Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 46
46 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
SKÁLDSAGAN
Afleggjarinn eftir
Auði A. Ólafs-
dóttur, sem feng-
ið hefur mjög
góðar undirtektir
hérlendis frá því
hún kom út í
fyrra, var eins og
kunnugt er ný-
lega tilnefnd til
Bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs. Eftir að það fréttist
hefur áhugi erlendra forlaga aukist
mjög. Samkvæmt upplýsingum frá
Sölku, sem gaf Afleggjarann út á
sínum tíma, keypti danska forlagið
Egmont útgáfuréttinn skömmu fyrir
jólin.
Stór forlög í Frakklandi og Þýska-
landi eru einnig að bítast um verkið
þessa dagana og þar að auki hafa
fyrirspurnir borist frá Noregi.
Afleggj-
arinn í
útrás
Mikill áhugi erlendis
Auður Ólafsdóttir
ÞAÐ er ekki
bara á Íslandi
sem þjóðhöfð-
ingjar borða-
leggja listamenn
og aðra um ára-
mót. Elísabet
Englandsdrott-
ing sendi á ný-
ársdag frá sér
lista yfir þá sem
hljóta þarlendan fálka, Commander
of the Order of the British Empire.
Á lista drottningar voru meðal ann-
arra rauði makkinn Robert Plant,
söngvari Led Zeppelin, sat-
íruskáldið Terry Pratchett, sem
frægur varð fyrir Discworld-bækur
sínar var sæmdur riddaratign, leik-
arinn Michael Sheen, sem lék Tony
Blair í myndinni The Queen hlaut
sama heiður og Plant. Form-
úluekillinn Lewis Hamilton var
einnig í hópi þeirra sem drottningin
heiðraði.
Robert
Plant fékk
fálka
Robert Plant
SÝNINGU Braga Ásgeirs-
sonar myndlistarmanns á
Kjarvalsstöðum lýkur á sunnu-
dag. Sýningin ber yfirskriftina:
Augnasinfónía - Myndlist
Braga Ásgeirssonar í 60 ár.
List Braga er víðfeðm; teikn-
ingar, upphleypt poppverk, ab-
strakt málverk og fígúratíf
grafík. Í tilefni af sýningunni
gefa Listasafn Reykjavíkur og
bókaútgáfan Opna út veglega
sýningarskrá, ríkulega skreytta verkum Braga
frá öllum tímum. Bragi verður á staðnum um
helgina, kl. 15-17, og áritar bókina, en hún er
prýdd fjölda mynda af verkum hans. Sýning-
arstjóri er Þóroddur Bjarnason.
Myndlist
Augnasinfóníu
Braga að ljúka
Sjálfsmynd
SÍÐDEGISDJASS verður
leikinn í kaffistofu Hafn-
arborgar í Hafnarfirði á morg-
un kl. 16. Það er Tríó Björns
Thoroddsens sem þar á í hlut,
en auk Björns skipa tríóið Jón
Rafnsson bassaleikari og Guð-
mundur Steingrímsson
trommuleikari. Á sunnudag
lýkur þar jafnframt tveimur
sýningum á verkum Sveins
Björnssonar. Sjórinn og sjáv-
arplássið hefur að geyma valin verk eftir Svein, en
sýningin Charlottenborgarárin 1961-1968 – tæki-
færi og örlög, setur verk Sveins í samhengi verka
eftir lítinn hóp málara, sem lagði stund á nám við
Listaakademíuna í Kaupmannahöfn.
Tónlist
Tríó Bjössa Thor
spilar í Hafnarborg
Björn Thoroddsen
FREYJA Dana heldur mynd-
listarsýningu í Ólafsfirði um
helgina í Listhúsinu, Ægisgötu
kl. 14-17. Yfirskrift sýning-
arinnar er: Æskuminningar.
Þegar alltaf var sólskin, öryggi
og ást. Á sýningunni eru 13
málverk unnin í pastel, krít og
akrýl, öll gerð á liðnu ári. Þau
byggjast á svarthvítum ljós-
myndum frá æskuslóðum lista-
konunnar í Ólafsfirði, 1956-70,
og eru unnin í þeim litum sem hún geymir í minn-
ingunni. Freyja sýnir myndir af fólki og myndir af
bakgörðum, þvottasnúrum, stillönsum og kindum
í garðinum hjá ömmu hennar, með stórbrotna
fjallasýnina í baksýn. Ókeypis aðgangur.
Myndlist
Þegar alltaf var sól-
skin, öryggi og ást
Freyja Dana
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÞAÐ er búið að framleiða 7.388 ein-
tök af plötunni á fimmtán árum, og
þegar ég var búin að taka saman hve
mörg eintök hefðu verið gefin í
kynningarskyni, þá var ljóst, að búið
er að selja meira en þau 5.500 eintök
sem þarf til að plata nái gull-
plötusölu,“ segir Sigfríður Björns-
dóttir, framkvæmdastjóri Íslenskr-
ar tónverkamiðstöðvar. Platan sem
um ræðir heitir Íslensk þjóðlög og
það er Hamrahlíðarkórinn sem
syngur undir stjórn Þorgerðar Ing-
ólfsdóttur. Á mánudag voru Þor-
gerði og kórnum afhentar gullplöt-
urnar með viðhöfn.
Þorgerður Ingólfsdóttir segir það
mjög skemmtilegt fyrir kórinn að fá
þessa viðurkenningu. „Best er þó að
þessi arfur, þjóðlögin okkar, skuli
hafa átt erindi og borist víða um
lönd. Ég er mjög ánægð með það.“
Og Íslensk þjóðlög hafa ratað
víða. Fyrir utan beina sölu, hér
heima og erlendis, hefur Tón-
verkamiðstöðin sent plötuna út um
allan heim í kynningarskyni til tón-
listarsafna, útvarpsstöðva, erlendra
kóra og kórstjóra og annarra sem
gætu haft áhuga á tónlistinni, og
kórinn sjálfur hefur tekið hana með
sér í tónleikaferðir um allan heim,
allt til Kína, og nú seinast á Heims-
þing kórtónlistar á liðnu sumri og til
Frakklands nú í nóvember.
Raddsett fyrir kórinn
Þorgerður segir Hamrahlíðarkór-
inn hafa beint eða óbeint átt frum-
kvæði að útsetningum sumra þjóð-
laganna, en aðrar hafi tónskáldin
beðið kórinn að syngja, og jafnvel
gefið honum. „Það sem hefur hlotið
hvað víðasta kynningu og flutning
meðal íslenskra kóra af þeim þjóð-
lögum sem hefa sérstaklega verið
útbúin fyrir okkur eru Fjögur þjóð-
lög í útsetningu Hafliða Hallgríms-
sonar. Hafliði tileinkaði mér þessar
raddsetningar og gaf mér,“ segir
Þorgerður. „Það kom þannig til að
ég var einhvern tíma að tala um það
við Hafliða hvað þjóðlögin okkar
væru mikill arfur og að við á okkar
tímum þyrftum að vekja athygli á
þeim. Þetta hef ég reyndar margoft
rætt við fleiri tónskáld. Í dag eigum
við til dæmis ákaflega fallegar og
skemmtilegar þjóðlaga-raddsetn-
ingar eftir Snorra Sigfús Birgisson
sem hafa orðið til eftir að þessi plata
kom út. Hróðmar Sigurbjörnsson
raddsetti líka fyrir okkur sér-
staklega að beiðni Ríkisútvarpsins
fyrir dagskrá í sjónvarpi á gamlárs-
kvöld. Það var Markús Örn Ant-
onsson, þáverandi útvarpsstjóri,
sem bað sérstaklega um að hann út-
setti Draumkvæði. Hróðmar bætti
síðan við við Einsetumaður einu
sinni. Heilagur drottinn himnum á
er útfærsla Þorkels Sigurbjörns-
sonar á tvísöngnum, og hann gaf
mér hana í jólagjöf þegar ég var að
byrja kórstarfið.“
Svo kom hún með það raddsett
„Í fyrsta skipti sem Íslensku bók-
menntaverðlaunin voru veitt vorum
við beðin að syngja við athöfnina
með stuttum fyrirvara. Þetta var í
byrjun þorra og mig langaði að láta
kórinn syngja Við skulum þreyja
þorrann og hana góu, sem Jórunn
Viðar hafði útsett fyrir söngrödd
með píanóundirleik. Ég hringdi í
Jórunni og spurði hvort nokkur leið
væri að við mættum syngja út radd-
irnar úr píanópartinum og hún leyfði
okkur það. En svo kom hún með
þetta raddsett sérstaklega fyrir
blandaðan kór.“ Heilagur, heilagur
var óþekkt lag þegar Hróðmar Sig-
urbjörnsson raddsetti það og gaf
Þorgerði. Blástjarnan sem Jón Þór-
arinsson raddsetti var líka gjöf til
Þorgerðar og kórsins. Þá gaf dr. Ró-
bert Abraham Ottósson Þorgerði
raddsetningu á Móðir mín í kví, kví
eftir Wilhelm Lansky Otto. Fjöl-
skylda Wilhelms var mjög hissa þeg-
ar hún fékk plötuna, því hún vissi
ekki að hann hefði gert þessa radd-
setningu.
Lögin samofin sögu kórsins
Þannig getur Þorgerður talið upp
lag eftir lag, sögu eftir sögu, og ljóst
að mörg þjóðlaganna á gullplötunni
eru samofin sögu kórsins og bundin
honum sterkum böndum. Kannski
að það sé einmitt sagan og alúðin
sem ævinlega hefur verið lögð í lögin
sem hefur skilað plötunni gulli. Sig-
fríður Björnsdóttir er ekki í vafa.
„Platan lifir vegna þess að kórinn lif-
ir og heldur áfram að syngja þjóð-
lögin. Þjóðlögin lifa góðu lífi í dag og
útsetningarnar eru margar hverjar
snilldarlegar. Þarna fer saman
gæðaefni sem er farið um sérlega
vönduðum höndum, bæði í útsetn-
ingum og flutningi.“
Þjóðlögin lifa góðu lífi
Þorgerður Ingólfsdóttir og Hamrahlíðarkórinn fá gullplötu fyrir Íslensk þjóðlög
Gull Þorgerður Ingólfsdóttir fagnar gullplötunni með krökkunum í kórnum í húsnæði Íslenskrar tónverkamiðstöðvar sem gaf plötuna út fyrir 15 árum.
Gullplatan Íslensk þjóðlög
ÞAÐ er skemmtileg saga af því er
við vorum eitt sinn með tónleika
í Borgarneskirkju. Eftir tón-
leikana kemur einn tónleikagesta
til mín og kveðst vilja gefa mér
nótur að þjóðlagsraddsetningu
sem erlendur tónlistarkennari
hefði gert fyrir nærri 20 árum og
hann telji að ég geti hugsanlega
notað, en lagið hafði ekki verið
flutt í Borgarnesi. Nokkru seinna,
þegar við vorum á leið á Evrópa
Cantat 1985, var ég að leita í
nótunum mínum og rekst aftur á
lagið, Fagurt er í Fjörðum. Mér
leist vel á það og ákvað að æfa
það og taka með. Það var mikið
spurt um lagið, en ég gat ekkert
sagt annað en að einhver John
Hearne, sem einhvern tíma
kenndi tónlist á Íslandi, hefði
raddsett þetta íslenska þjóðlag.
Ári seinna var okkur boðið til
Skotlands, á alþjóðlega listahátíð
ungs fólks og hitti ég þá fram-
kvæmdastjórann hálfu ári fyrr til
að sýna efnisskrá okkar og ræða
skipulagið. Framkvæmdastjórinn
skoðaði prógrammið og hrópaði
upp yfir sig: „John Hearne á pró-
grammi hjá ykkur?“ Þá kom á
daginn að hann var einn af tón-
listarmönnunum sem unnu að
hátíðinni. Á lokaæfingu fyrir tón-
leika okkar var kallað utan úr sal
Áfram Ísland! Þar var John
Hearne kominn og síðan er hann
góður vinur okkar.“
Er John Hearne hjá ykkur?
Í NÝRRI kvik-
mynd eftir Tony
Palmer er dregin
upp fremur ótót-
leg mynd af
þýska tónskáld-
inu Carl Orff,
sem þekktur er
fyrir verk sitt
Carmina burana.
Orff hefur alla tíð
legið undir ámæli fyrir það hve nas-
istar dáðu tónlist hans þrátt fyrir að
aldrei hafi verið hægt að staðfesta
óræk tengsl tónskáldsins við nas-
istaflokkinn. Í myndinni, sem heitir
O, fortuna, eftir upphafssöng Carm-
ina burana er látið að því liggja að
Orff hafi aldrei vaxið upp úr gelgju
unglingsáranna, og hafi aldrei hugs-
að um aðra en sjálfan sig. Því til
staðfestingar er sagt að sambönd
hans við konur hafi einkennst af sér-
hlífni og ábyrgðarleysi. Þá hafi hann
einnig afneitað dóttur sinni.
Orff tekinn
til bæna
Carl Orff
Svo fékk ég nátt-
úrlega töluverða at-
hygli fyrir að vinna að Bat-
man begins. 48
»