Morgunblaðið - 13.02.2009, Síða 19
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Börn þurfa kennslu og leið-beiningu um kynferðislegahegðun, rétt eins og aðrahegðun. Þau þurfa að vita
hvernig snerting er í lagi og hvernig
snerting er ekki í lagi, skaðleg eða
ólögleg. Við þurfum að taka þessa
fræðslu í samráði við foreldrana inn í
grunnskólana og líka í leikskólana.
Við fagfólkið þurfum að leiðbeina for-
eldrum og starfsfólki skól-
anna um hvernig hægt er
að upplýsa börn um hvern-
ig þau eigi að varast kyn-
ferðisglæpamenn. Það á að
vera sjálfsagður liður í upp-
eldi barna að kenna þeim að
lesa í óeðlilega hegðun full-
orðinna gagnvart þeim, og
efla þannig varnarkerfi
barnanna,“ segir Kolbrún
Baldursdóttir sálfræðingur
sem hefur boðið upp á fræðslu fyrir
kennara og foreldra um þessi mál.
Kolbrún hefur starfað í 17 ár sem sál-
fræðingur, m.a. í barnavernd-
armálum og í skólum og hún á sæti í
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur.
Ekki endilega ljóti karlinn
Reynsla hennar hefur kennt henni
að börn sem eru óupplýst um hvað
má gera við þau og hvað ekki, eru í
mestri áhættu. „Þau eru varnarlaus-
ust og auðveld fórnarlömb. Kynferð-
isglæpamenn eru því miður ekki
endilega „ljótu ókunnu karlarnir“ úti
á götu. Þeir geta leynst hvar sem er,
inni á heimilum barnanna, heimilum
vina eða frændfólks, á opinberum
stöðum eða í hverfinu þar sem þau
eiga heima. Þeir byrja á því að mynda
traust hjá barninu áður en þeir láta til
skarar skríða. Einmitt þess vegna
eru þeir svo hættulegir.“
Því fyrr, því betra
Kolbrún segir það vera á ábyrgð
aðstandenda að kenna börnum að
þekkja hættumerkin og upplýsa þau
um hvar mörkin liggja þegar kemur
að snertisamskiptum. Hún segir að
vissulega þurfi að miða umræðu um
þessi mál við aldur og þroska barns-
ins. „En það er mjög áríðandi að
byrja snemma að tala um þessa hluti
við börn, strax við fjögurra til fimm
ára aldur. Gott er að byrja á því að
kenna þeim ákveðin hugtök, svo hægt
sé að ganga út frá því að þau skilji
hvað sé verið að tala um og að allir
noti sömu hugtökin um sömu hlutina,
bæði foreldrar og kennarar. Orð sem
notuð eru um kynfæri, þurfa að vera
þau sömu. Einkastaðir er til dæmis
ágætt orð.“
Alltaf að hlusta og trúa
Hún segir að sumir foreldrar eigi
erfitt með að tala um þessa hluti við
börn sín og einmitt þess vegna sé
áríðandi að fræðslan geti líka verið á
herðum skólayfirvalda. „Þetta á ekki
að vera hallærisleg eða kjánaleg um-
ræða, hún á að vera afslöppuð og eðli-
leg. Skólinn þarf líka að hafa samráð
við foreldra og fá samþykki þeirra,
því ef þetta er ekki rætt líka heima-
fyrir, þá getur barnið orðið óöruggt
eða hrætt.“ Hún segir að kenna þurfi
börnum hvernig þau eigi að meta að-
stæður og koma sér út úr þeim ef
þeim finnst eitthvað óþægilegt
eða þau eru beðin um að gera
eitthvað sem þau vilja ekki taka
þátt í. „Við þurfum að kenna þeim
að setja mörk. Það er líka mjög
áríðandi að hvetja þau til að segja
frá, kenna þeim að „leyndarmál“
sem láta manni líða illa, eru vond
leyndarmál. Sem betur fer láta sum
börn vita og það er mjög áríðandi að
hlusta alltaf á börn sem segja frá slík-
um hlutum og trúa þeim.“
Káfað og klipið ofan í vatninu
Kolbrún hefur verið með fjölmörg
námskeið fyrir starfsfólk sundstaða
um hvernig beri að taka á málum ef
grunsemdir vakna, því íslensk börn
fara mikið í sund. „Þar er auðvelt að
komast í nána snertingu við börn og
káfa eða klípa „óvart“ undir yfirborði
vatnsins. Og það er auðvelt að fela sig
á bak við nafnleysi og nekt.“ En erf-
iðustu málin gerast inni á heimilum
barnanna. „Þá er þetta svo tilfinn-
ingalega flókið hjá barninu af því ger-
andinn er einhver sem því þykir vænt
um og það treystir. Og þá segja þau
líka síður frá. Einmitt þess vegna er
áríðandi að leikskólakennarar,
grunnskólakennarar eða skyldmenni
barna séu vakandi fyrir merkjum eða
hegðun í fari þeirra sem benda til
kynferðisofbeldis.“
Eyðilegging til lífstíðar
Eitt aðaleinkennið um kynferð-
islegt ofbeldi, er kynferðisleg hegðun
barns. Vansæld og lágt sjálfstraust
eru líka algeng einkenni. „Börnum
með lágt sjálfsmat finnst upphefð í
því að einhver fullorðinn vilji vera
vinur þeirra. Þess vegna þarf að
kenna þeim að suma ber að varast, en
ekki þannig að þau verði hrædd við
alla,“ segir Kolbrún og leggur áherslu
á að aldrei skuli taka áhættu með því
að gera ekki neitt, ef minnsti grunur
er um eitthvað óeðlilegt vaknar. „Til-
kynningaskylda til barnaverndaryf-
irvalda er mjög skýr, hvort sem það
er grunur eða áhyggjur. Rannsókn
leiðir þá í ljós ef allt er með felldu. Og
það er hægt að fara fram á nafnleynd,
enginn þarf að vita hvaðan tilkynn-
ingin kemur. Við höfum borgaralega
skyldu til að tilkynna og fólk á alltaf
að láta hag barnsins ganga fyrir. Því
kynferðisofbeldi gagnvart barni er
eyðilegging til lífstíðar.“
Hvernig á að varast
kynferðisafbrotamenn?
ÞEGAR VELFERÐ BARNS
ER Í HÚFI:
Tilkynningar til barnavernd-
arnefnda um allt land er hægt að
hringja inn í síma: 112.
www.kolbrun.ws
Til að efla varnarkerfi
barna gagnvart kynferð-
isglæpamönnum er
nauðsynlegt að kenna
börnum snemma að
þekkja hættumerkin og
upplýsa þau um hvar
mörkin liggja þegar kem-
ur að snertisamskiptum.
Erfiðustu málin
gerast inni á heim-
ilum barnanna.
Reynsla Kolbrún hefur langa reynslu sem sálfræðingur og hefur unnið
mikið með börnum. Hún segir áríðandi að hlusta á börn og trúa þeim.
Morgunblaðið/Heiddi
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009
Börn þurfa að vita að enginn
má snerta þeirra einkastaði.
Að allir einkastaða-leikir eru
bannaðir.
Börn eiga líkama sinn og
geta sagt NEI, ég vil ekki gera
þetta.
Ef einhver vill gera eitthvað
við þau sem þau vilja ekki og
vita að er vont og hættulegt, þá
eiga þau að fara burt og segja
frá.
Fjórðungur þolenda var sex
ára eða yngri þegar misnotkun
hófst og þriðjungur 7-10 ára.
Meirihlutinn er því börn tíu ára
og yngri, sem gera sér ekki
grein fyrir því að þetta sé bann-
að og eitthvað sem ekki má
gera við þau. (2007)
17% íslenskra barna eða um
fimmta hver stúlka og tíundi
hver drengur, verða fyrir kyn-
ferðislegri misnotkun fyrir 18
ára aldur. (2007)
87% barna sem greindu frá
kynferðisofbeldi, þekktu ofbeld-
ismanninn eða voru tengdir
honum. (2006)
Börn sem eru í áhættuhóp að
verða fyrir kynferðislegu of-
beldi:
Þau sem hafa ekki fengið
næga fræðslu um hvaða og
hvernig aðstæður kunna að vera
vafasamar og hættulegar.
Eru félagslega einangruð.
Hafa verið lögð í einelti.
Hafa lágt sjálfsmat.
Skortir hlýju, umhyggju og
athygli.
Eiga við einhverskonar fötl-
un að stríða.
Staðreyndir
Hvað má ekki?