Morgunblaðið - 13.02.2009, Page 27
Elsku amma. Nú hefur þú fengið
langþráða hvíld. Þegar við bræðurn-
ir settumst niður til að skrifa um þig
datt okkur aðallega matur í hug því
að þitt helsta yndi var að elda mat
og gefa að borða. Við bræðurnir eig-
um mjög margar góðar minningar
af Reykjavíkurveginum þar sem þið
afi tókuð alltaf vel á móti okkur. Þar
sem við bjuggum nálægt ykkur gát-
um við alltaf labbað til ykkar og
fengið óskipta athygli því þú hafðir
allan heimsins tíma fyrir okkur. Oft
voru vinir okkar með í þessum
heimsóknum því að allir voru vel-
komnir á Reykjavíkurveginn og
fóru allir þaðan saddir. Þakka þér
amma hvað þú tókst vel á móti
stelpunum sem nú eru konurnar
okkar, þær fundu strax að þær voru
velkomnar og ortir þú jafnvel um
þær ljóð.
Alltaf hugsaðir þú vel um hann
Halla afa okkar. Eftir að hann dó
þótti þér vænt um það þegar við
komum í hádegishléi úr skóla eða
vinnu til þín og fengum heitan há-
degismat og sannarlega þótti okkur
það líka gott. Þú hafðir mjög gaman
af ljóðum og vísum og varst alger
viskubrunnur í þeim efnum og
mundir ótrúlegan fjölda af þeim og
kenndir okkur og börnum okkar.
Við eigum svo ótrúlega margar
minningar um þig þar sem þú varst
órjúfanlegur þáttur í okkar lífi, því
er mjög erfitt að tína einhver sér-
stök atriði út.
Elsku amma takk fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman,
Guð geymi þig.
Leifur, Hallgrímur
og Grétar Már.
Nú er Margrét Þorvaldsdóttir
frænka okkar, sem lengst af bjó á
Reykjavíkurvegi 33 í Hafnarfirði,
látin í hárri elli. Hún var mikil
mannkostakona, hún var skynsöm
og stálminnug, hún kunni ógrynni af
kvæðum og þulum, og var hafsjór af
fróðleik. Hún var mælsk og
skemmtileg og gátum við endalaust
hlustað á hana segja frá. Systkinin
frá Valdastöðum voru samheldin og
hittust oft með fjölskyldur sínar og
á meðan Magga hafði heilsu naut
hún sín vel í þeim hópi. Hún var
höfðingi heim að sækja og aldrei
fórum við svo til Reykjavíkur að
ekki væri komið við á Reykjavík-
urveginum hjá Möggu og Halla.
Á milli móður okkar og Möggu
var sérstakt samband og nutum við
systurnar þess og fengum við
stundum að gista á Reykjavíkurveg-
inum. Það þótti okkur mikið æv-
intýri og þau Magga og Halli stjön-
uðu svo sannarlega við okkur. Að
leiðarlokum viljum við systurnar og
móðir okkar þakka hjartanlega fyrir
allt það sem Magga var okkur og
votta Valda, Diddu og fjölskyldu
þeirra okkar innilegustu samúð.
Guð blessi minningu góðrar konu.
Stefanía og Dröfn.
Hún var ættuð frá Járngerðar-
stöðum í Grindavík og komin af
rómuðu mannkosta- og dugnaðar-
fólki.
Kynni okkar hófust haustið 1949
þegar við ég og unnusta mín, Anna,
en hún var dóttir Hallgríms af fyrra
hjónabandi og hafði verið fóstruð
upp norður á Siglufirði, komum suð-
ur í leit að atvinnu og menntun.
Það var gott að leita til Möggu og
Halla sem skutu yfir okkur skjóls-
húsi á Reykjavíkurveginum þar sem
þau bjuggu lengst af.
Ógleymanleg er sú velvild og að-
stoð sem við nutum þar þá og alla
tíð. Þar sannaðist og það sem sagt
hefir verið áður, að þar sem hjarta-
rými er fyrir hendi þar er og ávallt
nóg pláss. Það kom líka í ljós að
fleiri nutu gestrisni húsráðenda en
við unga parið. Að nokkrum vikum
liðnum fluttum við svo til Reykja-
víkur, en margar urðu ferðir okkar í
gegnum árin suður í Hafnarfjörð til
Möggu og Halla og margan kaffi-
sopann ásamt meðlæti þáðum við
yfir notalegu spjalli, eða við fengum
heilræði. Þá voru og líka gjarnan
rifjaðar upp sameiginlegar sögur úr
síldarævintýrinu sem þau hjón
höfðu bæði tekið ærlegan þátt í.
Magga var dugnaðarforkur sem
vann af krafti í fiskverkun þeirra
hjóna meðan Halla naut við, en
hann lést 1992.
Eftir fráfall hans bjó hún áfram á
Reykjavíkurveginum alllengi og
naut einstakrar umhyggju Þorvald-
ar sonar síns og konu hans Svan-
hildar svo og barna þeirra, var til
þess tekið hve framúrskarandi vel
þau hugsuðu um Möggu alla tíð.
Síðar flutti hún svo á DAS í Hafn-
arfirði og var þar síðustu árin.
Magga var bráðvel gefin, skap-
föst, hún vissi sínu viti og fór vel
með það, hún var minnug og hélt í
heiðri góða siði gengins tíma. Hún
var geðgóð og skemmtileg, hún var
sterkur persónuleiki, vinföst og
ósérhlífin.
Nú er jarðvist hennar lokið, en
minningin lifir um einstaka sæmd-
arkonu.
Framundan eru grænar grundir
eilífðarinnar, þar mun henni fagnað.
Það er mér ljúft og skylt að
þakka áratuga vináttu og að votta
ástvinum hennar öllum dýpstu sam-
úð mína, dætra minna og fjöl-
skyldna.
Algóðan Guð biðjum við að blessa
minningu Margrétar Þorvaldsdótt-
ur og styrkja og varðveita í eilífð-
inni.
Hreinn Sumarliðason.
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009
þeirra sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Lísa, Halldóra, Gunnar og
Helga Gunnarsbörn.
Kveðja frá Hollvinum Húna II
Það var á fallegum maí degi 1962
að ég hjólaði austur Gránufélags-
götuna í átt að bryggjunni þar sem
togarinn Harðbakur var að taka ol-
íu. Ég hafði fengið skipspláss og
gerði ráð fyrir því að fara á sjó eftir
nokkra daga. Stór braggi stóð aust-
an götunnar og þar var verið að
reisa bönd á kjöl á allstóru eikar-
skipi. Þetta vakti forvitni mína og
mér dvaldist þarna og dáðist strax
að verklagni þeirra sem þarna voru
við vinnu. Ég gaf mig á tal við mann
sem þarna var. Þetta samtal átti eft-
ir að valda straumhvörfum í lífi
mínu. Þarna mætti ég skipasmiðn-
um Tryggva Gunnarssyni. Ég fór
aldrei á bryggjuna heldur hjólaði
heim til foreldra minna og tilkynnti
þeim að ég væri ráðinn í nám hjá
Skipasmíðastöð KEA til að læra
skipasmíðar.
Frá fyrstu tíð tók Tryggvi mér
með opnum og jákvæðum huga.
Þetta hugarfar hans var einkenn-
andi í samskiptum við alla. Á skipa-
smíðastöðinni vann allstór hópur
iðnaðarmanna og margir mjög færir
skipasmiðir með áratuga reynslu og
þekkingu á faginu. Sjálfur hafði
Tryggvi verið alinn upp við smíðar
en faðir hans var Gunnar Jónsson,
einn af frumkvöðlum skipasmíða í
Eyjafirði. Tryggvi stjórnaði skipa-
smíðastöðinni eftir að faðir hans lést
og teiknaði KEA-bátana sem voru
landsþekktir og viðurkenndir. Á
námsárunum átti ég oft eftir að leita
á náðir Tryggva og fá hjá honum
góð ráð. Alltaf auðsótt að fá frí og
ótrúleg var sú þolinmæði sem hann
sýndi okkur lærlingunum, pásurnar
okkar áttu það til að verða nokkuð
langar. En hann hafi einstakt lag á
því að fá okkur til að vinna af kappi
og gerði þá gaman að. Það voru
skemmtilegir dagar á skipasmíða-
stöðinni.
Áhugi Tryggva fyrir skipum,
smíði þeirra og búnaði var æ til
staðar. Þegar ákveðið var að Húni
II, sem Tryggvi teiknaði og stjórn-
aði smíði á, kæmi aftur til Akureyr-
ar leyndi sér ekki gleðin og áhuginn
í andliti öldungsins. Tryggvi var
strax gerður að heiðursfélaga í
Hollvinasamtökum Húna II. Bátar
Tryggva vitna um fagurt handbragð
og glöggt auga teiknarans sem dró
útlínur báts upp á blað. Við Holl-
vinir munum minnast Tryggva með
þakklæti. Eiginkonu Tryggva, börn-
um, barnabörnum og ættingjum
vottum við okkar dýpstu samúð.
F.h. Hollvina Húna II,
Þorsteinn Pétursson.
Kær frænka mín,
Sigríður Guðmunda
Haukdal, lést hinn 13.
janúar sl. á Landspítalanum í Foss-
vogi eftir stutta sjúkdómslegu, 77 ára
gömul. Sigga í Höll, eins og hún var
jafnan nefnd af okkur börnum og
barnabörnum Þorbjargar, föðursyst-
ur Siggu, er okkur öllum mikill harm-
dauði sökum manngæsku sinnar,
hlýju og væntumþykju, sem hún átti í
svo ríkum mæli og við bræðurnir,
systir okkar, dætur Gumbs og dóttir
Steinars og fleiri unglingar aðrir,
fengum notið í Höll um 20 ára skeið
um miðbik síðustu aldar. Þessa góðu
eiginleika sína fékk Sigga í vöggugjöf
frá foreldrum sínum, heiðurshjónun-
um Jóni og Ástríði.
Öll minnumst við enn í dag hinna
dýrðlegu daga í dalnum fagra fyrir
vestan. Tæp 70 ár eru liðin frá því ég
sá Siggu fyrst. Það var í sumarbyrjun
1940. Við bræðurnir höfðum verið
sendir í sveit eins og algengt var með
borgarbörn í þá tíð til frændfólks okk-
ar í Dýrafirði, Siggi 10 ára gamall til
dvalar hjá Jóni frænda í Höll í Hauka-
dal og sá sem þetta ritar 8 ára til
Andrésar frænda á Sveinseyri, rétt
utan við Haukadal í Dýrafirði.
Við fórum vestur með Fróða nokkr-
um dögum eftir hernám og seinni
heimsstyrjöldin því orðin veruleiki.
Upp var að renna stærsta ævintýri
lífs míns til þessa. Mér er enn í fersku
minni spenningurinn og tilhlökkunin,
sem ég bar í brjósti að fá loks að berja
Höllina augum. Ég var nefnilega bú-
inn að búa til mynd í huga mér af hvít-
Sigríður G. Jónsdóttir
✝ Sigríður Guð-munda Haukdal
Jónsdóttir fæddist í
Höll í Haukadal í Dýra-
firði 23. júní 1931. Hún
lést á Landspítalanum
í Fossvogi hinn 13. jan-
úar síðastliðinn.
Útför Sigríðar fór
fram frá Áskirkju í
Reykjavík 22. janúar
sl.
kalkaðri, stórri „höll“
forfeðra minna þarna
vestra!
Uppáhalds fornald-
arhetjan mín, Gísli
Súrsson, bjó á Hóli í
Haukadal, og Hóll
hafði breyzt í munni
kynslóðanna í Höll.
Hvað átti ég að halda?
Vonbrigði mín voru því
mikil, er ég leit yfir
húsaþyrpinguna í
Haukadal frá leitinu á
milli Meðaldals og
Haukadals á leið okkar
frá Þingeyri. Enga „höll“ var að sjá,
bara 10 íbúðarhús og jafnmörg útihús
dreifð um dalsmynnið. Þetta var áfall,
hugarheimur barnungs drengs
hrundi!
En þessi vonbrigði liðu fljótt frá.
Móttökurnar voru svo alúðlegar og
einlægar, að allir fyrri órar mínir
hurfu eins og dögg fyrir sólu. Höll í
Haukadal var raunveruleg „höll“ í
besta skilningi þess orðs, hún var höf-
uðból dalsins og „höll“ mikillar góð-
semi og vináttu og ættartengsla sem
aldrei hafa slitnað og vara munu um
aldur og ævi. Við komuna í dalinn
forðum, námum við staðar í miðri
byggðinni, við hús ömmubróður okk-
ar, hans Eggerts í Sæbóli. Þangað
streymdi að fólk, bæði skylt og óskylt,
faðmaði okkur og kyssti og tvær yng-
ismeyjar, þær frænkur okkar, Sigga í
Höll og Herdís í Sæbóli, 9 og 8 ára,
komu á harðahlaupum, móðar og
másandi, ofan af Hallartúni, þar sem
þær höfðu verið að gæta nýborinna
lamba og fögnuðu okkur, föðmuðu og
slengdu á okkur kossum feimnislaust.
Þannig heilsaði frændfólkið okkar
fyrir vestan, af einlægum og svo mikl-
um kærleik að aldrei gleymist. Þau
fjögur sumur, sem ég var í sveit fyrir
vestan, lék Sigga stórt hlutverk. Eitt
ár skildi okkur að. Í þau óteljandi
skipti sem ég heimsótti fólkið mitt í
Höll þau 4 sumur, sem ég var á Eyri,
var Sigga foringinn í öllum leikjum og
ærslum. Hún þekkti hverja þúfu í
dalnum og kunni óteljandi sögur. Hún
var yndisleg. Blessuð sé minning
hennar.
Gylfi frændi.
Fyrir rúmum 55 árum fór ég til
sumardvalar hjá frændfólki mínu í
Höllinni. Nafnið eitt var nóg til þess
að sjö ára stelpa úr Reykjavík var for-
vitin og full eftirvæntingar. Allt gekk
eftir, frændfólk mitt með Ásu í far-
arbroddi tók vel á móti mér og ekki
síst hún Sigga frænka. Hún var
heimasætan á bænum og vinsæl hjá
okkur systrum. Sigga var með sérher-
bergi uppi á baðstofuloftinu og var
gaman að koma inn til hennar þegar
hlé var gert á verkum eða eftir mjaltir
á kvöldin.
Hún sagði okkur frá leik þeirra
systkina áður fyrr, skólagöngu í
Haukadal og seinna meir er hún fór í
Húsmæðraskólann á Ísafirði. Sumrin
mín í Höllinni urðu fimm og átti Sigga
þátt í því að kenna mér ýmislegt til
verka sem ég hef notið góðs af á lífs-
leiðinni. Í heyskapnum naut Sigga sín,
hún var svo fljót að rifja að ég þurfti
að hlaupa við fót til að hafa við henni.
Þegar heyjað var á Gíslahól var gam-
an að heyra frásagnir af Gísla Súrs-
syni og þau sögubrot áttu eftir að
verða uppspretta að leik okkar Gerð-
ar og Þórunnar frænku og Siggu syst-
ur þegar við fetuðum í fótspor Gísla
eftir læknum eða börðumst á Gíslahól.
Í berjamó var Sigga fljót að fylla
sínar fötur og er heim var komið hófst
hún handa við sultu- og saftgerð.
Margs er að minnast frá þessum ár-
um í Haukadal og eigum við systur,
Sigríður Björg og ég, góðar minning-
ar um Siggu frænku og frændfólk
okkar þar. Í heimsóknum mínum til
Siggu á síðari árum var gaman að
spjalla saman um liðna tíma, hlæja
svolítið og fá enn góð ráð í sambandi
við prjónaskap.
Við systurnar, Þorbjörg, Sigríður
Björg og ég, kveðjum góða frænku og
þökkum henni áralanga vináttu og
ræktarsemi við foreldra okkar meðan
þau lifðu.
Blessuð sé minning kærrar
frænku.
Margrét Guðmundsdóttir.
✝ María Jóhanns-dóttir fæddist í
Háagerði í Eyjafjarð-
arsveit 3. ágúst 1929.
Hún lést á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Hlíð á Akureyri 29.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jóhann
Benediktsson bóndi í
Háagerði, f. 19.2.
1892, d. 28.4. 1966 og
Freygerður Bene-
diktsdóttir húsfreyja,
f. 24.12. 1889, d. 5.10.
1974.
Systkini Maríu eru: 1) Benedikt,
f. 22.2. 1927. 2) Að-
alsteinn, f. 29.12.
1930, kvæntur Guð-
björgu Stefánsdóttur,
f. 9.2. 1928. 3) Guð-
rún Kristjana, f.
26.11. 1934, gift Geir
Haraldssyni, f. 13.1.
1930, d. 6.2. 2002,
dóttir þeirra Frey-
gerður Anna, f. 7.8.
1957, gift Erni Han-
sen, f. 28.8. 1951, þau
eiga þrjá syni og 5
barnabörn.
Útför Maríu var
gerð frá Akureyrarkirkju 9. febr-
úar sl.
Þá er dagur að kvöldi kominn,
langur, oft erilsamur, við skepnu-
hirðingu, heyskap eða inniverk. Allt-
af tiltæk veisla ef gesti bar að garði,
aldrei talin spor eða mínútur við að
hlúa að búpeningi. María var fróð um
marga hluti, minnisstæðir eru t.d.
fyrirlestrar hennar um ættfræði,
hafsjór af fróðleik sem erfitt gat ver-
ið að henda reiður á enda oft farið út
á ýmsar hliðargreinar fjarri stofni
sögunnar en allt voru þetta vinir og
frændfólk enda „átti María ákaflega
margt skyldfólk“ eins og Benni bróð-
ir hennar benti réttilega á hér um ár-
ið.
María var húmoristi og svaraði vel
fyrir sig. Gjarnan tók hún málstað
lítilmagnans.
Fáir riðu feitum hesti frá því að
bauna á Maríu, hún endurgalt það að
fullu. Ég tíunda ekki lífshlaup Maríu
í Háagerði, til þess verða mér færari
menn, en mig langar að þakka henni
öll rýmilegheit í minn garð og minna
og óska henni góðrar ferðar og góðr-
ar heimkomu þegar hún gengur til
fagnaðar herra síns. Farðu í friði.
Vilberg á Kommu.
María Jóhannsdóttir
Guðný Alberta
Hammer, eða Alla eins
og hún var ævinlega
kölluð af ættingjum sínum og vinum,
er látin. Eiginmaður hennar, Jónas
G. Sigurðsson, lést í mars á sl. ári.
Við þessi tímamót langar mig að
minnast þeirra beggja með nokkrum
orðum.
Guðný Alberta Hammer
✝ Guðný AlbertaHammer fæddist í
Albertshúsi á Bökk-
unum á Ísafirði 30.
október 1930. Hún
andaðist á Hjúkr-
unar- og dvalarheim-
ilinu Lundi 27. janúar
síðastliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Árbæjarkirkju í Holt-
um 4. febrúar.
Ég kynntist þeim
hjónum fyrst fyrir
rúmum þrjátíu árum,
þegar Ágúst Ómar,
elsti sonur okkar Ey-
vindar, og Ragnheiður
dóttir þeirra fóru að
draga sig saman. Þá
bjuggu þau búi sínu á
Brekkum í Holtum, en
Jónas þá fyrir nokkru
farinn að vinna í pakk-
húsinu á Rauðalæk
meðfram bústörfum.
Á Brekkum var mikill
gestagangur og gest-
risni, alltaf tími fyrir spjall og veit-
ingar. Ég minnist þess varla að hafa
komið að Brekkum á þessum árum
án þess að þar væru fleiri eða færri
gestir fyrir.
Síðar fluttu þau Alla og Jónas að
Rauðalæk, eftir að Ágúst Ómar og
Ragnheiður fóru að búa á Brekkum.
Okkar samskipti voru að sjálfsögðu
mest í tengslum við atburði í lífi
barna okkar og afkomenda þeirra.
Alla og Jónas komu mér fyrir sjónir
sem ákaflega samrýnd og samhent
hjón, þótt ólík væru. Hún hæglát og
hógvær, en kom skoðunum sínum
samt á framfæri, hann ævinlega kát-
ur og hress, með glettnisblik í augum
og gamansögur á hraðbergi. Síðustu
árin urðu þeim erfið vegna heilsu-
brests, en þau hugsuðu vel hvort um
annað meðan beggja naut við. Við
Eyvindur þökkum góð kynni og ára-
tuga vináttu. Guð blessi minningu
Öllu og Jónasar frá Brekkum.
Afkomendum þeirra öllum og
Herdísi móður Öllu vottum við inni-
lega samúð.
Guðrún Aradóttir.