Morgunblaðið - 03.01.2009, Page 20

Morgunblaðið - 03.01.2009, Page 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Í HNOTSKURN » Fyrrverandi forstjóri Talssamdi í desember við Sím- ann um aðgang Tals að dreifi- kerfi Símans. » Meirihluti stjórnar Talsrifti samningnum og rak forstjórann vegna trún- aðarbrests, að sögn Þórdísar Siguðardóttur, stjórnarfor- manns Tals. » Tal varð til við samrunaHive og Sko og gerði þá samning við Vodafone um þjónustu til 5 ára. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is SÍMINN lítur svo á að samningur sem fyrirtækið gerði í desember síð- astliðnum við þáverandi forstjóra Tals, Hermann Jónsson, sé í gildi, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, for- stjóra Símans. „Við teljum að riftun á samningn- um standist ekki,“ segir Sævar. „En við viljum hins vegar tryggja að við- skiptavinir Tals verði ekki fyrir barðinu á þeim ágreiningi sem verið hefur í hluthafahópi Tals. Þess vegna lokuðum við ekki á viðskiptavini fyr- irtækisins um áramótin, eins og við hefðum getað gert, en þá væru þeir í ákveðnum tilvikum utan gsm-sam- bands þar sem þjónustusvæði Voda- fone nær til um 70-75% landsins.“ Sagt upp vegna trúnaðarbrests Ragnhildur Ágústsdóttir, sem tók við starfi forstjóra Tals í lok desem- ber í kjölfar þess að fyrrverandi for- stjóra, Hermanni Jónssyni, var sagt upp, segist hafa rætt við forstjóra Símans um þessi mál og þau verði út- kljáð á næstu dögum. Hún segir hugsanlegt að Tal muni semja aftur við Símann. Það sé þó ekki endilega eina mögulega niðurstaðan. „Hug- myndir voru komnar fram í samræð- um við Póst- og fjarskiptastofnun um lausnir. Það þarf hins vegar að klára það mál og það verður gert.“ Þórdís Sigurðardóttir, stjórnar- formaður Tals, segir að fyrrverandi forstjóra Tals hafi verið sagt upp vegna trúnaðarbrests. Hann hafi gert samning við Símann, án sam- ráðs við stjórn Tals, þó svo að í gildi sé fimm ára samningur við Vodafone um þjónustu, þar sem meðal annars sé kveðið á um að fyrirtækið geti ekki samið við annað símafyrirtæki á meðan samningurinn sé í gildi. Í desember gerði Tal samning við Símann um að frá og með áramótum myndi Tal verða á dreifikerfi Sím- ans. Tal hefur til þessa verið á dreifi- kerfi Vodafone. Þar sem dreifikerfi Vodafone sleppir hefur Tal færst sjálfkrafa yfir á dreifikerfi Símans. Síminn telur samn- ing við Tal í gildi Hefðu getað lokað á viðskiptavini Tals en gerðu það ekki Morgunblaðið/Golli Samningur Tal er með fimm ára samning við Vodafone um þjónustu. '()* '()*!   !" "# '()*" #*+) $%!# & "! "$ ,-*. /  0 %&! $%& " &"! 1234 ,5) %! %'& " &" '()*$ '()*% $% !! " " &'()             *+ ,-.  567 *86 +  9:*%:&*86 ;7  !:*%:&*86 ( :*86 3: & &:$+&:< :*1 :6=*86 >&:*86 / +01& 5 !7*5!:- ? 5 !7*@:& *@A1 4!*+ ! 1B:? *+  6*4! ! 6C *D   E &F!*+ *86 /G8: !*86 3@H'/ *  %2'13  #&:?*5& !& *# +*%:  !*86 !< *86 4   5 " "!& $&" ''"# $"#' #" $'" !" $"! $$" $"& ( $" $" $&!!" $" !"                       I!<!! ! 2!=<* ** " ****E &********3             $ $ $    $ $ $    $ $ $ J  J  J    J  J J $ $ $   $ $ J  J  J  J   J  $ $    1 9 ! !<!       $ $   $ $ $  $ $ , ! !<:<                          $           52 52 52 ICELANDAIR varð fyrir valinu til að sjá um flug með danska rík- isstarfsmenn á milli Kaup- mannahafnar og New York. Fé- lagið bauð hag- stæðasta verðið á þessari flugleið í útboði á vegum danska fjármálaráðuneytisins. Samtals voru boðnar út 22 flug- leiðir í útboðinu og varð norræna flugfélagið SAS og samstarfsaðilar þess fyrir valinu til að sjá um flugið á 12 þessara flugleiða. Segir í frétt á danska flugfréttavefnum take- off.dk, að það komi ekki á óvart að SAS og samstarfsaðilar hafi reynst bjóða hagstæðasta verðið á meiri- hluta flugleiðanna. Sú staðreynd að Icelandair hafi hins vegar slegið SAS við á flugleiðinni á milli Kaup- mannahafnar og New York komi þó verulega á óvart, en fram að þessu hafi SAS alla jafna séð um nær allt flug fyrir danska ríkið. Þá segir í fréttinni að það veki einnig athygli að Finnair bauð besta verð- ið á flugleiðinni á milli Kaup- mannahafnar og Bangkok. Alls var átta flugfélögum út- hlutað flugleiðum fyrir danska rík- ið í kjölfar útboðs fjármálaráðu- neytisins, Auk Icelandair, SAS og Finnair voru það Estonian Air, air- Baltic, Air Berlin, Brussel Airlines og Air France/KLM. gretar@mbl.is Flug Danir velja Icelandair. Icelandair hefur bet- ur en SAS Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÓHÆTT er að segja að hlutabréfa- markaðir hafi byrjað nýja árið á bjartsýnni nótum en margir bjugg- ust við miðað við horfur í efnahags- málum í heiminum. Í frétt Wall Street Journal eru lík- ur leiddar að því að fjárfestar séu að endurskipuleggja eignasöfn sín á nýju ári og hafi því keypt meira í gær en þeir gerðu fyrir áramót. Þá séu vextir svo lágir að erfitt sé fyrir fjár- festa að ávaxta fé sitt á öðrum mörk- uðum en hlutabréfamörkuðum. Breska FTSE vísitalan hækkaði um 2,9%, þýska DAX um 3,4% og franska CAC vísitalan um 4,1%. At- hyglisvert er að gengi hlutabréfa banka og fjármálafyrirtækja hækk- aði einna mest í gær, en belgíski Dexia bankinn hækkaði um 10,6% og svissnesku bankarnir UBS og Credit Suisse hækkuðu um 2-3%. Hækkanir á Norðurlöndum Að íslensku úrvalsvísitölunni und- anskilinni hækkuðu norrænar hluta- bréfavísitölur umtalsvert í gær. Samnorræna OMX vísitalan hækk- aði um 4,6%, sænska vísitalan um 4,8% og sú danska um 5%. Þá hækk- aði norska OBX vísitalan um 6,3%. Félög tengd flutningum og orku- vinnslu hækkuðu mest í Noregi. Hrávörur hækkuðu sömuleiðis í verði, en heimsmarkaðsverð á Brent norðursjávarolíu hækkaði um ein 14% og stóð í lok dags í 47,6 dölum á fatið. Er hækkunin annars vegar rakin til átakanna fyrir botni Mið- jarðarhafs og deilu Rússa og Úkra- ínumanna um gas. Hins vegar telja sumir að botninum hafi verið náð í samdrætti á eftirspurn eftir olíu og að hún muni aukast eitthvað á næst- unni. Verð á náttúrugasi hækkaði til samræmis við olíuverð, en verð á gulli lækkaði eilítið og stendur nú í 877 dölum únsan. Gengi bandaríkja- dals styrktist gagnvart evru og pundi, en pundið hélt áfram að veikj- ast. Markaðir hefja árið með hækkunum Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði um 14% og nálgast 50 dali á fatið Reuters Þreyttur Miðlari hvílir sig eftir strangan dag í kauphöllinni. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is SLÓVAKÍA tók upp evru sem gjald- miðil um áramótin. Slóvakía varð þar með sextánda Evrópulandið til að taka upp evru. Samkvæmt erlendum vefmiðlum fögnuðu um hundrað þús- und manns á götum úti í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, á nýársnótt þegar nýtt ár gekk í garð með nýjum gjaldmiðli. Evrópusambandið samþykkti í júlímánuði síðastliðnum með form- legum hætti að bjóða Slóvakíu inn- göngu í myntbandalag Evrópu. Um þessar mundir eru 10 ár frá því evran var fyrst kynnt til sögunn- ar en fyrstu evru-peningarnir kom- ust í umferð fyrir réttum sjö árum, eða í janúar 2002. Löndin sem hafa tekið upp evru sem gjaldmiðil eru, Austurríki, Belgía, Finnland, Frakk- land, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Slóvenía, Spánn, Þýska- land og nú síðast Slóvakía. BBC-fréttastofan greindi frá því í fyrradag, að um 71% Breta eru and- víg því að taka upp evru í staðinn fyr- ir pundið, samkvæmt könnun frétta- stofunnar, sem náði til um eitt þúsund manns. Um 23% voru hlynnt því að skipta um gjaldmiðil. Þess má geta að á sama tíma og Slóvakar tóku upp evru tóku Tékkar í fyrsta skipti við formennsku í Evr- ópusambandinu, en 15 ár eru nú síð- an ríkin tvö voru aðskilin. Slóvakía sextánda landið sem tekur upp evru Yfir 70% Breta eru andvíg því að skipta á pundi og evru ● EFNAHAGSKREPPAN á Íslandi hefur kostað breska athafnamanninn um 125 milljarða króna. Í grein breska blaðsins Times segir að Kaupþing hafi lánað Tchenguiz háar fjárhæðir, m.a. til að fjármagna kaup hans í kráarfyrirtæk- inu Mitchells & Butler og verslanakeðj- unni Sainsbury’s. Kaupin gerði Tchenguiz um mitt ár 2007, rétt áður en fjármálabólan sprakk með eft- irminnilegum hætti. Rúmu ári síðar, í október 2008, krafði Kaupþing Tchenguiz um endurgreiðslu lánanna og þurfti hann þá að selja hluti sína í áðurnefndum fyrirtækjum tveimur, með umtalsverðu tapi. bjarni@mbl.is Tchenguiz tapaði ● TALIÐ er að allt að fjögur hundruð starfsmenn Bakkavarar í Bretlandi geti misst vinnuna í þremur verksmiðjum félagsins í Lincolnskíri. Kemur fram í frétt BBC að Bakkavör sé að end- urskipuleggja rekstur fyrirtækisins en alls starfa um tvö þúsund manns hjá Bakkavör í verksmiðjunum þremur. Haft er eftir talsmanni Bakkavarar að nú ríki viðsjárverðir tímar í matvæla- vinnslu og að fyrirtækið fylgist grannt með gangi mála á tímum versnandi efnahagsástands. guna@mbl.is Fimm hundruð störf í hættu hjá Bakkavör ● VELTA á fasteignamarkaði á höf- uðborgarsvæðinu 26. desember 2008 til og með 1. janúar 2009 nam 272 milljónum króna, en alls var 13 kaup- samningum þinglýst á tímabilinu. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli, 2 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðar- húsnæði. Á sama tíma í fyrra var 75 samningum þinglýst og var veltan rúm- ur 2,1 milljarður króna. bjarni@mbl.is Töluverður samdráttur ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar OMX á Íslandi veiktist um 0,04% í viðskiptum gærdagsins, en um er að ræða nýja hlutabréfavísitölu. Gamla vísitalan, OMXI15, var í 352,16 stigum við lokun markaða 30. desember síðastliðinn. Um áramótin tók hins vegar ný vísitala, OMXI6 við og var upphafsgildi hennar 1.000 stig. Eftir viðskipti gærdagsins er þessi vísitala komin í 999,59 stig. Bréf Icelandair hækkuðu um 1,13%, Straums um 0,54% og Bakkavarar um 0,4%, en Össur lækkaði um 1,20%. bjarni@mbl.is Ný vísitala lækkar ÞETTA HELST…

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.