkjunum og víðar. Hafa tugþús- undir manna tekið þátt í mótmæla- göngum þar og í Indónesíu, Afganistan og Pakistan og haft uppi heitingar um „heilagt stríð“. Þúsundir hermanna bíða skipunar um innrás Ísraelar leyfðu og hvöttu í gær út- lendinga til að fara frá Gaza og þykir það benda til yfirvofandi innrásar. Eru þúsundir hermanna og fjöldi skriðdreka við landamærin en full- yrt er í ísraelskum fjölmiðlum, að innrásin hafi verið í undirbúningi mánuðum saman. Uzi Dayan, fyrrverandi varafor- seti ísraelska herráðsins, sagði, að stríðið gæti staðið vikum saman en tilgangur þess væri að uppræta Hamas. Sagði hann, að Ísraelar vildu ekki leggja Gazasvæðið undir sig aftur að undanskildum þeim svæðum hvaðan eldflaugunum hefði verið skotið og einnig svæði við egypsku landamærin. Segja ýmsir sérfræðingar, að tilgangurinn með innrásinni sé ekki aðeins að koma Hamas fyrir kattarnef, heldur einn- ig að sýna öðrum óvinum Ísraela, að þeir skuli ekki draga þá ályktun af mistökum Ísraela í Líbanon, að þeir veigri sér við að beita landher. Talsmenn alþjóðlegra hjálp- arsamtaka segja, að ástandið á Gaza sé skelfilegt. Þar skorti allt, mat- væli, hreint vatn og lyf. Hafa Ísrael- ar komið í veg fyrir, að flutn- ingabílar með þær nauðsynjar fái að fara inn á svæðið. Innrás á Gaza í aðsigi? Hugsanlegt er að Ísraelar leggi aftur undir sig nokkurn hluta svæðisins AP Eyðilegging Palestínsk kona í rústum heimilis síns í Rafah-flóttamannabúð- unum á Gazasvæðinu sunnanverðu. Var ísraelsku flugskeyti skotið á það. RAUL Castro, forseti Kúbu, sagði í fyrradag á 50 ára afmæli kúbönsku byltingarinnar, að hún myndi lifa í önnur 50 ár en spáði því, að „óvin- urinn“, Bandaríkin, myndi áfram reyna allt til að leggja hana að velli. Hátíðarhöldin á byltingarafmælinu voru í minna lagi að þessu sinni enda hefur Kúba eins og önnur ríki orðið fyrir barðinu á kreppunni auk þess sem þrír fellibyljir ollu þar gíf- urlegum skemmdum á síðasta ári. Er það tjón metið á 10 milljarða dollara. Í ræðu í borginni Santiago de Cuba, þar sem Fidel, bróðir hans, lýsti yfir sigri í baráttunni við ein- ræðisherrann Fulgencio Batista 1959, sagði Raul, að yfirvöld í Bandaríkjunum, hver ríkisstjórnin á fætur annarri, hefðu reynt að grafa undan byltingunni en stað- festa Kúbverja hefði komið í veg fyrir það. Raunar þyrftu þeir fátt að óttast nema kannski sjálfa sig. Binda vonir við Obama Margir Kúbverjar binda vonir við, að samskipti Kúbu og Banda- ríkjanna muni breytast til hins betra er Barack Obama sest á for- setastól en hann hefur þegar lofað að auðvelda Bandaríkjamönnum af kúbönskum ættum að ferðast til ættlandsins og senda þangað fé. Segist Raul Castro vera reiðubúinn til viðræðna við Obama. Á Kúbu hafa gilt sérstök neyð- arlög frá árinu 1991 er Sovétríkin liðu undir lok og efnahagslegum stuðningi þeirra við landið lauk. Meðalmánaðarlaun í landinu eru um 2.500 ísl. kr. og er það hvergi nærri nóg fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum. Því verður fólk að hafa úti allar klær til að komast af. svs@mbl.is AP Raul Byltingin lifi áfram þrátt fyrir ákaflega kröpp kjör almennings. Byltingin enn í 50 ár APAR af tegundinni macaque baða sig í heitri laug á hverasvæði í borginni Yamanouchi í Helj- ardal í fjallahéruðum Honshu-eyjar í Japan. Ap- ar af þessari tegund eru um 60 cm á hæð, að jafnaði um 15 kg fullvaxnir og oft nefndir snæapar. Um 250 macaque-apar halda sig á svæðinu, þar er mikið um kletta innan um sí- græn tré og stutt í snævi þakta tinda. Apabyggð- in í Heljardal, sem er hluti af Jigokudani- þjóðgarðinum fyrir villta apa, er velþekkt og minnir landsmenn oft á að upprunaleg náttúra landsins er sums staðar lítt sködduð þrátt fyrir mikið þéttbýli. Myndir af dýrunum hafa m.a. birst á frímerkjum og vefsíða er helguð þeim. Villtir apar lifa hvergi annars staðar í heim- inum á jafn norðlægum slóðum. Meðalhitinn að vetrarlagi er mínus tíu gráður og snjór er yfir landinu í fjóra mánuði ár hvert. Reuters Spjallað í heita pottinum STJÓRNARHERINN á Srí Lanka náði í gær á sitt vald bænum Kili- nochchi í norðurhluta landsins en í áratug hefur hann verið stjórnmála- leg og hernaðarleg miðstöð Tamíl- tígra í aldarfjórðungslangri baráttu þeirra fyrir sérstöku ríki Tamíla á eynni. Talsmaður stjórnarhersins sagði, að sótt hefði verið að bænum úr þremur áttum en um hann hefur verið setið í tvo mánuði. Höfðu tam- ílsku skæruliðarnir eflt varnir sínar við bæinn en stjórnarherinn hélt uppi stöðugum loft- og stórskota- liðsárásum á hann. Kváðust stjórn- arhermenn hafa mætt lítilli mót- spyrnu þegar þeir héldu loks inn í bæinn. Búist við grimmilegum bardögum Taka Kilinochchi auðveldar stjórnarhernum að sækja áfram norður Jaffnaskaga og til Jaffna, stærstu borgarinnar í hinum tam- ílska hluta Srí Lanka. Flestir búast þó við hörðum bardögum áður en því marki verður náð. Minnt er á, að stjórnarherinn hafi lagt Jaffna- skagann undir sig 1995 en Tígrarnir hafi síðan hrakið hann burt með stórárás á herstöð. Féllu þá meira en 1.200 stjórnarhermenn. Talsmenn Tígranna hafa fátt sagt um atburði gærdagsins en leiðtogi þeirra, Velupillai Prabhakaran, sagði í nóvember, að skæruliðabar- áttunni yrði haldið áfram hvað sem liði sigrum stjórnarhersins. Í Bandaríkjunum, Evrópusam- bandinu og á Indlandi eru Tamíl- tígrarnir á skrá yfir hryðjuverka- samtök en þeir hafa lengi verið orð- lagðir fyrir grimmd. svs@mbl.is Höfuðstöðvar Tígranna á valdi stjórnarhersins á Srí Lanka Búist við hörðum bardögum er herinn sækir áfram norður Jaffnaskaga Í HNOTSKURN » Samtök Tamíl-tígrannavoru stofnuð 1975 til að vinna að stofnun sérstaks, tamílsks ríkis í norðaust- urhluta Srí Lanka. » Borgarastyrjöldin hófst1983 og hafa allar sátta- tilraunir runnið út í sandinn. Talið er, að hún hafi kostað meira en 70.000 manns lífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.