Morgunblaðið - 13.02.2009, Síða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009
Leitaði ekki til læknis
Brunavarnir Suðurnesja sýknaðar af bótakröfum vegna starfsmanns sem lést
Regluleg lyfjameðferð við háum blóðþrýstingi hefði dregið úr líkum á heilsutjóni
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HÆSTIRÉTTUR sneri í gær við
dómi Héraðsdóms Suðurlands sem
hafði áður dæmt ekkju aðalvarð-
stjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja
(BS), og börnum þeirra, 5,7 milljónir
króna í miskabætur vegna andláts
mannsins. Maðurinn lést eftir hlaup
á þolbretti í líkamsræktarstöð í
september 2005.
Maðurinn hóf störf sem slökkvi-
liðsmaður á Suðurnesjum 1988, var
ráðinn varðstjóri hjá BS 1995 og að-
alvarðstjóri frá 16. maí 2000. Hann
var nær alltaf með of háan blóð-
þrýsting og var fyrst ráðlagt að taka
lyf gegn hækkuðum blóðþrýstingi
22 ára. Í febrúar 2004 fór hann í
hjartaáreynslupróf hjá lækni. Kom
þá í ljós óeðlileg hækkun á blóð-
þrýstingi undir álagi. Var hann
hvattur til að leita til hjartasérfræð-
ings og fylgjast vel með blóðþrýst-
ingnum. Slökkviliðsstjóra var einnig
tjáð að öll líkamleg áreynsla væri
manninum óæskileg.
Fyrir dómi sagði læknir að ef um
óbreyttan slökkviliðsmann hefði
verið að ræða, þá hefði hann verið
úrskurðaður óvinnufær. Maðurinn
hefði hins vegar ekki þurft að leggja
á sig líkamlegt erfiði í starfi sínu.
Í maí 2005 var maðurinn skoðaður
aftur af trúnaðarlækni BS. Kom í
ljós að hann var ekki undir eftirliti
og hafði ekki farið til hjartalæknis.
Rétturinn taldi ljóst að skortur á
lyfjameðferð við háum blóðþrýstingi
hefði átt stóran þátt í því hvernig
fór.
Í HNOTSKURN
»Varakrafa var reist á þvíað slys hefði leitt manninn
til dauða. Hæstiréttur féllst
ekki á það og sagði um að
ræða sjúkdóm sem átti sér
langan aðdraganda.
» Maðurinn tók þátt í reyk-köfunaræfingu í sept-
ember 2005.
PÁSKAFERÐIR til útlanda voru
uppseldar eða nálægt því að seljast
upp hjá þremur ferðaskrifstofum
sem rætt var við í gær. Ferðaskrif-
stofurnar hafa dregið úr ferða-
framboði miðað við fyrri ár. Það er
fyrst og fremst fjölskyldufólk sem
fer í páskaferðir, líkt og ferðir um jól
og á sumrin. Fjölskyldur nýta því
skólafríin til ferðalaga.
Helgi Eysteinsson fram-
kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar
Vita sagði að tvær páskaferðir sem í
boði voru hefðu báðar selst upp fyrir
um hálfum mánuði. Annars vegar
var um að ræða golfferð til Spánar
og hins vegar ferð til Kanaríeyja.
Helgi taldi að ekki hefði verið erf-
iðara að selja í páskaferðir nú en
undanfarin ár þótt vissulega hefði
töluvert mikið dregið úr framboði af
slíkum ferðum.
Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri
Heimsferða, sagði sæti í páskaferðir
hjá þeim vera mikið til uppseldar og
það fyrir löngu. Uppselt er í ferð til
Costa del Sol og eins í golfferð til
Andalúsíu á Spáni. Fáein sæti voru
eftir í páskaferð til Kanaríeyja.
Bjarni sagði að dregið hefði verið úr
ferðaframboði nú miðað við páskana
í fyrra.
„Páskaferðir seljast alltaf vel.
Reglan hefur verið sú að færri fá en
vilja,“ sagði Bjarni.
Þorsteinn Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar,
sagði fínan gang hafa verið í sölu
páskaferða. „Þær eru meira og
minna orðnar uppseldar,“ sagði Þor-
steinn. Hann sagði að dregið hefði
verið úr framboði páskaferða um
þriðjung frá því í fyrra.
Úrval-Útsýn verður með ferðir til
Kanaríeyja, Tenerife, Tyrklands og
Alicante á Spáni um páskana. Í gær
var búið að selja 75-80% af sætum í
þessar ferðir. Þorsteinn sagði að
þrjár brottfarir til Alicante fyrir
páska væru uppseldar, lítið eftir til
Kanaríeyja og aukasæti hefðu feng-
ist til Tenerife. Með aukasætunum
var hægt að útvega fólki á biðlistum
sæti. gudni@mbl.is
Margar páskaferðir eru
uppseldar eða fá sæti eftir
Íslendingar ætla
að leita á hlýrri
slóðir um páskana
Morgunblaðið/Golli
Páskasól Margir sækja í sólina.
FINNAR hafa til-
kynnt að þeir
treysti sér ekki til
að styðja kennslu
í finnsku við Há-
skóla Íslands
lengur en út
þetta skólaár.
Finnska hefur
verið kennd við
HÍ í um 40 ár.
Ástráður Ey-
steinsson, forseti hugvísindasviðs
HÍ, taldi verulega hættu á að
finnskukennslan legðist af. „Við
verðum ekki kát ef þetta fellur niður
og við missum einn hlekk úr Norð-
urlandasamstarfinu,“ sagði Ástráð-
ur. Hann kvaðst binda vonir við að
Finnar fallist á að seinka ákvörðun
sinni um eitt ár.
Ástráður sagði að því miður hefðu
fáir lagt stund á finnskunám og ein-
ungis átta lokið því til BA-prófs frá
því kennsla hófst. Hins vegar hefðu
talsvert margir numið finnsku í eitt
til tvö ár til þess að búa sig undir
frekara nám í Finnlandi. Nú eru sex
nemendur í finnsku við HÍ.
Háttsettur fulltrúi alþjóðaskrif-
stofunnar í Helsinki sem stýrir út-
gerð finnskra sendikennara kom
hingað fyrr í vikunni. Ástráður
sagði að sums staðar önnuðu finnsk-
ir sendikennarar ekki eftirspurn eft-
ir kennslu og víða vantaði sendi-
kennara. Í ljósi þess væri ekki
óeðlilegt að Finnar tækju stöðu lekt-
ors í finnsku hér til endurskoðunar.
Óviss framtíð
finnsku-
kennslu HÍ
Ástráður
Eysteinsson
Í JANÚAR í fyrra bárust Hjálp-
arstarfi kirkjunnar 159 umsóknir
um neyðaraðstoð en í nýliðnum
janúarmánuði voru þær 400 sem
er 152% aukning. Í fréttatilkynn-
ingu segir að greinilegt sé að sam-
setning hópsins sem sækir um hafi
breyst og margir séu að sækja um
í fyrsta skipti.
„Sumir nýrra umsækjenda eru
öryrkjar sem hingað til hafa getað
þraukað en ná nú ekki endum
saman. Aðrir eru einstaklingar
með framfærslu frá Félagsþjónust-
unni sem búa við mjög kröpp kjör,
en mesta aukningin er meðal fólks
sem hefur misst vinnuna. Þeir eru
að ýmsu leyti í lakari stöðu en t.d.
örorkuþegar. Þeir fá t.d. ekki af-
slátt af lyfjum sem þeir kunna að
þurfa en hafa ekki úr hærri fjár-
hæðum að spila en þeir sem fá ör-
orkubætur,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Umsóknir
152% fleiri
HÚN leyndi sér ekki einbeitingin hjá þessum
ungu íþróttamönnum sem tóku þátt Skóla-
hreystikeppninni í Smáranum í gær og ljóst að
þeir sem að þarna voru mættir ætluðu allir að
gera sitt ýtrasta.
Í þessum fyrstu þremur riðlum keppninnar
tókust á skólar af Vestfjörðum, Vesturlandi,
Kópavogi, Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ, Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi, Hafnarfirði og Reykjanesi.
En stigahæsti skólinn í hverjum riðli heldur
áfram í úrslitakeppnina. Góð stemning og
spenna hefur oft myndast hjá þeim skólum sem
taka þátt. Og þetta árið líkt og áður mættu
stuðningsmenn keppenda á svæðið til að hvetja
sitt fólk áfram til sigurs. annaei@mbl.is
Barist verður til sigurs í Skólahreysti í vetur
Reyndu sig við þunga steina
Morgunblaðið/Heiddi