Morgunblaðið - 13.02.2009, Síða 15
Fréttir 15ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
ÞÝSKUM læknum hefur tekist að
losa mann við HIV-veiruna, sem
veldur alnæmi, með því að gefa hon-
um merg úr manni, sem hefur nátt-
úrulegt ónæmi eða mótstöðuafl við
veirunni. Hefur þetta vakið mikla
athygli og kann að boða tímamót í
baráttunni við þennan illvíga sjúk-
dóm.
Þessi árangur kann að valda því,
að í stað þess að fólk, sem er smitað
af HIV, þurfi að vera á rándýrum
lyfjum, sem hafa margvíslegar
aukaverkanir, nægi að það gangist
undir eina aðgerð, mergskipti, og sé
þar með laust við veiruna.
Málið snýst um 42 ára gamlan
Bandaríkjamann, sem býr og starf-
ar í Berlín, en hann hafði verið smit-
aður í áratug. Í Berlín fékk hann al-
næmislyf um fjögurra ára skeið en
veiktist þá af hvítblæði. Fyrir
tveimur árum fékk hann merggjöf
og síðan hefur hann hvorki verið á
lyfjum né fundið fyrir hvítblæðinu.
Ekki er vitað til að annar maður,
sem er smitaður af HIV, hafi lifað
lengur eftir að lyfjagjöf var hætt.
Kemur þetta fram í grein í The
New England Journal of Medicine.
Stökkbreyting í geni
Tilraun þýsku læknanna við Cha-
rité-sjúkrahúsið í Berlín hófst með
leit að merggjafa, sem hefði arf-
bundið mótstöðuafl við HIV-
veirunni. Á það við um suma og fyr-
ir um 20 árum þóttu það mikil tíð-
indi er í ljós kom, að sumar
vændiskonur í Nairobi í Kenía smit-
uðust ekki þótt þær kæmust oft í
tæri við veiruna. Síðar uppgötv-
aðist, að stökkbreyting í ákveðnu
geni, CCR5, verndaði fólk fyrir
veirunni. Áætlað er, að þessa stökk-
breytingu sé að finna í erfðamengi
1-3% Vesturlandabúa.
Bandaríkjamaðurinn, sem merg-
gjöfina fékk, hefur verið í reglulegu
eftirliti um tveggja ára skeið en
engin merki eru um alnæmisveir-
una, hvorki í merg, blóði né vefjum.
Dr. Gero Hutter, blóðmeinafræð-
ingur við Charité-sjúkrahúsið, seg-
ir, að ekki sé líklegt, að bein merg-
skipti verði almenn aðferð í
baráttunni við alnæmi. Þeim fylgi
viss áhætta auk þess sem það geti
verið erfitt að finna rétta merggjaf-
ann. Finnst honum sennilegra, að
uppgötvunin muni ryðja brautina
fyrir genalækningum. Það er ekki
aðeins, að árangur þýsku læknanna
gefi vonir um nýja tíma í baráttunni
við alnæmi, heldur er fjárhagslega
eftir miklu að slægjast. Full lyfja-
meðferð í eitt ár kostar allt að 11
milljónum kr. í Evrópu en merggjöf
í eitt skipti fyrir öll rúmar fjórar
millj. kr.
Er genameðferð framtíðin í
baráttunni við sjúkdóma?
Dr. Hutter segir, að þegar hann
hafi tekið til starfa sem læknir, hafi
alnæmi verið ólæknandi en nú sé
hugsanlega farið að rofa til. Jay
Levy, prófessor og alnæmissérfræð-
ingur við Kaliforníuháskóla, slær
hins vegar þann varnagla, að al-
næmisveira sé kunn fyrir að geta
leynst lengi víða í líkamanum, t.d. í
heila, meltingarfærum, lifur og sog-
æðakerfi. Segir hann, að engu að
síður séu fréttirnar frá Þýskalandi
ákaflega merkilegar og spennandi,
ekki síst fyrir þá, sem telja, að
genameðferð sé framtíðin í barátt-
unni við marga sjúkdóma.
Tímamót í alnæmisbaráttunni?
Veiran hvarf er smitaður maður fékk
merg frá ónæmum einstaklingi
Reuters
Sjúkur Hvergi er alnæmisfarald-
urinn alvarlegri en í Afríku.
Í HNOTSKURN
» Talið er, alnæmisveiran sékomin frá Vestur-Afríku
en tilvist hennar var staðfest í
Bandaríkjunum 1981.
» Líklegt þykir, að hátt í 40millj. manna víða um heim
séu smitaðar af HIV-veirunni.
2007 fór hún með rúmlega
tvær millj. manna í gröfina.
» Á síðustu 10 árum hafakomið fram ýmis lyf og
lyfjablöndur, sem halda veir-
unni í skefjum.
NORÐUR-írski umhverfisráðherr-
ann tilkynnti síðastliðinn mánudag
að hér eftir væri útvarps- og sjón-
varpsstöðvum í héraðinu bannað að
flytja eða birta auglýsingar eða
„áróður“ frá breskum stjórnvöldum
um loftslagsbreytingar. Þá for-
dæmdi hann sem „ósvífinn áróður“
opinberar ráðleggingar um raf-
magnssparnað.
Sammy Wilson var skipaður um-
hverfisráðherra í ríkisstjórn N-
Írlands á síðasta ári og síðan hefur
hann komið mörgum mjög á óvart
með yfirlýsingum sínum og uppá-
tækjum. Hann er sanntrúaður mót-
mælandi, ein skærasta stjarnan í
Sambandsflokknum og heldur því
fram að það sé heldur að kólna en
ekki hitna um heim allan. Þar fyrir
utan segir hann að menn eigi bara
að laga sig að því loftslagi sem guð
hafi úthlutað þeim í stað þess að
vera að röfla um þátt mannsins í
því.
Blekking og undirförull áróður
Nú hefur Wilson lagt upp í kross-
ferð gegn bresku stjórninni og aug-
lýsingum hennar um að fólk skuli
draga úr koltvísýringsmengun og
reyna að spara rafmagnið. Segir
hann að þær séu bara undirförull
áróður sem blekki fólk til að halda
að það geti bjargað jöklum frá því
að bráðna með því einu að slökkva
alveg á sjónvarpinu þegar ekki sé
verið að horfa á það.
Segja má að í n-írsku stjórninni
hafi ráðherrar næstum alræðisvald
í sínum málum og jafnvel þótt aðrir
ráðherrar séu á öndverðum meiði.
Enginn hefur þó gengið eins langt
og Wilson og eru nú farnar að heyr-
ast kröfur um, jafnvel í hans eigin
flokki, að hann segi af sér.
svs@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Hafís Er allt tal um loftslagsbreyt-
ingar bara ósvífinn áróður?
Öðruvísi
ráðherra
HOLLENSKI stjórnmálamaðurinn
Geert Wilders, sem hefur verið
ákærður fyrir að líkja íslam við nas-
isma, var stöðvaður og yfirheyrður
er hann kom til Heathrow-
flugvallar í London í gær en honum
hafði verið bannað að koma til
Bretlands.
Wilders, sem er leiðtogi hol-
lenska Frelsisflokksins, er m.a.
kunnur fyrir stuttmyndina „Fitna“
en í henni er ekki farið fögrum orð-
um um íslam og múslíma.
Hafði Pearson lávarður og félagi
í breska Sjálfstæðisflokknum boðið
Wilders að koma til Bretlands og
kynna þar „Fitna“ fyrir lávörð-
unum og hann lýsti jafnframt yfir
því að myndin yrði sýnd hvort sem
Wilders yrði viðstaddur eður ei.
svs@mbl.is
Snúið við á
Heathrow
76. sítrónuhátíðin hefst í dag í borginni Menton,
sítrónuhöfuðborg Frakklands, og stendur til 4.
mars. Snýst þá allt bæjarlífið um sítrónur, holl-
ustu þeirra og margvíslega gagnsemi í mat-
argerð, enda er þessi súri ávöxtur ein helsta
undirstaða efnahagslífsins á þessum slóðum.
Einkunnarorðin að þessu sinni eru „Tónlist um
víða veröld“ en áætlað er að fara með 145 tonn
af sítrónum og raunar appelsínum líka í að gera
skemmtilegar eftirmyndir af húsum, bílum, dýr-
um og mörgu öðru.
Talið er að sítrónan sé runnin upp á Indlandi
þótt ekki sé það víst en til Evrópu barst hún þeg-
ar á 1. öld eftir Krist. Var hún notuð í matargerð
en sítrónusafinn er bakteríudrepandi og var not-
aður sem mótefni gegn ýmsu eitri. Það segir svo
kannski eitthvað um hollustuna að Menton-búar
eru þeir sem lifa lengst allra Frakka.
Súr en oft ómissandi ávöxtur við húsbyggingar
Reuters
Sítrónuhátíð í Suður-Frakklandi
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
BARACK Obama Bandaríkjaforseti
þykir hafa unnið sigur á miðviku-
dagskvöld er meirihluti náðist um
aðgerðir hans til að hleypa krafti í
efnahagslífið með 789 milljarða doll-
ara stuðningi úr ríkisjóði. Var um að
ræða málamiðlun milli tillagna öld-
ungadeildarinnar og fulltrúadeildar-
innar. Niðurstaðan verður líklega
staðfest á þingi fyrir helgi.
Leiðtogi meirihlutans í öldunga-
deildinni, demókratinn Harry Reid,
sagði að með aðgerðunum yrðu til
3,5 milljónir nýrra starfa. Nokkrir
repúblikanar studdu tillögurnar í
öldungadeildinni en enginn í full-
trúadeild.
Viðskiptahalli Bandaríkjamanna
var í desember sá minnsti í nær sex
ár en atvinnuleysið í janúar mældist
7,6% og hefur ekki verið jafn mikið
síðan 1992. Smásala í janúarmánuði
jókst um 1% frá fyrra mánuði eftir
að dregið hafði úr sölunni samfellt í
sex mánuði og kom þessi þróun sér-
fræðingum á óvart. Salan í desember
hafði ekki verið minni frá 1969.
Málamiðlun um nýjan
aðgerðapakka ríkisins
Óvænt aukning í janúarmánuði í smásölu í Bandaríkjunum
Í HNOTSKURN
»Meðal aðgerðanna eruskattalækkanir og framlög
til opinberra framkvæmda.
» Fé til atvinnuleysisbóta,matarmiða og heilbrigð-
istrygginga hækkar.
»Repúblikanar vildu leggjamun meiri áherslu á
skattalækkanir.