Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Reikningurinn hækkar Hækkun gjaldskrár fyrir dreifingu rafmagns hjá RARIK og minna vægi niður- greiðslna hækkar rafmagnsreikninginn í strjálbýli og við rafhitun um allt að 14% Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is RAFMAGNSVERÐ til viðskiptavina RARIK hækkar á bilinu 7 til 14% um áramót vegna hækk- unar á taxta fyrir orkuflutning og dreifingu. Dreif- ingartaxti Rafveitu Reyðarfjarðar hækkar einnig um 15% og um 11,4% hjá Orkuveitu Húsavíkur. Stóru orkufyrirtækin á Suðvesturlandi hafa ekki ákveðið hækkanir. Orkufyrirtæki skipta gjaldskrá sinni í tvennt, innheimta sér fyrir flutning og dreifingu orku og orkuna sjálfa. Engar hækkanir hafa orðið á orkunni nú um áramótin. Dreifing og flutningur orkunnar vegur innan við helming af endanlegu orkuverði, en þó mismun- andi eftir fyrirtækjum. Þannig kemur fram hjá RARIK að algeng heildarhækkun til venjulegra heimila í þéttbýli, án rafhitunar, sé á bilinu 8-9%. Áhrifin eru meiri á útgjöld þeirra 6.500 viðskipta- vina sem nota rafmagn til upphitunar og til við- skiptavina í strjálbýli, þar sem niðurgreiðslur rík- isins til rafhitunar og til jöfnunar orkuverðs í strjálbýli eru óbreyttar. Í einstaka dæmum hækk- ar dreifingarkostnaður um allt að 40% sem jafnar sig að hluta í heildarverðinu og verður mest 14%. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, seg- ir að gjaldskráin hafi ekki fylgt verðlagi að und- anförnu og vekur athygli á því að þrátt fyrir þessa hækkun nú sé fyrirtækið innan þess ramma sem reglur Orkustofnunar kveði á um. Til þess að draga úr þörf á frekari hækkun ákvað RARIK í ljósi afkomu sinnar og aðstæðna að skera fjárfest- ingar niður um 600 milljónir og rekstrarkostnað um 100 milljónir. Jón Bjarnason, þingmaður VG, krefst þess að fjárlaganefnd komi saman til að fjalla um hækkun dreifingarkostnaðar. Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suður- nesja hafa ekki ákveðið breytingar á gjaldskrá fyrir rafmagnsdreifingu. Norðurorka hækkar heita vatnið um 6-7% að meðaltali um áramót og tengigjöld allra veitna um 26,7%. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is GERT er ráð fyrir 870 milljóna kr. hagræðingu hjá menntasviði Reykja- víkur í fjárhagsáætlun borgarinnar. Hækka útgjöld til þessa málaflokks úr 16,8 milljörðum kr. í 17,6 milljarða. „Þó að þetta sé hækkun í sjálfu sér er hún tilkomin vegna umsaminna launahækkana og hefði því orðið meiri við betri aðstæður,“ segir Kjart- an Magnússon, formaður mennta- sviðs. Borgaryfirvöld hafi enda farið í heilmikla hagræðingu „Við byrjuðum að skoða alla starfsemi skólanna og litum fyrst og fremst til lögboðinnar starfsemi þeirra.“ Áhersla væri lögð á að halda lögboðinni þjónustu, sem og annarri grunnþjónustu, auk þess að verja störf fastráðinna starfsmanna borgarinnar eins og kostur væri. Ekki lægi hins vegar fyrir hvort breyting kynni að verða á högum lausráðinna starfsmanna skólanna í haust. Kjartan telur þó ólíklegt að fög muni falla niður í neinum skólum, en gert sé ráð fyrir umtalsverðum sam- drætti í innkaupum á búnaði. „Þetta er liður sem mjög sárt er að skera nið- ur í, en það verður hins vegar að horfa til þess að á bak við hann eru ekki nein bein störf. Skólastarfið sjálft verður ekki fyrir neinum skakka- föllum þó að því sé frestað að kaupa nýjar græjur í eitt ár.“ Útgjöld vegna símenntunar lækka þá úr 61 milljón niður í 38 milljónir og gert er ráð fyrir lækkun rekstrarkostnaðar á öllum sviðum sem og lægri útgjöldum til stjórnunnar. Færri börn á skólaaldri Launakostnaður lækkar enn frem- ur um 140 milljónir kr. og er sú lækk- un til komin vegna fækkunar nem- enda. „Fyrir 2006 fór fjölgun fólks á höfuðborgarsvæðinu með börn á grunnskólaaldri svolítið framhjá Reykjavíkurborg vegna skorts á lóð- um,“ segir Kjartan og telur að reyk- vískum grunnskólabörnum fjölgi þó á ný innan fárra ára. Verða að spara í skólunum  Reynt var að vernda störf fastráðinna starfsmanna skólanna  Dregið úr inn- kaupum á tölvum og skjávörpum  Færri börn á grunnskólaaldri í borginni ÍSLENSK kona, Ísól Lind Cotto, var myrt á gaml- árskvöld af eigin- manni sínum. Hún bjó í bænum Marbletown í New York-ríki í Bandaríkjunum. Eiginmaðurinn, William Cotto, skaut Ísól til bana og framdi sjálfs- víg í kjölfarið. Ísól var 49 ára gömul. Ísól og William Cotto bjuggu ekki lengur saman. Hann hafði farið fram á skilnað árið 2005 en dregið beiðn- ina til baka árið 2006, samkvæmt frétt á vefnum Recordline. Ísól rak myndbandaleigu í Marbletown og William Cotto var á eftirlaunum en hann hætti í lögregl- unni fyrr á árinu 2008 eftir tuttugu ára starf. Cotto var handtekinn á þriðjudag fyrir að hafa ráðist inn á heimili Ísólar en var látinn laus gegn tryggingu daginn eftir. Jafnframt var sett nálgunarbann á hann gagn- vart Ísól og vopn í hans eigu gerð upptæk. Foreldrar og dóttir á Íslandi Samkvæmt upplýsingum frá ut- anríkisráðuneytinu hafði Ísól búið í Bandaríkjunum í um þrjátíu ár. Tal- ið er að málið sé upplýst en ráðu- neytið fylgist með gangi mála og er reiðubúið að veita aðstoð óski ætt- ingjar hennar eftir því. Isól Lind var ættuð úr Njarðvík og þar býr 32ja ára gömul dóttir hennar ásamt eiginmanni og börn- um. Foreldrar hennar eru einnig bú- settir í Njarðvík. Yngri dóttir Ísólar, 22ja ára gömul, býr í Bandaríkjun- um. Íslensk kona myrt í Banda- ríkjunum Isól Lind Cotto Morðinginn hafði verið látinn laus gegn tryggingu FULLORÐINN karlmaður lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi í Fannborg 1 í Kópavogi aðfaranótt 31. desem- ber sl. Eldurinn mun hafa komið upp í stofu íbúðar mannsins en elds- upptök eru ókunn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynninu um eldsvoðann á þriðja tímanum og var allt tiltækt lið kallað út. Notast var við körfu- bíla til að ná íbúum út úr húsinu og var þeim safnað saman í tvo stræt- isvagna. Slökkvistarf tók um þrjá- tíu mínútur. andrikarl@mbl.is Lést í eldsvoða Þó að hagrætt sé um 870 millj- ónir kr. hjá menntasviði borg- arinnar eru framlög til sér- kennslu aukin um 20% og er sú hækkun til komin vegna um- saminna launahækkana. „Það var algjört leiðarljós hjá okkur að skerða ekki þjónustu við þá sem þurfa helst á henni að halda. En það eru ekki síst fatlaðir einstaklingar eða þeir sem eiga við einhverja erfið- leika að stríða,“ segir Kjartan Magnússon. Sérkennslan vernduð KARLMAÐUR á sjötugsaldri lést í umferðarslysi á Ólafsfjarðarvegi við bæinn Krossa um miðjan nýársdag. Kona á svipuðum aldri slasaðist en ekki alvarlega. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Akureyri voru tildrög slyssins þau að tveir bílar, sem komu hvor úr sinni átt- inni, skullu saman. Hálka var á veg- inum þegar slysið átti sér stað. Öku- menn beggja bifreiða voru einir í bílum sínum. Fólkið var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri og var maðurinn úrskurð- aður látinn við komuna. Hinn látni hét Árni Steingrímsson, til heimilis á bænum Ingvörum í Svarfaðardal. Árni fæddist 20. nóvember 1943. Hann var ekkill og lætur eftir sig sex uppkomin börn. andrikarl@mbl.is Fyrsta bana- slysið á árinu TVEIR selir kúrðu á skeri við Seltjarnarnes í gær. Þeir voru þó ekki sofandi, eins og segir í gömlu þulunni, heldur fylgdust gaumgæfilega með brölti ljósmyndarans í fjörunni. Erlingur Hauksson sjávarlíffræðingur skoðaði myndina og taldi líklegast að um tvo landseli væri að ræða. Sá ljósi til hægri væri feitari og eldri en sá til vinstri yngri og horaðri. Landselir geta verið mjög breytilegir að lit. Landselurinn finnst víða í heiminum og heim- kynni hans eru m.a. við strendur Norður- Atlantshafs, Kyrrahaf norðanvert og í Eystra- salti. Landselir kæpa hér á vorin. Einnig kæpa útselir hér á landi, en þeir kæpa á haustin. Fullvaxinn landselsbrimill getur orðið allt að tveggja metra langur og um 170 kg að þyngd. Urturnar geta orðið um 170 sentimetra langar og rúmlega 100 kg þungar. gudni@mbl.is Tveir landselir lágu á skeri við Seltjarnarnes og fylgdust með mannlífinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Sofa urtubörn á útskerjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.