Morgunblaðið - 13.02.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
og Þorbjörn Þórðarson
„ALDREI áður höfum við kynnst
eins miklum viðskiptasóðaskap á
þeim tíma sem við höfum tengst við-
skiptum,“ segja þeir Hilmar Ragn-
arsson og Þórhallur Örn Guðlaugs-
son, fyrrverandi stjórnarmenn í Tali,
í bréfi til Samkeppniseftirlitsins, sem
tilnefndi þá í stjórn félagsins í stað
fulltrúa Teymis.
Í bréfinu tilgreina þeir Hilmar og
Þórhallur ástæður og aðdraganda
þess að þeir sögðu sig úr stjórn Tals,
sem þeir tóku sæti í fyrir réttri viku.
Segja þeir að stjórnarseta sín, þó
stutt hafi verið, sé með miklum ólík-
indum og að þeir sjái sér ekki annað
fært en að segja starfi sínu lausu.
Þeir segja í bréfinu að svo virðist sem
annar eigandinn, með 51% eignar-
hlut, þ.e Teymi, hafi af því einhverja
hagsmuni að halda stjórn Tals upp-
tekinni við annað en að vinna félag-
inu gagn.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, segir að þær
ástæður sem þeir gefa fyrir úrsögn
sinni úr stjórninni gefi tilefni til
gruns um brot Teymis gagnvart Tali
og samkeppnissjálfstæði þess. Að
sögn Páls Gunnars er það til skoð-
unar hjá Samkeppniseftirlitinu að
grípa til frekari aðgerða til að verja
samkeppnislegt sjálfstæði Tals og er
niðurstöðu að vænta á næstu dögum.
Hilmar og Þórhallur segja að bréf
til Þórhalls frá Dóru Sif Tynes, lög-
manni Teymis, hafi verið kornið sem
fyllti mælinn. „Bréfið ber með sér
viðhorf og vinnubrögð sem engin leið
er fyrir ærlega einstaklinga að sætta
sig við,“ segja þeir.
Teymi mótmælir harðlega fullyrð-
ingum um að félagið hafi staðið óeðli-
lega að rekstri Tals. Fullyrðingar um
að Teymi hafi hlutast til um verkefni
stjórnar eftir að fulltrúar Samkeppn-
iseftirlitsins tóku þar sæti eru stór-
lega orðum auknar, segir í yfirlýs-
ingu frá félaginu. Þar segir jafnframt
að deilurnar í eigendahópi Tals séu
hluthafadeilur og snúist ekki um
samkeppnislegt sjálfstæði Tals.
Saka Teymi um sóðaskap
Stjórnarmenn Tals sem Samkeppniseftirlitið tilnefndi hætta eftir aðeins viku í
stjórn Til skoðunar að grípa til frekari aðgerða til að verja sjálfstæði Tals
Í HNOTSKURN
»Samkeppniseftirlitið taldi aðbið eftir niðurstöðu hús-
leitar í höfuðstöðvum Teymis,
Vodafone og Tals hinn 7. janúar
sl. gæti haft í för með sér óaft-
urkræfan skaða á samkeppni og
ákvað því að fulltrúar Teymis
vikju sæti úr stjórn Tals.
»Þar segir að Teymi, Voda-fone og Tal hafi sennilega
brotið gegn ákvörðun sem heim-
ilaði upprunalegan samruna
Sko og Hive, og 10. gr. sam-
keppnislaga, með því að hafa
samráð um að Tal ætti ekki að
stunda samkeppni við Vodafone.
Morgunblaðið/Heiddi
Blönduós | Nýr bæjarstjórnarmeirihluti á
Blönduósi tók formlega til starfa í gær. Eins
og fram hefur komið í fréttum klofnaði meiri-
hluti E-lista sem farið hefur með stjórn bæj-
armála á Blönduósi fyrir skömmu vegna trún-
aðarbrests milli Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur
og annarra samstarfsmanna hennar í meiri-
hlutanum. Trúnaðarbrestinn má rekja til ráðn-
ingarsamnings við núverandi bæjarstjóra, Arn-
ar Þór Sævarsson, sem var aldrei borinn undir
bæjarstjórn. Trúnaðarbresturinn varð þess
valdandi að núna er meirihluti bæjarstjórnar
Blönduóss samsettur af 3 fulltrúum E-lista, 2
fulltrúum D-lista og einum fulltrúa Á-lista. Því
er málum nú þannig háttað að fyrrverandi bæj-
arstjóri, Jóna Fanney Friðriksdóttir, situr ein í
minnihluta bæjarstjórnar Blönduóss en meiri-
hlutann skipa sex karlmenn.
Meirihluti karlanna tekinn til starfa á Blönduósi
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
ALGENGAST er að einn eða tveir
aðstoðarbankastjórar starfi við hlið
aðalbankastjóra Seðlabanka. Þetta
er meðal þeirra athugasemda sem
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF)
gerir við frumvarp ríkisstjórnarinnar
um breytingu á seðlabankalögum.
Þá sé sjaldnast kveðið á um það í
lögum um slík embætti hvaða mennt-
un seðlabankastjóri eigi að hafa,
heldur gerð krafa um viðurkennda
þekkingu og reynslu. Í frumvarpinu,
sem nú er í meðförum Alþingis, er
aðeins gert ráð fyrir einum seðla-
bankastjóra sem ráðinn er til sjö ára í
senn. Skal hann hafa lokið meist-
araprófi í hagfræði og búa yfir víð-
tækri reynslu og þekkingu á pen-
ingamálum. IMF tekur fram að
umsögnin sé til bráðabirgða þar sem
starfsmönnum sjóðsins hafi ekki gef-
ist færi á að ræða frumvarpið við ís-
lensk stjórnvöld.
Einnig er gerð athugasemd við
ákvæði um fimm manna peninga-
stefnunefnd, sem skipuð er seðla-
bankastjóra, tveimur yfirmönnum
bankans og tveimur mönnum sem
seðlabankastjóri skipar til þriggja
ára í senn. Er venjan sú þar sem slík-
ar nefndir eru, að sögn IMF, að skip-
unartími nefndarmanna sé ekki
styttri en þess sem þá skipar. Ella
kunni svigrúm þeirra til ákvarðana-
töku að skerðast.
Samkvæmt upplýsingum frá for-
sætisráðuneytinu er algengt að IMF
veiti aðstoð er kemur að samningu
slíks frumvarps um seðlabanka. En
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra, óskaði eftir umsögninni frá
sjóðnum og hefur hún þegar verið
send viðskiptanefnd Alþingis.
Hrannar B. Arnarsson, aðstoðar-
maður forsætisráðherra, kvaðst ekki
eiga von á að hún myndi tjá sig sér-
staklega um athugasemdir IMF.
„Það hafa komið fram fjölmargar at-
hugasemdir við frumvarpið, en þetta
mál er nú í meðförum þingsins,“
sagði Hrannar. annaei@mbl.is
Aðstoðarbankastjórar
við hlið seðlabankastjóra
Morgunblaðið/Golli
Meira á mbl.is
„ÞAÐ var ein-
róma álit samn-
inganefndarinnar
að menn ættu að
taka sér tíma þar
til ný ríkisstjórn
væri komin að til
þess að taka
áframhaldandi
viðræður við
Samtök atvinnu-
lífsins um úrlausn kjaramála til
næstu tveggja ára,“ segir Sigurður
Bessason, formaður Eflingar og
talsmaður samninganefndar Flóa-
bandalagsins, sem samanstendur af
Eflingu, Verkalýðs- og sjómanna-
félagi Keflavíkur og Hlíf, en nefndin
fundaði um kjarasamningamálin á
fjölmennum fundi í gærkvöldi. Inn-
an Flóabandalagsins eru á að giska
um 25 þúsund félagsmenn, sem
heyra undir ASÍ. „Eins og staðan er
nú þá teljum við réttara að vinna að
því að búa til lausnir heldur en kalla
fram riftun á samningi.“ silja@mbl.is
Bíða nýrr-
ar ríkis-
stjórnar
Sigurður Bessason
Vilja fresta endur-
skoðun á launalið
ÞÓRDÍS Sigurð-
ardóttir, stjórn-
arformaður
Teymis, segir að
Hilmar Ragn-
arsson og Þór-
hallur Örn Guð-
laugsson, fyrrum
stjórnarmenn í
Tali, verði að
svara fyrir það
hvað það sé sem
þeir álíti vera mikinn „við-
skiptasóðaskap“.
„Þetta eru svo stór og ljót orð að
mér finnst mjög óviðeigandi að
segja þetta án þess að þú getir rök-
stutt mál þitt mjög vel,“ segir Þór-
dís. Hún segir að rökstuðningurinn
sé ekki fyrir hendi í bréfi tvímenn-
inganna. „Menn geta ekki haft
svona orð hangandi í loftinu öðru-
vísi en að menn skýri hvað þeir eru
að tala um,“ segir Þórdís.
jonpetur@mbl.is
Ekki stutt
með rökum
Þórdís
Sigurðardóttir