Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 36
36 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009
Sudoku
Frumstig
4 7
3 7 9 6 1
6 5 9 7
9 1 7 6 5 4
1 9 6 5 2
2 6 5 8 3 9
1 6 3 2
4 5 8 1 6
1 4
9 5 1
6 5 4
8 9 6 7
8 2 7
7 6 1 3 2 4
9 4 7
9 2 6 8
7 9 2
5 4 1
8 6 1 5
2 4 8 3
4 6
5 8 6 3
3 6
6 8 2 9
1 2
3 2 9 8
5 2 4 1
5 4 7 2 3 9 1 6 8
2 9 6 1 4 8 7 3 5
8 3 1 5 6 7 4 2 9
7 8 4 9 2 3 6 5 1
1 6 9 4 8 5 3 7 2
3 2 5 7 1 6 9 8 4
4 5 8 3 7 1 2 9 6
9 7 2 6 5 4 8 1 3
6 1 3 8 9 2 5 4 7
7 4 9 5 2 1 3 6 8
6 8 2 7 9 3 4 1 5
3 5 1 8 4 6 2 9 7
9 2 6 3 5 8 1 7 4
1 7 4 9 6 2 5 8 3
8 3 5 1 7 4 6 2 9
4 1 7 2 3 9 8 5 6
2 9 3 6 8 5 7 4 1
5 6 8 4 1 7 9 3 2
3 7 1 2 8 4 6 5 9
8 2 5 3 6 9 4 1 7
9 6 4 5 1 7 3 8 2
1 3 9 7 4 2 5 6 8
5 8 2 1 9 6 7 3 4
6 4 7 8 3 5 9 2 1
7 5 8 9 2 3 1 4 6
2 9 6 4 5 1 8 7 3
4 1 3 6 7 8 2 9 5
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
Í dag er föstudagur 13. febrúar, 44. dag-
ur ársins 2009
Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yð-
ur, því að þér trúið ekki þeim, sem
hann sendi. (Jóh. 5, 38.)
Víkverja þykir það í meira lagineyðarlegt fyrir þá alþingis-
menn sem samþykktu neyðarlög
tvö, að Héraðsdómur skuli hafa
dæmt hluta þeirra brot á stjórn-
arskránni. Og þetta samþykktu
menn umsvifalaust, þótt alvarlegar
athugasemdir hafi verið gerðar við
þetta tiltekna ákvæði, reyndar var
það stjórnarandstöðuþingmaður þá,
Atli Gíslason VG, sem athugasemd-
irnar gerði en enginn hlustaði á
hann nema flokkssystkini hans.
Meirihlutinn þá, Samfylking og
Sjálfstæðisflokkur, skellti skollaeyr-
um við og samþykkti neyðarlög tvö
með ákvæðinu og öllu saman. Og er
þó ekki hörgull á lögfræðingum í
þingmannaliði þessara flokka.
Víkverji verður að segja það al-
veg eins og er að afsökun um tíma-
hrak finnst honum anzi léttvæg. Al-
þingismenn verða að vanda
lagasmíð sína, hvort sem mikill eða
lítill tími er til stefnu, að ekki sé nú
talað um þegar stjórnarskráin er
annars vegar. Þessi uppákoma með
neyðarlögin er ekki til þess fallin að
auka veg Alþingis. Hún undirstrikar
þvert á móti máttleysi Alþingis
gagnvart framkvæmdavaldinu og
lætur skína í það að Alþingi sé ekki
sjálfstætt löggjafarvald heldur ein-
faldlega stimpill til þess að koma
málum framkvæmdavaldsins í gegn-
um Alþingi.
x x x
Víkverja barst á dögunum boð ígegnum netið, þar sem honum
voru boðin 100 pund, ekki til þess að
slá eign sinni á heldur til þess að
leika sér með í spilavíti á netinu.
Þetta tilboð freistaði Víkverja ekki
enda er hann af illri reynslu á móti
slíkri spilamennsku. En það er auð-
velt að sjá þá falla sem veikir eru.
Og þegar 100 pundin eru uppurin er
fíknin vakin og menn seilast í eigin
vasa, oft með afleitum og sorglegum
afleiðingum.
x x x
Svo var það tónlistarmaðurinnsem hafði samið allt nema við-
lagið. Það stóð eitthvað í honum svo
hann sótti um styrk úr Viðlagasjóði.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 skrifli, 8
óskertan, 9 óþolinmæði,
10 sár, 11 kjánann, 13
miður, 15 málms, 18
ætla, 21 ílát, 22 setja
saman, 23 æpa, 24 sam-
komulag.
Lóðrétt | 2 dý, 3 hinn, 4
frumeindar, 5 angur, 6
kona, 7 kolla, 12 stór-
fljót, 14 skessa, 15 sam-
sull, 16 sætta sig við, 17
sorp, 18 alda, 19 ham-
ingju, 20 ættmenni.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 sleip, 4 vomar, 7 uglur, 8 lýkur, 9 art, 11 dáða,
13 vala, 14 keyta, 15 haka, 17 reit, 20 fat, 22 pukra, 23
undum, 24 assan, 25 terta.
Lóðrétt: 1 skuld, 2 eðlið, 3 pera, 4 volt, 5 mýkja, 6 rorra,
10 reyta, 12 aka, 13 var, 15 hoppa, 16 kökks, 18 eldur,
19 tomma, 20 fann, 21 tukt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. c4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 Rf6 4. Bg2 g6
5. Rf3 Bg7 6. 0-0 0-0 7. d3 d6 8. a3 Bd7
9. Hb1 Dc8 10. He1 Bh3 11. Bh1 a6 12.
Bg5 Be6 13. e4 h6 14. Bd2 Rg4 15. Rd5
Bxd5 16. exd5 Rce5 17. Bc3 Df5 18.
He4 b5 19. h3 Rxf3+ 20. Bxf3 Re5 21.
Bg2 g5 22. De2 Hab8 23. Hf1 Rg6 24.
f4 gxf4.
Staðan kom upp á Meistaramóti
Taflfélagsins Hellis sem stendur yfir í
húsakynnum félagsins Álfabakka 14a í
Mjóddinni. Davíð Ólafsson (2.319)
hafði hvítt gegn Gunnari Björnssyni
(2.153). 25. Hexf4! Dd7? Það var nauð-
synlegt að þiggja skiptamunsfórnina
þó að staða svarts hefði einnig orðið þá
erfið. Í framhaldinu vinnur hvítur
örugglega: 26. Hg4 Bxc3 27. bxc3 Kh7
28. Be4! De8 29. h4 h5 30. Hg5 Kg7 31.
Dxh5 e6 32. Hxf7+! Hxf7 33. Hxg6+
Kf8 34. Dh6+ og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Fimmti tígullinn.
Norður
♠K104
♥K4
♦ÁK1084
♣753
Vestur Austur
♠DG96 ♠732
♥D10865 ♥Á72
♦72 ♦963
♣ÁG ♣9642
Suður
♠Á85
♥G93
♦DG5
♣KD108
Suður spilar 3G.
Vestur kemur út með ♥6 (fjórða
hæsta) og vörnin brýtur litinn í einu
höggi – smátt úr borði, austur tekur á
ásinn og spilar ♥7 á kóng blinds.
Sagnhafi sér átta slagi og lætur sér
ef til vill detta í hug að spila lúmsku
laufi úr borði. Vonin er þá sú að austur
sofi á verðinum og dúkki með ásinn,
eða þá að hjartað brotni 4-4. Hvorugt
er líklegt til að rætast. Eins og vörnin
spilar virðist hjartað liggja 5-3, og
austur má vera meira en lítið sofandi
að dúkka ef hann á laufásinn. Betri
hugmynd er að reikna með laufásnum
hjá útspilaranum ásamt með litlu hjón-
unum í spaða. Þá þolir vestur illa
þrýstinginn af fimmta tíglinum. Sem-
sagt, sagnhafi tekur strax tígulslagina.
Vestur hendir einum spaða og lauf-
gosa, en fimmti tígullinn er meira en
vestur þolir.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það er eitthvað á seyði í kringum
þig. Ef þú vilt að þér verði eitthvað úr
verki þarftu að halda þig við raunveru-
leikann.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það er enginn heimsendir þótt þú
fáir ekki allt það út úr samstarfs-
mönnum þínum sem þú vilt. Forðastu að
gagnrýna vinnufélaga þína og það sem
þeir eru að gera.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það er engin ástæða til þess að
láta smáatriði standa í veginum fyrir því
að tilskilinn árangur náist. Þú munt
njóta árangurs erfiðis þíns í dagslok.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það er í góðu lagi að gera áætl-
anir og vera stórhuga, ef þú bara gætir
þess að hafa báða fætur á jörðunni.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Reyndu ekki að byrgja tilfinning-
arnar inni. Léttur og opinn tjáning-
armáti frelsar þig og fær þig til að gera
vel.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Gættu þín að láta engan misnota
tilfinningar þínar hvort heldur um er að
ræða vini og vandamenn eða aðra.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Tækifærin bíða þín í hrönnum ef þú
aðeins opnar augun og ert tilbúinn að
vinna með öðrum. Kýldu á það jafnvel
þótt þú sért ekki viss.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú verður upp fyrir haus í
vinnu í dag. En það ríður á að þú haldir
haus og standir uppréttur. Að öðrum
kosti skaltu bara bíða næsta tækifæris.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Eldmóður skiptir öllu máli
þegar hvetja skal áfram liðið þitt. Inni-
byrgðar tilfinningar eiga til að leita út
með slæmum hætti, þegar síst varir.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það er ekki nóg að sjá bara
hinar breiðu línur því einnig þarf að
skyggnast undir yfirborðið eftir smáat-
riðunum. Reyndu að gæta þess að láta
ekki útgjöldin fara úr hófi.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú kemst ekki hjá því að vinna
ákveðið verkefni í samstarfi við aðra.
Ekki af því að þín bíði verðlaun, heldur
er þér það eðlislægt.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Bjóddu fólki heim til þín og njóttu
góðra stunda í félagi við fjölskylduna.
Leitaðu tækifæra til að láta gott af þér
leiða.
Stjörnuspá
13. febrúar 1942
Átján breskir hermenn
drukknuðu í Hrútafirði,
skammt frá Borðeyri, þegar
tveir prammar sukku. Sex
mönnum var bjargað.
13. febrúar 1945
Jóhannes S. Kjarval opnaði
málverkasýningu í Lista-
mannaskálanum í Reykjavík.
Það þótti tíðindum sæta að
flestar myndanna seldust á
fyrstu klukkustundinni.
13. febrúar 1982
Hitaveita Akraness og Borg-
arfjarðar var formlega tekin í
notkun. Aðveituæðarnar eru
þær lengstu á Íslandi, um 75
kílómetrar.
13. febrúar 1983
Loftsteinn féll í sjóinn austur
af landinu á níunda tímanum
um kvöldið. Birti víða um aust-
anvert landið þegar steinninn
þaut með miklum hraða um
himinhvolfið.
13. febrúar 2001
Lag Bjarkar, Sjón og Lars von
Trier „I’ve seen it all“ úr
Myrkradansaranum var til-
nefnt til Óskarsverðlauna sem
besta sönglag í kvikmynd.
Björk flutti lagið á hátíðinni
en hlaut ekki verðlaunin.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
„ÞETTA er nánast eins og hver annar dagur,“
segir Sveinn Ívarsson arkitekt sem er 55 ára í dag
og hyggst fara austur í sumarbústað með frúnni.
Hann segist almennt ekki hafa gert mikið á af-
mælisdaginn undanfarin ár og að það hafi þurft að
minna sig á þennan.
Undantekningin var fimmtugsafmælið sem
Sveinn hélt upp á með ferð til Flórída. „Ég gerði
það sem fólk gerir við slík tímamót. Fann dýrasta
hótelið hjá ferðaskrifstofunni sem var á Coconut
Grove fyrir sunnan Miami Beach. Þá var þar mikil
listahátíð í gangi og hafði drifið að listamenn og
handverksmenn frá gjörvöllum Bandaríkjunum. Þeir höfðust við í
tjöldum eftir ströndinni og í bænum öllum. Það var mikil upplifun,“
segir Sveinn. Hann segist vera mikill mótormaður og keyri um á Har-
ley Davidson-hjóli. „Ég fékk þó ekki að fara til Daytona sem er mekka
mótormanna,“ segir hann hlæjandi.
Sveinn er innfæddur Kópavogsbúi og hvert afmæli var stórafmæli
þegar hann var að alast upp. Þá var allri ættinni boðið sem og vinum
og krökkum úr hverfinu. „Þetta hefur breyst með árunum,“ segir
hann.
Sveinn Ívarsson arkitekt 55 ára
Ekki til Daytona
Nýirborgarar
Danmörk Josephine
Hulda fæddist 20. ágúst
kl. 12. Hún vó 3.512 g og
var 52 cm löng. Foreldrar
hennar eru dr. Jennifer
Ann Kricker og dr. Páll
Melsted Ríkharðsson.
Svíþjóð Isak Arn fæddist
5. september kl. 14.21.
Hann vó 2.920 g og var 50
cm langur. Foreldrar
hans eru Aldís G. Rosen-
lund og Rickard Dan
Magnus Rosenlund.
Reykjavík Davíð Frank
fæddist 9. júlí kl. 0.51.
Hann vó 4.140 g og var 53
cm langur. Foreldrar
hans eru Ragnheiður
Hulda Hjaltalín og Guðni
Níels Aðalsteinsson.