Morgunblaðið - 05.03.2009, Page 38

Morgunblaðið - 05.03.2009, Page 38
kemur saman á ný húsbandið úr Sindrabæ en það kallar sig nú Blúsvíkingana. Þar eru gömlu kempurnar Sæmi Harðar, Óskar Guðna og Baggi Meysa auk unglinganna Bjössa Gylfa og Bjössa Viðars. Þá eru ótaldir feðgarnir Guðmundur og Örn Elías sem betur eru þekktir sem Mugison og Papa Mug. Að sjálfsögðu verður blúsdjamm á hátíðinni þar sem allir geta fengið að taka í hljóðfæri eða syngja en oft hefur myndast einstök djamm-stemning á Norðurljósablús. Það er hornfirska skemmtifélagið hefur veg og vanda af Norður- ljósablús í samstarfi við veit- ingamenn og ferðaþjónustufólk á Hornafirði. HORNFIRÐINGAR hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir að vera blúsaðri en aðrir Íslendingar en hafi sú verið raunin má færa rök fyrir því að restin af þjóðinni hafi nú loksins náð í skottið á þeim. Með sömu rökum má svo halda því fram að þjóðin hafi aldrei átt jafnmikið erindi á blúshátíð Hornafjarðar sem hefst á morgun og stendur yfir alla helgina. Hátíðin, sem kallast Norðurljósablús, er haldin í fjórða sinn og fer fram á Hótel Höfn. Þar fyrir utan verða blústónleikar samtímis á tveimur stöðum í bænum; Kaffi Horninu og Veitingahúsinu Víkinni. Sveitirnar sem koma fram á hátíðinni eru af margvíslegum toga en þessar eru helstar: B-Sig frá Reykjavík, Guðgeir Björnsson ásamt hljómsveit frá Egilsstöðum, Pitch- fork Rebellion frá Húsavík og Vax frá Egilsstöðum. Tvö hornfirsk bönd leika á hátíðinni, Mæðusveitin Sigurbjörn og Hulda Rós og rökkurbandið. Einnig 38 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA gerðist eiginlega óvart, ég og tónlistarstjórinn minn vorum að spjalla við framkvæmdastjóra KFUM og fórum að tala um þessa sýningu. Við laumuðum því að henni að okkur langaði að setja þetta upp, og hún bara gleypti það á staðnum. Stuttu seinna vorum við farin á fullt,“ segir Rakel Brynjólfsdóttir, leikstjóri rokkóperunnar !Hero sem verður frumsýnd í Loftkastalanum annað kvöld. Það er Kristilegt félag ungra manna og kvenna á Íslandi sem stendur að uppfærslunni sem er því á nokkuð kristilegum nótum. „Það má segja að þetta sé Brook- lyn-útgáfan af Jesus Christ Superst- ar, í sögunni er stiklað á atburð- unum sem gerðust í guðspjallinu. Þannig að það er tvímælalaust kristilegur boðskapur í þessu,“ segir Rakel. Allir gefa vinnu sína Verkið er eftir Bandaríkjamenn- ina Eddie DeGarmo og Bob Farrell og var frumsýnt árið 2003. Nafn verksins vekur óneitanlega athygli, þá sérstaklega fyrir upphróp- unarmerkið í upphafi þess. „Upp- hrópunarmerkið er svolítið eins og krossinn því í verkinu er Hero, eða Jesús, ekki krossfestur heldur er hann laminn til bana í lokin. Þannig að þetta var þeirra lausn þarna úti, að nota annað tákn,“ útskýrir Rakel. „Þetta gerist annars í Brooklyn í New York, og gerist í heimi þar sem Jesús hefur aldrei lifað. En það fæð- ist drengur sem heitir Hero sem elst þarna upp, og smám saman gerir hann sér grein fyrir sínu hlutverki í lífinu, að boða þetta fagnaðarerindi. En yfirvöld í heiminum fara að skipta sér af þegar einhver maður ætlar að koma og troða einhverri „vitleysu“ inn í höfuðið á fólkinu,“ segir Rakel. Um mjög stóra uppfærslu er að ræða – alls koma um 70 manns að sýningunni, en þar á meðal eru níu leikarar, sex manna hljómsveit, 16 dansarar og 20 manna kór. Aðspurð segir Rakel svona uppfærslu því vissulega vera dýra. „KFUM og KFUK ákváðu að leggja pening í þetta verkefni, en allir sem koma að því gefa hins vegar vinnu sína. Það vinna allir fyrir boðskapinn og ánægjuna, öðruvísi væri þetta ekki hægt.“ Með titilhlutverkið í sýningunni fer Sigursveinn Þór Árnason. „Hann hefur verið hvað þekktastur fyrir að hafa verið í Luxor, auk þess sem hann er giftur Regínu Ósk söng- konu,“ segir Rakel en meðal annarra sem koma fram í sýningunni má nefna rapparana Poetrix og Dabba T. „Þetta er mjög sérstök rokkópera að því leyti að tónlistarsviðið er mjög breitt, við förum úr rokki yfir í rapp og popp og svo eru fallegar melódíur inn á milli.“ !Hero verður frumsýnt kl. 20 ann- að kvöld, en að sögn Rakelar er stefnt að fjórum sýningum til að byrja með. „Sala gengur mjög vel, þannig að við erum bæði þakklát og bjartsýn,“ segir hún. Jesús Kristur í Brooklyn  KFUM og KFUK frumsýna rokkóperuna !Hero í Loftkastalanum annað kvöld  Um 70 manns koma að sýningunni, m.a. leikarar, dansarar, kór og hljómsveit Morgunblaðið/Kristinn Hetjusaga Sigursveinn Þór Árnason (Hero) og Sigurður Ingimarsson (Kai) í hlutverkum sínum í !Hero. Miðasala fer fram á midi.is. Allar nánari upplýsingar eru á hero.is. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ ætlum að gera þetta að vínbar sem hefur mikið úrval af rauðu og hvítu sem verður selt í fallegum glösum,“ segir Garðar Kjartansson veitingamaður sem er einn þeirra sem standa að nýjum veitingastað, Pósthúsinu – vínbar, sem verður opnaður annað kvöld. Staðurinn verður til húsa í Pósthússtræti 13 þar sem Red Chilli var áður til húsa, en að sögn Garðars hafa töluverðar breytingar verið gerðar á húsnæð- inu. „Við verðum með marga tugi gerða af vínum,“ segir Garðar sem telur heilmikinn grundvöll fyrir stað sem þennan, þrátt fyrir erfitt ástand í efnahagslífinu. „Rauðvínsglas kost- ar til dæmis frá 900 upp í 1.300 krón- ur, en svo er auðvitað hægt að kaupa flöskur fyrir meira,“ útskýrir hann. Beggi og Pacas í eldhúsið? Til að byrja með verður staðurinn opinn á fimmtudögum frá kl. 17 til 1 og á föstudögum og laugardögum frá kl. 17 til 3. Að sögn Garðars verð- ur ekki um skemmtistað að ræða. „Tónlistin verður t.d. stillt fyrir 30 ára og eldri, og verður ekki hávær.“ Með vorinu er svo stefnt að því að opna eldhúsið. „Við ætlum að vera með ódýran mat og höfum verið í viðræðum við þá Begga og Pacas um að þeir taki að sér eldhúsið.“ Athygli vekur að staðurinn er nánast við hliðina á öðrum stað með svipaðar áherslur, Vínbarnum við Kirkjutorg. „En þetta er ekkert til höfuðs honum, við erum með aðrar áherslur,“ segir Garðar. „Við ætlum til dæmis að vera með mat, auk þess sem útlitið á staðnum verður öðru- vísi. Við erum að fara úr þessu svarta og hvíta, sem er svo mikið 2007, yfir í heimilislegri liti, brúnt, rautt og svona. Við viljum hafa þetta hlýlegt.“ Pósthúsið – vínbar verður opn- aður með lokuðu einkasamkvæmi frá kl. 20 til 23 annað kvöld, en svo verður opið fyrir almenning frá kl. 23 til 3. Svart/hvítt er svo mikið 2007 Morgunblaðið/Heiddi Á barnum Eigendurnir Sveinn Eyland og Garðar við hinn nýja bar. Pósthúsið – vínbar opnaður í Pósthússtræti annað kvöld Með aðalhlutverkin fara þau Sigursveinn Þór Árnason, Eirík- ur Hilmar Rafnsson, Þorleifur Einarsson, Ingunn Huld Sævars- dóttir, María Magnúsdóttir, Pét- ur Hrafnsson, Sigurður Ingi- marsson, Sævar Daníel Kolandavelu (Poetrix) og Davíð Tómas Tómasson (Dabbi T.). Tónlistarstjóri er Jóhann Axel Schram Reed og um dans og sviðshreyfingar sér Petra Pét- ursdóttir. Rokkóperan !Hero FólkPapa Mug og sonur spila á Norðurljósablús Mugison Lögin hans eiga mörg hver mikið að þakka blúsnum, og vísa í hann á ýmsan hátt.  Önnur plata tónlistarkonunnarLay Low, Farewell Good Night’s Sleep, fær sæmilega dóma í nýjasta hefti hins virta breska tónlistar- tímarits NME, New Musical Ex- press. Gagnrýnandinn, Rebecca Robinson, gefur plötunni einkunnina 6 af 10 og segir meðal annars: „Það er eitthvað hálfóáþreifanlegt við þessa íslensku blöndu af ástríðu- fullri sálartónlist í anda sjöunda ára- tugarins og þreifingum í átt að sveitalubbatónlist, en tónlistin er samt sem áður mjög hlustendavæn á nokkuð pirrandi hátt. Hún er eins og útþynnt blanda af Candie Payne og Lykke Li, og minnir jafnvel á Dusty Springfield í stórmarkaði að tala við sjálfa sig um að kaupa brauð. Platan er einmanaleg og sorgleg frá upp- hafi til enda, en samt svo fjölbreytt. Fólk ætti ekki að hlusta á hana á sama tíma og það er að stjórna vinnuvélum. Og svo eiga strákar ekki að hlusta á hana,“ skrifar gagn- rýnandinn. Svo mörg voru þau orð! Ekki stjórna vinnuvél og hlusta á Lay Low  Fréttagáttir á netinu hafa sprottið upp eins og gorkúlur und- anfarið og nú síðast bættist Press- an í ritstjórn Björns Inga Hrafns- sonar við flóruna. Ekki er hægt að segja að vefurinn komi inn með látum en það er vonandi að hún geri sig með tímanum gildandi í þjóðmálaumræðunni og stuðli þannig að aukinni lýðræðislegri umræðu í landinu. Eyjan er lík- lega enn vinsælasta fréttagáttin en þar hlýtur bloggsíða Egils Helgasonar að vega þungt því sjálfstæð fréttaöflun Eyjunnar hef- ur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Hins vegar hefur Eyjan verið dugleg við að bæta á sig bloggblómum og varla líður sú vika að nýr Eyju-bloggari sé ekki kynntur til leiks. Sá löstur er hins vegar á að meirihluti þeirra er stjórnmálamenn í bullandi kosn- ingabaráttu og því varla til þess fallið að auka lestur á síðunni. Pólitíkusar gera strandhögg á Eyjunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.