Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009
PISTILL birtist í
Morgunblaðinu
sunnudaginn 1. mars
sl. Kolbrún Bergþórs-
dóttir skrifar hann á
leiðarasíðu blaðsins.
Mér sýnist pist-
ilsdálkarnir vera eins
konar form þar sem
blaðamönnum Morg-
unblaðsins er gefinn
kostur á að láta í ljós skoðanir.
Kolbrún starfar víst sem blaða-
maður við þennan ágæta miðil.
Titill á pistli Kolbrúnar er
„Flokkurinn sem á ekki að vera
til“. Hún ræðst af mikilli heift,
með ósannindum og undarlegum
svívirðingum á Frjálslynda flokk-
inn og það ágæta fólk sem starfar
innan vébanda hans. Ég ætla ekki
að hafa allan orðaflauminn eftir
hér. Þetta hjal Kolbrúnar dæmir
sig í raun sjálft. Það varpar leiðum
skugga á ritstjórn Morgunblaðsins.
Kolbrún Bergþórsdóttir, sem til-
heyrir núverandi ritstjórn Morg-
unblaðsins, hlýtur að skrifa í um-
boði þessarar sömu ritstjórnar. Ég
fæ ekki orða bundist vegna þess
að þessi blaðamaður heldur því
kinnroðalaust fram að Frjálslyndi
flokkurinn sé flokkur „vonds fólks“
og „útlendingahatara“. Hvað er
Kolbrún að segja með þessu? Jú,
hún er að segja að kjósendur og
félagar Frjálslynda flokksins, sem
telja þúsundir manneskja bæði af
innlendu og erlendu bergi brotnar,
séu upp til hópa illmenni. Fólk
sem gangi daglega um með hatur í
hjarta til annarra borgara þessa
lands vegna þess að það fólk sé af
öðrum uppruna, litarhætti eða
trúarbrögðum. Ég á ekki von á því
að kjósendur eða félagar Frjáls-
lynda flokksins kannist við það að
búa yfir slíkum tilfinningum. Ég á
heldur ekki von á að þau sætti sig
aðgerðalaust við að launaður
starfsmaður Morgunblaðsins út-
húði þeim með slíkum ærumeið-
ingum á ritstjórnarsíðum þess.
Frjálslyndi flokkurinn hefur um
missera skeið óhikað fjallað um
málefni innflytjenda. Sú umræða
er vandasöm en bráð-
nauðsynleg. Við höf-
um gagnrýnt og
spurt. Lagt fram
lausnir og kallað eftir
svörum. Sjálfur hef ég
flutt ótal ræður, og
skrifað greinar. Þetta
er mikilvægur mála-
flokkur. Lýðræð-
islegur og frjáls
stjórnmálaflokkur sem
vill láta taka mark á
sér, á ekki að kinoka
sér við því að taka
þessa umræðu þó að
erfið sé. Slíkt væri svik við þjóð og
kjósendur, því innflytjendamálin
varða okkur öll. Þau varða breyt-
ingar á samfélagi okkar, og það
hvernig við látum þjóðfélagið
þróast inn í framtíðina. Vonandi
gerum við það þannig að tryggt sé
að allir búi við fulla virðingu og
mannréttindi. Tryggð sé góð að-
lögun þeirra sem hingað koma, að
þjóðfélagi okkar sem við höfum
byggt upp með ríkum velferð-
aráherslum og höfum hingað til
verið svo stolt af. Ég tel mig hafa
lagt mitt af mörkum í þessum efn-
um, með málefnalegum og ábyrg-
um hætti. Að sjálfsögðu hef ég
sem stjórnmálamaður haft skoð-
anir, og ég hef rökstutt þær án
þess að falla í þá pytti sem Kol-
brún Bergþórsdóttir og fleiri hafa
gert í sínum málflutningi.
Við höfum dregið línur til ná-
grannaþjóða okkar og hvatt til
þess að við hér á Íslandi lærðum
af reynslu þeirra í málefnum inn-
flytjenda. Á síðasta ári þýddi ég
meðal annars bókina „Dýrmætast
er frelsið“, eftir norsku blaðakon-
una Hege Storhaug. Þessi tæplega
400 síðna verðlauna- og met-
sölubók frá Noregi fjallar um mál-
efni innflytjenda í Noregi, Dan-
mörku, Svíþjóð, Þýskalandi og
Frakklandi. Hún kom út laust fyr-
ir jól. Kolbrún og fleiri hefðu gott
af því að lesa hana. Mér skilst að
hún lesi bækur og gefi sig út fyrir
að vera upplýst manneskja, þó að
erfitt sé að greina það í þeim skrif-
um hennar sem ég hef séð.
Enginn vafi leikur að á sú um-
ræða sem Frjálslyndi flokkurinn
hóf árið 2004 leiddi til þess að ís-
lensk stjórnvöld tóku sér tak til
úrbóta í þessum málaflokki. Þær
úrbætur höfum við stutt. Það leik-
ur heldur enginn vafi á því að fjöl-
margt sem við höfum varað við
reyndist á rökum reist. Það hefur
ekki þurft nema að fylgjast með
fréttum til að sjá það. Sömuleiðis
er ljóst af erlendum fréttum að
miklar áskoranir mæta nú stjórn-
völdum í nágrannalöndum okkar.
Hvers vegna má ekki ræða þessa
hluti án þess að sæta niðurlæg-
ingum og vera úthrópaður sem
níðingur af Kolbrúnu Bergþórs-
dóttur, sumum kollegum hennar á
ritstjórn Morgunblaðsins og öðrum
viðhlæjendum hennar í þjóðfélags-
umræðunni?
Það er dapurlegt að lesa hvernig
Kolbrúnu Bergþórsdóttur skortir
nauðsynlegan þroska til að geta
tekið þátt í umræðum um þessi
mikilvægu mál þannig að á henni
sé tekið mark. Þetta segi ég vegna
þess að hún starfar sem blaðamað-
ur á fjölmiðli sem hingað til hefur
látið sér annt um virðingu sína.
Hún starfar á dagblaði sem á
merka sögu en hefur undanfarin ár
háð mikla og erfiða varnarbaráttu.
Sú barátta verður ekki unnin þó að
nýir eigendur hafi enn og aftur
komið að blaðinu. Hún verður
heldur ekki unnin þó að stór hluti
nánast óskiljanlegra skulda blaðs-
ins verði nú kannski afskrifaður
með umdeildum hætti. Þessi bar-
átta verður einungis unnin ef
Morgunblaðið ávinnur sér traust
sem trúverðugur og ábyrgur fjöl-
miðill sem á erindi við þjóð sem
gengur nú til móts við eina mestu
örlagatíma í sögu sinni. Því miður
efast ég um að Morgunblaðinu tak-
ist að endurheimta sess sinn í vit-
und íslensku þjóðarinnar á meðan
Kolbrún Bergþórsdóttir leikur
lausum hala á ritstjórnarsíðum
þess.
Athugasemdir
vegna fúkyrðaflaums
Magnús Þór Haf-
steinsson fjallar um
pistla Kolbrúnar
Bergþórsdóttur
» Þetta hjal Kolbrúnar
dæmir sig í raun
sjálft. Það varpar leið-
um skugga á ritstjórn
Morgunblaðsins.
Magnus Tor
Hafteinsson
Höfundur er varaformaður Frjáls-
lynda flokksins.
SEM hjúkr-
unarfræðingur í mast-
ersnámi í markaðs-
fræðum og
alþjóðaviðskiptum við
Háskóla Íslands fæ ég
nær undantekning-
arlaust viðkvæðið: „Já
hvað segirðu, ertu
komin í markaðsfræði,
bara hætt í hjúkr-
uninni…vá, bara komin á hinn end-
ann?“ Stundum reyni ég að fá fólk
til að útskýra fyrir mér hvaða
„enda“ það er að tala um af því ég
skil ekki hugtakanotkunina en oftar
en ekki hef ég þjálfað þolinmæðina
og þagað, því það á ekki alltaf við að
krefja fólk um skýringar. En nú er
svo komið að mér finnst réttlæt-
anlegt að deila reynslu minni og
skoðun ef það má verða til þess að
opna augu fólks fyrir möguleikum
markaðsfræðinnar.
Það hefur komið í ljós að „hinn
endinn“ á hjúkrun sem fólki verður
tíðrætt um er andstæða alúðar og
umhyggju og fólki finnst ég vera
komin í heim samviskulausra pretta
auglýsinga og sölu. En af hverju
fara allir að tala um auglýsingar og
sölu? Ekki það að sálfræði góðra
auglýsinga er ágætlega athyglisverð
en það skondna er að auglýsingar og
sölumennska er ekki í boði sem
skyldufag, heldur legg ég stund á
fög eins og samkeppnishæfni, þætti
í aðferðafræði, markaðsfræði, al-
þjóðamarkaðssetningu, þjón-
ustufræði, stefnumiðaða stjórnun,
rannsóknir í markaðsfræði og al-
þjóðaviðskipti. Valfögin eru síðan
eftir áhugasviði hvers og eins og
lýkur náminu með 30 eininga rann-
sókn. Að þessu sögðu er jafnfráleitt
að halda að markaðsfræðin snúist
um auglýsingar og sölumennsku
eins og að halda að læknisfræði snú-
ist bara um augnlækningar.
Mín litla reynslusaga end-
urspeglar um margt misskilning al-
mennings á markaðsfræði. Meira að
segja hafa hugtök markaðsfræðinn-
ar oft liðið fyrir að vera notuð á nei-
kvæðan gildishlaðinn hátt. Á síðum
dagblaðanna hefur t.d. mátt sjá hvar
markaðshyggja er ranglega notuð í
stað gróðahyggju og markaðs-
væðing í stað græðgisvæðingar. En
hvað veldur þessum misskilningi og
ímyndarkreppu?
Sé byrjað á menntuninni þá er
markaðsfræði kennd á ýmsum stig-
um menntunar og af ólíkum
menntastofnunum sem oft spyrða
sölutækni við námskeiðin. Þetta
veldur eðlilega ruglingi og til að-
greiningar kýs ég að tala hér um
markaðsfræði með vísan í rannsókn-
artengt meistaranám í markaðs-
fræði og alþjóðaviðskiptum við Há-
skóla Íslands af því það er það nám
sem ég þekki. Í markaðsfræðinámi
byggist markaðshugsun á markmið-
asetningum, verkferlagerð og mæl-
anlegum árangri og krefst þess eig-
inleika að kunna að lesa í nær- og
fjærumhverfi með þeim tækjum og
aðferðum sem fræðin bjóða upp á.
Hún leggur áherslu á skipulags-
heildina, starfsfólkið og við-
skiptavini þar sem unnið er kerf-
isbundið eftir markvissri stefnu og
niðurstöður eru í sí-
felldri endurskoðun.
Rannsóknir eru stór
hluti markaðsfræðinn-
ar sem krefst góðrar
tölfræðikunnáttu og
gagnrýnnar hugsunar,
sem er eilítið á skjön
við hugmyndir sumra
sem halda að markaðs-
fræðin sé blaðurfag
sem krefjist bara hug-
myndaauðgi og góðrar
tilfinningar fyrir um-
hverfinu. Það er vissu-
lega kostur á hverjum manni að
vera næmur á umhverfi sitt en
markaðsfræði snýst ekki um tilfinn-
ingu, heldur um rök og mælanleika.
Klárlega hjálpar þó að þora að
hugsa út fyrir kassann og kunna að
hlusta á hrynjandi markaðarins.
Það sem gerir námið svo skemmti-
legt er hversu þverfaglegt það er og
snertir fög eins og viðskiptafræði,
hagfræði, sálfræði, félagsfræði,
stjórnun og fjármál. Sum þessara
faga nýta sér kenningar markaðs-
fræðinnar og öfugt og rekst maður á
þó nokkra samsvörun milli faga,
bara með mismunandi kennimönn-
um og hugtökum. Vegna hinnar
þverfaglegu breiddar nýtast mark-
aðsfræðingar við markaðsdeildir og
markaðsrannsóknir, stjórnun og
stefnumótun, þjónustustjórnun,
gæðastjórnun, kynningarmál, al-
mannatengsl og á auglýsingastof-
um.
En burtséð frá menntun, þá er
starfsheitið markaðsfræðingur ekki
lögverndað og ekki þarf að vera
markaðsfræðingur til að vera mark-
aðsstjóri, sem gerir það erfiðara að
meta fræðilegan bakgrunn þess sem
titilinn ber. Markaðsfræði sem
rannsóknartengd fræðigrein er
einnig ung á Íslandi, þó hún eigi sér
lengri hefð erlendis og hér starfar
ekki hagsmunafélag markaðs-
fræðinga. Þó er starfrækt félag
markaðsfólks, Ímark, sem margir
tengja við íslensku auglýs-
ingaverðlaunin.
Viðskiptavinurinn í öndvegi
Sem starfandi hjúkrunarfræð-
ingur reyndi ég eftir bestu getu að
setja þarfir skjólstæðinga minna í
öndvegi og það var þessi áhugi minn
sem leiddi mig inn á brautir mark-
aðsfræðinnar sem kennir að við-
skiptavininn skuli nálgast af virð-
ingu því hann er lífæð fyrirtækja og
möndullinn sem starfsemin snýst
um. Almenningur sem óttast mark-
aðsfræðilega innsýn og inngrip í
heilbrigðiskerfið þekkir oftast lítið
til fræðilegs grunns markaðs-
fræðináms við háskóla, fag sem get-
ur veitt ný sjónarhorn á annars
mjög fastmótað og fastheldið um-
hverfi heilbrigðisþjónustunnar. Svo
ekki sé minnst á nýtingu markaðs-
fræðinnar við forvarnarverkefni
heilsugæslunnar og undirbúning á
innflutningi sjúklinga til Íslands.
Það er mín skoðun að virðing og
samvinna opni víðsýni og stuðli að
árangri en eitt er víst að markaðs-
fræði og hjúkrunarfræði eru ekki
sinn endinn hvort á huglægri mæli-
stiku umhyggju og samviskuleysis.
Úr heilbrigðis-
kerfinu yfir í
markaðsfræði
Brynja Laxdal
skrifar um mark-
aðsfræði
Brynja Laxdal
» Á síðum dagblað-
anna hefur t.d. mátt
sjá hvar markaðshyggja
er ranglega notuð í stað
gróðahyggju og mark-
aðsvæðing í stað
græðgisvæðingar.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur BS
og mastersnemi við viðskiptafræði-
deild Háskóla Íslands
HVORT sem þú ert
sorgbitinn eða glaður,
dapur eða kátur, þá
skaltu syngja og biðja
því að söngurinn og
bænin mýkja hjartað
og styrkja andann,
gleðja geðið og næra
sálina. Með söngnum
og bæninni vex sam-
kenndin og umburð-
arlyndið eykst. Við verðum víð-
sýnni og skilningsríkari,
umhyggjusamari og kærleiksrík-
ari. Með söngnum og í bæninni
kemst jafnvægi á hugann og friður
færist í hjartað.
Söngurinn og bænin eru besta
áfallahjálpin. Bæði kvíðastillandi
og streitulosandi. Áhyggjurnar líða
á braut og friðurinn tekur að flæða
inn. Þú ert hafinn yfir stund og
stað án þess þó að firrast veru-
leikanum.
Gleymdu ekki
að signa þig
Í bæninni nýturðu kyrrðar. Þú
hlustar á sjálfan þig, umhverfi þitt
og Guð. Þú nærð að meta stöðuna
á yfirvegaðan hátt um leið og þú
hleður batteríin og
fyllir á tankinn með
samtali við sjálfan
höfund þinn og full-
komnara lífsins, sem
vill nesta þig til að
takast á við þau verk-
efnin daganna sem að
þér snúa og kalla á
úrlausnir.
Það er því gott að
gera það að venju
sinni hvern morgunn
áður en haldið er út í
daginn að signa sig,
merkja sig sigurtákni
lífsins og minna sig þannig á hver
maður er, hverjum við tilheyrum
og hvert við viljum stefna með líf
okkar.
Sívirk meðul
Andvarpaðu bara, í Jesú nafni,
og hann mun biðja fyrir þér með
andvörpum sínum sem ekki verður
komið í orð. Andvörpum sem ekki
eru aðeins stundleg heldur hafa ei-
lífðar gildi.
Söngurinn og bænin eru gömul
og góð sívirk meðul sem við skul-
um ekki vanmeta eða gera lítið úr.
Sívirk meðul gefin af Guði, lækn-
inum og lyfjafræðingnum sem
megnar að græða sár, hlúa að,
uppörva og styrkja, lækna og
líkna.
Njótum lífsins
Fáðu þér göngutúr og farðu með
bæn áður en þú tekur afdrifaríkar
ákvarðanir. Ræktaðu sjálfan þig á
líkama og sál, hjólaðu og farðu í
sund. Hreyfðu þig reglulega og
gleymdu ekki að signa þig, biðja
og syngja. Því að það dregur úr
þeim áföllum sem þú kannt að
verða fyrir. Sársaukinn mildast,
skýin taka að þynnast og yfir sál-
ina færist djúpur og varanlegur
friður og andleg fró.
Njóttu þess að láta lífið leika um
þig. Njóttu þess að vera til. Njóttu
þeirra forréttinda að fá að vera þú.
Því að þú ert einstök sköpun Guðs.
Óendanlega dýrmætt eintak. Skap-
aður til samfélags við hann.
Já, lifi lífið!
Syngjum og biðjum
Ræktaðu sjálfan þig
á líkama og sál, seg-
ir Sigurbjörn
Þorkelsson
» Söngur og bæn eru
besta áfallahjálpin,
bæði kvíðastillandi og
streitulosandi. Sam-
kennd vex, áhyggjurnar
líða á braut og friðurinn
tekur að flæða inn.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og fram-
kvæmdastjóri Laugarneskirkju.