Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 31
Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Forðist að koma kerti fyrir nálægt opnum glugga þar sem vindur getur sveiflað gluggatjöldum í kertalogann Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð- arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins Þjóðin getur því aðeinstekist á við þá þær þrengingar sem fram- undan eru að uppgjör við fortíðina sé hafið af alvöru. Að- eins á þann hátt geta stjórn- málamenn og stofnanir þjóðfélags- ins endurheimt glatað traust og eytt tortryggni. ’ Í FINANCIAL Times fjallar John Thornhill ný- verið um þjóðernishyggju í Evrópu. Hann fjallar um Evrópusamstarfið og þá þróun sem stærstu hag- kerfin hafa kosið sér að undanförnu. Reyndar hafa Bretar og Frakkar nokk- urn veginn hagað sér eins og þeim sýnist innan ESB en Þjóðverjar hafa hingað til litið á hagsmuni sína og Evr- ópu sem sameiginlega; eða þar til nú! Í Evrópusamstarfinu urðu landamærin óljós- ari og þjóðríkin líkari, en þegar kreppti að skerptist á þjóðernishyggjunni bæði í menn- ingarlegu og efnahagslegu tilliti, enda vart hægt að skilja þar á milli svo vel fari. Nú eru Þjóðverjar að feta í fótspor Breta og Frakka og átta sig á að hagsmunir þeirra fara ekki lengur saman með hagsmunum Evrópu. Evrópusamstarfið er í miklu póli- tísku og efnahagslegu uppnámi. Þjóðverjar kjúfa sig frá gjaldeyrisstefnu evrusvæðisins, og eru mörg ríki, eins og Ítalía, í stökustu vandræðum vegna þess hversu hátt gengi evrunnar er skráð m.t.t. útflutnings. Þjóð- verjar bregðast öðruvísi og að mínu mati með skynsamari hætti við kreppunni, því þeir vita að um er að ræða langa og illvíga kreppu. Þeir vilja ekki eyða öllu púðrinu strax og bíða með efnahagslega örvun þang- að til það fer að kreppa að hjá þeim. Bretar myndir um atvinnubótavinnu með gegnd- arlausri útprentun á dollurum. Við skulum átta okkur á því að mörg hagfræðileg fífl sjá sér hér leik á borði: Þeim finnst hern- aður góð atvinnubótavinna, og jafnvel þó hermenn séu drepnir verða þurfalingarnir bara færri. Hernaður færir vöxt í hagkerfið og hergögn og vopnaframleiðsla fara á fullt; slíkt skapar störf og kemur peningum á hreyfingu. Við skulum átta okkur á því að krepp- urnar tvær á seinustu öld enduðu með heimsstyrjöldum og kannski enduðu þær vegna heimsstyrjaldanna. Hagfræði stríða er vond hagfræði og ill. Lausnin sem hagfræði seinni heimsstyrjald- arinnar gaf af sér var að það voru um 60 milljónum færri menn um auðlindir heims- ins en ella. Ég vil varpa þeirri áskorun til lesenda að knýja utanríkisráðherra til að standa fyrir stofnun friðareiðs í alþjóðlegu samstarfi. Við gætum orðið fyrst þjóða til þess að standa fyrir friðareið sem segir að stríð verði ekki háð á grundvelli efnahagslegra þrenginga, sama hversu djúpar og lang- vinnar þær kunna að verða. Friðareiður skyldi einnig vera um alþjóðlega samvinnu og hjálpsemi. Meira: mbl.is/esb áður kynnst. Menningarleg tengsl voru mik- il á milli heimshluta einkum á milli Evr- ópuþjóða. Evrópa var á hátindi sínum og þótti öllum að siðmenningin væri komið á þann stað, og velmegunin svo mikil, að óhugsandi væri að það kæmi til stríða á milli Evrópuþjóða. Ekki liðu mörg árin og eftir tvær heimskreppur fylgdu ógeðsleg- ustu stríð sem mannkynið hafði nokkurn tíma kynnst. Það er hroki hvers tíma að halda að hann sé hátindur siðmenningar og velsældar þar sem komið er í mannkynssögunni. Sann- arlega er það nálægt okkur að finnast stríð á milli Evrópuþjóða fjarstæða, vegna sið- menningar, menntunar og velmegunar. En hvað gerist þegar kreppir að? Heimskrepp- an er varla byrjuð og Bretar eru búnir að beita okkur hernaðarvaldi! Gefum þjóðríkj- unum 10 ára krepputímabil eins og útlit er fyrir, og getum við þá fullyrt að hernaður á milli Evrópuþjóða sé óhugsandi? Reyndar eru þegar blikur á lofti. Mestar áhyggjur eru um málefni Írans og hvernig Íranar, Rússar og Þjóðverjar eru tengdir innbyrðis. Obama og Clinton hafa fullyrt að þau muni ráðast inn í Íran ef þeir vega að Ísrael. Nú segja Ísraelsmenn að hryðjuverkamenn á Gaza fái stuðning sinn frá Íran. Burtséð frá öllu þessu, þá er það ljóst að atvinnuleysi í USA gæti farið í 15-20% og er Obama tilbúinn með hálffáránlegar hug- og Bandaríkjamenn ætla hins vegar að eyða mörgum billjónum dala og áætlar News- week að Bandaríkjamenn eyði 8 billjónum dala í kreppuna þegar allt er tekið til. Til að bæta gráu ofan á svart eru blikur á lofti í varnarmálum Evrópu. Þjóðverjar eru í miklum viðskiptum við Rússa og Írana og hafa lagst gegn öllum aðgerðum gegn þeim innan Nató. Nú þegar Rússar ætla að minnka gasflutning til Evrópu vegna Georgíu hefur innrás í Íran aldrei verið lík- legri eftir loftárásir Gyðinga á Gazasvæðið. Mig langar að tala um hnattvæðinguna í þessu sambandi. Orðinu hnattvæðing hefur verið gefin sú meining að um sé að ræða splunkunýtt fyrirbæri sem mannkynið hefur aldrei séð áður. Það er alrangt! Við getum sennilegast rakið feril hnattvæðingar allt að 2700 ár aftur í tíman til möndultímabilsins þegar vegir voru byggðir um Asíu og Evr- ópu, sem greiddu leið fyrir verslun á milli fjarlægra heimshluta. Vissulega voru ekki til tölvur og greiðslukort, en hnattvæðing var það engu að síður í menningarlegu og efnahagslegu tilliti. Þetta gaf einnig mögu- leikann á að heimsveldi gætu orðið til; fyrst Persar, síðan Grikkir og að lokum Rómverj- ar. Thornhill vísar í bók Stefans Zweig frá 1942. Hann talar um hnattvæðinguna sem átti sér stað á árunum fyrir fyrri heims- styrjöld. Almenningur naut gríðarlegrar velmegunar, ólíkt öllu öðru sem hann hafði Hagfræði stríða Gunnar Kristinn Þórðarson guðfræðingur. „ACCIDENTS don’t happen. They are caused!“ Þessi setning situr í mér frá fyrstu sjónvarpsreynslu minni, en hún er úr gamla kanasjónvarpinu á 7. áratugnum úr auglýsingum um bætt umferðaröryggi. Þessi hugsun ætti að vera í fullu gildi, að við með gerðum okkar eða gáleysi séum oft völd að slysum og ýmsum atvikum. Stundum að öllu leyti, stundum að hluta. Stundum vegna brota á lög- um, stundum vegna þess að hegðun er ekki í samræmi við aðstæður. Hraðakstur drepur, þó að umferðarlögum sé hlýtt að öðru leyti. Því miður virðist oft eins og við lítum á umferðarslys sem óhjákvæmilegan fórnarkostnað umferðarinnar. Eins og þau séu eðlilegur fylgifiskur menningar okkar og at- burðir, sem enginn ber ábyrgð á. Meðan sú er afstaðan verður okkur lítt ágengt í að koma á öruggari umferð. Nú virðist eiga að líta á efnahagskreppu landsins sömu augum. Það beri enginn ábyrgð. Fallinu jafnvel líkt við náttúruhamfarir, sem skella á óforvar- andis og án tilstuðlunar manna. Kreppan eigi sér ekki orsök í aðgerðum eða aðgerðaleysi ýmissa þegna og stofnana landsins. Í besta falli má viðurkenna sakir að utan. Auðvitað er þetta ekki svo. Þúfan sem velti hlassinu var sannarlega af al- þjóðlegum toga, en stærð vandans og áhrif hans til langs tíma á líf okkar og afkomenda okkar eru af völdum íslenskra manna. Ábyrgð þeirra verður að vera skýr og ljós. Íslendingum virðist ekki gefið að játa á sig mistök. Ég minnist oft þess tíma, þegar ég kom úr sérnámi og hóf störf á Barnaspítala Hringsins. Í þá daga var Landspítalinn um margt góður vinnustaður og góður starfsandi, enda var þá enn ekki orðið ljóst að spítalinn væri einn af þyngstu böggum þjóðfélagsins. Ég man að mér þótti nokkuð sérstakt, að það sem úrskeiðis fór í daglegu starfi virtist ekki persónum að kenna, heldur hinum ýmsu deildum: skurðstofunni, rannsókn, röntgen, svæfingunni, apótekinu. Nú virðist hins vegar ekki einu sinni vera hægt að kenna stofnunum þjóðfélagsins um at- burðarásina. Þegar spurninga er spurt er svarið að ekki eigi að persónugera vandann og ekki að leita að sökudólgum. Krafan um að allt sé uppi á borðinu fjallar ekki um að leita að blóraböggl- um og ekki um að persónugera vandann. Hún fjallar um það að greina rætur vandans. Hún fjallar um að finna út hvaða ákvarðanir leiddu okkur á þessa braut, hverjir tóku þær ákvarðanir og á hvern hátt þær höfðu áhrif á at- burðarásina. Þjóðin getur því aðeins tekist á við þá þær þrengingar sem framundan eru að uppgjör við fortíðina sé hafið af alvöru. Aðeins á þann hátt geta stjórn- málamenn og stofnanir þjóðfélagsins endurheimt glatað traust og eytt tor- tryggni. Aðeins með því er hægt að biðja þjóðina að axla þær byrðar, sem fylgja fallinu. Það uppgjör verður að vera óumdeilt og þeir sem ollu verða að viðurkenna hlut sinn. Við erum lögð upp í erfitt ferðalag inn í framtíðina. Það verður að sjá til þess að það ferðalag verði til heilla og að séð verði til þess að sömu menn og felldu okkur ráði ekki ferðinni til framtíðar. Þegar ferðamaður villist illilega af leið er varla vænlegt að halda af stað að nýju með sama landakort og sömu leiðsögumenn. Ég bið því stjórnvöld um að segja okkur sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann – og það sem fyrst! Slys gerast ekki af sjálfu sér Stefán J. Hreiðarsson, barnalæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.