Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
Vikuferð fyrir tvo til Tenerife á tímabilinu 3. febrúar til 28.
apríl. Gisting og hálft fæði á Hotel Costa Adeje Gran, sem er
stórglæsilegt 5 stjörnu lúxushótel og eitt af fáum hótelum sem
komist hefur í hina frægu bók Leading Hotels of the World.
Hótelið er eitt af glæsilegustu hótelum Evrópu og stendur svo
sannarlega undir væntingum.
Janúarvinningur:
Vikuferð fyrir tvo til Tenerife að verðmæti 281.015 kr.
Innifalið í verði ferðar:
• Flug og flugvallaskattar til Tenerife og aftur til Keflavíkur
• Gisting í tvíbýli og hálft fæði á Hotel Costa Adeje Gran
• Akstur til og frá flugvelli erlendis
Ekki innifalið:
• Skoðunarferðir
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
mbl.is/moggaklubburinn
1.vinningurregið 2. anúar
Með Moggaklúbbnum
til Tenerife á lúxushóteli
„FÆÐINGIN var eiginlega akkúrat
á miðnætti, ég var í kollhríðinni þeg-
ar flugeldasýningin stóð sem hæst,“
segir Margrét Rósa Jochumsdóttir
sem ásamt Baldri Steini Helgasyni
eignaðist fyrsta barn ársins 2009.
Drengurinn, sem hlotið hefur nafnið
Jochum Helgi Baldursson, kom í
heiminn aðeins fjórum mínútum eft-
ir miðnætti.
Margrét var hinsvegar sett á jóla-
dag og var því komin tæpa viku
fram yfir. „Mig grunaði að þetta
væri að fara af stað og það voru
endalausar bollaleggingar yfir
kvöldmatnum um hvort hann kæmi
fimm mínútum fyrir miðnætti eða
hvenær þetta yrði.“ Um níuleytið fór
vatnið og um klukkustund síðar
hafði Margrét komið sér fyrir ofan í
uppblásnum, heitum potti þar sem
heimaljósmóðirin Áslaug Hauks-
dóttir aðstoðaði hana við að koma
Jochum í heiminn. Skaupið og flug-
eldarnir fóru því að mestu leyti
framhjá hinum nýbökuðu foreldrum
en Margrét segist ekki sakna þess.
„Ég tók varla eftir þeim, það var
bara eitt sem komst að og það var að
koma honum í heiminn.“ Fimm ára
gömul systir Jochums átti hinsvegar
erfiðara með að slíta sig með öllu frá
flugeldunum og hljóp út í glugga til
að horfa á þá milli þess sem hún
fylgdist með fæðingunni. Mikill um-
gangur hefur verið á heimilinu
fyrsta sólarhringinn í lífi Jochums
en Margrét segir hann spakan yfir
athyglinni.
Hún segist ekki hafa stefnt að ára-
mótafæðingu. „Nei, hann var bara
velkominn hvenær sem er. Hann
valdi sér þessa tímasetningu alveg
sjálfur, hann ætlaði sér greinilega
að fá konunglegar móttökur í þenn-
an heim.“ una@mbl.is
Ætlaði sér að fá konunglegar viðtökur
Fyrsti Íslendingur ársins 2009 fæddist aðeins fjórum mínútum eftir miðnætti
Fimm ára gömul stóra systir fylgdist með fæðingunni og flugeldum til skiptis
Fyrstur Jochum Helgi Baldursson kom í heiminn undir dúndrandi flug-
eldasýningu um landið allt. Hann var rúmar 16 merkur og 53 cm á lengd.
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar ís-
lensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöð-
um á nýársdag. Á myndinni má sjá orðuhafa í eft-
irfarandi röð: Ástbjörg Stefanía Gunnarsdóttir,
íþróttakennari, fyrir frumkvæði í almenn-
ingsíþróttum og lýðheilsu. Grímur Karlsson, fyrr-
verandi skipstjóri, fyrir smíði báta- og skipalíkana.
Jón Arnþórsson, forstöðumaður Iðnaðarsafnsins,
fyrir framlag til varðveislu íslenskrar verkkunnáttu
og safnamenningar. Hildur Sæmundsdóttir, ljós-
móðir, fyrir framlag til heilbrigðismála og forvarna.
Elín Ósk Óskarsdóttir, óperusöngkona, fyrir fram-
lag til íslenskrar tónlistar og menningarlífs. Grétar
Þorsteinsson, fyrrverandi forseti ASÍ, fyrir störf í
þágu íslensks verkafólks. Jón Eiríksson, fræðimað-
ur og fyrrverandi oddviti, fyrir félagsstörf og fram-
lag til menningarsögu. Steinunn Þórarinsdóttir,
myndlistarmaður, fyrir framlag til íslenskrar og al-
þjóðlegrar myndlistar. María Jónsdóttir, kvæða-
kona og fyrrverandi bóndi, fyrir framlag til varð-
veislu þjóðlegrar kvæðamenningar. Kjartan
Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Ís-
lands, fyrir störf í þágu leiklistar og nýsköpun í
miðlun menningararfs. Sigurður Guðmundsson,
forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, fyr-
ir framlag til heilbrigðismála.
Ellefu hlutu riddarakross fálkaorðunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ENN eru 3-4
hross veik úr stóð-
inu sem sýktist af
salmonellu undir
Esjurótum í lok
desember.
Engin hross
hafa drepist síðan
aðfaranótt 29. des-
ember, þegar af-
lífa þurfti eitt til viðbótar. Alls hafa
því 23 hross drepist í stóðinu sem
upphaflega var 40 hross.
Gunnar Örn Guðmundsson, héraðs-
dýralæknir Gullbringu- og Kjós-
arsýslu, segir enn tvísýnt um 3-4
hross sem enn séu illa haldin, en hin
séu á batavegi og hafi ekki hrakað aft-
ur. Stóðið var flutt á hús í Mosfellsbæ
22. desember þar sem því hefur verið
haldið einangruðu frá öðrum dýrum
síðan.
Að sögn Gunnars Arnar stendur til
að flytja þau hross sem eftir eru eitt-
hvert annað við fyrsta tækifæri, til að
lágmarka smithættu. Síðan salmon-
ellusýkingin kom upp hefur hún hald-
ist innan stóðsins og ekki smitast út
fyrir það, hvorki til dýra né manna, en
Gunnar segist ekki geta fullyrt hve-
nær smithættan líði hjá. „Það er svo-
lítið erfitt að gera sér grein fyrir því,
við munum bara fylgjast með því eins
og þarft er.“
Sýni voru tekin úr tjörnum við Esju
fyrir áramót og er niðurstöðu beðið.
Sennilegt þykir að smitið hafi borist í
vatnið með fugladriti. una@mbl.is
Enn tví-
sýnt um
3-4 hross
Hross Mikið tjón
varð af sýkingunni.
Salmonellusýkingin
hefur ekki breiðst út
SÉRA Óskar Hafsteinn Óskarsson,
prestur í Akureyrarkirkju, mun
þjóna Selfosskirkju á næstunni, en
sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir gegndi
því starfi til áramóta. Segir Ey-
steinn Ó. Jónasson, formaður sókn-
arnefndar kirkjunnar, sr. Óskar eiga
að geta sinnt starfinu fram á vor, en
hann er væntanlegur aftur til starfa
á Akureyri í júlí.
„Hann var í leyfi í Kanada, en er
snúinn aftur heim og gaf kost á sér í
afleysingu,“ segir Eysteinn og
kveðst vona að hann þjóni prestkall-
inu a.m.k. fram yfir yfir fermingar.
Ekki er vitað hvenær endanleg
niðurstaða fæst í máli séra Gunnars
Björnssonar sóknarprests, en rík-
issaksóknari áfrýjaði í desember
sýknudómi Héraðsdóms Suðurlands
yfir sr. Gunnari til Hæstaréttar Ís-
lands. annaei@mbl.is
Séra Óskar í
Selfosskirkju