Morgunblaðið - 13.02.2009, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009
Í himnastiganum? Það er eins gott að Ragnar Guðmundsson og Pálmi Matthíasson, prestur í Bústaðakirkju, séu ekki lofthræddir þegar þeir þurfa að
skipta um perur í ljósakrónunni í Bústaðakirkju. Hár stiginn kemur í góðar þarfir, enda eru þeir því sem næst komnir hálfa leið til himins á þessum stað.
Golli
Ólína Þorvarðardóttir | 12. febrúar
Við þurfum nýja
leiðarstjörnu
... Hafi einhverntíma verið
ástæða til þess að veita
okkar litlu þjóð lausn frá
hryllingi gærdagsins með
nýrri leiðarstjörnu – þá er
það nú. ...
Þeir sem styðja kröfuna um stjórn-
lagaþing en hafa beðið átekta með að
rita nafn sitt á undirskriftalistann ættu
ekki að bíða lengur.
Stefnt er að því að afhenda undir-
skriftirnar 6. eða 7. mars og þá skiptir
máli að þær séu sannfærandi margar.
Stjórnvöld verða að skilja að þjóðinni sé
alvara. ...
Meira: olinathorv.blog.is
Sigurður Þór Guðjónsson | 11. febrúar
Fahrenheit og celsíus
Þær kuldatölur sem hér
eru nefndar í fréttinni eru
mjög líklega eftir fa-
hrenheitmæli, sem al-
gengir eru í Bandaríkj-
unum, en við erum vanir
celsíusmælum. Sextíu stiga frost á cel-
síus kemur varla í Alaska þó mesta frost
sem þar hafi nokkru sinni mælst sé -80
stig fahrenheit, eða -62 celsíus. Það var í
Prospect Creek 23. janúar 1971. En slíkir
metkuldar hafa ekki verið undanfarið þó
kalt hafi verið.
Hér er vísun á netsíðu sem sýnir
mesta frost á hverjum degi í Alaska það
sem af er febrúar á fahrenheit. Lægsta
talan er -62 stig fahrenheit sem mældist
þann fyrsta en flesta daga hefur verið
miklu mildara. Þetta samsvarar 52 stig-
um á celsíus. Það er auðvitað feiknaleg-
ur kuldi en samt munar nokkru á honum
og sextíu stigum.
Meira: nimbus.blog.is
ÞINGMENN og verjendur
valdakerfis Sjálfstæðisflokksins
ráðast nú gegn forsætisráðherra
með sama offorsi og gert var
þegar Sjálfstæðisflokkurinn
gafst upp við landstjórnina árið
1988. Hegðan þingmannanna og
varnarsveitar íhaldsins undir-
strikar að annaðhvort skilja þau
ekki efnahagshrunið, vilja ekkert
af því vita, eða halda að það komi
sér ekki við, hvað þá að þau beri
ábyrgð á því með átján ára sam-
felldri óábyrgri efnahagsstjórn.
Gerendur rúnir trausti
Í erlendum fréttaskýringum hefur efna-
hagshrunið íslenska verið rakið til stjórnar-
stefnunnar sem hér hefur verið rekin árum
saman. Sama mátti raunar lesa úr orðum
tveggja hagfræðinga í Kastljósi ríkissjón-
varpsins nýlega.
Gagnrýnt hefur verið að hér hafi nánast
ríkt taumlaus frjálshyggja byggð á brauð-
molakenningum Reagans og Thatcher. Efna-
hagsstefna þessara þjóðarleiðtoga byggðist
meðal annars á að selja ríkisfyrirtæki á smá-
aura til vildarvina, að létta sköttum af yf-
irstéttinni og breyta skattkerfinu þannig að
skattbyrðin legðist fyrst og fremst á almenn-
ing. Sá sem hugsar sig um sér á augabragði
hliðstæðuna við samfélagsgerðina, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur byggt upp á átján ár-
um á Íslandi. Ástæðan fyrir því hve alvarlegt
hrunið er hér skrifast fyrst og fremst á hið
eftirlitslausa ríkisvald frjálshyggjunnar, sem
þessi minnihlutaflokkur á Alþingi hefur byggt
upp á valdatíma sínum. Forsætisráðherrann
ætti að þekkja af eigin raun hversu harð-
skeyttir sjálfstæðismenn eru þegar sækja
þarf fram undir gunnfána frjálshyggjunnar til
hagsbóta fyrir sérhagsmunahópana sem bera
stjórnmálaarm sinn uppi. Hún ætti líka að
vita að þeir leggja allt í sölurnar til að ná
valdataumunum aftur.
Verkefnið framundan
Flokkarnir sem tekið hafa að sér að stjórna
landinu fram að kosningum hafa tekið að sér
það verk að þrífa upp eftir Sjálfstæðisflokk-
inn og gildir einu hvort menn tala í þessu
sambandi um Samfylkinguna og Vinstrihreyf-
inguna – grænt framboð, eða bæta Fram-
sóknarflokknum við. Sjaldgæf-
ur samhljómur er með
talsmönnum flokkanna þriggja
um að viðskilnaður frjálshyggj-
unnar sé hrikalegur.
Efnahagsmálin eru í rúst,
herleiðing fyrirtækjanna í
landinu er að setja fjölmörg
þeirra á hausinn, aðstæðurnar
sem fjölskyldum og heimilinu
hafa verið búnar eru að sliga
mörg þeirra nú, almenningur
hefur ekki lengur það borð fyr-
ir báru sem allir þurfa.
Verkefni ríkisstjórnarinnar
er að snúa af braut frjáls-
hyggjunnar, leysa fyrirtækin
undan því helsi sem þau rötuðu í vegna van-
burða efnahafsstefnu, tryggja að fjölskyldur
missi ekki eignir sínar og heimili og síðast en
ekki síst, að gefa almenningi í landinu von í
stað vonleysisins, sem verður í farangri Sjálf-
stæðisflokksins næstu árin.
Eftirlitslaust
Þjóðhagsstofnun var lögð niður af því að
upplýsingarnar sem hún birti, sjálfstæðið
sem hún tók sér, það sem hún gaf út og hafði
skoðun á, átti það til að ganga gegn hags-
munum valdakerfisins Sjálfstæðisflokksins.
Ekki alltaf. En stöku sinnum. Það var of
mikið. Bankastjórar Landsbanka Íslands
voru slegnir af til að greiða fyrir því að af-
henda mætti hann vildarvinum.
Í þeim skollaleik mátti ekki á milli sjá hvor
gekk harðar fram, núverandi seðla-
bankastjóri, eða sá fyrrverandi, Davíð Odds-
son, eða Finnur Ingólfsson. Meira að segja
rafmagnseftirlitið þurftu þeir að leggja niður
því eftirlitslaust skyldi samfélagið vera.
Markaðurinn skyldi nokk færa okkur bestu
lausnirnar. En hvar var þá krafan um hina
vönduðu „stjórnsýslu“ sem sjálfstæðismenn
halda nú hæst á lofti. Sóltúnssamningur
Geirs H. Haarde var gerður og enginn þorir
að spyrja um forsendur þess samnings og
samanburðinn við áþekk hjúkrunarheimili.
Ágreiningi um greiðslur var pakkað snyrti-
lega í lopahnykil af sjálfstæðisráðherrum
þótt Ríkisendurskoðun gæfi samningnum og
eftirlitinu falleinkunn, bæði í fyrri og seinni
hálfleik. Þá, eins og þegar Landsbanki Ís-
lands var seldur, fór fram útboð til að sýnast.
Veruleikinn snerist um vildarvini og hug-
myndafræði frjálshyggjunnar.
… og gagnrýnislaust
Öll gagnrýni var slegin úr af borðinu. Há-
skólarnir voru gerðir háðir fyrirtækjum og
sérhagsmunahópum, kjör háskólamanna
gerð þannig að sumir þeirra hafa þurft að
laga akademískt frelsi sitt að viðvikum fyrir
framkvæmdavaldið og stundum að hags-
munum fyrirtækja í landinu. Eigum við að
fara yfir í gegndarlausar árásir gegn Rík-
isútvarpinu í sextán ár? Eigum við að rifja
upp aðförina, sem gerð var að forstjóra
Skipaútgerðar ríkisins, eða þáverandi for-
stjóra Byggðastofnunar, sem þvingaður var
úr starfi? Bíðum við, voru sjálfstæðismenn á
Alþingi að tala um hreinsanir?
Skipuðu verslunarráðið, Vinnuveitenda-
samband Íslands, stórkaupmenn og forsæt-
isráðuneytið ekki nefnd á nefnd ofan á sinni
tíð sem áttu að uppræta allt eftirlit í sam-
félagi frjálshyggjunnar, af því að markaður-
inn sæi um þetta? Það þýðir ekkert að
bregða sér í líki gullfisksins þegar þetta er
rætt og þykjast ekki muna. Hvernig var með
kvótann og byggðastefnuna? Kom ekki virð-
ing frjálshyggjupostulans fyrir landbyggð-
arfólki í ljós þegar hann sagði að það væri
ekki óhagstætt að koma Vestfirðingum fyrir í
blokk á Kanarí – og sá einn sem þorði að
mótmæla var Matthías Bjarnason? Var ekki
Stefán Ólafsson félagsvísindamaður úthróp-
aður sem einskis nýtur rati af því að hann
gagnrýndi aðgerðir ríkisstjórnar sem báru
öll einkenni frjálshyggjunnar? Reyndi ekki
fjármálaráðuneytið að valta yfir virtan
fréttamann, sem sagði réttar fréttir um
skattamál, Kristján Má Unnarsson? Nei, út
með allt eftirlit og enga gagnrýni. Fullkomin
hlýðni við valdakerfi Sjálfstæðisflokksins.
Hvernig var með REI-málið, hver var hug-
myndasmiðurinn? Var það ekki fyrrverandi
heilbrigðisráðherra? Og af hverju ekki að
rifja upp hvernig framkvæmdavald Sjálf-
stæðisflokksins valtaði fyrir hæstaréttardóm-
ara sem dæmdu í öryrkjamálinu. Eftirlits-
laust og gagnrýnislaust, þjónandi
valdakerfinu, það er málið! Jafnvel gild rök
og góð voru fjarlægð af opinberum vettvangi.
Var ekki Indriða Þorlákssyni, nú ráðuneyt-
isstjóra, hent úr sérstakri nefnd um fjár-
magnstekjuskatt á sínum tíma af því að upp-
lýsingarnar sem hann færði fram voru
óþægilegar, pössuðu ekki? Var ekki sest á
þann mann þegar hann reyndi með vísan til
alþjóðlegra rannsókna að sýna fram á að
breyting á virðisaukaskatti gæti grafið undan
kerfinu? Tók ekki valdakerfi flokksins sig
saman um að þegja gagnrýni hans á
útrásarskattasniðgönguna í hel?
Salomonsdómur
Forsætisráðherra ritaði Davíð Oddssyni,
og bankastjórunum tveimur, bréf sem hún
gerði opinbert. Kannski var það misskilið
gegnsæi. Hún bauð bankastjórunum að segja
af sér sem lið í að geta byggt upp traust á ís-
lensku fjármálalífi. Ekki af því að þeir hefðu
gerst brotlegir við lög, heldur vegna þess að
mikilvægt væri að skipta um áhöfn í brúnni.
Menn, velviljaðir aðalbankastjóra Seðlabank-
ans, sem ég hygg að hafi réttilega getið sér
til um að honum var bréfið fyrst og fremst
ætlað, myndu ekki kalla þetta áfellisdóm
heldur Salomonsdóm. Í framhaldinu sagði
forsætisráðherra að hún hefði öðrum hnöpp-
um að hneppa en að standa í orðahnippingum
við formann bankaráðs Seðlabanka Íslands.
Bankamaðurinn birti hins vegar bréf sitt á
vefsíðu Seðlabankans, á haus Seðlabankans
og ritaði það á bréfsefni bankans.
Og hér gerðist það sem sjaldan hefur gerst
á átján árum. Hann egndi gildruna og gekk
svo beint í hana sjálfur. Skrifaði jafn flokks-
pólitískan pistil og hann stílaði á Sverri Her-
mannsson hér um árið. Sami tónn, sami
stjórnmálakappinn – en nú á bréfsefni Seðla-
bankans. Frábær texti og skemmtilegur. En
nei, seðlabankastjórinn, hann er löngu hætt-
ur stjórnmálaafskiptum. Sýnist mönnum
það? Prakkarar gætu haldið því fram,
kannski meira í glensi en alvöru, að hann
teldi sig vera stærri en sjálfur bankinn, eða
þjóðin.
Eftir Ögmund Jónasson » Og hér gerðist það sem
sjaldan hefur gerst á átján
árum. Hann egndi gildruna og
gekk svo beint í hana sjálfur.
Skrifaði jafn flokkspólitískan
pistil og hann stílaði á Sverri
Hermannsson hér um árið.
Sami tónn …
Ögmundur
Jónason
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Stærri en þjóðin
BLOG.IS