Morgunblaðið - 21.04.2009, Side 11

Morgunblaðið - 21.04.2009, Side 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is JÓHANNA Sigurðardóttir, for- sætisráðherra og formaður Samfylk- ingarinnar, vill að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál stjórnmálaflokk- anna og skoði þá sérstaklega tímabil- ið frá árinu 2000 til 2007, þegar ný lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi. „Það mega ekki vera svona grunsemdir uppi um að það séu hagsmunatengsl og óeðlileg af- skipti af fyrirtækjum. Það verður allt að vera uppi á borði. Og ég mun skoða það í fullri alvöru að það verði allt uppi á borðum og að Ríkisend- urskoðun leggi hlutlaust mat á það,“ sagði Jóhanna í umræðuþættinum Zetan á mbl.is í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tók undir þessi orð Jóhönnu í viðtali við Zetuna. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segjast vilja að Ríkisend- urskoðun skoði fjármál stjórnmálaflokkanna. Allir segjast þeir „ekki hafa neitt að fela“. Mikilvægt sé að almenningur fái traust á stjórnmálaflokkum í land- inu. „Við í Vinstri grænum erum stolt af því að hafa verið með opið bókhald alla tíð,“ segir Steingrímur. Bjarni segir mikilvægt að flokk- arnir nái þverpólitískri sátt um fag- lega umfjöllun um fjármál flokkanna fyrir gildistöku laganna árið 2007. Allir styrktir af bönkum Styrkir til stjórnmálaflokka hafa verið töluvert til umræðu síðan tveir stórir styrkir til Sjálfstæðisflokks- ins, frá FL Group og Landsbank- anum upp á samtals 55 milljónir, skömmu fyrir gildistöku fyrrnefndra laga um fjármálin komu upp á yf- irborðið. Lögin gera ráð fyrir að lög- aðilar megi ekki styrkja stjórn- málaflokka um meira en 300 þúsund krónur. Samfylkingin og Framsókn- arflokkurinn opnuðu bókhald sitt fyrir árið 2006 eftir að upplýst hafði verið um fyrrnefnda styrki. Hjá þeim voru bankarnir þrír sem nú eru fallnir, Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing, allir á meðal stærstu styrkveitenda ásamt fjárfesting- arfélögum og verktökum. Verktaka- fyrirtækið Eykt var stærsti einstaki styrkveitandi Framsóknarflokksins, með fimm milljóna króna styrk, en hjá Samfylkingunni veitti Kaupþing stærsta styrkinn, fimm milljónir. FL Group og Landsbankinn voru lang- samlega stærstu styrkveitendur Sjálfstæðisflokksins með 30 milljónir hvort fyrirtæki en Landsbankinn veitti fimm milljóna styrk til viðbótar við fyrrnefndan 25 milljóna styrk. Óskað eftir upplýsingum Ekki liggja fyrir allar upplýsingar um fjármál undirfélaga stjórn- málaflokkanna. Samfylkingin, Framsóknarflokkur og Sjálfstæð- isflokkur hafa ekki gert grein fyrir fjárhag undirfélaga, svo sem sjálf- stæðra aðildar- og hverfafélaga, um land allt. Magnús Norðdahl, gjald- keri Samfylkingarinnar, segist þegar hafa óskað eftir upplýsingum um fjármál allra undirfélaga Samfylk- ingarinnar en þau hafa í gegnum tíð- ina verið með sjálfstæðan fjárhag. „Í síðustu viku sendum við sérstaka beiðni á öll okkar aðildarfélög og öll okkar kjördæmisráð um að senda upplýsingar um fjáröflun til mín, í því skyni að upplýsingarnar verði teknar saman og birtar,“ sagði Magnús. Hann segist ekki geta svar- að því hvort samantekt á upplýsing- unum verði lokið fyrir kosningar. „Þetta verður unnið eins hratt og kostur er,“ segir Magnús. Fjármálin verði skoðuð  Formenn stjórnmálaflokkanna sem voru með kjörna fulltrúa á þingi fyrir árið 2007 vilja að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál flokkanna  Vafa verður að eyða Morgunblaðið/Ómar Mótmælt við Alþingi Leynd hvíldi að mestu yfir fjármálum stjórn- málaflokkanna fyrir árið 2007 þegar ný lög um fjármálin tóku gildi. Í HNOTSKURN » Styrkir til Sjálfstæð-isflokksins á árinu 2006, sem voru yfir einni milljón, námu 80,9 milljónum króna. Munaði þar mestu um styrki FL Group og Landsbankans upp á 60 milljónir samtals. » Víðast hvar á Vest-urlöndum hefur verið lög- fest gagnsæi í fjármálum stjórnmálaflokka til þess að koma í veg fyrir spillingu og lítið traust almennings á stjórnmálastarfi. SKULDIR stjórnmálaflokkanna námu 475 milljónum króna í lok árs 2007. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru veðin að baki hluta af lánum til flokkunum lítil sem engin. Óljóst er hvernig flokkarnir, einkum þeir sem standa verst, eiga að getað borg- að skuldir sínar til baka ef ekki kemur til afskrifta eða mikillar innspýtingar fjár. Staða Fram- sóknarflokksins var einkum erfið í árslok 2007 en þá skuldaði flokk- urinn 154 milljónir króna, mesta allra flokka. Samfylkingin var með skuldir upp á 124 milljónir króna. Frjálslyndi flokkurinn skuldaði minnst, eða tæpar 30 milljónir. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu, meðal annars í fréttaskýringu 14. apríl sl., þá voru flestir stórir styrkir til stjórnmálaflokkanna veittir skömmu áður en lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi, í byrjun árs 2007. Samkvæmt þeim á gagnsæi að ráða för og hver lögaðili má ekki styrkja flokkinn um meira en 300 þúsund krónur. Óljóst um veð að baki lánum til flokkanna UMSÓKNARFRESTUR um sum- arstörf hjá Reykjavíkurborg rann út á sunnudaginn. Að sögn Lárusar Haraldssonar, deildarstjóra vinnu- miðlunar Hins hússins, var heild- arfjöldi umsækjenda 4.165 talsins, eða um 1.300 fleiri en í meðalári. Lárus segir að undanfarin ár hafi hver umsækjandi skilað inn að með- altali þremur umsóknum svo óhætt sé að gera ráð fyrir a.m.k. tólf þús- und umsóknum. Eftir er að fara í gegnum umsóknirnar en einhverjar þeirra geta reynst ógildar eða ómarktækar. Meðal þeirra starfa sem Reykja- víkurborg auglýsti fyrir sumarið voru eldhússtörf, garðyrkjustörf, vinna við heimaþjónustu og um- ferðarmerkingar. ylfa@mbl.is Morgunblaðið/Frikki Yfir fjögur þúsund umsækjendur ALLS hafði 185 leyfum til hrein- dýraveiða verið skilað eða staðfest- ingargjald ekki verið greitt þegar frestur til þess rann út um síðustu mánaðamót. Búið er að úthluta þessum leyfum til þeirra sem næst- ir voru í biðröðinni. Leyfilegt verður að veiða 1.333 dýr, þar af 925 kýr og 408 tarfa, þegar veiðar hefjast í haust. Þegar leyfi til hreindýra voru auglýst bárust á 3.227 gildar um- sóknir, eða talsvert fleiri en leyfin sem í boði voru. Dregin voru 1.333 nöfn úr hópi umsækjenda í febrúar síðastliðnum og hinum heppnu til- kynnt um niðurstöðuna. Greiða þurfti staðfestingargjald fyrir 1. apríl, sem nam 25% af uppsettu verði fyrir leyfin. Margir í þeim hópi greiddu ekki leyfin og misstu þar með af bráðinni. Dýrustu leyfin kosta 120 þúsund krónur, fyrir tarfa á svæði 1. og 2. sisi@mbl.is Leyfum til að veiða hreindýr úthlutað MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Samfylk- ingunni vegna auglýsingar sem birtist í Morgunblaðinu 19. apríl. Í yfirlýsingunni segir m.a. að þar sé alvarlega hallað réttu máli um stefnu Sam- fylkingarinnar í skatta- og ríkisfjármálum. „Undir auglýsinguna ritar áhuga- hópur um endurreisn Ís- lands, en sá hópur er hvergi finnanlegur í skrám yfir félög né heldur á leit- arvélum internetsins. Að mati Samfylkingarinnar er auglýsingin því í raun nafn- laus. Í henni er lýst meint- um áformum Samfylking- arinnar og Vinstri grænna í skattamálum og því ranglega hald- ið fram að Samfylkingin áformi umtalsverðar og margvíslegar skattahækkanir. Hið rétta er að Samfylkingin hefur ítrekað sagt að vandinn í ríkisfjármálum verði ekki leystur með skattahækkunum held- ur verði megináhersla lögð á að mæta halla ríkissjóðs með aðhaldi, niðurskurði og baráttu gegn skatt- svikum. Óábyrgt sé hins vegar að útiloka með öllu skattahækkanir við þessar aðstæður, en mikilvægt er að gæta sanngirni og forðast margsköttun svo sem með auknum eignasköttum sem Samfylkingin hefur útilokað. Forgangsatriði er að verja kjör og stöðu þeirra sem lakast standa að vígi og á það bæði við um verkefni stjórnvalda og mögulegar breytingar á skattkerf- inu.“Undir yfirlýsinguna ritar fyrir hönd Samfylking- arinnar Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastýra. VG andæfa líka Þá skrifar Davíð Stef- ánsson, sem býður sig fram fyrir VG, á bloggsíðu sinni athugasemd um sömu aug- lýsingu. Hann segir m.a.: „Heilsíðuauglýsingar í Mogganum í gær og Fréttablaðinu í dag eru til marks um algera mál- efnaþurrð í hægrinu. Meintar skattahækkanir eru eina haldreipið. Og þær eru gripnar al- gerlega úr samhengi, ýktar og upp- spunnar. Þetta eru sorgleg stjórn- mál. Hræðsluáróður af verstu gerð. Og svona vinnubrögð sverta ásýnd stjórnmálanna og minnka enn frek- ar tiltrú almennings. Sannleikurinn er svona: Í samþykktum ályktunum VG um efnahagsmál var talað um að taka upp sanngjarnan eigna- skatt. Það voru nú öll herlegheitin. Engar útfærslur. Forysta flokksins hefur á síðari stigum rætt lauslega um að setja á eignaskatt fyrir stór- eignafólk sem er líka með háar tekjur.“ Mótmæla auglýsingu um skattahækkanir Gildi - lífeyrissjóður Sætúni 1 105 Reykjavík Sími 515 4700 www.gildi.is gildi@gildi.is Á R S F U N D U R Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel, Reykjavík þriðjudaginn 21. apríl kl. 17.00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Tillaga til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Tillaga um lækkun réttinda. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögurnar munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og birtar á heimasíðunni, www.gildi.is tveimur vikum fyrir ársfundinn. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum. Reykjavík 6. apríl 2009, lífeyrissjóður Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. 2 0 0 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.