Morgunblaðið - 13.02.2009, Qupperneq 12
ÞORBJÖRN Jónsson, formaður
læknaráðs, segir umsögn ráðsins í
flestum tilvikum hafa verið jákvæða
en bent hafi verið á nokkur óljós at-
riði. „Almennt séð fögnum við nýju
skipuriti sem er einfaldara en það
sem verið hefur. Æðstu yfirstjórn-
endur verða færri og við teljum það
til bóta. Á tímum kreppu og aðhalds
ætti þetta að spara í rekstri. Boðleið-
irnar verða styttri milli yfirmanna
og undirmanna, þrepin hafa verið
fjögur en verða þrjú eftir þetta,“ segir Þorbjörn.
Hann segir læknaráðið jafnframt hlynnt því að einn
sviðsstjóri verði yfir hverju sviði, í stað tveggja áður.
Starfslýsing nýrra sviðsstjóra liggi ekki endanlega fyr-
ir en eftir hans bestu vissu verði gerð krafa um starfs-
mann með heilbrigðismenntun að baki. „Við lögðum
mikið upp úr því í okkar umsögn að þegar störfin yrðu
auglýst, og útbúnar starfslýsingar, væri það alveg
skýrt hvert væri verksvið og ábyrgð hvers yfirmanns.“
Spurður um helstu vankanta á tillögunum nefnir
Þorbjörn að læknaráðinu hafi þótt vægi ýmiskonar
stoðstarfsemi vera óeðlilega mikið í nýju skipuriti.
Nokkur atriði óljós
Þorbjörn
Jónsson
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
LANDSPÍTALINN (LSH) undirbýr
breytingar á skipuriti sem taka eiga
gildi í apríl nk. Stjórnendum verður
fækkað um allt að 20 þar sem svið
verða sameinuð og þau gerð stærri.
Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri
LSH, segir að enn sé um drög að
ræða og endanleg útfærsla liggi ekki
fyrir. Fyrstu viðbrögð séu þó jákvæð.
Í dag eru sviðin 12 og flest þeirra
með tvo yfirmenn, annars vegar yf-
irmann lækninga og hins vegar yf-
irmann hjúkrunar. Eftir breyting-
arnar verða sviðin fimm eða sex
talsins og einn framkvæmdastjóri
ráðinn yfir hverju þeirra.
Hulda segir að með þessu muni
framkvæmdastjórar á klínískum
sviðum taka þátt í framkvæmda-
stjórn og því verði áhrifin frá klíník
meiri við stjórnun spítalans.
Ekki hefur verið ákveðið hvaða
svið renna saman og hversu mörg
þau verða. Mun það skýrast á næstu
tveimur vikum. Hulda telur of
snemmt að segja til um hvaða svið
séu líklegust til að sameinast. „Við
göngum út frá að þær einingar sem
vinna mest saman í dag muni renna
saman, þannig að góð yfirsýn verði
yfir þarfir sjúklinganna og flæði
þeirra,“ segir hún.
Boðleiðunum frá forstjóra til deild-
arstjóra verður
fækkað úr fjórum
þrepum í þrjú.
Með því að leggja
niður störf sviðs-
stjóranna verður í
raun fjölgað í
framkvæmda-
stjórn spítalans
þar sem nýir
sviðsstjórar fá tit-
il framkvæmda-
stjóra. Í dag eru fimm í fram-
kvæmdastjórn en eftir breytingarnar
verða 10-12 manns með stöður fram-
kvæmdastjóra.
Undirbúningur fyrir þessar breyt-
ingar hefur staðið yfir um nokkurt
skeið innan spítalans. Að sögn Huldu
var ákveðið að bíða með þær þar til
hún kæmi til starfa við spítalann. „Ég
frestaði þessu síðan aðeins meira því
ég vildi sjálf kynnast spítalanum og
starfsfólkinu betur, hver væru verk-
efnin næstu árin og hver væru
vandamálin.“
Markmiðið með breyttu skipuriti
er að hafa spítalann meira opinn og
gegnsæjan, segir Hulda. Aðalmark-
miðið er að hafa framkvæmdastjórn
sem getur náð þeim árangri sem hún
vonast eftir næstu fimm árin.
Hulda segir það ekki hafa verið yf-
irlýst markmið að spara launakostn-
að með nýju skipuriti. Það sé hins
vegar ein afleiðing breytinganna
þegar yfirmönnum fækkar. Ekki
standi til að segja fólki upp störfum
samfara þessu.
Hulda útilokar svo ekki frekari
breytingar á störfum yfirlækna og
deildarstjóra. Verksvið þeirra starfa
verði gerð skýrari og markvissari,
með þeim megintilgangi að hafa
styttri boðleiðir.
Tillögur forstjóra voru kynntar yf-
irmönnum spítalans á fundi í síðustu
viku. Áður höfðu fyrstu drög verið
tekin til umfjöllunar í vinnuhópum á
fjölmennum stjórnendafundi á spít-
alanum í byrjun ársins.
Umsagnir hafa borist m.a. frá
læknaráði og hjúkrunarráði og mun
lokavinnan við skipuritið fara fram í
næstu viku. Í kjölfarið verða breyt-
ingarnar kynntar fyrir heilbrigð-
isráðherra en hann þarf lögum sam-
kvæmt að staðfesta nýtt skipurit.
Bæði fyrrverandi og núverandi ráð-
herra hafa verið upplýstir um málið.
Krafa um heilbrigðismenntun
Spurð hvaða kröfur verði gerðar til
nýrra framkvæmdastjóra segir
Hulda að ekki sé búið að útbúa end-
anlega starfslýsingu. Þó sé alveg
ljóst að gerð verði krafa um heil-
brigðismenntun og reynslu af stjórn-
un, sem og árangur í starfi sem
stjórnandi. Ekkert er því til fyr-
irstöðu að þeir sem gegna t.d. stöðum
sviðsstjóra í dag geti sótt um.
Stjórnendum LSH fækkað
Nýtt skipurit Landspítalans tekur gildi í apríl næstkomandi Sviðum spítalans fækkað úr 12 í 5 eða 6
Stjórnendum fækkað um allt að 20 Launakostnaður lækkar en engum sagt upp, segir forstjórinn
! "!# $! %& '
(
)
*
+
,
-
.
/
'0
''
'(
1& 23 45 # &6 #6
& 76 & 33
13
7 889
:! 3;&
;&
' ( ) * +
< '( 3 8 + , 5 9 ! 3
5 8
Í HNOTSKURN
» Vinna við breytt skipuritvar hafin á síðasta ári, áð-
ur en Hulda Gunnlaugsdóttir
var ráðin forstjóri spítalans í
haust. Hún hélt þeirri vinnu
áfram og útfærði nánar.
» Einnig verða gerðarbreytingar á stöðum fram-
kvæmdastjóra yfir fjármálum
spítalans, starfsmannamálum,
stoðþjónustu, tæknimálum og
kennslu- og vísindastarfi.
» Endanleg útfærsla áskipuritinu gæti legið fyrir
í næstu viku. Nýjar stöður
framkvæmdastjóra verða svo
auglýstar í lok þessa mánaðar
þannig að þeir geti hafið störf
í aprílmánuði.
Hulda
Gunnlaugsdóttir
EYDÍS Kr. Sveinbjarnardóttir, sviðs-
stjóri hjúkrunar á geðsviði, segir
boðaðar breytingar af hinu góða.
„Þetta er gott fyrir spítalann og
starfsemi hans. Ákvarðanatakan
verður skilvirkari, við fáum þarna
inn klíníska stjórnendur í fram-
kvæmdastjórn. Mín skoðun er sú, og
hefur verið lengi, að við hefðum átt
að gera þessar breytingar miklu
fyrr. Ég hefði viljað sjá færri svið
strax árið 2005,“ segir Eydís.
Hún telur að það eigi fyrst og fremst við um sviðs-
stjóra lækninga þegar talað er um að sviðsstjórar sinni
öðrum stöðum á spítalanum og geti horfið til þeirra að
breytingum loknum. „Þetta er mismunandi eftir því
hvaðan þú komst. Ég var áður hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri á BUGL og lagði niður allar hjúkr-
unarframkvæmdastjórastöður á mínu sviði árið 2003,
þannig að ég lagði sjálfa mig niður. Flest okkar sem er-
um sviðsstjórar í dag höfum ráðningarsamning áfram
við spítalann þó að það sé ekki í þessum stöðum,“ segir
Eydís, sem ekki hefur ákveðið hvort hún sækir um.
Hefði átt að gera fyrr
Eydís Kr.
Sveinbjarnardóttir
BYLGJA Kærnested, formaður
hjúkrunarráðs, segir ráðið í meg-
indráttum styðja þær tillögur sem
lagðar hafa verið fram um að sameina
svið og fækka sviðsstjórum. Með þeim
hætti geti þjónustan orðið skilvirkari
og betri. „Við teljum þó mikilvægt að
við séum áfram að tryggja gæði og
gæta öryggis sjúklinga.“ Hún bendir
á að samkvæmt nýju skipuriti verði
aukið vægi klínískra stjórnenda og
hlutverk hjúkrunarforstjóra breytist. „Við viljum að lög-
um verði fylgt um að hjúkrunarforstjóri beri faglega
ábyrgð á störfum hjúkrunarfræðinga, sé ráðgefandi og
að hlutverk hjúkrunarráðs sé skýrt. Í nýja skipuritinu
verða hjúkrunardeildarstjórar með tvo yfirmenn; sviðs-
stjóra og hjúkrunarforstjóra. Við höfum af því áhyggjur,
ef nýir sviðsstjórar verða ekki hjúkrunarfræðimennt-
aðir, að það geti haft neikvæð áhrif á fagleg málefni
hjúkrunar,“ segir Bylgja en ráðið vill að allar ráðningar
hjúkrunardeildarstjóra og sérfræðinga í hjúkrun verði
bornar undir hjúkrunarforstjóra og hjúkrunarráð.
Starfslýsingar verði að vera skýrar til að forðast alla
árekstra og veita sömu þjónustu.
Gæðin verði tryggð
Bylgja Kærnested
PÁLMI V. Jónsson, sviðsstjóri lækn-
inga á öldrunarlækningasviði, segir
lykilatriði að öldrunarlækningar séu
ein samfelld heild og ekki komi rof í
þjónustukeðjuna. Það muni haldast
þó að öldrunarlækningar verði hluti
af stærri heild, þar sem sviðum fækk-
ar. „Ég tel reyndar að öldrunarsviðið
hafi reynst vel sem sviðseining. Með
breytingunum, sem nú eru í drögum,
er verið að aðgreina meira rekstr-
armál frá faglegum málum á sviðsþrepinu. Útfærslan
neðan við þetta stjórnunarþrep þarf að vera samhæfð og
með vel skilgreinda forystu. Þegar sviðin verða svona fá
og stór þurfa að koma lausnir sem virka vel fyrir ein-
stakar fagdeildir, eins og fyrir öldrunarlækningar. Þá
skiptir miklu máli að flutningur á faglegri og rekstr-
arlegri ábyrgð niður á þetta deildarþrep heppnist vel og
sé í takt við þarfir fólksins sem leitar eftir þjónustunni.
Það á eftir að útfæra þennan þátt og því erfitt að meta
útkomuna fyrirfram,“ segir Pálmi. Hann vonar að fram-
kvæmdastjórar nýrra sviða, sem megi lítið sem ekkert
starfa í klínik, fjarlægist ekki klínísku starfsemina.
Verði í takt við þarfir
Pálmi V. Jónsson
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
k
a
2
0
0
9
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
TEPPI FYRIR GISTIHEIMILI