Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
FYRSTU kríurnar sáust við Ósland
á Höfn í Hornafirði um hádegisbilið í
gær. Að sögn Brynjúlfs Brynjólfs-
sonar, starfsmanns fuglaathugunar-
stöðvar Suðausturlands á Höfn, sjást
fyrstu kríurnar yfirleitt á bilinu 20.-
25. apríl en flestar koma þær ekki
fyrr en um mánaðamótin. „Það eru
alltaf einhverjar kríur á undan en
fólk mun eflaust ekki sjá þær fyrr en
eftir 7-10 daga,“ segir hann. „Það er
alltaf tilviljun hver finnur þær fyrst
en að vísu leitum við að henni hér.
Hún kemur alltaf fyrst hér að landi,
við segjum það,“ segir Brynjúlfur og
skellihlær.
Flestir farfuglanna komnir
Fyrstu farfuglarnir, okkar helstu
vorboðar, komu til landsins í febrúar
en þá hófu sílamávar og súlur sum-
ardvöl sína. Síðan þá hafa hinar
ýmsu fuglategundir tínst til landsins
en síðustu farfuglarnir, óðinshani og
þórshani, koma í maí.
Brynjúlfur segir flestar tegund-
irnar hafa komið á áætluðum tíma.
Líkt og með kríuna koma oft nokkrir
fuglar áður en restin af hópnum
kemur en þar munar yfirleitt aðeins
nokkrum dögum.
Fyrstu kríurnar komnar til landsins
Morgunblaðið/Ómar
Á snakki Kríunar verða flestar komnar til landsins um mánaðamótin.
Í HNOTSKURN
»Krían er víðförlust ís-lenskra farfugla. Varp-
stöðvar hennar eru hér á landi
en vetrarstöðvar við Suður-
skautslandið, þó sumar haldi
sig við Góðrarvonarhöfða í
Suður-Afríku.
»Ætla má að íslenskar kríurleggi að baki 30-40 þúsund
kílómetra ferðalag á hverju
ári, sem nemur því sem næst
ummáli jarðar við miðbaug.
FRAMKVÆMDIR við einbýlishúsið Esjuberg
eru nú í fullum gangi. Húsið, sem stendur við
Þingholtsstræti 29 A, hýsti áður gamla Borg-
arbókasafnið og var um tíma í eigu norska
listmálarans Odds Nerdrum en er nú í eigu
Inn fjárfestingar ehf. sem Ingunn Werners-
dóttir á.
Hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavík-
urborgar fengust þær upplýsingar að gefið
hefði verið út byggingarleyfi í upphafi þessa
árs, en seint á síðasta ári var sótt um leyfi til
minniháttar breytinga inni í eldra húsinu auk
breytinga á gluggum og dyraopum til austurs
að garði og ennfremur um leyfi fyrir byggingu
bílskúrs með aðkeyrslu að Grundarstíg með
baðaðstöðu, geymslum og tæknirými í kjall-
ara og stigatengingu við fyrstu hæð í ein-
býlishúsinu. Alls fékkst leyfi fyrir tæplega
245 fm stækkun á lóðinni, þannig að bygging-
armagnið verður samtals rúmir 712 fm eftir
stækkun.
Morgunblaðið/Ómar
Framkvæmdir við gamla Borgarbókasafnið
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
GREIDDIR hafa verið rúmlega 2,5
milljarðar kr. úr Fæðingarorlofs-
sjóði á fyrstu þremur mánuðum árs-
ins en sjóðurinn hefur rúmlega 10,5
milljarða til ráðstöfunar á árinu skv.
fjárlögum ársins. „Við erum því á
mjög góðu róli enn sem komið er og
vel innan marka en þess ber að geta
að þyngstu mánuðir ársins eru fram-
undan. Það eru sumarmánuðirnir
því reynsla okkar er sú að þeir eru
útgjaldamestu mánuðirnir,“ segir
Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður
Fæðingarorlofssjóðs.
Fæðingarorlofssjóður er fjár-
magnaður með tryggingagjaldi og er
með ríkisábyrgð þar sem sjóðurinn á
alltaf að hafa nægilegt laust fé til að
standa við skuldbindingar sínar.
Efnahagskreppan og aukning at-
vinnuleysis hefur ekki a.m.k. enn
sem komið er haft áhrif á fjölda til-
kynninga um töku fæðingarorlofs.
Að sögn Leós er fjöldi umsókna
svipaður og verið hefur. „Við finnum
hins vegar fyrir því, að fólk er tals-
vert að breyta áður tilkynntu fæð-
ingarorolofi. Hugsanlega er það til
dæmis gert til að aðlaga fæðing-
arorlof að uppsagnarfresti. Það er
meira um slíkar breytingar núna en
verið hefur,“ segir Leó.
Meðal þess sem komið hefur í ljós
að undanförnu er að foreldri skipta
t.d. í meira mæli upp fæðingarorlofi
sínu. Einnig ber nokkuð á því að
sögn Leós að fólk fresti töku fæðing-
arorlofs. M.a. geti skýringin á því
verið sú, að einstaklingar sem hafa
fengið uppsagnarbréf ákveði að
vinna út uppsagnarfrestinn áður en
farið er í fæðingarorlof. „Eins sýnist
okkur fólk vera að skipuleggja þetta
svolítið eftir tekjum þannig að tekju-
hærra foreldrið taki frekar fæðing-
arorlofið. Það ber meira á því en áð-
ur var,“ segir hann.
Seinasta ár var þriðja mesta fæð-
ingarár hér á landi frá því að mæl-
ingar hófust samkvæmt tölum Hag-
stofunnar. „Við megum því alveg
búast við mikilli töku fæðingarorlofs
á þessu ári eins og verið hefur sein-
ustu ár. Við merkjum engan sam-
drátt eða beina aukningu heldur er
þetta í eðlilegu horfi og eykst jafnt
og þétt,“ segir hann.
Sjóðurinn á góðu róli
Ótryggt atvinnuástand veldur því að foreldrar breyta áætlunum sínum um töku
fæðingarorlofs Ekki hefur þó orðið breyting á fjölda umsókna um fæðingarorlof
Starfsfólk Fæðingarorlofssjóðs
verður þessa dagana í verulegum
mæli vart við áhyggjur foreldra af
áhrifum ótryggs atvinnuástands á
fæðingarorlof.
„Fólk er almennt mjög áhyggju-
fullt yfir ástandinu og hefur
áhyggjur af því hvort uppsagnir
og erfiðleikarnir hafa áhrif á rétt
þess til töku fæðingarorlofs t.d.
ef það þarf vera tímabundið frá
vinnu. Einnig hefur fólk mikið
spurt um hvaða vernd það hafi
gegn uppsögnum meðan á fæð-
ingarorlofi stendur.
Við fáum öðruvísi spurningar í
dag en við fengum en fyrir ári síð-
an,“ segir Leó Örn Þorleifsson,
forstöðumaður Fæðingarorlofs-
sjóðs.
Skv. lögum er óheimilt að segja
starfsmanni upp störfum af þeirri
ástæðu að hann hefur tilkynnt
fyrirhugaða töku fæðingarorlofs
eða er í fæðingarorlofi, nema gild-
ar ástæður séu fyrir hendi.
Áhyggjufull vegna uppsagna og spyrja margs
HANNES Sigmarsson, yfirlæknir
við Heilsugæslu Fjarðabyggðar,
ætlar að snúa aftur heim til Eski-
fjarðar og mæta í vinnu á ný eftir
að embætti ríkissaksóknara ákvað
að vísa kæru Heilbrigðisstofnunar
Austurlands (HSA) frá. Hannesi var
12. febrúar sl. vikið tímabundið frá
störfum vegna rannsóknar á reikn-
ingum frá honum. Á Eskifirði var
niðurstöðu ríkissaksóknara í gær
fagnað með því að flagga en Hann-
es hefur starfað sem læknir á Aust-
urlandi í tæpa tvo áratugi.
Mál Hannesar hafði verið til
skoðunar hjá HSA nokkra hríð áð-
ur en til kæru kom.
Hannes stefnir að því að mæta
sem fyrst til starfa. guna@mbl.is
Yfirlæknir
aftur til starfa
Morgunblaðið/Helgi Garðars
ÖKUFERÐ gestkomandi manns í
Vestmannaeyjum í september í
fyrra endaði ekki vel. Hvorttveggja
var að maðurinn tók bílinn trausta-
taki og að auki var hann undir áhrif-
um vímuefna enda lauk bíltúrnum
með því að bíllinn rakst tvívegis utan
í umferðarmerki. Þegar lögregla yf-
irheyrði manninn viðurkenndi hann
að hafa stolið bílnum og að hafa ekið
ölvaður. En þegar maðurinn kom
fyrir Héraðsdóm Suðurlands nýlega
neitaði hann því að hafa verið ölv-
aður en hefði hins vegar verið undir
áhrifum lyfsins Tafil.
Dómur yfir manninum féll í gær
og var hann dæmdur í 30 daga skil-
orðsbundið fangelsi fyrir nytjastuld
og akstur undir áhrifum lyfja. Dóm-
arinn sagðist þó ekki geta sakfellt
manninn fyrir ölvunarakstur þar
sem hvorki var tekið blóð- né þvag-
sýni úr honum þegar hann var hand-
tekinn.
Um hálfrar milljónar króna bóta-
kröfu bíleigandans var vísað frá
dómi.
Áfengisprófið
gleymdist
UTANRÍKISRÁÐHERRA skipaði í
gær nýja stjórn Útflutningsráðs. Í
fyrsta sinn í 22 ára sögu ráðsins eru
konur í meirihluta stjórnarinnar.
Aðalmenn, tilnefndir af atvinnu-
lífi, eru Valur Valsson, Hjörtur
Gíslason, Anna G. Sverrisdóttir, og
Ólafur Daðason. Aðalmenn skip-
aðir án tilnefningar eru Linda B.
Gunnlaugsdóttir, Heiðrún Jóns-
dóttir, og Bryndís Kjartansdóttir.
Konur í meiri-
hluta í ráðinu