Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 skrítið að koma á Hlíðarveginn án þess að þú sért þar til að taka á móti manni, alltaf jafn elskuleg og frábær í alla staði. Svo góðhjörtuð og sanngjörn alltaf sást svo vel um mig, ég hugsað ekki get mér nokkra ömmu betri en þig. Ég er þakklát fyrir að eiga margar minningar um ykkur afa og segir það heilmargt að hver og ein einasta þeirra er af hinu góða. Heimsóknirn- ar til ykkar á Ísafjörð voru alltaf jafn skemmtilegar, hvort sem ástæða þeirra var einfaldlega sú að heim- sækja ykkur, koma í pössun eða mæta á einhverja viðburði sem áttu sér stað fyrir vestan. Skiptin sem við Jóhannes Aron komum til ykkar í pössun á sumrin eru ógleymanleg. Þar eyddum við dögunum með ykkur í ró og næði og gátum dundað okkur við ýmsa hluti, við spiluðum, fórum í gönguferðir inni í skógi, tíndum reyr eða bláber, púttuðum á púttvellinum sem þú áttir svo mikinn þátt í að koma á laggirnar og svo mætti lengi telja. Það brást ekki að í hvert sinn sem ég kom til Ísafjarðar beið mín djöflakaka á Hlíðarveginum – uppáhaldið mitt. Þú varst alltaf svo dugleg að baka. Þegar ég hugsa um það, þá varstu dugleg í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Með söknuði í hjarta við minnumst þín, nær og fjær, og góðra stunda með þér, þú, sem varst okkur svo kær. Amma var góðhjörtuð og réttlát kona sem kenndi mér margt. Hún var alltaf svo hraust og einnig mjög virk í félagslífinu. Það var mikill kraftur í henni og fátt sem hún gat ekki gert. Þig gráta og þín sakna margar konur, menn og börn, en minningin mun lifa um elsku ömmu Sjöfn. Þín er og verður sárt saknað, en ég trúi því að þú sért enn með okkur, gætir okkar og vakir yfir okkur. Takk fyrir allt, elsku amma. Þín, Jóhanna. Elsku amma mín hefur nú kvatt þennan heim. Ég á ógrynni góðra minninga um ömmu. Þau voru ófá skiptin sem ég fékk að búa hjá ömmu og afa á mínum uppvaxtarárum og náði ég því að kynnast mörgum skemmtilegum hlið- um hennar. Varla var hægt að hugsa sér betra heimili, umhyggjusemi ömmu leyndi sér aldrei. Hún vildi allt fyrir gesti sína gera og dekraði við þá, og alltaf var það gleðistund þegar hún bar heimabakaðar kræsingar á borð. Hér náðum við amma einstaklega vel saman, því henni fannst gaman að prófa sig áfram og alltaf var ég tilbú- inn að bragða afraksturinn. Kvöld- stundirnar þegar við sátum saman í eldhúsinu á Hlíðarveginum og rædd- um um heima og geima eru mér dýr- mætar. Amma hafði brennandi áhuga á því sem var að gerast hjá okkur unga fólkinu, og gott var að leita ráða hjá henni. Hún var einstaklega lagin við að tileinka sér nýja hluti, man ég þá sérstaklega hversu ákveðin hún var að ná góðum tökum á tölvum og þær fjöldamörgu stundir sem við grúskuðum saman í þeim málum. Amma átti mörg barnabörn og eign- aðist fyrir skömmu sitt annað barna- barnabarn. Leyndi sér ekki stolt og hamingja hennar yfir þessum stóra hópi. Amma Sjöfn var einstök og hennar verður sárt saknað, en fallegar minn- ingar um hana munu lifa áfram með okkur öllum og hugurinn verður hjá afa Jóa. Jóhannes Þorsteinsson og fjölskylda. Nú hefur hún Sjöfn kvatt, dýrmæt fjölskylduvinkona fallin frá. Það hafði myndast falleg vinátta milli foreldra minna og Sjafnar og Jóa á frumbýl- ingsárunum á Hlíðarveginum og það myndaðist vinátta á milli móður okk- ar Sissu, Sjafnar og Millu en þær fluttu um svipað leyti á Hlíðarveginn fyrir meira en 50 árum og daglegt samband var milli þeirra og okkar púkanna. Eftir þessa dýrmætu vin- áttu lágu þær svo saman á sjúkrahús- inu Sjöfn og Milla, sem ég veit að syrgir vinkonu sína. Það var sterkt, skemmtilegt og hressilegt samfélagið sem myndaðist á þessum tíma í götunni og fullt af börnum. Pabbarnir að vinna og mömmurnar heimavinnandi, mikill samgangur og þær voru skemmtileg- ir karakterar sem settu svip á lífið og við púkarnir úti allan daginn þangað til að kallað var „matur“, og tengslin úr uppvextinum hafa haldist sterk. Sjöfn og Jói eiga 5 börn, allt hörku- duglegir myndarlegir krakkar og Sjöfn ásamt Jóa sínum hafa verið klettar sterkir og stöðugir og sett mikinn svip á Hlíðarveginn og bæj- arlífið, og þau voru einstaklega sam- heldin hjón sem leiddust hönd í hönd í gegnum lífið, sérlega falleg og náin. Sjöfn var myndarleg og vönduð kona og var lífshlaupið hennar far- sælt, því kostirnir hennar, dugnaður- inn, trúmennskan, tryggðin, sam- viskusemin fylgdu. Hún var myndarleg húsmóðir og í öllu því sem fylgdi og snyrtimennskan allsráðandi hjá þeim hjónum og er maður sat yfir hlaðborði hjá þeim ómaði undirspilið af gömlu Gufunni. Hún var mikil fjöl- skyldumanneskja og fylgdist með börnum og afkomendum þeirra með kærleik og alúð og veitti það mikla ánægju að tvö ung barnabörn hennar voru hérna á staðnum. Sjöfn var höfð- ingi heim að sækja og var oft gesta- gangur á Hlíðarvegi af frændfólki og vinum, en hún duglegri að veita en þiggja, það hefur verið óendanlega gott að eiga hana að, þessa yndislegu tryggð og vináttu. Þau hjón voru allt- af til staðar og erfðum við systkinin þessa dýrmætu vináttu. Nú hefur Ísafjörður misst mæta dóttur en við Hlíðarvegspúkarnir meira. Sjöfn var heilsuhraust alla tíð. Jói stóð eins og kletturinn með henni í þessari baráttu og það var mikill styrkur að Þorsteinn og fjölskylda og Þórir voru fallegir bakhjarlar í veik- indum hennar og stóðu eins og hetjur þétt með mömmu og pabba ásamt hinum systkinunum. Er hún hætti að vinna úti var hún mikið í forsvari við að drífa starf eldri borgara, og gerði með sóma. Í meira en áratug höfum við gamlir Hlíðarvegspúkar haldið árlega skemmtun og heiðrað foreldra við götuna og kallað þau „Orginala“ og voru þau hjón með þeim fyrstu sem voru heiðruð og alltaf mætt daginn eftir til að ganga frá, alveg einstök. Oft við þurftum áföllum að mæta þá okkar vildu Sjöfn og Jói gæta Við systkinin kveðjum og þökkum Sjöfn fyrir fallega samfylgd og Guð gefi henni frið. Elsku Jói, börn og ástvinir Sjafnar, við vottum ykkur okkar einlægustu samúð með hjartans kveðjum. Bjarndís. Með örfáum orðum er við hæfi að minnast látins samstarfsmanns á Skattstofu Vestfjarða. Kynni okkar Sjafnar hófust 1984 er undirritaður varð skattstjóri Vest- fjarðaumdæmis án þess að hafa unnið í skattkerfinu fyrr. Sjöfn bjó yfir mik- illi reynslu og miklum metnaði fyrir hönd embættisins og reyndist forkur dugleg til allra verka, enda hafði hún unnið lengi á skattstofunni og bjó yfir ómetanlegri þekkingu á skattkerfinu og ekki síður íbúum, fyrirtækjum og stofnunum á Vestfjörðum. Hún hafði lengsta reynslu þeirra sem þar unnu og eðli málsins samkvæmt leitaði hinn nýi skattstjóri mjög til hennar um fróðleik og ráð. Það var gott að starfa með Sjöfn og þótt ungur lögfræðing- ur hefði aðra sýn en hinn reyndi starfsmaður kom það aldrei að sök. Þolinmæði hennar var slík. Aldrei taldi hún eftir sér stundir eða verk þegar ljúka þurfti störfum að álagn- ingu, en oft var mikið um að vera þeg- ar ljúka þurfti álagningu. Eitt atvik er ofarlega í minni er mikið lá við að fá uppgefna útsvarsprósentu í Múla- hreppi og tókst ekki að ná í ráðamenn til að gefa hana upp. Tveir kostir voru til ráða og við komin á fremsta hlunn að leggja ekki á útsvar. Þá datt skatt- stjóranum unga í hug að auglýsa í út- varpi eftir oddvita hreppsins sem í hlut átti. Hugmyndin vakti blendnar undirtektir en aðrir kostir ekki í boði. Þegar útvarpsauglýsingin virkaði varð okkur á að skella upp úr og ekki stóð á hrósi Sjafnar. Á þeim rúmu sjö árum sem samstarf okkar stóð var komið á bæði staðgreiðslukerfi skatta og virðisaukaskatti, en hvort tveggja var nokkuð umhendis. Ekki stóð á því að leggja mikið á sig og fór Sjöfn þar fyrir hópi starfsmanna. Skattstofan flutti úr Skólagötu 10 í nýbyggt Sjórnsýsluhús á Ísafirði með tilheyr- andi umstangi, en aðstaðan til allra verka batnaði. Í því sem öðru lagði Sjöfn sig fram af ósérhlífni. Undirritaður átti því láni að fagna þegar hann varð sýslumaður að stutt var á milli hins nýja vinnustaðar og skattstofunnar og áttum við mörg samtöl þann áratug sem við tók. Sjöfn hafði ákveðnar skoðanir og amaðist aldrei við stjórnmálabrölti skattstjór- ans, sem sjálfsagt fór fyrir brjóstið á ýmsum. Hennar hugur var hjá fjöl- skyldu, eiginmanni, börnum, tengda- börnum og barnabörnum. Það duldist engum sem til þekkti hversu mikils virði fjölskyldan var henni. Með sama hætti duldist undirrituðum ekki hve heil hún var vinnustað sínum og skattkerfinu. Að leiðarlokum færi ég Sjöfn Magnúsdóttur þakkir fyrir kynnin, sem þroskuðu og efldu trú og traust á skattkerfið en ekki sízt á fjölskyldu- gildi. Eiginmanni, Jóhannesi Þor- steinssyni, sem nú sér á eftir lífsföru- naut til margra áratuga, börnum og fjölskyldum þeirra og öðrum sem sakna góðrar konu eru færðar sam- úðarkveðjur frá okkur Þórdísi og börnum okkar. Haf hugheila þökk fyrir vináttu og samstarf. Ólafur Helgi Kjartansson. ✝ Helgi Sigurðssonfæddist í Torf- garði á Langholti í Skagafirði 19. sept- ember árið 1913. Hann lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauð- árkróki 19. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigurður Helgason bóndi í Torfgarði á Lang- holti, f. 22.7. 1872, d. 23.8. 1931, og Helga Magnúsdóttir hús- freyja, f. 1.5. 1881, d. 10.9. 1950. Sigurður og Helga áttu fjögur börn og komust þrjú þeirra upp. Systkini Helga voru: Margrét húsfreyja á Akureyri, f. 9.11. 1905, d. 22.04. 1991, og Magnús smiður í Reykja- vík, f. 17.9. 1908, d. 10.9. 1985. Helgi kvæntist árið 1939 Þóru Jó- hannsdóttur húsfreyju í Stóru-Gröf syðri, f. 5.11. 1903, d. 29.1. 1967. Foreldrar hennar voru Jóhann Sig- fússon, bóndi á Syðri-Húsabakka og víðar, f. 21.4. 1866, d. 29.8. 1935, og Soffía Ólafsdóttir húsfreyja, f. 25.12. 1865, d. 10.10. 1924. Helgi og Þóra eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Sigurbjörg Margrét starfsmaður á Landakoti í Reykjavík, f. 18.3. 1941, gift Sigursveini Haukssyni, f. 24.12. 1940, þau eiga tvö börn, Helga og Steinunni. Fyrir átti Sig- urbjörg soninn Ævar Þór en faðir hans er Jón Kristinn Ríkharðsson. 2) Sigfús bóndi í Stóru-Gröf syðri í Skagafirði, f. 11.9. 1939, kvæntur Guðrúnu Gunnsteinsdóttur, f. 26.4. 1949. Þau eiga níu börn: a) Guð- björgu Steinunni, gift Ómari Bragasyni, þau eiga fimm börn, b) Jóhann Þór, sambýliskona Erna Kristín Sigurjónsdóttir, þau eiga tvö börn, c) Þóru Björk, unnusti Val- garður Einarsson, hún á einn son, d) Lindu Margréti, gift Jóni Tryggva Jóns- syni, þau eiga þrjár dætur, e) Sigfús Inga, kvæntur Laufeyju Leifsdóttur, þau eiga tvo syni, f) Gunnstein Rúnar, sambýliskona Birna Sólveig Björns- dóttir, þau eiga einn son, g) Elsu Auði, sambýlismaður Sig- þór Viðar Ragnarsson, hann á einn son, h) Helgu Rós, sambýlismaður Sigurður Óli Ólafsson, i) Sigrúnu Öldu. Þóra var tvígift en fyrri maður hennar var Ólafur Skúlason bóndi á Ytra-Vatni á Efribyggð. Þau áttu þrjú börn. Þau eru: 1) Eggert, f. 4.6. 1928, d. 8.2. 1996. 2) Soffía Val- gerður, f. 2.11.1929. 3) Ólafur Jó- hann, f. 22.6. 1932. Helgi ólst upp í foreldrahúsum í Torfgarði en fór snemma að vinna utan heimilis sem kaupamaður á ýmsum bæjum og verkamaður víða, m.a. við lagningu þjóðvegarins um Blönduhlíð í Skagafirði. Helgi var bóndi á Víðimýri 1939-1941, á Reykjarhóli 1941-1943, á Kárastöð- um í Hegranesi 1943-1944 og í Geitagerði 1944-1957 en það ár keypti hann jörðina Stóru-Gröf syðri á Langholti þar sem hann bjó um margra ára skeið þar til hann flutti til Sauðárkróks árið 1969. Starfaði hann þar um árabil í fóður- vörudeild Kaupfélags Skagfirð- inga. Útför Helga fer fram frá Reyni- staðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi minn. Það er margar góðar minningar sem koma upp í hugann á þessari stundu og hefur þú alltaf verið stór partur af mínu lífi. Ég minnist þess þegar ég var byrjuð í skóla, þá vild- irðu alltaf að ég kæmi með einkunna- spjöldin til að sýna þér og eins vild- irðu gjarnan fá bréf og teikningar til þess að sjá hvernig rithöndin væri og til að fylgjast með framförum. Þú hafðir afskaplega gaman af því að fá gesti og ég veit að þér þótti vænt um hvað við systkinin vorum dugleg að koma til þín. Þú vildir gjarnan gefa okkur kaffi og „í nefið“. Reyndar var það þannig að við systurnar vorum ægilega lítið fyrir kaffið og tóbakið en bræðurnir og jafnvel tengdasyn- irnir björguðu heiðri okkar þar. Það var alltaf gott að koma til þín á Skagfirðingabrautina hvort sem maður kom einn eða með vinkonum eða kærasta. Þú tókst afskaplega vel á móti Jóni Tryggva mínum og stelp- unum okkar og fylgdist vel með hvað var að gerast í okkar lífi, hvernig vinnan og reksturinn gengi og hvort allt væri ekki í lagi. Stelpurnar höfðu gaman af því hvernig þú tókst alltaf á móti þeim með handabandi og fóru alltaf með til þín þegar við komum norður í heimsókn hvort sem það var á Skagfirðingabrautina eða upp á sjúkrahús. Ég kveð þig eins og þú kvaddir alltaf: „Vertu ævinlega margblessað- ur.“ Hvíl í friði, afi minn. Þín Linda Margrét. Elsku afi, í dag þegar við kveðjum þig í hinsta sinn getum við huggað okkur við margar og góðar minning- ar sem við áttum saman. Frá því að við munum eftir varst þú svo stór partur af lífi okkar. Við munum aldr- ei gleyma þeim stundum sem við átt- um saman á Skagfirðingabrautinni þar sem þú gafst okkur suðusúkku- laði og kóngamola eða gafst okkur eyri til að skreppa út í sjoppu. Þegar við komum inn um dyrnar var við- kvæðið alltaf „nei, eruð þið komnar stelpur litlu“ og svo tókstu alltaf í höndina á okkur. Þú fylgdist alltaf svo vel með okkur og hvort okkur gengi ekki vel í lífinu. Þú hafðir mik- inn metnað fyrir okkar hönd í skól- anum og fylgdist með árangri okkar þar. Þegar við komumst á fullorðins- árin fylgdistu ekki síður með og hafðir sérstakan áhuga á hvort við ættum kærasta eða hvort eitthvert okkar væri nú ekki að koma með erf- ingja. Ef ekkert svoleiðis var að frétta bjuggum við bara til sögur frá grunni sem voru stórlega ýktar og hafði þú ekki síður gaman af þeim. Neftóbaksdósirnar voru aldrei langt frá og varstu duglegur að bjóða okk- ur með þér, og alltaf hafðirðu jafn- gaman af þegar við sögðumst vera nýhættar að taka í nefið. Elsku afi, við munum aldrei gleyma þér og sjáum við þig fyrir okkur sitjandi á beddanum á Skag- firðingabrautinni með neftóbaksdós- irnar í annarri og klútinn í hinni, brosandi út að eyrum yfir bullinu í okkur – og mun sú minning ylja okk- ur áfram um ókomna tíð. Þínar Helga Rós og Sigrún Alda Sigfúsdætur. Helgi afi minn upplifði langa og viðburðaríka ævi. Hann var fæddur árið 1913 á bænum Torfgarði á Langholti og bjó ævina alla á svip- uðum slóðum í Skagafirði. Hann unni Skagafirðinum mikið og var stoltur af uppruna sínum. Afi taldi sig sjaldan þurfa að sækja eitthvað út fyrir Skagafjörðinn og það var fátt af lífsins gæðum sem ekki mátti fá í blessuðu kaupfélag- inu. Hann var samvinnumaður fram í fingurgóma. Kaupfélagið hafði veitt honum liðsinni þegar þurfti við og afi lagði kaupfélaginu svo sannarlega sitt á móti, bæði sem félagsmaður og innleggjandi afurða og síðar sem dyggur starfsmaður til margra ára að búskap loknum. Eitt þurfti afi þó að sækja út fyrir bæði sýslu og kaupfélag og það var hún amma. Þóra amma ólst upp í Húnaþingi og bjó með fyrri manni sínum í Svartárdal. Eftir fráfall hans fór hún m.a. í vinnumennsku í Húsey í Vallhólma þar sem þau afi kynnt- ust. Amma lést fyrir rúmum fjörutíu árum og henni kynntist ég því aldrei en um hana hef ég ekki heyrt nema gott eitt og afi talaði ætíð um hana af mikilli virðingu og væntumþykju. Fyrstu minningar mínar um afa eru frá íbúð sem hann leigði á Aðal- götunni eftir að hann var fluttur á Krókinn. Afi tók ætíð vel á móti okk- ur systkinunum og fleiri gestum enda var hann gestrisinn með ein- dæmum og vissi að maður er manns gaman. Ósjaldan laumaði hann að okkur systkinunum súkku- laðistykkjum og rauðum kónga- brjóstsykri, sem nærri má geta að var vel þegið. Seinna meir keypti afi sér rúmgóða íbúð á Skagfirðinga- brautinni og ekki minnkaði gesta- gangurinn þegar þangað var komið. Lagði hann enda ríka áherslu á að búa vel og halda gott heimili. Afi fylgdist afar vel með og leitaði ætíð frétta hjá þeim sem heimsóttu hann eða hittu á förnum vegi. Hann las einnig mikið, jafnt fræðibækur úr héraði sem innlendar og erlendar skáldsögur. Fátt fór fram hjá hon- um. Hann var minnisgóður með af- brigðum og nánast allt sem hann heyrði eða las greyptist í hug hans. Sérviska var afa einnig í blóð borin og birtist hún í ýmsum myndum, t.a.m. þeim að strika á degi hverjum samviskusamlega yfir hvern mánað- ardag á litla borðdagatalinu sínu. Verður mér iðulega hugsað til þeirr- ar áráttu á kvöldin um leið og ég sný dagatalskubbunum mínum við. Sumt erfist greinilega frá einni kynslóð til annarar. Afi var mjög metnaðargjarn, ekki síst fyrir hönd okkar barna- barnanna. Hann fylgdist vel með öllu því sem við tókum okkur fyrir hend- ur og það voru fastir liðir hjá okkur systkinunum að skrifa afa bréf, lesa inn á segulbandsspólur fyrir hann, sýna honum einkunnir og upplýsa hann í tíðum heimsóknum um annað það sem á daga okkar dreif. Stoltið leyndi sér ekki hjá gamla manninum og ekki minnkaði það eftir að makar og barnabarnabörn komu til sögunn- ar. Afi var útsjónarsamur, nægju- samur með afbrigðum, duglegur, fróður og glöggur maður, glettinn og spaugsamur. Hans verður sárt sakn- að. Sigfús Ingi. Helgi Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.