Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 48

Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 48
48 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009  Vart varð þverfótað fyrir stjörn- um þegar X-Factor stjarnan fær- eyska, Jógvan Hansen, hélt á upp þrítugsafmæli sitt á Hressó á þriðjudaginn. Á meðal þeirra sem heiðruðu Jógvan voru Hara-systur, þær Hildur og Rakel Magnúsdætur sem lutu í lægra haldi fyrir Jógvani í X-Factor, Ragnhildur Steinunn sjónvarpskona sem fékk það óþveg- ið í Áramótaskaupinu, Halla Vil- hjálmsdóttir leikkona, Friðrik Óm- ar Evróvisjónfari, Hera Björk söngkona og svo þeir Sigurjón Brink og Hreimur sem sungu af- mælisbarninu til heilla. Síðast en ekki síst voru mættir foreldrar Jógvans, þau Helgi Hansen og Ása Hansen sem komu hingað frá Fær- eyjum til að vera viðstödd afmæli sonar síns. X-Factor stjarna fagnar þrítugsafmæli Fólk „ÞETTA er áramótaþátturinn okkar og frá- brugðinn að því leyti að þar verða hátt í 20 gestir og ekki af lakara taginu. Ég nefni doktorarna tvo, Kára Stefánsson og Ármann Jakobsson, svo rak inn nefið landslið íslenskra tónlistarmanna og rit- höfunda. Nægir að nefna Jakob Frímann Magn- ússon, Björn Jörund, Megas, Guðberg Bergsson, Bubba og Þórarin Eldjárn. Meira að segja Hall- björn Hjartarson var í bænum. Svo voru nokkrir stjórnmálamenn á vappi í húsinu og við sáum okk- ur leik á borði og buðum t.d. Birgi Ármannssyni, Jóhönnu Sigurðardóttur og Bjarna Harðarsyni að vera með,“ segir Karl Th. Birgisson, stjórnandi spurningaþáttarins Orð skulu standa sem er á dagskrá Rásar 1 í dag kl. 16.10. Eins og upptaln- ing Karls gefur til kynna verður þátturinn ein- staklega glæsilegur og mannmargur að þessu sinni en hvernig fór þáttastjórnandi eiginlega að því að koma öllu þessu fólki fyrir í hljóðverinu? „Það var mikill handagangur í öskjunni og ekki eins mikil regla á hlutunum og endranær. Við náðum til dæmis ekki að fá svör við öllum spurn- ingum þegar allir töluðu hver í kapp við annan. Svo lenti ég satt að segja í svolitlum vandræðum þegar Jóhanna og Birgir fóru að munnhöggvast. Það var eins og væri að nálgast kosningar.“ Mætti ekki segja að toppnum sé náð? „Þetta er hápunkturinn að því leyti að ég held að við gerum þetta aldrei aftur. Við erum að ljúka okkar sjöunda vetri við mjög góðar viðtökur, en svona þáttur verður varla settur saman aftur. Og líklega ekki í íslensku útvarpi, ef því er að skipta.“ Tímamótaþáttur í íslensku útvarpi Á toppnum Karl Th. Birgisson er spyrill og höf- undur spurninga í þættinum Orð skulu standa.  Í nýlegri bók eftir John Niven, sem starfaði sem A&R maður hjá London Records (A&R er sá sem leitar uppi tónlist fyrir útgáfufyr- irtæki), fer hann hörðum orðum um útgáfuheiminn breska, svo hörðum orðum að mörgum finnst nóg um. Af lýsingum í bókinni, „Kill you Fri- ends“, má ráða að alla jafna fyrirlíti starfsfólk útgáfufyrirtækja (út- úrdópaðir geðsjúklingar upp til hópa) listamenn og tónlist þeirra; í raun finnist þeim listamenn illa gefnir iðjuleysingjar og sífellt til trafala. Meðal hljómsveita sem nefndar eru í bókinni, án þess þó að fjallað sé um þær frekar, eru ís- lensku sveitirnar Ragga and the Jack Magic Orchestra (Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Magnússon), Gus Gus og Bellatrix, en allar voru þessar sveitir að reyna að koma sér á framfæri í Bretlandi á þeim tíma sem bókin fjallar um. Listamenn til trafala  Leikritið Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson verður aft- ur tekið til sýninga en nú í Hafn- arfjarðarleikhúsinu og verður fyrsta sýningin leikin eftir ná- kvæmlega viku. Verkið var áður sett á svið af Leikfélagi Akureyrar á síðasta leikári og hlaut ágætis dóma. Björn Hlynur er bæði höf- undur og leikstjóri verksins en Hilmar Jónsson leikur aðal- hlutverkið. Hlutverkaskipan þeirra Björns Hlyns og Hilmars er hins vegar þveröfug í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir því þar er það Hilmar sem leikstýrir Birni Hlyni í Sumarljósi. Af öðrum leikurum Dubbeldusch má nefna Hörpu Arn- ardóttur, Davíð Guðbrandsson og Maríu Hebu Þorkelsdóttur. Dubbeldusch Björns Hlyns í Hafnarfirði Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er nú bara eins og með svo margt annað - maður dettur inn í þetta. Svo kemst maður bara að því að maður leysir sum verkefni betur en aðrir,“ segir tónskáldið Veigar Margeirsson þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi farið að semja tónlist fyrir bandarískar kvik- myndaauglýsingar - svokallaða „trailera“. Veigar hefur verið búsettur í Los Angeles í tíu ár, og hefur sérhæft sig í slíkri tónlist und- anfarin ár. Aðspurður segist honum líka starfið vel. „Þetta er mjög hröð vinna, og það er oft mikil óreiða og stress. En samt er þetta skipulagt stress. Heima á Íslandi neyðast menn til að vera þúsund þjala smiðir í öllu, auglýs- ingagerðarmenn skjóta sjálfir, klippa sjálfir og svo framvegis. Hér er þetta miklu afmarkaðara, ákveðnir menn leikstýra, aðrir skjóta, enn aðrir klippa o.s.frv. Svo er líka nokkuð mikil sérhæfing innan tónlistar- innar líka.“ Trukkið í Batman Veigar er klassískt menntað tónskáld og semur því aðallega svokallaða sinfóníska tónlist. „Þegar það vantar hipp-hopp eða rokk er hringt í aðra, þó maður þurfi vissulega að geta hent sér í öll hlutverk. En hér er mikil sér- hæfing,“ útskýrir hann. Ólíkt því sem margir eflaust halda er sjaldnast sama tón- listin í auglýsingum fyrir kvikmynd, og svo í myndinni sjálfri. „Það er yfirleitt aldrei þannig og það eru nokkrar ástæður fyrir því. Þegar ver- ið er að gera trailerana er oft verið að semja tónlistina og taka hana upp á sama tíma, og leggja lokahönd á mynd- ina. Önnur ástæða er sú að trailer-bransinn snýst um að selja myndina eins vel og hægt er. Það má heyra ágætt dæmi um þetta í Batman Begins „trailernum“ sem ég vann við. Þá krafðist leik- stjórinn Christopher Nolan þess að það yrði bara notuð tónlist úr myndinni, og ekk- ert annað. Nolan nýtur nægilega mikillar virðingar og hefur vald og aðstöðu til að gera það sem hann vill. En samt vantaði lag í lokin til þess að gefa hon- um (trailernum) svolítið trukk, eins og flestir trai- lerar enda. Þannig að ég þurfti að taka stefið úr myndinni og gera nýja útgáfu af því sem var betri út frá markaðslegum sjónarmiðum,“ segir Veigar, en stefið var hljóðritað upp á nýtt, með fullskipaðri sinfóníuhljómsveit. Nafnið á skjánum Hvað vinnuferlið varðar segir Veigar að oftast sé búið að ákveða fyrirfram hvernig tónlistin eigi að hljóma. „Yfirleitt er hringt í mann og sagt að verið sé að gera mynd sem sé svona og svona, og oftast er fyrirséð hvernig tónlistin á að vera - hvaða markhóps er verið að höfða til. Þannig að oft hefur maður ekki mikið svigrúm til að gera eitthvað nýtt og flott, þótt maður fái stundum frjálsar hendur. En það er því miður ekki algengt, það er svo mikið í húfi fyrir kvikmyndaverin, fjárhagslega séð.“ Þá segir Veigar orðið algengara að tónlistin sé fyrst samin, og „trailerinn“ svo klipptur saman við hana. „En hitt finnst mér reyndar skemmtilegra, að fá „trailerinn“ og setja tónlist við hann.“ Veigar fæst þó ekki eingöngu við trailera, því hann hefur gert nokkuð af því að semja tónlist fyrir heilar kvikmyndir, til dæmis íslensku myndina Köld slóð og bandarískar sjónvarpsmyndir. Hann segir annars fremur lítið um að menn semji bæði fyrir „trailera“ og heilar myndir. „Það er reyndar svolítið misjafnt, ég geri alltaf tónlist fyrir eina og eina mynd, en menn eru svolítið hólfaðir niður hérna, og það er mikil sérhæfing,“ segir hann en bætir því við að vissulega fái menn meira „kredit“ fyrir að semja tónlist fyrir heilar myndir. „En mér finnst hvort tveggja skemmtilegt, og það eru nú margar leiðir til til þess að fá klapp á bakið. En jú jú, vissulega birtist nafnið manns á skjánum ef maður semur tónlist fyrir heila mynd,“ segir hann og hlær. Vinnur fyrir kaupinu Veigar fæst ekki eingöngu við kvikmyndatónlist því hann hefur líka samið tónlist fyrir auglýsingar hér heima og erlendis, og skemmst er að minnast umdeildra auglýsinga Símans sem sýndu síðustu kvöldmáltíðina í nýju samhengi. „Mér finnst gaman að gera sitt lítið af hverju. En kosturinn við „trailerana“ er kannski sá að verk- efnin eru fljótunnin, það getur tekið fleiri mánuði að semja tónlist fyrir bíómynd, en trailer tekur frá 24 tímum upp í mánuð - yfirleitt er það svona vika.“ En fyrir hvaða trailera hefur Veigar fengið mesta athygli? „Það var trúlega Lord Of The Rings: The Two Towers „trailerinn“, það var líklega stærsta verkefni sem ég hef fengið í því. Svo fékk ég náttúrulega tölu- verða athygli fyrir að vinna að Bat- man Begins.“ Hvað næstu verkefni varðar segir Veigar þau bæði fjölmörg og stór. „Ég er til dæmis að vinna að trailer fyrir næstu mynd Renée Zellweger sem heitir Case 39, og lítur reynd- ar ekkert alltof vel út,“ segir hann og hlær. „En það er nú eiginlega þannig að þeim mun lélegri sem myndin er, þeim mun mikilvægara er að ég standi mig.“ En hvernig er það - er þetta ekki nokkuð vel borguð vinna? „Jú, hún getur verið það, en það getur verið mikill munur á milli verk- efna. En ég get hins veg- ar alveg sagt þér að í hverju einasta verkefni er maður látinn vinna fyrir kaupinu sínu. Press- an er rosaleg, og ef mað- ur klikkar á „deadline“ einu sinni, þá er maður búinn að vera. Þannig að ég reyni alltaf að vera á undan áætlun.“ Í skúr á bak við hús Eins og áður segir hef- ur Veigar búið í Los Ang- eles í tíu ár, en þegar hann bjó á Íslandi gat hann sér meðal annars gott orð sem meðlimur Milljónamæringanna, auk þess sem hann spilaði töluvert með Mezzoforte. „Svo fór ég að læra í Boston og síðan í Miami þar sem ég tók master í tónsmíðum og útsetningum. Síðan kom ég hingað í eins árs nám í kvikmynda- tónsmíðum, árið 1998, en þetta eina ár er orðið að tíu. Ég segi stundum að ég hafi menntað mig út í horn, tækifærin eru bara fleiri hér en heima, þótt mér finnist reyndar alltaf gaman að vera með í því sem er að gerast á Íslandi,“ segir Veigar. „Maður má ekki gleyma sér í Hollywood, og ég held að ég verði ekki hér til eilífðarnóns. Ég á ís- lenska konu og íslensk börn, og við förum tvisvar til þrisvar á ári heim. En draumurinn er kannski að fá sér bara sumarbústað við Elliðavatn með stúdíó úti í skúr á bak við hús.“ Tónlist fyrir „trailera“  Veigar Margeirsson semur tónlist fyrir sumar af stærstu kvikmyndum Holly- wood  „Því lélegri sem myndin er, þeim mun mikilvægara er að ég standi mig“ Atonement The Da Vinci Code A History Of Violence Ocean’s Eleven Ocean’s Twelve Black Hawk Down Batman Begins Hidalgo Cellular Alexander Kill Bill Volume 2 L.O.T.R.: The Two Towers Stórmyndir sem Veigar hefur unnið að Ævintýri Úr Lord Of The Rings: The Two Towers. Veigar Margeirsson Stórmynd Veigar samdi m.a. tónlistina við kvikmyndina Batman Begins árið 2005. www.veigar.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.