Morgunblaðið - 18.04.2009, Page 65

Morgunblaðið - 18.04.2009, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 Á heimasíðu Dr. Gunna er hægt að nálg- ast lag sem hann tók upp á kassettutæki árið 1978, þá þrettán ára. Lagið heitir „Tölvurnar“. Um tilurðina segir hann: „Ég fékk lítinn Fender-magnara og Yamaha-rafgítar í fermingargjöf. Áður hafði ég spilað á Hagström-kassagítar sem mamma mín ætlaði að læra á. Ég byrjaði að semja lög um leið og ég hafði lært þrjú vinnukonugrip. Með pönkinu fékkst sú aðferð viðurkennd. Ég byrjaði strax að taka lögin upp og hér er sýn- ishorn, líklega síðan 1978. Ég er 13 ára og stemningin var sú að tölvurnar myndu bráðum starta 3. heimsstyrjöldinni.“ Bæklingurinn inniheldur ljósmyndir eftir Gunnar sjálfan, velflestar teknar í kringum æskustöðvar hans í Kópavogi. Naprar og svart- hvítar en bera með sér ljúfsára fortíðarþrá sem hefur eflaust magnast upp eftir hrun, en það er aftur á móti tekið til kostanna á íkónóskri um- slagsmyndinni sem prýdd er risastórum bygg- ingakrönum. „Sumar myndirnar hefðu getað verið teknar í Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is DR. GUNNI hefur farið hamför- um á ýmsum sviðum undanfarið ár en margir hafa saknað plötu frá honum, en sú síðasta, Stóri hvellur, kom út 2003. Úr því hefur nú verið bætt, en platan Dr. Gunni inniheldur… skaust út á pásk- um. Plötuna má nálgast sem niðurhal en auk þess voru framleidd 300 stykki og er þar að finna 72 síðna bækling með textum, myndum og hug- leiðingum, auk þess sem platan er árituð og tölu- sett. Útgáfan er mjög „2009“ ef svo mætti segja; framleiðslukostnaður í lágmarki en útfærsla öll og hönnun bæði smekkvís og glúrin. Persónuleg plata „Mér fannst þetta sniðug leið í þessu árferði,“ segir doktorinn. „Niðuhal er alltaf að verða al- gengara en hugmyndin um að plata sé ekki til fyrr en hún kemur út í efnislegu formi lifir líka góðu lífi. Þess vegna útbjó ég þetta takmarkaða upplag, límdi svo sjálfur og áritaði til að auka enn frekar á vægi áþreifanleikans. Þá er maður orðinn svo mikill neytendafrömuður að ég kann- aði rækilega verðlagið í kringum svona stúss.“ austurevrópsku gettói, ca. ’89,“ segir Gunnar. „En platan er frekar persónuleg, já …“ Sarpur Platan er auk þess einkar blæbrigðarík, tón- listarlega. „Hvíta platan mín,“ eins og Gunni segir og vísar þar í hið mikla stílaflökt sem er að finna á Hvítu plötu Bítlanna. Platan er þá nokk- urs konar sarpur, lögin hafa verið að tínast til á undanförnum árum og sum þeirra urðu til í kringum Stóra hvell. Gunni segir að á vissan hátt sé vinnan í kringum þessa nýjustu afurð aft- urhvarf til einfaldari tíma. Hann keyri t.d. plöt- una sjálfur út eins og kassetturnar á sínum tíma „Já, ekki ósvipaður fílingur og þegar maður var í kringum tvítugt,“ segir hann. „Það sem hefur aðallega breyst er að það er erfiðara að finna göt á dagskránni til að taka svona lagað upp. Platan verður ekki flutt á tónleikum fyrr en í júní í fyrsta lagi, það er allt of mikið að gera í augnablikinu,“ en Gunni er í óðaönn að klára bók fyrir túrhestamarkaðinn auk þess sem und- irbúningur fyrir Popppunkt er í fullum gangi. Hvíta platan mín  Dr. Gunni gefur út plötuna Dr. Gunni inniheldur…  Aðeins 300 efnisleg eintök í boði, annars niðurhal Morgunblaðið/Golli Glúrið „En platan er frekar persónuleg, já...,“ segir Dr. Gunni um nýútkomna plötu sína. -Upplýsingar um plötuna: www.this.is/ drgunni/e24. -Gengisvísitala Dr. Gunna verður birt í sunnu- dagsútgáfu Morgunblaðsins. Fyrstu skrefin / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI MONSTERS VS... m. ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ OBSERVE AND REPORT kl. 8 FORSÝNING RACE TO WITCH MOUN... kl. 2 - 4 PUSH kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ KNOWING kl. 10 B.i. 12 ára MALL COP kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára LAST CHANCE HARVEY kl. 8 LEYFÐ KILLSHOT kl. 10:10 B.i. 16 ára MONSTERS VS... m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ DESPEREAUX m/ísl. tali kl. 2 - 6 LEYFÐ FRANKLIN OG FJÁRSJ... kl. 4 LEYFÐ Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! FYRSTA DREAMWORKS ANIMATION TEIKNIMYNDIN SEM ER GERÐ SÉRSTAKLEGA FYRIR ÞRÍVÍDD(3D). SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TA LI “MONSTERS VS ALIENS HEFUR ÞETTA ÞVÍ ALLT. SKEMMTILEGA SÖGU, FLOTT ÚTLIT, GÓÐAN HÚMOR OG FERLEGA FLOTT LEIKARAGENGI Í SVO MIKLU STUÐI AÐ ÞETTA GAT EKKI KLIKKAÐ.” - Þ.Þ., DV ....ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR TIL AÐ SEGJA ÞAÐ? ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP OG FORGETTING SARAH MARSHALL Empire Washington post Chicago tribune EIN AF BESTU MYNDUM ALLRA TÍMA SAMKVÆMT IMDB.COM MYND SEM SKILUR EFTIR VARANLEG SPOR Í HUGUM ÁHORFENDA „AFHVERJU GETA BANDARÍKJAMENN EKKI GERT SVONA MYNDIR LENGUR?“ CNN SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNI SAMbio.is SÝND Í KRINGLUNNI SPARBÍÓ 550 kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu AKUREYRI O KEFLAVÍK OBSERVE AND REPORT kl. 8 B.i. 16 ára FAST AND FURIOUS kl. 5-8 -10:20 B.i. 12 ára ELEGY kl. 10:10 LEYFÐ MONSTERS VS... m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ FRANKLIN OG... m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ “FUNNY AS HELL…” PETER TRAVERS / ROLLING STONE NY TIMES SEGIR: SPRENGHLÆGILEG, GRÓFUSTU BRANDARAR SEM SÉST HAFA Í BÍÓ, SVARTASTI HÚMOR Í MANNA MINNUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.