Morgunblaðið - 13.02.2009, Side 24

Morgunblaðið - 13.02.2009, Side 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð- arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins Til þess að markaðurinn gæti þrifist sem best hefur löggjafinn rýmt heimildir til athafna á sviði fjármála svo rækilega að nánast er útilokað að beita hefðbundnu eftirliti, enda flest leyfilegt sem á annað borð varðar hag einstaklingsins...’ VIÐ búum í lýðræðisríki. Þannig viljum við hafa það. Íslendingar hafa kosið sér fólk til löggjafarstarfa, sem á með athöfnum sínum að marka framtíð þjóðarinnar í hvívetna. Að minnsta kosti síðustu 20 árin höfum við trúað því að hinn frjálsi markaður muni færa okkur hamingju og gæfu- ríka framtíð. Til þess að markaðurinn gæti þrifist sem best hefur löggjafinn rýmt heimildir til at- hafna á sviði fjármála svo rækilega að nánast er útilokað að beita hefðbundnu eftirliti, enda flest leyfilegt sem á annað borð varðar hag ein- staklingsins. Frelsi einstaklingsins til eigna sinna er algjört enda fyrsta boðorð í ritúali kapítalism- ans. Þegar gallar þessa kerfis og hugsunarháttar koma í ljós bregðast menn reiðir við og mótmæla. Þeim sem þetta ritar gengur illa að skilja hverju þessi mótmæla sæta. Öll höfum við spilað viljug með í þessu gang- verki. Flest höfum við með þökkum þegið þau lán og skuldsetningu, sem þetta lagaumhverfi hefur boð- ið upp á. Sem lýðræðiselskandi fólk höfum við sætt okk- ur við og stutt kjörin stjórnvöld. Ég veit ekki um neinn sem í alvöru var andvíg- ur því að fyrirtæki og stofnanir sem áður voru í óskiptri sameign þjóðarinnar væru afhent ein- staklingum og gerð að markaðsvöru. Ef mér skilst rétt þá er fólk að mótmæla skuld- unum, sem það er sjálft búið að bindast. Einnig kjaraskerðingu, sem leiðir af þeirri augljósu stað- reynd að frjáls markaður er ekki eilífðarvél, sem veitir eilífa sælu, heldur er háður framboði, eft- irspurn og öðrum duttlungum mannlífsins. Ríkjandi stjórnvöld bera ekki ábyrgð á þessum veruleika fremur en við sjálf. Að einu leyti skil ég þó óánægju fólks. Við höfum verið óupplýst um eðli kapítalism- ans. Þeirri þekkingu hefur verið haldið frá okkur og þegar við stöndum frammi fyrir veruleikanum eftir að hafa verið leidd í blindni áratugum saman bregðumst við reið við. Af þekkingarskortinum sprettur það sem á góðri íslensku er kallað heimska. Heimskan er gróðrarstía reiði og ofbeldis. Þessar staðreyndir blasa nú við og því hefur lífi og limum fólks verið stefnt í voða og eignir lands- manna liggja undir skemmdum. Áður en lengra er haldið er því nauðsynlegt að staldra við. Hugleiðum nú allt upp á nýtt.  Er það raunverulega svo að einkavæðing bank- anna hafi í raun gert þjóðina ríkari en hún var?  Er það endilega hyggilegt að miða alla löggjöf við takmarkalaust frelsi einstaklinga til eigna sinna og tekna?  Eigum við ekki að láta vinnuframlag nægja til þess að veita okkur lifibrauð? Fjármagnstekjur (vextir, söluhagnaður, arður af vinnu annarra o.fl.) eru happdrættisvinningar sem ekki er hægt að treysta á.  Er ekki alveg klárt að skuldir okkar þarf að greiða? Á endalaust að taka ný lán til að greiða gömlu lánin?  Er mótmæli leiðin til að breyta þeirri að- ferðafræði, sem við höfum skrifað upp á? Nei, ég tel að allt fullorðið fólk eigi nú að byrja á því að taka til heima hjá sér. Vera ábyrgir þjóðfélagsþegnar. Vinna sín störf af alúð og heiðarleika. Muna að ef við gerum hlutina vel, þá koma pen- ingarnir, annars er hætt við bágindum. Muna að við erum ekki bara sjálfstæðir ein- staklingar, heldur líka hluti af heild. Leggja okkar af mörkum til að byggja upp nýja framtíð. Hætta þátttöku í neyslukapphlaupinu. (Kannski sjálfhætt. Við erum allt í einu komin í mark!) Síðast en ekki síst að bindast ekki skuldbind- ingum, sem vafasamt er að við rísum undir. Gildir það jafnt um einstaklinga, einstök samtök og þjóðarheild. Hugleiðum Sigurjón Bjarnason, bókari á Egilsstöðum. KERFIÐ hefur gengið sér til húð- ar. Við þurfum að gefa upp á nýtt. Við þurfum að viðurkenna að hér ríkir, og hefur ríkt, flokksræði en ekki lýðræði. Við þurfum nýja stjórnarskrá og þá meina ég nýja stjórnarskrá, ekki máttlausar breytingar gerðar af nú- verandi flokkum. Nú er tími til að huga að nýju upphafi. Ef það er ekki gert nú þá koðnar umræðan niður, og ný breiðfylking ungliða, sem aldir eru upp í flokkunum, tekur við völdum og allt fer á sama veg. Kerfið verður óbreytt. Vissulega verður að takast á við þann vanda sem nú steðjar að heim- ilum og atvinnulífi, og standa vörð um velferðarkerfið. Vissulega þarf að brjóta til mergjar atburði síðustu mánaða og ákvarðanir ráðamanna á liðnum misserum, – þeirra sem áttu að verja okkur fyrir þeim áföllum sem nú hafa dunið á íslenskri þjóð. Vissu- lega þurfa einhverjir að axla ábyrgð. Traustinu tapa menn bara einu sinni. En það verða engar breytingar ef ein- ungis á að breyta um fólk innan sama kerfis. Auðvitað þykjast menn læra af reynslunni, en sama reynsla sýnir að menn eru fljótir að gleyma. Við þurfum að skapa nýja framtíð. Framtíð þar sem lýðræði er haft í öndvegi. Framtíð þar sem stjórnkerfi íslenska lýðveldisins útilokar klíku- skap og pólitískar ráðningar. Framtíð þar sem löggjafarvaldið er hafið til þeirrar virðingar sem því ber. Fram- tíð þar sem hlustað er á almenning. Við þurfum að skapa þjóðfélag jafn- réttis og virðingar, þar sem háleit gildi eru talin sjálfsögð. Þjóðfélag þar sem græðgi og sérgæska er gerð út- læg. Fyrsta skrefið er algjörlega ný stjórnarskrá. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands gerir ráð fyrir þrískiptingu valds, þ.e. löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Þessi þrískipting er ekki virk. Þeir sem fara með fram- kvæmdavaldið sitja á löggjaf- arþinginu (reyndar í öndvegi (!)), – hafa atkvæðisrétt og stýra því hvaða mál fá framgang. Löggjafarþing okk- ar Íslendinga er afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið. Þetta má sjá á þeim málum sem hljóta af- greiðslu þingsins, – þetta má sjá á því hvernig sum mál eru keyrð gegnum þingið án umræðu, – þetta má sjá á af- greiðslu fjáraukalaga, svo nokkur dæmi séu tekin. Að því er snertir dómsvaldið, sem á að vera algjörlega óháð, þá sýna ný- leg dæmi hvernig framkvæmda- valdið skipar dómara eftir geð- þótta (flokkslín- um) og hunsar álit sérfræðinefndar. Er annars eðlilegt að fram- kvæmdavaldið skipi dómara? Það er því miður eitt eðli mannsins að vilja völd, sem er ein tegund græðgi. Nú- verandi kerfi styður valdasöfnun á fárra hendur. Gegnum flokkinn að kjötkötlunum. Er það eðlilegt að þeir flokkar sem eiga mann á þingi fái tugi milljóna í styrk árlega, en aðrar stjórnmálahreyfingar ekki? Er það eðlilegt að einstakir ráðherrar/ ráðuneyti fái háar fjárhæðir árlega til frjálsra afnota, meðan nefndir Al- þingis fá skammtað úr hnefa? Mörg lög sem sett hafa verið á Alþingi (fyr- ir atbeina framkvæmdavaldsins) eru svo „opin“ að framkvæmdavaldinu er nánast fært alræðisvald í málaflokkn- um og stýrir honum með reglugerð- um. Er það svona sem við viljum hafa hlutina? Var að þessu stefnt? Fleiri brýnar ástæður eru til breyt- inga á stjórnarskrá lýðveldisins Ís- lands og mun fjallað um þær síðar. Þess er skylt að geta að stjórn- arskrárnefndir hafa verið starfandi, m.a. ein sem forsætisráðherra setti á fót 2005 og eingöngu var skipuð al- þingismönnum (eða fyrrverandi al- þingismönnum). Það eru litlar líkur á að þeir sem aldir eru upp í kerfinu, og valdir til starfans af æðsta manni kerfisins, geri nokkrar veigamiklar breytingar á því. Enda hefur lítið bitastætt komið þaðan að því er mér sýnist, með fullri virðingu fyrir þeim sem þar hafa valist til starfa. Við þurfum að koma okkur upp úr hjólfarinu, – hugsa allt upp á nýtt, – en leita jafnframt í smiðju til annarra, t.d. Frakklands, Kanada eða BNA, án þess að ég sé að segja að þær fyr- irmyndir séu bestar. Við þurfum að byggja nýja framtíð fyrir Ísland og Íslendinga. Fá til baka það lýðræði sem við höfum glatað til flokkanna. Við þurfum nýja stjórn- arskrá. Ný stjórnarskrá – Nýtt Ísland Ólafur Helgi Ólafsson, framkvæmdastjóri. ÍSLENSK alþýða hefur mátt horfa upp á dvínandi virð- ingu stjórnmálamanna sinna. Undanfarin ár hefur átt sér stað gengissig á virðingu þeirra sem nú er orðið að algjöru falli. Fallið byrjaði með skrípaleik í stjórnmálum Reykja- víkurborgar sem stóð yfir í heilt ár. Síðan tók landsmála- pólitíkin við þegar uppvíst varð að þeir stjórnmálamenn sem við höfðum treyst fyrir lagasetningum og fram- kvæmdavaldi höfðu engan veginn staðið sig á vaktinni. Þvert á móti hafa allar þeirra aðgerðir beinst að því að grafa undan stoðum og regluverki samfélagsins til þess að ákveðnar klíkur þeim tengdar gætu notið góðs af. Fyrir og eftir hrun efnahags- kerfis Íslendinga hafa margir bent á að hér var/er ekki lýðræði. Stjórn- málaflokkunum tengdust hagsmunahópar sem klóruðu stjórnmálamönnum á bakinu og fengu sína bita í staðinn. Formenn stjórnarflokka síðustu áratuga hafa farið með nánast einræðisvald, ákveðið eitthvað sín á milli í stórum mál- um, farið með það til stimplunar í ríkisstjórn og síðan til stimplunar á löggjaf- arþinginu sem hét því nafni einu sinni. Þingmenn sem reynt hafa að spyrna við fótum eru umsvifalaust settir hjá í öllum málum. Þetta hefur myndað gjá milli valdhafa og þjóðar, þar sem vald- hafar hafa slegið skjaldborg um eigið valdakerfi. Hvað er til ráða? Algjör upp- stokkun stjórnskipunar Íslands er eina færa leiðin. Við slíka uppstokkun verð- ur að hindra það að hagsmunaklíkur hafi möguleika til að hreiðra um sig í skjóli pólitískra áhrifa. Þessi uppstokkun gæti náð til breytinga á embætti forseta Ís- lands, samkrulli löggjafar- og framkvæmdavalds, skipan dómara óháð pólitískt kjörnum fulltrúum, kjördæmaskipan, kosningakerfi, hámarkstímalengd í setu kjörinna fulltrúa, eignarhaldi á auðlindum þjóðarinnar, fullveldi þjóðarinnar m.t.t. þátttöku í samfélagi annarra þjóða, einokunartilburðum á þjónustu, fjöl- miðlum og framleiðslu, tíðari þjóðaratkvæðagreiðslu, réttindum minni- hlutahópa, viðurkenningu á mismunandi kynhneigð fólks og gegnsæi stjórn- kerfisins svo eitthvað sé nefnt af því sem fyrst kemur upp í hugann. Stjórnmálamenn hafa (eins og gert var ráð fyrir í upphafi) haft það verkefni frá stofnun lýðveldisins að endurskoða stjórnarskrána þar sem núverandi stjórnarskrá er hraðsoðin þýðing á danskri stjórnarskrá frá konungsveldistíma og átti aðeins að tjalda til einnar nætur. Stjórnarskrárnefndir hafa verið skip- aðar æ ofan í æ án þess að ljúka sínu verki. Plástrar á gömlu stjórnarskrána hafa verið þeirra stærstu afrek. Nefndirnar hafa gjarnan verið skipaðar starf- andi eða fyrrverandi stjórnmálamönnum. Gefum þeim frí. Nú liggur í pípum nýrrar ríkisstjórnar frumvarp um stjórnlagaþing. Þar er gert ráð fyrir þeirri einu breytingu á stjórnarskrá að hægt sé að kjósa til stjórnlagaþings og gefa því það vægi að niðurstaða þess verði send í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því segi ég við núverandi þingmenn: Komið þessu frumvarpi í gegnum þingið og látið svo þjóðina í friði við að kjósa sér fulltrúa á komandi stjórnlagaþing. Þetta segi ég eftir að hafa heyrt í þingmönnum í eldhúsdagsumræðum. Þar kveður við þann tón að flokkarnir ætli að boða til stjórnlagaþings og þessi eða hinn flokkurinn ætli að styðja þessi eða hin málefnin á stjórnlagaþingi. Þarna liggur hundurinn grafinn. Stjórnmálamenn eru ekki kjörgengir á stjórnlagaþing og því verða stjórnmálamenn dagsins í dag að skilja að þjóðin vill vera í friði fyrir ykkur, hún þarf að kjósa sér fólk úr sínum röðum á stjórnlagaþing til þess að endur- skrifa stjórnarskrána, meðal annars til að koma í veg fyrir að þið farið glöt- unarveginn með þjóðina eins og þið hafið gert „góða“ tilraun til nú. Við þjóðina segi ég: Hugsi nú hver fyrir sig hverju hann/hún vill koma til leiðar við upp- stokkun stjórnskipunar landsins. Tökum höndum saman um að halda gömlu flokkapólitíkinni og þeirra klíkum frá því verki. Það er til nóg af öðru fólki í landinu sem hefur hugmyndir, sanngirni og lýðræðislega sýn til framtíðar. Gef- um stirðnaðri flokkapólitík frí frá stjórnlagaþingi. Þórólfur Antonsson, fiskifræðingur. Gengisfall stjórnmálamanna og stjórnlagaþing ÍSLAND hefur verið spennandi ákvörðunarstaður í huga evrópskra ferðalanga. Og með það í huga datt mér í hug að nýta mætti það til þess að lækka reikninginn sem íslenska ríkið stendur frammi fyrir að borga vegna Icesave og sambærilegra reikninga. Í stuttu máli gengur hug- myndin út á að íslenska ríkið semji um að greiða hluta af reikningunum með því að gefa út framseljanleg hót- elkort, hvert kort ávísun á vikudvöl á íslensku hóteli í tveggja manna her- bergi án morgunverðar á fullu verði, ca 150.000 kr. að núvirði hvert kort. Til að virkja kortin þurfa handhafar augljóslega að kaupa flug eða skips- far til Íslands, borða og nýta íslensk þjónustufyrirtæki meðan á dvöl stendur þannig að afleiddar tekjur ríkisins verða gríðarlegar. Nú mætti spyrja hvernig t.d. sveit- arfélag í Englandi, sem lagði t.d. and- virði 200 milljóna ísl. kr. í pundum inn á Icesave til ávöxtunar, getur sætt sig við hótelkort sem greiðslu? Vandamálið í t.d. svona tilfelli er ekki upphæðin heldur gatið í bókhaldinu, sveitarfélagið er með t.d. 10 þúsund starfsmenn og gæti látið 1 hótelkort á mann eftir samkomulagi í launabó- nus og bókfært sem launakostnað eða dreift á skóla og stofnanir til ferðalaga og svo framvegis og bók- fært sem ferðakostnað. Millistór fyr- irtæki geta bókfært kortin t.d. sem auglýsingakostnað, allt eftir eðli hvers og eins, t.d. dýragarðurinn í London átti víst eitthvað inni – þeir gætu gefið 20 þúsundasta gesti 1 kort og bókfært sem auglýsingakostnað. Einnig ef apinn bítur dýralækninn eða hagfræðing í heimsókn gætu þeir gefið þeim sitt kortið hvorum og bók- fært sem skaðabótakostnað. Ein- staklingur sem fær kort í hendurnar verður ekki lengi að losna við þau t.d. til vina og kunningja. Góðgerðarfélög geta notað kortin til happdrætt- isvinninga og bókfært sem kostnað við happdrætti. Stórir markaðir þurrka þessi kort upp á stuttum tíma. Við myndum sitja uppi með öll hótel full næstu 10 árin, einnig allar flugvélar og nóg að gera í elda- mennsku og akstri, einnig í bönk- unum því allir þurfa túristarnir að skipta í krónur. Ríkið semur við hót- elhaldarana um 50% magnafslátt af gistinguni og hverfur þá strax helm- ingurinn af Icesave-reikningnum út um gluggann, ríkið greiðir svo af- ganginn í krónum hér heima með krónum er ríkið fær í tekjur af þess- um aukna ferðamannastraumi í gegnum skattkerfið, og sýnist mér þá að málið sé leyst. Vöruskiptaverslun við Evrópu gekk vel fyrr á öldum, svo sem fiskur fyrir mjöl, en núna næt- urgisting fyrir fyrirfram greidd pund. Icesave- hótelkort Karl Rúnar Sigurbjörnsson, Fannafold 66a, Reykjavík. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.