Morgunblaðið - 13.02.2009, Side 23

Morgunblaðið - 13.02.2009, Side 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 MOGGAKLÚBBS TILBOÐ Gildir frá sunnudegi til miðvikudags til 30. mars 2009. Gildir ekki með öðrum tilboðum. RESTAURANT- BAR Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is LÁTTU ÞAÐ EFTIR ÞÉR – VERTU FRJÁLS OG NJÓTTU LÍFSINS Prentaðu miðann út ámbl.is/mm/moggaklubburinn og hafðu hann með þér. ÞANN 15. janúar síðastliðinn var kveð- inn upp dómur í Hæstarétti í máli sem varðaði hæfi læknis til að meta örorku manns, sem hafði slasast í um- ferðarslysi. Dómurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þar reyndi í fyrsta sinn, að því er best verður séð, á það fyrir dómi hvort læknir, sem hefur unnið ráðgjafarstörf fyrir tryggingafélag, getur talist hæfur (í merkingunni hlutlægur og óvilhallur) til að meta örorku manns, sem hefur uppi kröfu um greiðslu bóta úr hendi sama tryggingafélags. Rétt er að geta þess strax, að lögfræðistofa undirrit- aðs, Landslög, gætti hagsmuna hins slasaða. Læknirinn hafði á árunum 2000- 2006 unnið ýmis ráðgjafar- eða trún- aðarstörf fyrir tryggingafélagið. Þar á meðal var vinna við greinargerðir um tímabundna óvinnufærni ýmissa tjónþola og um það hvort tiltekin örorkumöt væru sanngjörn. Tekið skal fram að læknirinn hafði ekki áð- ur komið að máli umbjóðanda okkar. Í dómsmáli sem umbjóðandi okk- ar höfðaði á hendur tryggingafélag- inu til greiðslu skaðabóta óskaði tryggingafélagið eftir því að dóm- kvaddir yrðu matsmenn til að meta orsakatengsl milli slyssins og örorku mannsins. Lagði félagið jafnframt til að umræddur læknir yrði dómkvaddur til matsstarfanna. Því var alfarið mótmælt af hálfu umbjóðanda okk- ar með vísan til áð- urnefndra tengsla læknisins við trygg- ingafélagið. Var jafn- framt stungið upp á því af hálfu umbjóðanda okkar að valinn yrði nýr matsmaður úr hópi þeirra fjölmörgu hæfu lækna, sem völ var á og ekki höfðu unnið ráð- gjafar- eða trúnaðarstörf fyrir tryggingafélagið. Þeirri tillögu hafn- aði tryggingafélagið hins vegar. Reyndist af þeim sökum nauðsynlegt að fá skorið úr því fyrir dómi hvort læknirinn teldist hæfur til starfans. Í stuttu máli féllst Hæstiréttur á þær röksemdir, sem teflt var fram af hálfu umbjóðanda okkar. Í dómi Hæstaréttar segir efnislega, að ekki sé unnt að útiloka að áðurnefnd tengsl læknisins við tryggingafélagið gætu haft áhrif við mat dómara á sönnunargildi væntanlegrar mats- gerðar læknisins. Hæstiréttur féllst af þeim sökum á niðurstöðu Héraðs- dóms og felldi úr gildi dómkvaðningu matsmannsins. Varð því að dóm- kveðja nýjan matsmann í stað um- rædds læknis. Niðurstaða Hæstaréttar er í raun fagnaðarefni fyrir þá sem hafa slas- ast og þurfa að gangast undir ör- orkumat í kjölfar þess. Það er alltof algengt að tryggingafélög óski eftir því að ráðgefandi læknar þeirra (oft einnig nefndir trúnaðarlæknar) vinni að matsgerð um örorku þeirra, sem hafa slasast og hafa uppi kröfu um greiðslu bóta úr hendi trygginga- félaganna. Verður að líta það alvar- legum augum, enda verður að gera þær lágmarkskröfur að matsmenn séu hlutlausir í störfum sínum. Ekki hefur undirrituðum dottið í hug að leggja til að samstarfsmenn hans taki að sér matsstörf í málum skjól- stæðinga lögmannsstofunnar. Hvað gæti gefið tryggingafélögunum til- efni til að ætla að önnur sjónarmið gildi um þau? Undirritaður hefur hafnað til- lögum tryggingafélaga þess efnis að ráðgefandi læknar félaganna sinni matsstörfum í málum sem snerta tryggingafélögin. Væntir undirrit- aður þess að hið sama gildi almennt um aðra lögmenn. Miklir hagsmunir þeirra sem slasast eru bundnir við að örorka þeirra sé metin af hlut- lausum aðilum. Er sjálfsagt að tjón- þolar ráðfæri sig við lögmenn sína og gæti þess að sú sé raunin í þeirra máli. Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson skrifar um nýfallinn Hæstaréttardóm » Það er alltof algengt að tryggingafélög óski eftir því að ráðgef- andi læknar þeirra (oft einnig nefndir trúnaðar- læknar) vinni að mats- gerð um örorku þeirra, sem hafa slasast... Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Höfundur er lögmaður hjá Landslögum – lögfræðistofu. Hver er hæfur til að meta örorku í kjölfar slyss? SKAMMT er frá því að Nýi Glitnir tilkynnti að Árvakur, útgáfu- félag Morgunblaðsins og mbl.is, yrði seldur. Fljótlega eftir að þetta var tilkynnt kviknaði sú hugmynd hjá nokkrum ein- staklingum að hér væri tækifæri til þess að fjöldi fólks gæti tekið sig saman og stofnað félag um þessa starfsemi. Þá hófst vinna við undirbúning að Almenningshlutafélagi um Morg- unblaðið, vinna sem langt er komin. Félagið verður í sameign hundraða einstaklinga úr öllum lögum þjóð- félagsins. Þar eru karlar og konur. Þar eru ungir, miðaldra og gamlir. Þar er fólk með ólíkar skoðanir og ólíka sýn á samfélagið. Þrátt fyrir alla þessa fjölbreytni er eitt sem sam- einar allt þetta fólk: Vilji, kjarkur og kraftur til að hrinda í framkvæmd þeirri hugmynd að styrkja og vernda lýðræði hér á landi til frambúðar með öflugum óháðum og gagnrýnum fjöl- miðli. Fjölmiðli sem ekki verður í eigu eða undir áhrifavaldi viðskipta- jöfra, stjórnmálahreyfinga eða bund- inn á klafa einnar hugmyndafræði umfram aðrar. Virkir þátttakendur í undirbúningi að Almenningshluta- félagi um Morgunblaðið eru nú um sjö hundruð. Frá því að tilkynnt var, 4. febrúar, að hópurinn væri einn fjögurra sem fengju að halda áfram í söluferli Nýja Glitnis hafa hátt í tvö hundruð manns bæst við þá fimm hundruð sem þá höfðu heitið félaginu stuðning í formi hlutafjár. Einnig hefur stuðningsmönnum í Facebook-hópi framtaksins fjölgað til muna og eru nú yfir tvö þúsund manns í hópnum. Allt þetta fólk á það sameiginlegt að vilja reka traustan, öflugan og gagnrýninn fjölmiðil, sem verði í dreifðri eignaraðild og ótengdur stjórnmálaflokkum og viðskiptablokkum. Mið- ill sem hefur eingöngu skyldur við lesendur sína og vinnur einvörð- ungu með þeirra hags- muni að leiðarljósi. Hugmyndin hefur þegar hlotið nokkra umfjöllum í fjöl- miðlum og hefur Vilhjálmur Bjarna- son auk undirritaðs komið fram fyrir hönd undirbúningshópsins sem nú telur um 15 manns úr ólíkum áttum. Sautjánda þessa mánaðar á að skila bindandi tilboði til Nýja Glitnis. Fulltrúar undirbúningshópsins hafa undanfarið kynnt sér gögn um Ár- vakur og rekstur félagsins í þar til gerðu gagnaherbergi Nýja Glitnis. Á grunni þeirra gagna er samhliða unn- ið að mótun endanlegs tilboðs og við- skiptaáætlana. Undirbúningshópurinn leggur nótt við dag í þessari vinnu. Vonandi skil- ar sú vinna sér í kröftugum fjölmiðli sem sannarlega verði í almennings- eigu. Grettistaki hefur þegar verið lyft, en betur má ef duga skal. Undirbún- ingshópurinn vill hvetja alla sem styðja þessa hugmynd til að skrá sig á vefsíðunni www.almenningshluta- felag.is og sýna stuðning sinn í verki. Mikið verk er enn fyrir höndum. Bogi Örn Emilsson skrifar um almenn- ingshlutafélag um Morgunblaðið » Allt þetta fólk á það sameiginlegt að vilja reka traustan, öflugan og gagnrýninn fjöl- miðil... Bogi Örn Emilsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Fjölmiðill í eigu almennings Skemmtileg Vetrarhátíð þar sem borgarbúar og gestir geta notið fjölbreyttrar dagskrár í boði Reykjavíkurborgar hefst í dag. Dagskráin, sem telur á annað hundrað viðburða og breiðist út um alla borg, er til- valin leið fyrir fjölskyldur og vini til að gera sér glaðan dag og njóta þess sem borgin býður. Hátíðin verður sett í Grjóta- þorpinu í kvöld þar sem gestir ferðast aftur í tímann til Reykjavíkur 19. aldar. Sú hugsun gæti hvarflað að einhverjum að erfitt væri að blása til hátíðar í erfiðu árfari. Reyndin er önnur því aldrei hafa jafnmargir borgarbúar sent inn hugmyndir að atriðum á Vetrarhátíð og í ár. Fjöl- breytnin er í fyrirrúmi og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hjátrú, hindurvitni, draugar og fleiri dulrænir viðburðir eiga sér stað á söfnum borgarinnar meðan á hátíðinni stendur og margt forvitnilegt er í boði fyrir börnin. Borgin mun því iða af lífi, hvort sem er á torgum úti, í sundlaugum, kirkjum eða söfn- um. Ég hvet fjölskyldur og vini til að koma saman á Vetrarhátíð, njóta samvista hvert við annað og um leið upplifa óvænta við- burði, hlæja og gleðjast saman í Reykjavík. Góða skemmtun Hanna Birna Kristjánsdóttir Upplifum Vetrarhátíð Höfundur er borgarstjóri. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréf- um til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyr- irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.