Morgunblaðið - 21.04.2009, Side 1

Morgunblaðið - 21.04.2009, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 1. A P R Í L 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 106. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «ÍRIS GUÐMUNDSDÓTTIR SKÍÐAKONA VARÐ ÍSLANDSMEISTARI Í TVEIMUR GREINUM «KRISTÍN ÞÓRA JÓHANNESDÓTTIR ÓREYNDUR SÖNG- FUGL TEKINN TALI                                 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is BORGARAHREYFINGIN sem býður fram O-listann fær fjóra menn kjörna á þing, verði niðurstöður kosn- inga í samræmi við skoðanakönnun sem Capacent Gallup birti í gær. Samfylkingin fengi 20 menn kjörna á þing, samkvæmt þessari könnun, tveimur fleiri en við síðustu kosn- ingar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fengi 17 þingmenn í stað þeirra níu sem flokkurinn hefur. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 15 þing- menn og missti tíu frá síðustu kosn- ingum. Frjálslyndi flokkurinn fengi engan mann kjörinn en fékk fjóra fyrir tveimur árum. Nýr flokkur hefur ekki náð mönn- um á þing frá árinu 1999 þegar Frjálslyndi flokkurinn fékk fyrst menn kjörna. „Það er ekki auðvelt að brjóta það mót sem flokkakerfið er í,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og telur niðurstöðu Borg- arahreyfingarinnar mikil tíðindi. | 2 Nýr flokkur á Alþingi samkvæmt nýrri skoðanakönnun O-listi fengi fjóra Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÁHÖFN íslensks fiskiskips sem var að veiðum suðaustur af land- inu á laugardaginn gerði lögregl- unni viðvart um ferðir smygl- skútunnar Sirtaki sem þá var á leið til landsins. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins þótti sjó- mönnunum grunsamlegt að sjá skútu á þessum slóðum á þessum árstíma. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði á blaðamannafundi í gær að að- gerðirnar, sem leiddu til hand- töku sex manna og haldlagningar 109 kg af fíkniefnum, hefðu verið í tengslum við rannsókn sem fíkniefnadeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu og tollgæslan hefðu unnið að í sameiningu í all- nokkurn tíma. „Aðgerðirnar bar samt sem áð- ur nokkuð brátt að,“ sagði Stefán á fundinum. Það kann að benda til þess að ekki hafi verið vitað um nákvæman komutíma skút- unnar fyrr en á laugardag. Kom handtakan mjög á óvart Talið er að þrír menn hafi farið á hraðskreiðum slöngubáti frá Djúpavogi og átt stefnumót við skútuna um 15-20 sjómílur suður af Papey um kl. 20.00 á laug- ardagskvöld. Þeir lönduðu svo fengnum í Gleðivík við Djúpavog og þar skildi leiðir. Einn hélt suð- ur firðina á pallbíl með fíkniefnin. Lögreglan á Höfn stoppaði bílinn um nóttina á þjóðvegi 1, rétt vestan við afleggjarann að Höfn. Í bílnum fundust fíkniefnin sem grunur leikur á að hafi verið sótt í skútuna. Einnig var í bílnum haglabyssa, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hinir tveir voru á amerískum jeppa og ætluðu norð- ur um. Lögreglumenn frá Eskifirði og úr sérsveitinni stoppuðu þá rétt utan við Djúpavog. Þremenning- arnir munu ekki hafa sýnt neinn mótþróa og virtist handtakan koma þeim mjög á óvart, að sögn lögreglu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á landleið Belgíska skútan Sirtaki fannst um 74 sjómílur VNV af Mykinesi í Færeyjum. Í gærkvöldi var gert ráð fyrir að skútan kæmi til hafnar á Eski- firði klukkan 8 í dag. Þriggja manna áhöfn, tveir Íslendingar og einn Hol- lendingur, var handtekin. Varðskipið Týr fylgdi henni til hafnar í gær. Fiskiskip lét vita af skútunni  Lagt var hald á 109 kg af fíkniefnum  Haglabyssa var í fíkniefnabílnum Í HNOTSKURN » Hollendingurinn sem varhandtekinn um borð í skútunni var fenginn til að sigla skútunni til hafnar ásamt varðskipsmönnum. Um borð voru einnig sérsveit- armenn til að hafa gætur á honum. »Fíkniefnin voru amfeta-mín, marijúana, hass og nokkur þúsund e-töflur. Um helmingurinn var svonefnd „hvít efni“. Samtals 109 kg. » Nokkuð er liðið frá þvísíðast komst upp um mari- júanasmygl en lögregla telur að öflugar aðgerðir gegn kannabisræktun hafi valdið skorti á marijúana hérlendis. »Ljóst þykir að hér er umað ræða eitt stærsta smyglmál Íslandssögunnar.  Sex karlar | 8  ÞAÐ hvort íslenska ríkið getur staðið undir skuldum sínum ræðst ekki aðeins af höfuðstóli skuldanna, heldur einnig af vaxtakjörum og hagvexti. Til að halda hlutfalli skulda og landsframleiðslu óbreyttu þarf að reka ríkissjóð með ákveðnum af- gangi, að gefnu hagvaxtar- og nafnvaxtastigi. Til dæmis þyrfti að reka ríkissjóð með ríflega 60 millj- arða króna afgangi væru nafn- vextir á skuldum hans 8% og hag- vöxtur 3%. Til samanburðar voru heildarútgjöld ríkisins um 480 milljarðar árið 2008 og er því um að ræða 12,5% af þeirri upphæð. »14 Ríkissjóður þyrfti að skila afgangi upp á tugmilljarða  „VINNAN hef- ur tekið lengri tíma en búist var við, meðal annars við end- urskipulagningu bankakerfisins. Þá skipti einnig töluverðu máli að það urðu pólitísk- ar breytingar í landinu fyrr á árinu og á meðan þær gengu yfir lá vinnan nánast alveg niðri,“ sagði Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann segir tæknilegar ástæður við grein- ingu á efnahagsvanda Íslands hafa leitt til þess að tafir urðu á greiðslu 155 milljóna dollara af um 2,1 millj- arðs dollara láni sjóðsins hingað til landsins. Töfin sem slík hafi hins vegar lítil sem engin áhrif á efnahag þjóðarinnar. »6 Pólitískar breytingar töfðu starf IMF og stjórnvalda  Á BORGARAFUNDI í beinni út- sendingu í Ríkissjónvarpinu í gær sagði Björgvin G. Sigurðsson, odd- viti Samfylkingarinnar, að samstarf við VG kæmi ekki til álita nema Evr- ópumálin væru leyst. Atli Gíslason, efsti maður Vinstri grænna í kjör- dæminu, ítrekaði að flokkurinn væri ekki tilbúinn í aðildarviðræður. »12 Oddvitar ósammála um ESB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.